Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 1
56 SIÐUR B/C
45. tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Prentsraiðja Morgnnblaðsins
Kommúnistar og þjóðernissinnar fylkja liði á götum Moskvu
Krefjast rétt-
arhalda yfir
Borís Jeltsín
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
UM 20.000 manns, einkum uppgjafahermenn með heiðurs-
merki sín, kommúnistar og æstir þjóðernissinnar, fylktu
liði á götum Moskvuborgar í mótmælagöngu gegn umbóta-
stefnunni á degi hersins sem var í gær. Æpt voru vígorð
gegn Borís Jeltsín forseta og þess krafist að hann og fleiri
ráðamenn yrðu dregnir fyrir rétt.
Valdaræningjar í
fylkingarbij ósti
í fremstu röð voru fjórir af leið-
togum valdaránsins misheppnaða
1991, þeir Vladímír Kijútsjkov
sem var yfirmaður öryggislögregl-
unnar KGB, Valentín Pavlov sem
var forsætisráðherra • Sovétríkj-
anna, Valentín Varenníkov sem
var yfirmaður landhersins og Oleg
Baklanov háttsettur embættis-
maður kommúnistaflokksins. Fjór-
menningarnir eiga yfir höfði sér
dauðadóm verði þeir fundnir sekir
um landráð.
Fólkið veifaði sovétfánanum
gamla með hamrinum og sigðinni.
„Svikarar, snautið burt frá
Kreml!“ hrópaði Gennadí Zjúg-
anov, leiðtogi hins endurreista
kommúnistaflokks.
Hópur mótmælenda réðst á
fyrrverandi yfirmann lögreglunnar
í Moskvu, Arkadíj Múrashev, sem
kvaðst hafa átt leið um götuna.
Nokkrir vestrænir blaðamenn sem
reyndu að hjálpa honum urðu einn-
ig fyrir barsmíðum.
Vilja reisa
200 hæða
skýjakljúf
Tókýó. The Daily Telegraph.
TVÖ byggingarfyrirtæki í
Japan vilja reisa 200 hæða
íbúðar- og skrifstofubygg-
ingu og stuðla þannig að
lausn fyrirsjáanlegs hús-
næðisvanda í landinu á næstu
öld.
Láti fyrirtækin til skarar
skríða verður þetta hæsta
bygging heims og hægt yrði
að ljúka henni á sjö árum. Gert
er ráð fyrir að byggingin verði
reist í 12 sívölum, 50 hæða ein-
ingum, sem yrðu 50 metrar í
þvermál hver. Byggingin yrði
800 metrar á hæð.
Er hægt að búa svo hátt?
Verkfræðingar fyrirtækj-
anna viðurkenna þó að rann-
saka þurfi frekar hvaða áhrif
það hafi á fólk að búa á 200.
hæð.
Þjóðernissinnar sakaðir um
valdasýki
Pavel Gratsév varnarmálaráð-
herra tók í gær undir varnaðarorð
Jeltsíns frá mánudeginum og sagði
þjóðernissinna í hernum reyna að
æsa til andstöðu við löglega kjörin
stjórnvöld. Hann
sagði þessa
menn vera
valdasjúka og
þeir yrðu að
skilja að tilraunir
■MH þeirra væru
glæpsamlegar
■ og gætu haft al-
varlegar afleið-
Gratsév ingar.
Reuter
Oþekkta hermannsins minnst
RÚSSNESKIR hermenn halda á blómsveig við gröf óþekkta her-
mannsins í Moskvu á degi hersins í gær. Viktor Tsjernomyrdín, for-
sætisráðherra Rússlands, fór-fyrir göngu að gröfinni.
Satta-
tónní
Sýrlend-
ingum
Jerúsalem, Damaskus. Reuter.
SÝRLENDINGAR hafa gefið
ótvírætt í skyn að þeir vilji taka
á ný upp friðarviðræður við
Israela á næstunni.
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Warren Christopher, ræddi
í gær við ráðamenn í ísrael um
leiðir til að leysa deiluna um útlegð
400 Palestínumanna frá hernumdu
svæðunum og sagði að viðræðurn-
ar hefðu verið „góðar og gagnleg-
ar .
Árásum á ísrael sleppt
Athygli hefur vakið að Sýrlend-
ingar, hörðustu andstæðingar Isra-
ela um margra ára skeið, leggja
áherslu á mikilvægi þess að friðar-
viðræðumar strandi ekki endan-
lega. Utanríkisráðherra Sýrlands,
Farouq al-Shara, sleppti í fyrsta
sinn á ferli sínum öllum hefðbundn-
um árásum á ísrael á blaðamanna-
fundinum með Christopher. „Við
tókum vel eftir þessum skilaboð-
um,“ sagði embættismaður í Jerús-
alem.
Bandaríkjastjórn hyggst senda herflugvélar með matvæli til Bosníu
Serbar segja íhlutunina
auka blóðsútheUingamar
Brussel, Sanyevo. Reuter.
BANDARISKA stjórnin hefur tilkynnt Atlantshafsbanda-
laginu (NATO) að hún hyggist senda herflugvélar til Bosn-
íu og láta þær varpa niður hjálpargögnum með fallhlífum
til múslima. Stjórnarerindrekar í Belgrad sögðu að flutning-
amir gætu hafist í lok vikunnar. Her Serba í Bosníu var-
aði við því að slík íhlutun myndi leiða til enn meiri blóðsút-
hellinga í Bosníu.
Milan Gvero, yfirmaður hersveita
Serba í Bosníu, fordæmdi áform
bandarísku stjórnarinnar. „Það er
því sem næst öruggt að þetta leiðir
til gífurlegra hernaðaraðgerða og
enn harðari bardaga í Bosníu, með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum."
Bretar ekki með
Douglas Hurd, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að Bretar
myndu ekki taka þátt í þessum
aðgerðum. Hann fagnaði áformum
bandarísku stjórnarinnar en bætti
við að Bretar hefðu þegar sent frið-
argæsluliða til Bosníu. Boutros
Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði eftir
fund með Bill Clinton Bandaríkja-
forseta í gærkvöldi að þeir væru
„fullkomlega sammála" í þessu
máli.
Friðargæsluliðum stefnt í
hættu?
Yfirmenn friðargæslusveita
Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-
Herzegovínu óttast að matvæla-
flutningar herflugvéla stefni lífi
friðargæsluliðanna 7.500 í hættu
þar sem Serbar kunni að grípa til
hefndaraðgerða.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna, sem annast matvælaað-
stoðina við Bosníumenn, fagnaði
hins vegar áformum Bandaríkja-
stjórnar. Stofnunin telur að allt að
200.000 múslimar séu hjálparþurfí
í Bosníu. „Það er þess virði að reyna
allt sem tryggir fólkinu matvæli,“
sagði talsmaður stofnunarinnar í
Genf.
Sjá „Vandasamt og hættulegt"
á bls. 20.
Reuter
Fiskmarkaður
lagður í rúst
RÚMLEGA átta hundruð
franskir sjómenn ruddust inn á
Rungis-fiskmarkaðinn i París í
gær til að mótmæla auknum
innflutningi ódýrs sjávarfangs
frá Suður-Ameríku, Bretlandi
og Rússlandi.
Lágmarks-
verð á fisk
innan E6
París. Reutcr.
CHARLES Josselin, sjávarút-
vegsráðherra Frakklands,
sagði í gær að framkvæmda-
stjórn Evrópubandalagsins
(EB) hefði lofað að setja lág-
marksverð á fisk, sem fluttur
er inn til aðildarrikjanna, eft-
ir að franskir sjómenn höfðu
gengið berserksgang um fisk-
markað í París.
Charles Josselin kvaðst hafa
rætt við Jacques Delors, forseta
framkvæmdastjórnar EB, og
hann hefði sagt að stjórnin
myndi setja lágmarksverð á inn-
fluttan fisk á föstudag og að
kaupmenn sem keyptu fisk á
lægra verði yrðu skattlagðir.
Sjá „Viðbrögð í sam-
ræmi..." á bls. 21.