Morgunblaðið - 24.02.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1993
19
Lestrarkeppnin mikla haldin H!
í öllum srumiskólum landsins u,—,[
O j
VÉLASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
50 stofnfélagar
STOFNFUNDURINN var haldinn í húsnæði MS-félagsins við
Aland og sóttu hann um 50 manns.
Leitið
upplýsinga hjá okkur.
Allir grunnskólanemendur geta keppt til veglegra bókaverðlauna í lestri 8.-18. mars
LESTRARKEPPNIN mikla heitir keppni, sem ákveðið hefur verið
að gangast fyrir í grunnskólum landsins 8. til 18. mars næstkom-
andi og hefst keppnin með því að blásið verður til hennar að
morgni 8. mars klukkan 8:30 á Rás 2. Menntamálaráðuneytið, DY,
Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Rás 1, Rás 2, Sjónvarp og Bókasam-
band Islands standa að keppninni og verða veitt vegleg bókaverð-
laun til hvers nemanda þeirra bekkja, sem sigra í keppninni, ein
verðlaun í hverjum aldursflokki. Til greina kemur einnig að verð-
launa þann skóia sérstaklega, sem sýnir góða frammistöðu.
Tilefni þess að efnt er til lestrar-
keppninnar eru fréttir af minnkandi
lestri barna og unglinga og er von-
ast til þess að keppnin muni hvetja
til aukins bóklesturs og verði til
þess að vekja athygli á því vanda-
máli sem minnkandi lestur er.
Þátttökurétt í Lestrarkeppninni
miklu hafa allir bekkir grunnskól-
anna, sem þátt vilja taka, en aðstoð
og góður vilji kennara og skólayfir-
valda er nauðsynleg forsenda þess
að keppnin heppnist. Leitað hefur
verið til Samtaka móðurmálskenn-
ara og Skólastjórafélags Islands,
sem hafa ákveðið að leggja málinu
lið. Menntamálaráðuneytið styður
þetta framtak og er vonast til að
svo verði einnig meðal kennara og
nemenda grunnskólanna en auðvit-
að er hveijum kennara í sjálfsvald
sett, hvort hann vill ljá þessu máli
lið sitt.
Fyrirkomulag
Keppnin er bekkjarkeppni og
mun menntamálaráðuneytið dreifa
eyðublöðum fyrir þátttakendur og
MND-félag- stofnað
FRÁ stofnfundi MND-félags íslands. Formaðurinn, Rafn Jóns-
situr fyrir borðsendanum.
son,
Rafti kosinn formað-
ur MND-félagsins
RAFN Jónsson var kosinn formaður MND-félags íslands á stofn-
fundi félagsins á laugardaginn. í aðalstjórn sitja auk hans Jóna
Alla Axelsdóttir og Sigríður Eyjólfsdóttir og varamenn eru
Freysteinn Jóhannsson og Iris Gústafsdóttir. Um fímmtíu manns
sóttu fundinn.
Fyrir stofnfundinn starfaði
sérstök undirbúningsnefnd, sem
þau Jóna Alla, Rafn og Sigríður
skipuðu. Á stofnfundinum gerði
Rafn grein fyrir störfum nefndar-
innar og samþykkt voru lög fyrir
MND-félag íslands.
Að loknum aðalfundarstörfum
kvaddi sér hljóðs Jóhann Pétur
Sveinsson, formaður Sjálfsbjarg-
ar landssambands fatlaðra, og
flutti nýja félaginu heillaóskir og
það gerði einnig Oddný Lárus-
dóttir, varaformaður MS-félags
íslands, en í húsakynnum þess
var fundurinn haldinn.
MND-félag íslands vinnur að
velferð þeirra, sem haldnir eru
sjúkdóminum MND-hreyfitaug-
ungahrörnun og er opið öllum,
sem hafa áhuga á að leggja þeim
lið. í lögum félagsins segir, að
það skuli m.a. vera félags-, hags-
muna- og kynningarvettvangur
fyrir félafsmenn, stuðla að bygg-
ingu á sérhönnuðu húsnæði fyrir
MND-sjúklinga og standa að út-
gáfustarfsemi. Undirbúningur að
fyrsta félagsblaðinu er þegar
hafinn.
umsjónarmenn í skólana. Þau verða
síðan fjölfölduð innan skólanna eft-
ir þörfum. Hver bekkur verður að
hafa tengilið eða umsjónarmann -
gjarnan kennara - sem tekur við
eyðublöðum sem nemendur fylla út
fyrir hveija lesna bók. Á eyðublöðin
skráir nemandinn nafn bókar, nafn
höfundar, blaðsíðuijölda, skrifar
örstutta umsögn um bók og nafn
bekkjar, skóla og eigið nafn. Kenn-
ari safnar þessum eyðublöðum sam-
an fyrir bekkinn og gerir í keppnis-
lok upp tölur um hver meðalfjöldi
lesinna bóka í viðkomandi bekk
hafi verið á keppnistímabilinu.
Hann skráir einnig meðalíjölda les-
inna blaðsíðna. Engar reglur eru
um hvað eigi að lesa, nema hvað
mælst er til þess að bækur sem
nemendur lesi séu í eðlilegu sam-
ræmi við getu og þroska hvers og
eins. Reglur keppninnar eru rúmar
enda tilgangur hennar fyrst og
fremst að hvetja til lesturs með
skemmtilegum leik.
Þegar kennarar hafa gert upp
tölur fyrir sinn bekk safna skóla-
stjórar upplýsingum saman frá
kennurum skólans og skila á einu
eyðublaði niðurstöðum úr skólan-
um. Fræðsluskrifstofur viðkomandi
umdæmis taka við upplýsingum og
síðan mun verða unnið úr þeim.
Eins og áður segir verða veitt veg-
leg bókaverðlaun til hvers nemanda
þeirra bekkja sem sigra í keppn-
inni, ein verðlaun í hveijum aldurs-
flokki. Til greina kemur einnig að
verðlauna þann skóla sérstaklega,
sem sýnir góða fraromistöðu.
Skólarnir eru beðnir um að halda
eftir frumgöngum og verður kallað
eftir þeim fyrir þá bekki, sem efst-
ir reynast í keppninni. Reynist einn
eða fleiri bekkir jafnir að titlafjölda
verður meðaltal lesinna blaðsíðna
látið skera úr.
Reglur
1. Lestrarkeppnin mikla er bekk-
jarkeppni. Öllum bekkjardeildum í
öllum árgöngum grunnskólanna er
heimil þátttaka í henni.
2. Allar bækur á íslensku eru
gjaldgengar í keppninni.
3. Keppnin stendur um það hvaða
bekkjardeild les flestar bækur að
meðaltali á tímabilinu 8. til 18.
mars. Keppnin hefst klukkan 8:30
hinn 8. mars og lýkur kl. 16:30
hinn 18. Verði tvær eða fleiri bekkj-
ardeildir jafnar ræður blaðsíðu-
fjöldi. Keppt verður í hveijum ár-
gangi fyrir sig og verðlaun því veitt
í hveijum aldursflokki.
4. Upplýsingar um lestur hverrar
bókar eru skráðar á eyðublað, sem
kennari eða umsjónarmaður heldur
til haga.
5. Nemandi velur sér bækur til
lestrar en ætlast er til að þær séu
í samræmi við aldur og þroska hvers
og eins.
6. Nemendum þeirra bekkjar-
deilda sem sigra verður veitt vegleg
bókaverðlaun, auk þess sem þeim
og skóla þeirra verður veitt viður-
kenning.
Eyðublöð og upplýsingar verða
sendar frá menntamálráðuneytinu.
Þess er ekki krafist að bekkir skrái
sig formlega í keppnina, heldur
nægir að senda inn niðurstöður til
sannindamerkis um þátttöku. Nið-
urstöður úr hverjum skóla, þ.e.
meðalfjölda lesinna bóka og blað-
síðna í hveijum bekk sem þátt tek-
ur í keppninni, sendist fræsluskrif-
stofu viðeigandi umdæmis en frum-
gögnum skal haldið eftir og þau
geymd. Farið verður yfir frumgögn
sigurvegaranna áður en verðlaun
verða afhent.
Allar fram-
kvæmdir í sam-
vinnu við
fornleifadeild
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfírlýsing frá Bessa-
staðanefnd. Þar segir:
„I athugasemdum ríkisendurskoð-
unar við endurbætur og viðgerðir
Bessastaðastofu í ríkisreikningi 1991
segir: „Eðlilegt hefði verið að forn-
leifafræðingar hefði verið Bessa-
staðanefnd og verkefnisstjóra til ráð-
gjafar um framvindu verksins.
Af þessu tilefni óskar Bessastaða-
nefnd að taka fram. Allar fram-
kvæmdir við Bessastaðastofu voru
undirbúnar í náinni samvinnu við
fornleifadeild Þjóðminjasafns ís-
lands, þjóðminjavörð og fornleifa-
nefnd eftir að hún var skipuð í mars
1990.
Þegar nokkuð var liðið á verkið
fundust við uppgröft mannvistarleif-
ar frá upphafi Islandsbyggðar undir
norðausturhorni Bessastaðastofu,
utan hins forna Konungsgarðs.
Fomleifanefnd óskar eftir því með
bréfí 23. júlí 1990 að þessar minjar
yrðu varðveittar og loftræstibúnaður
hússins sem þar átti að vera, yrði
staðsettur utan húss.
Við þessum tilmælum var orðið
og hönnun hússins breytt til sam-
ræmis. Bessastaðanefnd harmar það
ef skortur á upplýsingum frá nefnd-
inni hefur leitt til misskilnings i þessu
efni.“
JX
CLIPTEC rofamir og
tenglarnir frá BERKER gegna
ekki aöeins nytjahlutverki,
þeir eru Ifka sönn
íbúöarprýöi! CLIPTEC fæst
I ótal litasamsetningum og
hægt er að breyta litaröndum
eftir því sem innbú, litir og
óskir breytast.
CLIPTEC er vönduð þýsk
gæðavara á verði, sem
kemur á óvart!
S 685854/685855
Vatnagörðum 10
Myndbond
MetsÖfabktd á hverjum degi!
RAFSTÖÐVAR
Gott úrval diesel-rafstöðva
í ýmsum stærðum.
Hagstætt verð.
Varahlutir og þjónusta.
Þjónustusamningar.