Morgunblaðið - 24.02.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993
Nýjar tekjuleiðir
og uppstokkun SHI
Saman gerum
við stóra hluti
eftir Gróu Másdóttur
Síðastliðið ár hefur reynst flest-
um erfitt. Niðurskurður á niður-
skurð ofan. Við stúdentar í Há-
skóla íslands höfum ekki farið
varhluta af niðurskurðarstefnu
stjórnvalda. Til dæmis hafa fjár-
framlög til skólans verið skert um
u.þ.b. 250 milljónir króna. Afleið-
ing af því er, til dæmis, að innrit-
unargjöld til HÍ voru hækkuð um
Fyrirlestur
um kenning-
ar um náms-
efnisgerð
í DAG, miðvikudaginn 24. febrúar
klukkan 16.15, flytur Salvör Giss-
urardóttir, fyrirlestur við Kenn-
araháskóla íslands í stofu B-30,1.
Heiti fyrirlestrarins er: Kenning-
ar um námsefnisgerð. Fyrirlest-
urinn er öllum opinn og þeir sem
hafa áhuga á efhinu eru hvattir
til að koma. Salvör Gissurardóttir
er lektor í tölvufræðum við Kenn-
araháskóla íslands.
í fyrirlestrinum mun Salvör kynna
Elaboration Theory en það er líkan
sem C. Reigeluth þróaði á áttunda
áratungum og fjallar um samsetn-
ingu og skipulag námsefnis. Hún
mun einnig kynna kenningar D.
Merrill um námsefnisgerð.
Fyrirlestur þessi er hluti af röð
fyrirlestra og málstofa á vegum
Rannsóknarstofnunar Kennarahá-
skóla íslands á þessu misseri.
(F réttat ilky nning)
♦ ♦ ♦
■ MIÐVIKUDAGINN 24. febrúar
(öskudag) verður haldið handbolta-
mót fyrir 8. bekki grunnskólanna í
Hafnarfírði, í íþróttahúsinu við
Víðistaðaskóla. Sex lið úr þremur
skólum keppa í tveimur riðlum og
hefst mótið klukkan 10 og áætiuð
lok eru klukl^an 16. Að mótinu loknu
verður verðlaunaafhending í félags-
miðstöðinni Vitanum og hefst hún
klukkan 19.30. Ýmsir frægir leik-
menn í handbolta koma og dæma
einn leik hver og veita verðlaunin.
rúmlega 600% og námskeiðum
fækkað. Sem dæmi um fækkunina
má nefna að í heimspekideild er
búið að fækka námskeiðum sem
svarar fullu BA-námi, eða 93 ein-
ingar. Þetta jafngildir til dæmis
því, að sagnfræðin myndi þurrkast
út.
SHÍ of mikið bákn
Þetta er mjög alvarlegt mál, því
okkar stærsta hagsmunamál hlýt-
ur að vera að námið sé fyrsta
flokks á alþjóðlegan mælikvarða.
Námið hefur verið á heimsmæli-
kvarða hingað til og nemendur
héðan verið eftirsóttir í erlendum
háskólum. En nú hallar undan
fæti og útlitið er dökkt.
Því miður hefur okkur stúdent-
um ekki tekist að veijast þessum
áföllum. Það væri rangt að segja,
að þetta væri eingöngu stjóm
stúdentaráðs að kenna. Svo er
ekki. Uppbygging ráðsins er bara
þannig að hún býður ekki upp á
annað. Endalaus tími fer í umræð-
ur sem skipta alls engu máli. Fyr-
ir utan það að fjöldinn í ráðinu,
30 manns, beinlínis ýtir undir
langar og ómarkvissar umræður.
Stúdentar hafa þó ekki allir
setið auðum höndum í hagsmuna-
baráttunni.
Vaka með nýjar
tekjuöflunarleiðir
í háskólaráði, æðstu stjórnsýslu
háskólasamfélagsins, sitja fjórir
nemendur. Þeir hafa ekki setið
aðgerðarlausir í vetur. Til dæmis
lögðu fulltrúar Vöku fram tillögur
um nýjar tekjuöflunarleiðir fyrr í
vetur.
Til dæmis kom sú hugmynd
fram að láta nemendur á efri
ámm, og þá sem era á framhalds-
stigi, nýtast í stundakennslu. Þeir
gætu kennt dæmatíma og séð um
verklegar æfingar. Þar með væru
slegnar tvær flugur í einu höggi.
Nemendur fengju æfingu og
reynslu og um leið myndi sparast
heilmikið, því fulllærðir kennarar
em mun dýrari. Þetta er mjög al-
gengt í háskólum erlendis.
Sýnum ábyrgð
Annað sem hægt væri að gera,
Gróa Másdóttir
„í þriðja lagi væri hægt
að láta Námsráðgjöf
taka gjald fyrir þjón-
ustu sína af þeim sem
ekki eru í háskólanum.
Það er rangt að láta
okkur sem stundum
nám við háskólann
borga fyrir þá sem eru
fyrir utan.“
væri að fá fyrirtæki til að styrkja
námskeið sem tengdust starfsemi
þeirra. Einnig að fá fyrirtæki til
að styrkja nýjar prófessorsstöður.
í þriðja lagi væri hagt að láta
Námsráðgjöf taka gjald fyrir þjón-
ustu sína af þeim sem ekki eru í
háskólanum. Það eru mjög margir
í framhaJdsskólunum sem leita til
hennar vegna óvissu um háskóla-
námið. Það er rangt að láta okkur
sem stundum nám við háskólann
borga fyrir þá sem eru fyrir utan.
Auk þess komu margar fleiri
markverðar hugmyndir fram.
Allt þetta er liður í því að snúa
við þeirri óheilla þróun sem hefur
orðið síðustu misseri. Háskólinn
er það mikilvæg stofnun að við
verðum að leita allra mögulegra
leiða til að afla fjár. Háskóli án
peninga getur ekki gengið, hversu
heitt sem menn annars óska sér
þess.
Höfundur er nemi í sagnfræði og
skipar 4. sæti á framboðslista
Vöku til Étúdentaráðs.
eftir Guðmund Inga
Jónsson
Nú líður að kosningum í Háskól-
anum og tími til kominn fyrir kjós-
endur að gera upp hug sinn hvað
verður fyrir valinu þegar í kjörklef-
ann kemur. A tímum mesta at-
vinnuleysis í sögunni, niðurskurði í
Háskólanum og ólögum lánasjóðs-
ins þurfa stúdentar að sækja fram
til að_ fá leiðréttingu á sínum mál-
um. Á síðustu misserum hefur ver-
ið hart að okkur vegið og ríkis-
stjómin hefur sýnt lítinn skilning á
bágum högum stúdenta. Til að ná
fram okkar kröfum þurfum við
stúdentar að standa einhuga að
okkar málum og beita stjómvöld
þrýstingi á komandi mánuðum.
Hagsmunabaráttan á oddinn
Nú eins og áður setur Röskva
hagsmunabaráttuna á oddinn og
ætlar að blása til mikillar sóknar í
atvinnumálum, lánasjóðsmálum og
menntamálum. Það sem við þurfum
er samstaða stúdenta, kjarkur og
áræðni. Sem ein heild getum við
beitt stjómvöld þeim þrýstingi sem
til þarf. Röskva telur mikilvægt að
stúdentaráð sé málsvari allra stúd-
enta og að stúdentar standi saman
sem ein heild, því það er vænlegast
til að ná árangri í baráttunni fyrir
bættum hag. Það er því ekki rétti
tíminn nú til að koma fram með
illa ígrundaðar breytingar sem
munu valda klofning meðal stúd-
enta.
Menntun er undirstaðan
Háskólinn hefur orðið illa fyrir
barðinu á niðurskurðarhníf ríkis-
stjómarinnar en skammtímasjón-
armið hafa þar ráðið ríkjum. Fram-
lag til menntunar og rannsóknar-
starfa á ekki að fara eftir því hve
margir þorskar koma úr sjónum.
Menntun er undirstaða framfara í
nútímaþjóðfélagi og því ábyrgðar-
leysi að ætla að Ieysa vandann á
þann hátt sem ríkisstjórnin hefur
gert. Röskva hefur í vetur barist
fyrir auknu framlagi til Háskólans
ásamt félagi háskólakennara. Þeirri
baráttu þarf að halda uppi og sýna
þarf fram á mikilvægi Háskólans í
nútímasamfélagi.
Guðmundur Ingi Jónsson
„Nú eihs og áður setur
Röskva hagsmunabar-
áttuna á oddinn og ætl-
ar að blása til mikillar
sóknar í atvinnumálum,
lánasjóðsmálum og
menntamálum. Það sem
við þurfum er samstaða
stúdenta, kjarkur og
áræðni.“
Röskva á fullri ferð
Röskva hefur stýrt Stúdentaráði
undanfarin tvö ár. Á þessum tíma
hefur kostnaður lækkað verulega,
en á sama tíma hefur þjónusta við
stúdenta verið stóraukinn. Það sem
stúdentar þurfa er kraftmikið og
duglegt fólk sem getur komið hug-
myndum sínum í framkvæmd.
Leggðu okkur lið því við höfum
verk að vinna.
Höfundur skipar 1. sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs og er
formaður Okonomiu, félags
hagfræðinema.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Aðhald siðfræðinnar
eftir Njörð P.
Njarðvík
Þegar ég átti heima í Gautaborg
fyrir liðlega tuttugu árum, þá bar
eitt sinn svo við, að skipverji á ís-
lensku skipi sem kom þar við á
heimleið, var tekinn með talsvert
magn af áfengi og hlaut dóm fyr-
ir. Mér er minnisstætt að viðbrögð
ýmissa landa minna voru þau að
vorkenna manninum á þeirri for-
sendu, að „greyið ætlaði að smygla
þessu inn heima, en ekki hér“.
Mér þótti þetta dálítið sérkennileg
siðferðisafstaða. í raun voru menn
að segja: hvað eru Svíar að skipta
sér af afbroti, sem átti í raun að
fremja á íslandi? Það var litið fram
hjá því að skipið var í sænskri
höfn og athæfíð því þegar orðið
lögbrot.
Þessi afstaða held ég að sé nokk-
uð algeng hjá mörgum íslending-
um, nefnilega sú að aðrir eigi ekki
að vera að skipta sér af okkar
gerðum. Þetta hefur t.d. komið
berlega fram í umræðum um hval-
veiðar. Þar eigum við sjálf að vita
best, og það er nokkuð til í því, í
því afmarkaða tilviki. En þá má
ekki gleyma, að umhverfismál
tengjast ekki landamærum. Sam-
kvæmt þessu kemur okkur ekkert
við þótt Brasilíumenn eyði öllum
skógum Amazon, en það hefði
skelfilegar afleiðingar fyrir allt líf
á jörðinni. Og munum um leið eft-
ir því, að við höfum þóst geta skipt
okkur af stöð fyrir kjarnorkuúr-
gangsefni í Skotlandi af ótta við
mengun hafsins. Við erum ekki ein
í heiminum. Það þykjumst við vita,
þegar við teljum okkur geta kveð-
ið upp dóm yfir siðferði fjarlægra
þjóða. Þarna er komin ósam-
kvæmni, sem er okkur ekki sam-
boðin.
Ekki réttlátt
Að þvílíkum hugleiðingum vék
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í grein
hér í blaðinu 10. þ.m., þar sem
hún Ieggur út af máli Evalds Mik-
sons. Það er dapurlegt mál og
okkur kannski nokkuð erfitt miðað
við hina einkennilegu siðferðisaf-
stöðu okkar, þegar gagnrýnum
augum er beint að okkur. Það var
ósmekklegt af Simon Wiesenthal-
stofnuninni, að afhenda forsætis-
ráðherra Islands ákæruskjal, þeg-
ar hann var í opinberri heimsókn
í ísrael. En það breytir þó ekki
eðli málsins. Og það er ekki heldur
hægt að afgreiða málið með því
að segja, að Simon Wiesenthal-
stofnunin ætti að líta sér nær og
skoða stríðglæpi ísraelsmanna. Ég
hef enga samúð með þeim, fremur
en öðrum sem lítilsvirða mannrétt-
indi. En þessi stofnun varð til
vegna réttlætiskenndar eins
manns, sem sveið að stríðsglæpa-
menn nasista gengju lausir eins
og ekkert hefði í skorist. Stofnun-
in varð til, til þess að koma rétt-
læti yfir glæpamenn nasista, sem
unnu hroðaverk sín á valdatíma
Hitlers. Stofnunin hefur afmarkað
hlutverk, sem hún hefur gegnt
vel. Hún hefur ekki ætlað að sér
að eltast við stríðsglæpamenn allra
landa á öllum tímum. Til þess hef-
ur hún ekkert bolmagn. Þetta verð-
um við að skilja. Við verðum að
skilja, að við getum ekki afsakað
glæpaverk eins með því að benda
á glæpaverk annars.
Þegar ég tala hér um glæpa-
verk, þá á ekki við Evald Mikson.
Ég veit ekkert um sekt hans eða
sakleysi. Enginn á þessu landi veitt
neitt um sekt hans eða sakleysi,
nema hann sjálfur. Hann er hins
vegar borinn þungum sökum af
stofnun, sem hefur sérhæft sig í
þvílíkum málum. Við því verður
ekki brugðist með aldri sakborn-
ingsins. Það sem hann er sakaður
um, fyrnist aldrei. Málið horfir
þannig við okkur, að íslenskur rík-
isborgari er sakaður um fjölda-
morð og nauðganir. Við því er
ekki hægt að bregðast með öðrum
hætti en að rannsaka málið. Það
hlýtur að vera í þágu mannsins
sjálfs, ef hann er saklaus, eins og
hann heldur fram. Annars verður
hann að lifa það sem eftir er með
þeim óbærilega grun, sem slíkri
ásökun fylgir. Og það er ekki held-
ur réttlátt.
Siðferðiskröfur
Þetta mál tengist þess vegna
siðferðiskröfum okkar. En þær
koma víðar fram. Páll Pétursson
hefur lagt fram merkt frumvarp,
sem tekur til siðferðilegrar ábyrgð-
ar ráðherra. Að setja skuli í lög
þá sjálfsögðu skyldu ráðherra að
skýra þjóð og þingi rétt frá gangi
mála og leyna ekki sannleikanum.
Þetta er eitt af grundvallaratriðum
lýðræðis. Ég tek enga afstöðu til
þeirra dæma, sem Páll hefur til-
greint um nauðsyn frumvarpsins,
enda er ég ekki fær um að meta
þau. En víst er, að ráðherrar okk-
ar þurfa siðferðilegt aðhald. Þeir
þurfa þess ekki síst vegna þess,
að þeir eru ekki kosnir beinni kosn-
ingu. Þeir þiggja ekki vald sitt frá
þjóðinni, eins og forseti íslands,
heldur frá þinginu. Þess vegna
þurfa þeir aðhald. Ráðherrar okkar
hafa margsinnis sýnt hegðun, sem
bendir til þess að þeir telji sig
hafna yfir það siðferði sem gildir
almennt manna á milli. Það kom
t.d. skýrt fram á ferli ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar, sem
gerði kjarasamninga við kennara
og afnam svo eigin samninga með
bráðabirgðalögum. Það var full-
komið siðleysi, ekki á ábyrgð neins
eins ráðherra, þótt málið heyrði
undir hann, heldur ríkisstjórnar-
innar allrar, sem tók þátt í þeim
leik.
En það eru ekki bara ráðherrar
sem þurfa siðferðilegt aðhald, það
þurfa alþingismenn einnig. Það
aðhald eiga kjósendur að veita
þeim með kosningarétti sínum. Það
aðhald ætti forseti íslands einnig
að veita þeim, eftir að þeir hafa
verið kosnir. Þess vegna er brýnt
að gera það atriði stjórnarskrár-
innar skýrar, sem tekur til aðhalds
forsetans. Forsetinn er annar aðili
löggjafarvalds ásamt Alþingi. Lög
öðlast ekki gildi nema forsetinn
undirriti þau. Því er nauðsynlegt
að forsetinn hafi skýran rétt til
að vísa málum til þjóðaratkvæða-
greiðslu, ef samviska hans býður
svo. Stjórnmálamenn okkar hafa
margsinnis sýnt, að slíkt aðhald
er nauðsynlegt.
Höfundur er rithöfundur og
dósent ííslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.