Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 1
88 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
291. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morg’unblaðsins
Friðar-
gæsla
NACC
Brussel. Reuter.
RÍKI Atlantshafsbandalagsins
og mörg fyrrverandi aðildarríki
Varsjárbandalagsins sömdu í
gær um að standa saman að frið-
argæslu í Evrópu.
Akvörðun þessi var tekin á fundi
utanríkisráðherra Norður-Atlants-
hafssamvinnuráðsins (NACC) en
aðild að því eiga NATO-ríki, Aust-
ur-Evrópuríki og mörg fyrrverandi
Sovétlýðveldi. Samþykkt var áætl-
un um undirbúning friðargæslu.
Ekki verður gripið til aðgerða
nema beiðni komi frá Ráðstefnunni
um öryggi og samvinnu í Evrópu
eða Sameinuðu þjóðunum.
Rúmlega fjögur hundruð Palestínumenn í reiðileysi syðst í Líbanon
••
Oryggisráð SÞ
Nauðganir í
fangabúðum
fordæmdar
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu
þjóðanna lýsti viðurstyggð
sinni í gær vegna fregna um
að bosnískum konum og
unglingsstúlkum sé nauðgað
með skipulögðum hætti í
fangabúðum Serba. Fyrir-
skipaði ráðið að friðar-
gæsluliðar myndu aðstoða
fulltrúa Evrópubandalags-
ins við að kanna ástandið í
búðum af þessu tagi.
Öryggisráðið fordæmdi ein-
um rómi ólýsanleg grimmdar-
verk sem fregnir bærust af.
Sögum færi af konum, einkum
múslímakonum, sem væri
safnað saman og þeim nauðg-
að með skipulögðum hætti.
Krafðist ráðið þess að öllum
slíkum búðum yrði lokað nú
þegar.
Sjá „Serbar sakaðir...” á
bls. 34
Reknir úr landi
Reuter
Palestínumennirnir hröktust í gær milli ísraelsku landamæranna og líbansks herliðs með alvæpni. Síðast þegar
fréttist höfðu mennirnir búið sér næturstað á gróðurlausum melnum.
Hörð viðbrögð við
ákvörðun Israela
Maij az-Zohour, New York, Brussel. Reuter.
SÚ ákvörðun ísraelsku stjórnarinnar að reka 418 Palestínu-
menn í útlegð á einskismannslandi í suðurhluta Líbanons
var fordæmd víða um heim í gær, m.a. af Evrópubandalag-
inu. Skoðanakönnun sýnir að 91% ísraelsku þjóðarinnar
styður Yitzhak Rabin forsætisráðherra í þessu máli.
ísraelar létu verða af brottrekstr-
inum þrátt fyrir kröftug mótmæli á
alþjóðavettvangi. Palestínumennirn-
ir voru fluttir langleiðina að Maij
az-Zohour varðstöðinni, sem er 9
km norður af ísraelsku landamæra-
borginni Metulla, í fyrrakvöld. Þar
voru þeir reknir út úr langferðabif-
Borís Jeltsín segir nýtt afvopnunarsamkomulag tilbúið
Bandaríkjastjóm hissa
Pcking, Washington. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lýsti því óvænt yfir
á fundi með menntamönnum úr röðum kinverska
kommúnistaflokksins að Rússar og Bandaríkja-
menn hefðu náð samkomulagi um nýjan afvopnun-
arsáttmála og yrði hann undirritaður á leiðtoga-
fundi í næsta mánuði. „Eg get greint ykkur frá
því að búið er að undirbúa START-2-samkomulag,
sem gerir ráð fyrir að langdrægum kjarnorkuvopn-
um verði fækkað um tvo þriðju,“ sagði Jeltsin.
Yfirlýsing Rússlandsforseta kom bandarískum
stjórnmála- og embættismönnum í opna skjöldu
og virtust þeir ekki kannast við þetta nýja afvopn-
unarsamkomulag.
Jeltsín endurtók yfirlýsingu sina
klukkustundu síðar á blaðamanna-
fundi og sagði þá að enn ætti eftir
að ákveða endanlega hvar og hve-
Jeltsfn
nær samkomulagið yrði undirritað.
Til bráðabirgða hefði þó verið gert
ráð fyrir að það yrði í Alaska í
janúarbyijun. Rússlandsforseti,
sem staddur er í opinberri heimsókn
í Kína, kom einnig á óvart er hann
sagði að kínverski leiðtoginn Deng
Xiaoping væri sjúkur en óvenjulegt
er að opinberir gestir í Kína tjái
sig um heilsufar hans.
Lawrence Eagleburger, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagðist
vera hissa á ummælum Jeltsíns þar
sem hann vissi ekki til að endan-
legt samkomulag hefði náðst. Jelts-
ín og George Bush, fráfarandi
Bandaríkjaforseti, hafa undanfarið
unnið náið saman til að geta lokið
vinnu við nýtt afvopnunarsam-
komulag áður en Bush lætur af
embætti þann 20. janúar nk.
reiðum eftir að hafa hírst í þeim
með bundið fyrir augu og hendur
bundnar fyrir aftan bak í 18 klukku-
stundir.
Við Marj az-Zohour biðu líbansk-
ar skriðdrekasveitir og voru Palest-
ínumennirnir reknir upp á vörubíla
og þeim ekið aftur að ísraelsku
landamærunum. ísraelskir hermenn
skutu af vélbyssum rétt yfir höfðum
þeirra og stökktu þeim aftur norður
á bóginn. Gengu Palestínumennimir
í myrkri og kulda aftur að líbönsku
varðstöðinni, settust þar niður og
báðu um hjálp. Við bænagjörð í gær
báðu þeir Rabin bölbænir.
Viðbrögð Clintons
Bill Clinton verðandi Bandaríkja-
forseti sagðist í gær skilja gremju
og reiði ísraela vegna ofbeldisgjörða
harðlínusamtaka múslima. „A hinn
bóginn hef ég áhyggjur af þvi að
brottreksturinn geti orðið til þess
að stofna friðarsamningum í hættu,“
sagði Clinton.
Talsmenn ísraelsstjórnar sögðu
Palestínumennina tilheyra samtök-
unum Heilagt stríð (Jihad) og and-
spymuhreyfíngunni Hamas. Ólíkt
Frelsissamtökum Palestínu (PLO)
lögðust bæði samtökin gegn því að
arabaríki gengju til friðarsamninga
við ísraela. Af hálfu PLO hefur ver-
ið ákveðið að hætta þátttöku í samn-
ingunum um stundarsakir eða þar
til Palestínumennirnir útlægu fengju
að snúa til baka.
Kvpik.,-^
iJbanon
Beirút
SYRLAND
Damaskus
ISRAEL
I R A K
n
'+j • Amman
Rúmiega 400 Palestínuarabar voru
reknir í útlegð á öryggissvæði
ísraela í S-Líbanon
Tyrei
(Týrus)
Hlutverk
Hillary
Washington. The Daily Teleg^aph.
BILL Clinton, verðandi for-
seti Bandaríkjanna, segir að
Hillary kona hans muni sitja
ríkisstjórnarfundi eftir að
hann tekur við embætti. Kem-
ur þetta fram í viðtali við
Wa.ll Street Journal.
Clinton segir það vilja sinn
að Hillary leggi sitt af mörkum
á ríkisstjómarfundum. ,,[H]ún
veit meira um marga þessara
hluta en flestir okkar,“ segir
hann. Þess em dæmi að forseta-
frúr í Bandarílqunum sitji ríkis-
stjórnarfundi. Rosalynn Carter
átti það til að koma á slíka fundi,
svo nýlegt dæmi sé tekið, en
ekki var um formlega, reglulega
þátttöku af hennar hálfu að
ræða. Talsmaður Clintons sagði
í gær að Hillary myndi sjálf
ákveða hvenær hún sæti fundi.