Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993
32
• •
Orn S. Agnars-
son — Minning
Fæddur 10. maí 1940
Dáinn 17. febrúar 1993
„Bognar aldrei - brotnar í bylnum
stóra seinast." (St. G. St.)
I dag er kvaddur Örn Agnarsson
sem fæddist 10. maí 1940, en lést
17. febrúar 1993.
Addi frændi minn sem alltaf hefur
verið stóri, sterki og skemmtilegi
frændinn og söknuður minn og allr-
ar fjölskyldunnar er mikill og sár.
Það er stórt skarð höggvið í sam-
heldna fjölskyldu - ótal minningar-
brot koma mér í hug og þá fyrst
sunnudagskaffi hjá ömmu og afa í
gegnum öll árin og Addi var sögu-
maðurinn, grínistinn og gjarnan með
eitthvað í höndunum sem hafði bilað
og þurfti lagfæringar við því að allt
mátti gera við, enginn hlutur svo
illa farinn að ekki mætti koma hon-
um saman aftur, engu fleygja því
að það var hægt að nýta alla hluti.
Margan farkostinn hefur hann átt
skemmtilegan og verið upplifun
meðan maður var krakki að fá að
sitja í hjá honum, hann lagði meira
upp úr tæknihliðinni en útlitinu á
bílnum sínum. „Þú keyrir ekki langt
á lakkinu góða,“ var viðkvæðið ef
maður setti út á útlit bílanna.
Átakanlegt og ótrúlegt hefur ver-
ið að fylgjast með veikindum hans
síðastliðið ár sem við öll vorum farin
að trúa að hann myndi sigrast á
fyrir þann ótrúlega styrk og æðru-
leysi sem hann sýndi til síðasta dags,
alltaf með gamanyrði á vör og sín
hnyttnu tilsvör sem alltaf er vitnað í.
Elsku Agla mín, amma, afi,
Bjami, Agnar og konur ykkar og
afabörnin sem ekki fá að njóta afa
síns lengur, ég bið Guð að gefa ykk-
ur styrk. Hvíli Addi frændi minn í
friði.
Anna Magga.
Mig langar til þess að minnast
Adda frænda míns, sem verður jarð-
sunginn frá Víðistaðakirkju í dag.
Hann var sonur Möggu föðursyst-
ur minnar og Agnars Sigurðssonar
sem einnig er frændi minn.
Adda var ekki úthlutað löngum
tíma hér á jörðu eða 52 árum. Hann
barðist í eitt ár við sjúkdóm þann
sem lagði hann að velli.
Á þessu ári hef ég fylgst með
Adda, nánast á hveijum degi. Ég
hef séð að æðruleysi, sálarró, kjark-
ur og allt það hetjulega sem mann-
inn prýðir var að finna hjá honum.
Hann tapaði aldrei skopskyninu en
það var ótrúlega stór þáttur í lífi
hans okkur öllum til endalausrar
ánægju og gleði.
Addi bar gæfu til að eiga góða
konu og tvo syni, sem báðir eru fjöl-
skyldufeður.
Addi var sáttur við örlög sín og
tapaði aldrei reisn sinni. Nú er hann
kominn heim og trúlega hafa marg-
ir góðir ættingjar og vinir tekið á
móti honum.
Guð blessi alla aðstandendur
hans.
Elín Hansdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Við viljum í örfáum orðum minn-
ast fjölskylduvinar okkar sem lést á
Borgarspítalanum 17. febrúar 1993
eftir erfiða en hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Fyrstu minningar okkar um Öm
voru þegar hann og faðir okkar
bundust vináttuböndum í gegnum
atvinnu og sameiginleg áhugamál.
Hann birtist okkur sem traustur,
lífsglaður vinur sem ávallt kom til
dyranna eins og hann var klæddur.
Þau hjón voru kærkomnir gestir
á heimili foreldra okkar jafnt í gleði
sem og í sorg.
Við kveðjum Öm vin okkar með
söknuði, en jafnframt þökkum við
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
vista við hann.
Elsku Agla, við vottum þér og
fjölskyldu þinni, svo og öðmm að-
standendum, okkar dýpstu samúð
og minnumst góðs drengs.
Fyrir hönd systkinanna,
Guðný, Guðrún og María.
Addi mágur minn og vinur er far-
inn frá okkur, hann lést í Borgarspít-
alanum 17. febrúar sl. eftir mikla,
hugprúða og virðulega baráttu við
erfiðan sjúkdóm sem varð þessum
góða dreng að falli. Addi var mér
og minni fjölskyldu afar kær og mun
því alltaf vera hjá okkur í minning-
unni, vegna þeirra einstöku mann-
kosta sem hann var gæddur og allri
þeirri ánægju og gleði sem hann gaf
af sér í hvert sinn er við hit^umst
og áttum stundir saman.
Örn eða Addi, eins og hann var
alla tíð kallaður, fæddist í Reykjavík
10. maí 1940, elstur íjögurra sysk-
ina, sonur Agnars Sigurðssonar fv.
flugumferðarstjóra og Magnúsínu
Guðmundsdóttir sem nú á efri árum
sjá á bak ástkærum syni sínum, sem
lést langt um aldur fram. Addi ólst
upp í foreldrahúsum lengst af á
Flókagötunni í Reykjavík. Mágur
minn var skemmtilegur maður og
gæddur þeim eiginleika að geta sagt
frá atburðum á hnyttinn og gáska-
fullan hátt þegar það átti við hvort
sem var sögur af ferðalögum, fólki
eða ósköp hversdagslegum atburð-
um. Hann var rpjög lífsglaður maður
og hafði yndi af að vera innan um
fólk og ég veit að hans verður sár-
lega saknað í stórum vinahópi. Um
það leiti er ég fæðist, er Addi þegar
orðinn heimilisvinur á heimili for-
eldra minna á Flókagötunni og leik-
bróðir eldri syskina minna, tuttugu
árum áður en ég kynnist Helga
manni mínum, bróður Addá. Fjöl-
skylda mín og ég fluttum af Flóka-
götunni rétt eftir að ég fæðist, og
slitnuðu þá tengslin, þar til eins og
fyrr segir að ég kynnist Helga.
Svona er heimurinn lítill stundum.
Margt dreif á daga Adda um
ævina, má þar nefna að hann átti
því láni að fagna að dvelja í ein tíu
sumur í sveit hjá góðu fólki á Svína-
vatni í Grímsnesi þar sem hann undi
hag sínum vel og naut góðs af alla
ævi og þreyttist hann aldrei á að
segja frá dvöl sinni þar og frá því
fólki sem hann þar kynntist og bar
mikinn hlýhug til.
Það var mikið lán Adda, þegar
hann 1962, kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Öglu Bjamadóttur úr
Hafnafirði sem var honum ástkær
lífsförunautur, vinur og félagi á lífs-
leiðinni og sem barðist með honum
af einskærri elju og ástúðlegri um-
hyggju í gegnum veikindin sl. ár.
Þau bjuggu allan sinn búskap í
Hafnafirði fyrstu árin í Gunnars-
sundinu og síðan á Miðvanginum,
þau eignuðust tvo syni þá Bjarna
og Agnar Helga, mannkostamenn
sem hafa ásamt fjölskyldum sínum
verið Adda og Öglu mikill gleðigjafi
í lífi þeirra og sem stóðu þétt við
hlið þeirra í öllu sem á dundi.
Starfsferill Adda var margvísleg-
ur enda maðurinn sérstaklega hand-
laginn, vinnusamur og ósérhlffinn,
það heyrðist aldrei hjá Adda að eitt-
hvað væri ekki hægt, hann var nefni-
lega maður úrlausnanna og hafði
gaman að fást við flókin viðfangs-
efni.
Addi lærði rennismíði í Vélsmiðj-
unni Héðni og aflaði sér síðan rétt-
inda sem vélstjóri og starfaði sem
slíkur til sjós ma. sem vélstjóri á
olíuskipinu Þyrli og á Guðrúnu GK
37. Hann rak vélsmiðju um tíma og
stundaði vélaviðgerðir. Hann gerðist
hópferðabílstjóri hjá Vestfjarðaleið
og ók þar mikið í fjalla- og óbyggða-
ferðum með erlenda og innlenda
ferðamenn, ma. Ferðafélags- og
Útivistarfólk, átti þetta starf sér-
staklega vel við hann því að Addi
var mikill aðdáandi íslenskrar nátt-
úru og hafði mikið dálæti á hálendi
íslands, sem heillaði hann og átti
Þórsmörkin sérstakan sess í bijósti
þeirra hjóna, því í Mörkinni áttu þau
margar ánægjulegar samverustund-
ir.
Síðustu árin starfaði Addi sem
vörubílstjóri á eigin bíl á Vörubíla-
stöð Hafnarfjarðar, og gegndi þar
trúnaðarstörfum fyrir félaga sína
m.a. sem formaður um skeið.
Addi var í hvívetna vinsæll meðal
samstarfs- og samferðamanna
sinna, hvort sem var til sjós eða
lands, í byggð eða í óbyggðum og
naut hann trausts viðskiptavina
sinna.
í Oddfellowregluna gekk hann
árið 1984 og starfaði þar í stúku
sinni Þorfínni karlsefni með vinum
sínum og bræðrum og naut þar mik-
illar vináttu og kærleika.
Elsku Agla mín, Bjarni og Agnar
Helgi, megi minningin um góðan
dreng veita ykkur og fjölskyldum
ykkar styrk til að sigrast á harmi
ykkar.
Guð blessi ykkur öll,
Hrefna.
Miðvikudaginn 17. febrúar lést
góður vinur minn, Öm Agnarsson,
á Borgarspítalanum eftir langvar-
andi veikindi. Kynni okkar hófust
þegar hann fór að venja komur sín-
ar á æskuheimili mitt, en þar á efri
hæðinni vom foreldrahús eftirlifandi
eiginkonu hans og frænku minnar
Öglu Bjamadóttur.
Því hagaði svo til að við Addi
vomm saman á síldarbát nokkrar
sumarvertíðir og þá styrktist kunn-
ingsskapur okkar. Hann var vél-
stjóri og var alveg sérlega fær í sínu
fagi og var hann oft ótrúlega ráða-
góður og laginn þegar mikið lá við.
Addi var hvers manns hugljúfi, vel
liðinn af öllum sem kynntust honum
og hafði hann einstakt lag á að sjá
broslegu hliðarnar á hlutunum.
Margt var sér til gamans gert á
þessum ámm og áttum við Addi
saman margar ánægjustundir sem
ég mun aldrei gleyma.
Alltaf hefur verið gaman að hitta
þau hjónin í gegn um árin, en heim-
sókn þeirra til okkar hjóna meðan
við bjuggum í Danmörku er okkur
þó sérlega minnisstæð. Mér er það
ofarlega í minni þegar Addi tók á
leigu bíl í Danmörku, en hann hafði
aldrei keyrt erlendis áður. Hann fékk
lánað vegakort og hélt svo af stað.
Á kvöldin fengum við svo ferðasög-
una, þau fóm vítt og breitt um Sjá-
land, villtust oft en komust þó alltaf
á leiðarenda. Frásagnargleði og
kímni Adda naut sín svo vel þegar
hann var að segja frá ferðalagi dags-
ins.
t
Bróðir okkar,
JÓNATAN SAMSON DANÍELSSON
frá Bjargshóli,
lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 22. febrúar sl.
Jarðarförin verður auglýst sfðar.
Systkini hins látna.
t
Eiginkona mín,
INGA ÁGÚSTA ÞORKELSDÓTTIR,
Helgugötu 1,
Borgarnesi,
lést 22. febrúar.
Björn Hjörtur Guðmundsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
VALDIMAR SIGURÐSSON,
Vfðilundi 18,
Akureyri,
lést á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri mánudag-
inn 22. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrafnhildur Þorvaldsdóttir.
t
Sonur minn og bróðir okkar,
GUNNAR FINNBOGASON,
Ásbraut 5,
Kópavogi,
er látinn.
Hulda Jakobsdóttir,
Hulda Finnbogadóttir,
Sigrún Finnbogadóttir,
Guðrún Finnbogadóttir,
Elín Finnbogadóttir,
Auður Rútsdóttir.
Þó svo að Addi hafi átt við mikil
veikindi að stríða allt síðastliðið ár
þá tók hann veikindum sínum af
miklu æðruleysi og karlmennsku.
Ekki skal gleyma hlut Öglu, en hún
vék varla frá sjúkrabeði hans þann
tíma sem hann var á spítalanum.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst
um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar-
veru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér
fjallið best af sléttunni.
(Spámaðurinn - Kahlil Gibram)
Ég votta Öglu, Bjarna, Agnari og
fjölskyldum þeirra mína innilegustu
samúð.
Jón Vignir Karlsson.
„Mér fínnst sem ennþá hlátrar
þínir hljómi
í hjarta mér.“ (Vilhjálmur frá Skál-
holti.)
Við vorum 14 ára og 15 ára og
16 ára. Og þetta var æskuást. Ég
sat aftan á mótorhjólinu hans og svo
þegar hánn fékk bílpróf keyrðum
við gamla rúntinn í miðbænum -
áttum stundum fyrir pylsu í gamla
pylsuskúrnum í Austurstræti og sát-
um í Skódanum á Hallærisplaninu.
Og fórum í Þórsmörk um verslunar-
mannahelgina. Það var þá og tíminn
rigndi yfir okkur blómum og síðar
tárum. Við sóttum oft á kvöldin
ömmu hans, Helgu Einarsdóttur
Markan, systur Maríu söngkonu.
Amma Helga var smörrebrödsdama
og vann með Gunnu sem átti brauð-
stofuna Björninn - Gunnu í Birnin-
um. En þessi brauðstofa var í kjall-
ara í Lækjargötu. Amma Helga var
búin í vinnunni um hálftíuleytið. Og
hún var hnýflótt og hvöss, en hún
elskaði hann svo mikið og okkur
fannst hún óendanlega fyndin.
Hann var líka fyndinn og orðhepp-
inn og minningar mínar frá heimili
hans á Flókagötu 8 eru góðar og
viðburðaríkar og fullar af tónlist frá
píanóinu í stofunni, sem Agnar pabbi
hans og Anna systir hans spiluðu á
og stundum var Sigfús Halldórsson
í heimsókn og spilaði og það var
sungið og sungið.
Magga mamma hans var mér
mikið góð og Anna systir hans líka
og þær eru það ennþá.
Hann meiddi mig aldrei. En ég
meiddi hann. Og svo lauk samband-
inu.
Hann var gleðiveitir og gat verið
svo ísmeygilega háðskur að það var
unaðslegt.
Og ég fékk að vita að glensið
hafi verið ofarlega hjá honum alla
tíð og líka allan tímann sem hann
háði dauðastríðið - það stríð var
langt og læknum fannst hann ætti
eftir öllum vísindum að dæma að
vera löngu dáinn. Hann barðist af
eldmóði og dauðinn var lengi að yfir-
buga hann.
Hann eignaðist ungur góða konu
og tvo góða syni og ég bið englana
björtu að hugga þau og foreldra
hans og systkinin mér svo kær -
bið ég þá hugga þau og styrkja
núna þegar hann er farinn og hans
er sárt saknað.
Pie Jesu Domine
don a eis requem.
Nína Björk Árnadóttir.
Látinn er vinur minn og mágur
Örn Sigurður Agnarsson, langt um
aldur fram. Þar sem ég sit og læt
hugann reika til baka á ég minning-
ar um sannkallaða hetju. Það kann
að sýnast stórt upp í sig tekið, en
ég á ekki annað orð yfir þrek það
og dugnað sem Addi, eins og hann
var ævinlega kallaður, sýndi síðst-
liðið ár í því veikindastríði sem hann
háði frá því í mars byrjun 1992 til
dauðadags, án þess að missa nokk-
um tímann móðinn eða gefast upp.
Hann kvartaði aldrei, síspaugandi
og var fullur af áhuga fyrir lífinu
og tilverunni. Bollalagði ferðalög á
komandi sumri, jafnvel að fara inn
á hálendið á jeppanum með Öglu
sinni.
Öm Sigurður var fæddur í
Reykjavík hinn 10. maí árið 1940.
Eftirlifandi kona hans er Agla
Bjarnadóttir, þau eignuðust tvo syni,
Bjarna, sem er kvæntur Sigurlaugu
Sverrisdóttur, þau eiga tvö börn,
Egil Örn og Elvu Björk; og Agnar
Helga, sambýliskona hans er Asdís
Arthúrsdóttir og á hún tvær dætur,
Tinnu og Salvöru.