Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993
ÓSKAPNAÐURINN MIKLI
Grundvöllur atvinnuleysis og byggðaröskunar
Síðari hluti
eftír Magnús Jónsson
í fyrri grein minni með þessu
nafni lýsti ég nokkrum hliðum á því
fyrirbæri sem ég tel vera mesta
hneyksli íslandssögunnar, kvóta-
kerfinu, og færði rök fyrir því að
það sé bæði að raska byggð og
skapa meira atvinnuleysi en þekkst
hefur hér á landi í meira en hálfa öld.
Þá er það skoðun mín að fyrr eða
síðar leiði það til þjóðargjaldþrots,
og að atvinnufrelsi einstaklinga í
þessari undirstöðuatvinnugrein okk-
ar sé senn liðin tíð. Bráðum geti
Sjálfstæðisflokkurinn hrópað: Lengi
lifi bæjqrútgerðin, sósíalisminn og
þjóðnýtingin! En hugum nú að ann-
arri hlið þessa máls.
Deilt um grundvallaratriði
Útilokað er að Qalla um stjóm
fiskveiða án þess að minnast á upp-
haf alls, þ.e. ráðgjöf og útreikninga
Hafrannsóknastofnunar. Frá upp-
hafi hafa menn deilt um aðferðir
og niðurstöður og þar með ráðgjöf
sérfræðinga hennar. Ekki síst hafa
reyndir sjómenn dregið þær mjög í
efa, en einnig allstór hópur lífræð-
inga og vatnafiskifræðinga. Ég, eins
og flestir landkrabbar, hef trúað því
að þessi fræði væru á því þekkingar-
stigi að ráðgjöf byggðist á traustum
fræðilegum grunni. Þó hef ég hlust-
að með talsverðri athygli á andstæð-
an málfutning ýmissa fræðimanna
án þess að taka afstöðu, enda þekk-
ing mín lítil á þessu sviði náttúru-
fræðanna. Örlítii breyting varð þó
á því á nýliðnu ári. Fyrir tilviljun
dróst ég inn í umræðu um nýliðun
á þorski og tengsl hennar við ákveð-
inn veðurþátt. í kjölfar mikillar
umræðu um þessi mál sl. sumar
höfðu sérfræðingar Hafrannsókna-
stofnunar lofsvert frumkvæði að
kynningu og umræðu um fiskifræði-
leg málefni meðal náttúrufræðinga
og voru haldnir fundir hálfsmánað-
arlega síðustu fjóra mánuði ársins.
Margt fróðlegt hefur komið fram á
þessum fundum, en ég verð að játa
að því meira sem ég hef heyrt þeim
mun skelfingarfýllri verð ég. Méðal
fiski- og lífræðinga eru nefnilega
uppi deilur um þvílík grundvallarat-
riði, að ég tel raunar ráðgjöf um
nýtingu fískistofna vera meiri eða
minni markleysu. Ég ætla bara að
nefna nokkur dæmi um hvað menn
eru enn að deila.
Deilt er um hvort hér við land
sé aðeins einn þroskstofn sem skipt-
Magnús Jónsson
„Við veðurfræðingar
þekkjum vel líkön sem
hafa reiknað úttil skiptis
ísaldir eða hitaskeið og
eru þó menn í þeim fræð-
um mun betur sammála
um grundvallaratriði en
mér virðast menn vera á
líf- og náttúrufræðum
hafsins.“
ir máli eða hvort um sé að ræða
marga staðbundna stofna, stofna
sem kannski fara aldrei að neinu
ráði út úr sama firðinum. Þá berast
fregnir um, að þorskurinn geti verið
að ferðast í risavöxnum torfum allt
frá Kanada í vestri til V-Evrópu eða
Barentshafs í austri á meðan menn
hér telja slíkt ekki eiga sér stað,
nema í fremur litlum mæii milli
Grænlands og íslands.
Sérfræðingar deila mjög um það
hvort nauðsynlegt sé að hafa stóran
hrygningarstofn eða hvort hann
skipti litlu sem engu máli. Jafnvel
að mjög stór hrygningarstofn geti
leitt til hruns í nýliðun ef um er að
ræða skort á æti. Og þrætt er um
hvort hægt sé að byggja upp stofna
og þá hvernig eigi að gera það.
Hafró bendir á að tekist hafí með
friðun að byggja upp 400 þúsund
tonna síldarstofn á 20 árum en aðr-
ir vísa til lítils árangur í uppbygg-
ingu ýsustofns síðasta áratuginn og
nú nýlega hefur komið fram, að
nánast enginn loðnustofn (mældist
20 þúsund tonn) í Barentshafi frá
árinu 1987 gat af sér loðnustofn
sem mældist 5 milljónir tonna 1991!
Þá þræta menn hart um hvort
alltaf sé rétt að friða smáfísk eða
hvort ekki sé jafnvel nauðsynlegt
að veiða allar stærðir af físki og
þá ekki síst smáfísk þegar lítið er
af æti í sjónum. Ekki eru minni
deilur um hvort hægt sé að byggja
upp alla fiskistofna samtímis eins
og hver og einn þeirra lifi sjálfstæðu
lífí óháðir hveijum öðrum og án til-
lits til fæðu. Og ekki eru síður skipt-
ar skoðanir um hver hin náttúrulega
dánartala sé, hvort hún sveiflist
mikið eftir aldri eða átuframboði eða
öðru, og hvaða máli það skipti. Sú
fullyrðing að það skipti litlu máli í
því líkani sem notað er á Hafró
segir mér meira um líkanið en dán-
artöluna. Við veðurfræðingar þekkj-
um vel líkön sem hafa reiknað út
til skiptis ísaldir eða hitaskeið og
eru þó menn í þeim fræðum mun
betur sammála um grundvallaratriði
en mér virðast menn vera á líf- og
náttúrufræðum hafsins. Og til að
bæta gráu ofan á svart telja margir
fískifræðingar, íslenskir og erlendir,
að líkanið sé ónothæft og veiðiráðg-
jöf undanfama áratuga hafi oftar
en ekki verið bæði fískistofnun og
fiskimönnum til meiri bölvunar en
gagns.
Páfadómur á íslandi?
Hér hefur aðeins verið bent á
nokkur atriði sem rökrædd hafa
verið á fyrmefndum fundum. En
hér er líka um að ræða slík grund-
vallaratriði að ég lýsi furðu minni á
sjálfsöryggi þeirra, sem telja sig
geta ráðlagt veiði með þúsund tonna
nákvæmni nokkur ár fram í tímann.
Ég hef stundum verið að bera þetta
saman við veðurfræðina. Segja má
að í mjög einfaldaðri mynd séu þijú
íigúsífer
tiÍHafrsai
i
0í o viju nfyíÉMö
i hOki' | •' \
fjtaflt- \ 1 L ‘
iWtS)! .*•«>•• ='
é-
W ;;
. V :
i if* I
* ( Mtesírpr !
XWtó&'bfAíhtr
iiíSltSttaSíÖÍJrfVáí'V
| VJ&u! v; <.•
SÉRBLAÐ UM SlÁVARÚTVEG
< * * )
fllarkaðir
Fylgstu meb á mibvikudögum!
Úr verinu kemur út á miðvikudögum. Þar er ítarleg umfjöllun um allt sem viðkemur
sjávarútveginum, allt frá veiðum til sölu sjávarafurða. Nýjustu fréttir eru sagðar af sjávarút-
veginum, birt eru aðgengileg yfirlit yfir aflabrögð, fréttir af fiskmörkuðum, kvóta, dreifingu
skipa á miðunum og fleira. Úr verinu er blað sem allir lesa sem láta sig sjávarútveginn,
höfuðatvinnuveg landsins, einhverju varða.
- kjarni málsins!