Morgunblaðið - 24.02.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 24.02.1993, Síða 29
/ 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Minning Sören Jónsson Fæddur 19. október 1925 Dáinn 15. desember 1992 Ég er búin að sitja lengi og horfa á blaðið fyrir framan mig. Meining- in er að skrifa nokkur kveðju- og minningarorð um vin minn Sören Jónsson. Minningamar streyma fram í hugann og í raun gæti ég skrifað heila bók. Kynni okkar hófust í febrúar 1975 þegar við vorum bæði kosin í stjórn hins nýstofnaða Kirkjufé- lags Digranessafnaðar í Kópavogi. Um tilvist hans hafði ég þó vitað áður, þar sem við vorum bæði Hús- víkingar, en Sören yfirgefið æsku- slóðimar áður en ég komst til vits og ára. Og eitt sinn, nokkm eftir að fjölskyldan mín fluttist í Kópa- vog, og ég var stödd í verslun skammt frá heimili okkar, varð mér litið á ókunnugan mann sem þar var einnig í innkaupaerindum. Ég vissi strax hver maðurinn var, svo sterkan svip bar hann af sínu ætt- fólki. Þetta var Sören Jónsson. Hann var fæddur á Húsavík 19. október 1925 og var næstelstur sjö barna þeirra sæmdarhjóna Jóns Sörenssonar formanns og konu hans Guðbjargar Jóhannsdóttur. Hús þeirra, Setberg, stóð í þorpinu miðju og grunar mig að gesti hafi þar æði oft borið að garði og áreið- anlega vel á móti þeim tekið af húsráðendum. Þrír bræður og tvær systur Sörens eru búsett á Húsavík, ein systir býr í Reykjavík. Nú er Setberg horfíð, eins og svo margt annað úr götumynd bemsku minnar. Eflaust hefur það þótt spor í framfaraátt og ekki þýðir fyrir okkur sem flutt höfum burt að heimta að öllu sé haldið við í þeirri mynd sem við ólumst upp við. En því fylgir viss söknuður að sjá æskuslóðunum umbylt. Á bemskuárunum var Sören hálfgerð pisl, var minnstur af sínum fermingarbræðmm og faðir hans var ekki bjartsýnn á framtíð hans sem sjómanns, taldi hann of lítinn í vexti. Að því kom þó að Jón Sör- ensen sá þennan son sinn vaxa sér vel yfir höfuð hvað líkamsstærð snerti. En þá var leiðin vörðuð öðm en vitum og ljósduflum. Sören settist í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 1945. Þaðan lá leiðin til Rafmagnseftirlits ríkisins (sem síðar varð Raforkumálaskrifstofa) og þar var Sören skrifstofumaður og bókari til ársins 1952. Þá réðst hann til starfa hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga og því fyr- irtæki helgaði hann starfskrafta sína á meðan þeir entust, en þeir skertust verulega þegar hann lenti í bílslysi sumarið 1978. Hann lá þá hreyfingarlaus á sjúkrahúsi í marga mánuði og þegar honum var hjálpað við fyrstu tilraunina til að fara fram úr rúminu, þá var honum boðinn hjólastóll. Sören sagði nei takk. Hann ætlaði sér að komast á fætur og honum tókst það. Hann sýndi ótrúlegan viljastyrk og þrautseigju við að koma heilsunni í lag, eftir því sem hægt var. Hann stundaði æfíngar og sund þrisvar í viku svo að segja fram á síðasta dag og naut þar aðstoðar og aðstöðu hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut og var afskaplega þakklátur þeim samtökum. Hann bar aldrei sitt barr eftir þetta slys, en aldrei heyrði ég hann kvarta. Sören stóð ekki einn. Hinn 19. október 1947 kvæntist hann Önnu Sigurðardóttur Davíðssonar kaup- manns á Hvammstanga og hún var honum betri en enginn. Eina dóttur eignuðust þau, Grétu Björgu, sem er bæði falleg, greind og góð og sem gaf þeim þijú yndisleg bama- böm. Þetta er samhent fyölskylda og þar er umhyggja hvers fyrir öðrum í fyrirrúmi. Ég var svo lánsöm að eignast vináttu þessa fólks og hefí nú í bráðum tuttugu ár sótt til þess andlegan styrk í blíðu og stríðu. Þau hjónin höfðu bæði lifandi áhuga á þjóðmálunum og oft ræddum við þau lengi og ítarlega. Bæjarmálin í Kópavogi áttu sér fastan sess í umræðunni og hefi ég grun um að umburðarlyndi Önnu vinkonu minnar varðandi margt af því sem þar var að gerast hafi á stundum verið meira en okkar, því það kom fyrir að hún sagði: „Vitið þið það, ég nenni nú bara ekki að hlusta á ykkur lengur!" Þetta þýddi, að við Sören væmm orðin heldur neikvæð og ættum að hætta því! Sören var sanngjam maður. En hann hafði ákveðnar skoðanir og hafði ekki þolinmæði með heimskulegum ákvörðunum. Um leið og ég kom inn á heimili þeirra í fyrsta sinn, áttaði ég mig á því að þarna var nákvæmlega samskonar iykt í húsinu og var heima hjá foreldrum minum. Enda reyktir smávindlar á báðum stöðum. Og Anna og Sören vora einstaklega samtaka í óeigingjarnri gestrisni af þeirri gerð, sem lætur öllum líða vel. Á fyrsta félagsfundi hins ný- stofnaða Kirkjufélags Digranes- safnaðar var kosin fjáröflunamefnd og Sören varð formaður hennar. Ég varð gjaldkeri félagsins og var sjálfkjörin í nefndina sem slíkur. Á þessum árdögum félagsins var ekk- ert eigið húsnæði safnaðarins fyrir hendi og var tilgangur félagsins meðal annars sá að stuðla að bættri aðstöðu til safnaðarstarfs. Fundir þessarar fyrstu íjáröflunarnefndar vora allir haldnir í stofunni heima hjá Önnu og Sören í Hrauntungu 34. Að nafninu til var Anna ekki í nefndinni, en fljótlega kom að því að við „skipuðum“ hana til nefndar- starfa og hún var satt að segja ómissandi. Alltaf var ijúkandi kaffi á könnunni og eitthvert góðgæti með. Þegar félagið okkar var ársgam- alt tók Sören við stjómartaumunum og stýrði því af árvekni, samvisku- semi og röggsemi. Það kom að því að hann, vegna skertra krafta í kjölfar bílslyssins, treysti sér ekki til áframhaldandi formennsku. Hans var sárt saknað úr formanns- sætinu, ekki síst af mér, sem tók við sætinu af honum. En það var ekki einungis í kirkju- félaginu sem Sören lagði fram sína starfskrafta og áhuga. Hann starf- aði í sóknamefnd Digranessafnaðar í tólf ár, bæði sem varaformaður ogformaður. Öll þessi ár áttum við Sören náið samstarf og aldrei urðum við ósam- mála að því marki að vináttu okkar væri hætta búin. Sören átti mörg áhugamál. Hann las mikið og átti gott bókasafn. Hann var frímerkjasafnaari og hafði einmitt haft orð á því að það yrði gaman að setjast í helgan stein og hafa þá tíma til að sinna frí- merkjunum. Hann stundaði laxveiði sér til ánægju og heilsubótar og margar góðar stundir átti hann á Laugabökkum við Ölfusá, sem hann, ásamt fleirum, hafði á leigu í áratugi. Þau hjónin ferðuðust mik- ið um iandið og alltaf las Sören upplýsingabækur um hvert land- svæði sem þau ferðuðust um og var fróður um margt í sögu lands og þjóðar. Sören var frímúrari og bar þá reglu mjög fyrir bijósti, þótt starfskraftamir leyfðu ekki mikla þátttöku í starfi hennar eftir slysið. Það var að áliðnu síðastliðnu sumri, að Sören greindist með þann sjúkdóm sem reynist mörgum óvið- ráðanlegur. Það var vitað að horf- urnar voru slæmar. Hann tók því með aðdáunarverðri karlmennsku. Og nú er þessi vinur minn farinn og hefur betri vitneskju um marga þá hluti sem við ræddum og veltum fyrir okkur. En gjaman hefði sú vitneskja mátt bíða betri tíma, s fínnst okkur sem eftir sitjum. En hvemær er tíminn bestur? Anna hringdi til mín að morgni 15. des.-r ember og sagði mér að Sören hefði látist þá um nóttina. Ég og fjöl- skylda mín vorum á föram til Bandaríkjanna daginn eftir og mér þótti það afar leitt að geta ekki kvatt Sören með því að fylgja hon- um síðasta spölinn. Þegar leiðir skilja er venjan að þakka fyrir góð samskipti, hafí þau á annað borð verið góð. Með þessum síðbúnu kveðjuorðum vil ég þakka Sören Jónssyni fyrir samstarfíð og vináttuna. Guð blessi minningu hans. Birna Friðriksdóttir. í-i-Í&xSÍÍ SiÍiÍiÍSSil Ipll mm liil ■ SWÍiSÍSS A TOPPNUM ■SKAWK fWMHK ciÍMAR: 1 20 45 OG 62 41 45 SNORRABRAUT60 SKÁTABUDJM Póstsendum samdægurs staðgreitt FRAMLENGT UT VIKUNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.