Morgunblaðið - 24.02.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.02.1993, Qupperneq 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Eiga skattgreiðend- ur að kosta starfs- stéttaþing? að er trúlega að bera í bakkafullan lækinn að minna enn einu sinni á halla- j reksturinn í ríkisbúskapnum, i opinbera skuldasöfnun og j hækkandi einstaklingsskatta. Það er hins vegar eðlilegt að opinber eyðsla langt um tekjur fram og meira en tíu milljarða króna árlegur vaxtakostnaður A-hluta ríkissjóðs kalli á skýr- ingar á ýmiss konar opinberri eyðslu, sem stingur í augu al- mennings. Þannig krafði Guð- mundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra skýringa á greiðslum úr ríkissjóði vegna þinga og funda ýmissa starfsstétta. I svari ráðherrans kom fram, að ríkissjóður greiðir 14 til 18 milljónir króna til nokkurra reglubundinna þinghalda, sem í nokkrum tilvikum eru bundin í lögum. Hér er einkum um að ræða fiskiþing, búnaðarþing, kirkjuþing, dómsmálaþing, prestastefnu og sýslumanna- fundi. Búnaðarfélag íslands hefur lengi fengið framlag á fjárlög- um, um 80 milljónir króna 1993. í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmannsins kom fram að framlög úr ríkis- sjóði hafi numið um 75% af tekjum félagsins. Samkvæmt skilgreiningu Búnaðarfélags- ins er kostnaður við búnaðar- þing (4,5 milljónir króna 1992) hins vegar ekki greiddur úr ríkissjóði, heldur heyrir til fé- lagslegum þætti í starfsemi þess, sem er fjármagnaður með sérstöku gjaldi á bændur. Bak- landið er engu að síður það, að Búnaðarfélagið fær um þrjá fjórðu hluta af tekjum sínum beint úr ríkissjóði. Sem og að búnaðarþingsfulltrúar fengu í fyrra krónur 4.500 í laun fyrir hvern þingdag, auk dagpen- inga og greiðslu ferðakostnað- ar, samkvæmt því er fram kom í máli ráðherra. Með nýlegum lögum um Fiskistofu var stjórnsýsla ríkis- ins í sjávarútvegsmálum end- urskipulögð frá grunni. Fjár- veiting til Fiskifélags Islands, sem var rúmar 40 milljónir króna 1992, lækkar, vegna þessarar endurskipulagningar, í rúmar 6 milljónir króna 1993. Þar af er gert ráð fyrir að veija um 2 milljónum króna til að standa straum af kostnaði við fiskiþing, en kostnaður við það nam 3,3 milljónum króna 1992. Samkvæmt upplýsingum ráð- herra fengu fulltrúar á fiski- þingi í fyrra greiddar 3.600 krónur hvern heilan dag, sem þingið sat, en „utanborgarfull- trúar“, sem gistu í borginni, fengu 7.200 krónur í dvalar- kostnað, auk ferðakostnaðar. Þá kom fram í svari ráð- herra að dóms- og kirkjumála- ráðuneytið greiðir ferðakostn- að og dagpeninga vegna sýslu- mannafunda, dómsmálaþinga^ kirkjuþinga og prestastefnu. I öðrum ráðuneytum tíðkast ekki að greiða beinan kostnað vegna þinghalds eða funda ein- stakra starfsstétta, að sögn ráðherrans. Fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar alþingismanns um opinberar greiðslur vegna þinga og funda einstakra starfsstétta fjallar ekki um þá útgjaldaþætti, sem þyngst vega í heildardæmi ríkisbú- skaparins. Hún varðar hins vegar grundvallaratriði. Og hún leiðir og hugann að þvi, hvort ekki sé tímabært fyrir fjárlaganefnd og viðkomandi ráðuneyti að endurskoða þær reglur sem gilt hafa um þessi efni. Endurskoðun af þessu tagi styðst við ýmiss konar rök. í fyrsta lagi þarf aðhald, hag- ræðing og niðurskurður, sem hallinn á ríkisbúskapnum og opinber skuldasöfnun kalla á, að ná til allra útgjaldaþátta, smárra sem stórra. Ekki er réttlætanlegt að hreyfa ekki við útgjöldum af þessu tagi á sama tíma og staðið er á flest- um bremsum í fél^g’s-, heil- brigðis- og skólamáluni. í ann- an stað mæla engin rök með því að skylda skattgreiðendur almennt til að standa straum af kostnaði vegna þinga eða funda einstakra starfsstétta. í þriðja lagi er rangt að gera starfsstéttum þjóðfélagsins mishátt undir höfði að þessu leyti. Og loks verður að horfa á þennan kostnaðarþátt sem hluta af miklu stærra kostnað- ardæmi atvinnuvega-tengdra útgjalda ríkissjóðs, m.a. hjá landbúnaðinum. Ráðist á tvær stúlkur á leið af skátafundi „VIÐ vorum búnar að sjá hann koma á móti okkur á gangstéttinni og þegar hann var kominn alveg að okkur þá sparkaði hann í löppina á mér og ég hrökklaðist frá. Þá setti hann hnéð í bakið á mér og sneri upp á hendina. Eg sagði stelpunni að hlaupa heim til sín og hún hljóp af stað. Þegar hann sá að hún var að sleppa þá forðaði hann sér.“ A þennan veg sagði stúlka á 15. ári frá árás sem hún varð fyrir á Furumel, á móts við Garðarsbúð, á ellefta tímanum í fyrrakvöld. Þar réðist piltur, sem hún þekkir ekki en telur vera 16-17 ára, fyrirvara- laust á hana. Hún var á gangi á Furumel ásamt 9 ára telpu sem hún var að fylgja heim af skátafundi. Arásarmaðurinn slapp og var ófund- inn í gær en telpurnar hafa gefið á honum greinargóða lýsingu. Stúlkan sagðist í gær finna til í baki eftir árásina og einnig í vinstri öxl og hné. Fljótlega eftir að árásar- maðurinn hljóp á brott komu vegfar- endur henni til hjálpar þar sem hún sat grátandi á gangstéttinni og fylgdu henni heim. Um það leyti sem hún kom heim höfðu foreldrar yngri telpunnar, sem komist hafði undan, haft samband við foreldra hennar og látið vita hvað gerst hefði og einnig höfðu þau hringt á lögreglu. Móðir stúlkunnar fór með hana á slysadeild í gær- kvöldi þar sem hlúð var að henni en síðan fékk hún að fara heim. Ætla ekki að vera mikið ein úti þegar komið er myrkur Stúlkan kvaðst í samtali við Morg- unblaðið margsinnis hafa farið þessa leið áður að kvöldlagi og var spurð hvort hún teldi að þessi atburður mundi breyta einhveiju um það: „Ég ætla ekkert að vera mikið að labba ein úti þegar það er komið myrkur,“ sagði hún. Árásarmaðurinn sem hljóp undan er sagður á að giska 16-17 ára og um það bil 180 sm á hæð, með meðalsítt dökkt hár. í fyrrakvöld var hann klæddur í svartar gallabuxur o g svartan mittisjakka. Stúlkan sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita hvort hann hefði verið ölv- aður eða ekki. Hún hefði enga áfeng- islykt fundið og ekki séð manninn slaga. Hins vegar hefðu þeim engin orð farið á milli. Þrátt fyrir að tiltækt lögreglulið leitaði piltsins um Vesturbæinn í fyrrakvöld bar það ekki árangur en unnið er að málinu. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn vildi í gær beina þeim tilmæl- um til piltsins að hann gæfi sig sjálf- ur fram við lögregluna. Morgunblaðið/Júlíus Árásarstaðurinn Á þessum stað á Furumelnum urðu stúlkurnar tvær fyrir árás. Þeim rauða landað á Grandanum Morgunblaðið/RAX ÞAÐ VAR ekki laust við að þeir væru í stíl við aflann, rauðstakkarnir sem voru að landa karfa úr Óskari Halldórs- syni vestur á Granda í gær. Fimm af fjölmennustu aðildarfélögum BSRB Atkvæðagreiðsla ákveðin um verkfall FIMM af stærstu aðildarfélögum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafa ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfall sem hefjast á 22. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðsla um verk- fall grunnskóla- og framhaldsskólakennara innan Kennarasam- bands Islands sem einnig á að byija 22. mars hófst í gær og verð- ur framhaldið á morgun. Atkvæði eru greidd í grunnskólum lands- ins en rúmlega 3.500 manns eru á kjörskrá. Atkvæði hjá Kennara- sambandinu verða talin 4. mars, en verkfallið ef samþykkt verður þarf að boða með 15 daga fyrirvara. Fundur í stjórn, samninganefnd og fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar samþykkti að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls og það sama var samþykkt hjá Starfsmannafélagi Akureyrar og Fóstrufélagi íslands. Félag íslenskra símamanna ákvað .það sama á mánudaginn var og Starfsmannafélag ríkisstofnana samþykkti atkvæðagreiðslu um verkfall á föstudag. Urskurður um eignarnámsbætur vegna línulagnar á Ytri-Löngumýri Bjöm krafðist 5,4 imlljóna króna en fær 240 þúsund MATSNEFND eignarnámsbóta hefur úrskurðað I máli Landsvirkjunar gegn Birni Pálssyni eiganda jarðarinnar Ytri-Löngumýrar og eigenda og ábúenda Syðri-Löngumýrar í Svínavatnshreppi. Birni voru úrskurð- aðar 242 þúsund krónur í bætur vegna lagningar háspennulínu frá Blönduvirkjun yfir land hans en Björn hafði krafist 5,4 milljóna kr. bóta í matsmálinu og fær hann því 5% krafna sinna. Landsvirkjun hafði boðið Birni 750 þúsund kr. fyrir rúmum tveimur árum. Eigend- um og ábúendum Syðri-Löngumýrar voru úrskurðaðar eignarnámsbæt- ur að fjárhæð 198 þúsund kr. en þeir höfðu krafist rúmlega 2 millj- óna kr. Auk bótanna er Landsvirkjun gert að greiða málskostnað eign- arnámsþola, 140 þúsund til hvors, og kostnað af starfi matsnefndar, 430 þúsund vegna hvors málsins um sig. Heildarkostnaður Landsvirkj- unar vegna úrskurðarins verður því tæplega 1,6 milljónir kr. Samkomulag næst ekki Á árinu 1990 óskaði Landsvirkj- un eftir leyfi landeigenda til að leggja háspennulínu frá Blöndu- virkjun yfir lönd þeirra og að byggðalínu. Ekki náðist samkomu- lag við eigendur og ábúendur Syðri- og Ytri-Löngumýrar um bætur fyrir línustæðið. I framhaldi af því ákvað stjórn Landsvirkjunar að' nýta sér heimild til eignarnáms í jörðunum fyrir þessa framkvæmd. Áður þurfti að fá leyfi skipulagsyfirvalda fyrir línulögninni og átti Landsvirkjun um skeið í bréfaskriftum við bygg- ingarnefnd og hreppsnefnd Svína- vatnshrepps vegna þess. Bygging- arnefndin veitti skilyrt leyfi fyrir legu línunnar. Landsvirkjun taldi skilyrðin ólögmæt og kærði hrepps- nefnd og bygginganefnd til félags- málaráðuneytis og umhverfisráðu- neytis. Með úrskurði í apríl 1991 felldi umhverfisráðuneytið úr gildi tvö af þrem skilyrðum byggingar- nefndar, meðal annars því að skrif- legt leyfi allra landeigenda þyrfti Könnun Þjóðhagsstofnunar meðal vinnuveitenda um atvinnuástandið Vilja fækka um 900 starfsmenn ATVINNUREKENDUR í atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar vildu fækka starfsmönn- um um 900 á landinu öllu í janúar sl., sem svarar til um 1,1% af áætluðum mannafla sem könnunin náði til. I sambærilegri könnun í september sl. vildu atvinnurekendur fækka alls 1.200 starfsmönnum og í janúar í fyrra vildu atvinnurekendur fækka um 580 manns. Atvinnurekendur vildu fækka í öllum at- vinnugreinum nema í rekstri sjúkrahúsa en þar vildu stjórnendur fjölga um 30 manns á landinu öllu. í frétt frá Þjóðhagsstofnun um niðurstöður könnunarinnar segir að vilji atvinnurekenda til fækkunar starfsfólks hafi verið mestur í iðnaði eða um 2,7%, í byggingarstarfsemi um tæp 2% og í verslun og veitingastarfsemi um 1,7%. I öðrum greinum var æskileg fækkun talin um 0,5%. í fiskiðnaði vildu atvinnurekendur fækka um 30 manns eingöngu á landsbyggðinni en í septem- ber töldu þeir hins vegar þörf á að fækka um 45 manns á höfuðborgarsvæðinu og 115 á lands- byggðinni. í iðnaði vildu atvinnurekendur fækka um 310 manns en í september var fjöldinn 385 manns. í byggingastarfsemi vildu atvinnurekendur fækka um 170 manns, sem er fjölgun frá í septem- ber þegar fækkunarþörfin var sögð 100 manns. Sömu sögu var að segja úr verslun og veitinga- starfsemi en þar vildu atvinnurekendur fækka um 195 manns í september en í janúar var fjöldi starfsmanna sem þeir töldu þörf á að fækka kom- inn í 280 manns. I samgöngum vildu atvinnurekendur fækka um 20 manns í janúar sem er mikil fækkun frá í haust þegar þeir vildu fækka starfsmönnum um 155 manns. Þjóðhagsstofnun telur að ástæða þess að held- ur hefur dregið úr vilja atvinnurekenda til að fækka starfsfólki kunni að vera sú að fækkunar- þörfin á síðasta ári sé að einhverju leyti þegar komin fram eins og vaxandi atvinnuleysi ber vitni um. Betur horfir með vinnu skólafólks I könnuninni voru atvinnurekendur einnig beðn- ir um að meta þörfina fyrir afleysingafólk næsta sumar. Kom í ljós að á höfuðborgarsvæðinu var talin þörf fyrir um 7.900 sumarafleysingastörf, sem er aðeins minna en í janúar í fyrra, en á landsbyggðinni var talin þörf á um 4.200, sem er meira en í janúar í fyrra. Könnunin náði til 260 fyrirtækja í öllum at- vinnugreinum nema landbúnaði, fískveiðum og annarri opinberri þjónustu en sjúkrahúsaþjónustu og bárust svör frá 220 fyrirtækjum. í að liggja fyrir línulögninni. í kjölfar þessa fékk Landsvirkjun úrskurðuð yfirráð yfir landinu til framkvæmda og tókst að leggja lín- una fyrir gangsetningu Blöndu- virkjunar. Þá tók við rekstur mats- málsins. Ekki tjón af byggingabanni Háspennulínan liggur um beiti- land jarðanna. Á landi Ytri-Löngu- mýrar eru 12 turnstæði, auk vegar- slóða meðfram línunni. Þá er lagt bann við byggingum innan 30 metra breiðs beltis sitt hvoru megin lín- unnar. Lögmaður Landsvirkjunar, Hreinn Loftsson hdl., lagði á það áherslu í málflutningi sínum að ekki væri krafist afhendingar eígn- arlands, heldur einungis takmark- aðra afnota. Hélt hann því fram að framkvæmdirnar skertu ekki með neinum hætti búskap á jörðinni. Kröfur Björns á Löngumýri voru við það miðaðar að eignaskerðingin vegna línulagnarinnar jafngildi því að hann væri sviptir öllu landi á 60 metra breiðu belti undir og með- fram allri línunni á 3 km kafla, alls um 18 ha lands. Jafnframt krafðist hann einnar milljónar kr. í bætur vegna sjónmengunar af völdum lín- unnar. Alls námu kröfur hans lið- lega 5,4 milljónum kr. Matsnefndin komst að þeirri nið- urstöðu að byggingabannið hafi ekki út af fyrir sig í för með sér neitt fjárhagslegt tjón fyrir eign- amámsþolann, enda sé um að ræða beitiland eingöngu og ekkert sem bendi til að unnt verði að nota land- ið til annarra verðmeiri þarfa í fyrir- sjáanlegri framtíð. Því eigi landeig- andinn ekki rétt á bótum fyrir land það sem undir bannið fellur. Nefnd- in taldi hins vegar ljóst að beitiland hafi rýmað sem nemur því landi sem undir vegslóða, aðkeyrslur og staurastæði hafi'fallið og beri að greiða bætur fyrir það. Land þetta taldi matsnefndin að væri um 2,2 ha að stærð og hæfilegar bætur fyrir missi afnota þess lands til frambúðar 242 þúsund kr. 198 þúsund vegna Syðri-Löngumýrar Eigendur og ábúendur Syðri- Löngumýrar, Birgitta H. Halldórs- dóttir, Halldór Eyþórsson og Sig- urður Ingi Guðmundsson, töldu sig missa eignarrétt á 15 ha svæði vegna byggingabannsins við há- spennulínuna og kröfðusst rúmlega 2 milljóna kr. bóta. Matsnefndin taldi hins vegar að 1,8 hektarar lands hafi farið undir vegslóða og staurastæði og beri Landsvirkjun að bæta það með 198 þúsund kr. Úrskurðinn kváðu upp Ragnar Aðalsteinsson hrl., formaður mats- nefndar eignarnánisbóta, og mats- mennirnir Ragnar Ingimarsson verkfræðingur og Stefán Tryggva- son bóndi. Björn á Löngumýri fór sjálfur með málið framanaf mála- rekstri en að lokum flutti Jónatan Sveinsson hrl. það fyrir hann. Lög- maður eigenda Syðri-Löngumýrar var Sigurður Ingi Halldórsson hdl. Óljóst með áfrýjun Aðilar geta leitað til dómstóla vegna ágreinings um fjárhæð eign- arnámsbóta. Ekki liggur fyrir hvort landeigendur muni una niðurstöðu matsnefndarinnar. Til að verkfall hljóti samþykki þarf að minnsta kosti helmingur félagsmanna að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni og helmingur þeirra sem taka þátt að svara ját- andi. Ekki dugir að meira en helm- ingur þeirra sem afstöðu taka segi já, því samkvæmt dómi Félagsdóms frá 12. apríl 1988 í máli sem Hið íslenska kennarafélag höfðaði gegn fjármálaráðherra verður „meiri hluti þeirra, sem greitt hafa atkvæði í slíkri atkvæðagreiðslu að hafa á ótvíræðan hátt lýst vilja sínum til að fara í verkfall". Auð og ógild atkvæði eru því talin með þeim sem hafna verkfalli. í umræddri verkfallsboðun sem Félagsdómur fjallaði um voru 464 af 986 sem þátt tóku meðmæltir verkfallsboðun eða 47,06%. Það var því niðurstaða Félagsdóms að skil- yrði laga um að meirihluta þurfi til samþykkis verkfallsboðunar hafí því ekki verið fullnægt. 15 daga fyrirvari Ef verkfallsboðun hlýtur sam- þykki í atkvæðagreiðslu ber að til- kynna hana með 15 daga fyrirvara. í 16. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 segir: „Ákvörðun um vinnustöðvun ber að tilkynna ríkissáttasemjara og þeim sem hún beinist gegn skemmst 15 sólarhringum áður en hún skal hefjast. Verkfallsboðun skal vera skrifleg og kynnt viðtak- anda á sannanlegan hátt.“ Eftir að verkfall hefur verið sam- þykkt og verkfall boðað þarf gerð nýs kjarasamnings til þess að hægt sé að fresta því að flestra mati sem Morgunblaðið ræddi við. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasam- bands íslands, sagði aðspurð að ekki væri hægt að fresta eða hætta við verkfall eftir að það hefur verið samþykkt nema nýr kjarasamning- ur væri gerður. Þetta ætti við um alla opinbera starfsmenn, sam- kvæmt lögum um samningsrétt op- inberra starfsmanna, ekki einungis kennara. Hjá Kennarasambandinu giltu þær reglur að fulltrúaráð tæki afstöðu til draga að kjarasamningi. Skrifað væri undir með fyrirvara um samþykki félagsmanna og sam- kvæmt félagslögum Kennarasam- bandsins dygði það til að aflétta verkfalli. Samningurinn væri síðan borinn undir atkvæði félagsmanna til samþykkis eða synjunar. Indriði H. Þorláksson, varafor- maður Samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar að ekkert ákveði kæmi fram um þessi efni í lögum um samningsrétt opinberra starfs- manna og það væri í höndum hvers og eins félags hvemig það tæki á og þá í samræmi við ákvæði í félags- lögum þess. Samningafundir ríkisins með KÍ og BSRB Rætt um framhald viðræðnanna í dag Á FUNDUM Samninganefndar rikisins með Kennarasambandi ís- lands annars vegar og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hins vegar var ákveðið að samband yrði milli aðila í dag um framhald á viðræðum. Indriði H. Þorláksson, varaformaður Samninganefnd- ar ríkisins, segist óánægður með þá mynd sem gefin hafi verið af fyrri fundum aðila áður en ákvörðun hafi verið tekin um að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, segir að á fundinum I gær hafi verið tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið. Svanhildur Kaaber sagði að fund- urinn í gær hefði gengið ágætlega fyrir sig. Tekinn hefði verið upp þráðurinn frá síðasta fundi og mál- in rædd almennt áfram. Ákveðið hefði verið að vera í sambandi í dag til að skipuleggja áframhaldandi vinnu, en ekkert nýtt hefði komið fram. Indriði H. Þorláksson segir að þessir fundir séu eðlilegt framhald af þeim viðræðum sem átt hafí sér stað. Af einhveijum undarlegum ástæðum hafi komið upp sá kvittur að það hafi orðið viðræðuslit, en það væri víðsfjarri öllu réttu lagi, menn hefðu verið að byrja viðræður en ekki ljúka þeim. „Við óskuðum eftir því að þeir kæniu því á framfæri við sína liðsmenn og öllum væri gert ljóst að það væri engin tregða af okkar hálfu að halda áfram við- ræðum. Við höfum aldrei litið öðru vísi á en að um eðlilegan gang mála væri að ræða,“ sagði Indriði. Samhliða öðrum viðræðum Hann sagði að á fundunum hefðu orðið mjög gagnlegar umræður, þó það væri ljóst að mikil vinna væri eftir áður en samningar tækjust. Samninganefndin hefði lagt áherslu á að þær viðræður sem færu fram núna yrðu að fara fram samhliða öðrum samningaviðræðum í land- inu. Það stafaði af því að það væri verið að ræða ýmis sameiginleg mál sem snertu alla aðila hvort sem þeir sætu við sama samningaborðið eða ekki og framvindan á einum stað hefði áhrif á það sem færi fram annars staðar. Samningsaðilamir hefðu sýnt þessari afstöðu fullan skilning og því væri ráðgert að halda áfram að ræða málin með hliðsjón af þessu. Aðspurður hvort hann hefði í ljósi þessa einhveija skýringu á því hvers vegna félögin hefðu hafið undirbún- ing að verkfallsaðgerðum, sagðist hann ekki hafa hana. Samninga- nefndin hefði lýst yfir óánægju sinni með að félögin skyldu hafa gripið til þessa ráðs áður en meira hefði reynt á viðræðurnar. BSRB hefði gripið til þessa þegar eftir annan fund. Mun fleiri fundir hefðu verið haldnir með Kennarasambandinu en þó ekki nema einn fundur eftir að kröfur BSRB og annarra aðila voru komnar fram, en það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að leggja mat á kröfugerð KÍ með tilliti til umhverfísins í heild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.