Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 34

Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 fclk f fréttum COSPER Af hverju gafstu ekki merki um að þú ætlaðir að stoþpa? Faxafeni 9, sími 677599 STJÖRNUR Lucy orðin bláfátæk Smávaxna Dallas-stjaman, Char- lene Tilton, sem flestir kannast eflaust betur við undir nafninu „Lucy“ hefur farið illa út úr fjármálum sín- um. Hún hefur notað óheyrilega háar upphæðir undanfarin fjögur ár til lækninga fyrir móður sína, sem þjáist af krabbameini. Auk þess höfðu ópr- úttnir náungar, sem áttu að gæta fjár- muna hennar, af henni í kringum 40 milljónir króna. Þeir eru nú bak við lás og slá, en eru engir borgunarmenn fyrir upphæðinni. Charlene býr ein með dóttur sinni, Cherish, sem er sjö ára. EriT. COSPER Itsos Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörurá kynningarverði. ÞOKKI Þegar Dallas var upp á sitt besta hafði Tilton 300.000 kr. í tekjur vikulega. GEIRMUNDUR Á HÓTEL ÍSLANDI I hoppandi stuði Skemmtanir Sveinn Guðjónsson Hótel ísland býður um þessar mundir upp á söngskemmtun með hljómsveitarstjóranum og lagasmiðnum Geirmundi Valtýssyni frá Sauðárkróki og má kannski segja að tími hafi verið til kominað „Geirmundarsveiflan" fengi að njóta sín á stærsta sviði og í full- komnasta hljómkerfi sem völ er á hér á landi. Ég skal játa að fyrir- fram var ég dálítið vantrúaður á að tónsmíðar Geirmundar ættu er- indi í sérstaka sýningu, því þetta er fýrst og fremst danstónlist og hefur hingað til notið sín vel sem slík. En þegar upp er staðið verður ekki annað sagt en að mjög vel hafi til tekist og sjálfsagt á þessi skemmtun eftir að auka enn á vin- sældir þessa ágæta tónlistarmanns. Fyrir sýninguna býður Hótel Is- land upp á þríréttaða máltíð sem samanstendur af ijómalagaðri súpu, Princess með fuglakjöti, lamba- og grísafille með grilluðum sveppum og rauðvínssósu og loks appelsínuijómarönd. Maturinn bragðaðist vel og lipur þjónusta og þægilegt viðmót starfsfólks var að sjálfsögðu til að auka á þá vellíðun- artilfinningu sem fylgir því að njóta góðrar máltíðar. Það eina sem mátti finna að borðhaldinu var tónlistin sem leikin var undir borðum. Þótt Egill Ólafsson sé vissulega í hópi mestu listamanna þjóðarinnar finnst mér tónlistin af plötunni „Blátt, blátt“ ekki viðeigandi undir svona kringumstæðum. Lifandi flutningur, helst einleikur á flygil, er besta borðtónlistin að mínu mati. En þetta eru kannski smámunir því áður en varði var Geiri kominn í syngjandi sveiflu á sviðinu, á fullri ferð. Strax á fyrstu tónunum var eins og maður hefði fengið vítamín- sprautu, svo hressilega var lagt úr hlaði, enda fór tónlistin beint í fæt- uma og helst hefði maður kosið að geta svifið strax út á dansgólfið. Og sfðan komu þau hvert af öðru, lögin hans Geira, þar sem söngurinn var látinn hljóma, með vaxandi þrá og tilbrigðum um sjálfan lífsdans- inn, og allt var þetta auðvitað á þjóðlegu nótunum. Sjálfur var Geirmundur í hopp- andi stuði, í orðsins fyllstu merk- ingu, en auk hans sjá um sönginn þær Guðrún Guðmundsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir að ógleymdum Ara Jónssyni. Öll stóðu þau sig með mikilli prýði og eiga hrós skilið fyrir líflega og tijgerðar- lausa sviðsframkomu. Hljómburður var þó stundum misjafn eftir því hver átti í hlut og skal hljóðmönnum bent á, í fullri vinsemd, að söngkon- umar skám stundum dálítið í eyr- un, sem hefði mátt laga með lægri hljóðstyrk og örlítið minni „disk- ant“. Magnús Kjartansson stjómar hljómsveitinni, sem samanstendur ásamt honum af þeim Eiríki Hilm- arssyni gítarleikara, Sólmundi Frið- rikssyni á bassa og Kristjáni Bald- vinssyni trommuleikara, sem allir koma úr hljómsveit Geirmundar, og að auki blásaramir Ásgeir Stein- grímsson og Einar Bragi Bragason. Hljómsveitin stóð vel fyrir sínu, enda flutningurinn átakalítill í sam- ræmi við sjálf lögin. Sjálfsagt má alltaf velta því fyrir sér hvort það hefði þétt undirleikinn að hafa Gulla Briem á trommur og Halla Þor- steins á bassa, (eða einhveija álíka þungavigtarmenn), og bæta ef til vill við fleiri hljómlistarmönnum, en ég held að það hefði ekki skipt sköpum. Lögin sjálf og sá léttleiki sem svífur yfir vötnum er aðalatrið- ið í þessari söngskemmtun og að því leyti skilar „Geirmundarsveifl- an“ sér til fulls með þessari liðsskip- an. Við þetta má svo bæta að um- gjörð sýningarinnar er blessunar- lega laus við alla tilgerð, hún er látlaus og hæfír efninu. Sem dæmi um einfalda, en vel heppnaða út- færslu má nefna atriðið með tjald- ið, þegar lagið um Þjóðhátíðina í Eyjum er flutt. Margrét Blöndal og Þorgeir Ástvaldsson rekja feril Geirmundar án óþarfa málaleng- inga og ferst það vel úr hendi. Dönsurum er beitt í hófí og setja þeir líflegan svip á sýninguna þegar það á við. Fólkið í salnum var líka vel með á nótunum og söng með, stóð upp og klappaði og stappaði og dansaði jafnvel á borðum þegar því var að skipta. Þetta var sem sagt hin prýðilegasta skemmtun þegar á heildina er litið. Það besta var þó eftir, og það var sjálft ballið. Þar var Geirmund- ur á heimavelli, enda vandfundinn sá „bandmaður" hér á landi sem kann betur lagið á fólkinu og þeirri list að halda uppi stuði á böllum. Ég minnist þess heldur ekki að hafa „tjúttað" svona mikið síðan ég lenti á balli með Geira í Mið- garði sumarið 1974. ^ Morgunblaðið/Sverrir I syngjandi sveiflu á sviðinu á Hótel íslandi. Lengst til vinstri er Margrét Blöndal kynnir, þá Geirmund- ur, Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ari Jónsson en á innfelldu myndinni sést að fólkið í salnum var vel með á nótunum og sumir fengu fiðring í tærnar og drifu sig upp á borð áður en sjálft ballið byijaði. Höfum flutt lögfræðiskrifstofur okkar á Suðurlandsbraut 48 v/Faxafen (2. hæð), 108 Reykjavík. Nýtt símanúmer: (91 )684660. Nýtt númer bréfsíma: (91 )684661. Önnumst öll lögfræðistörf. Björn Jónsson hdl. Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. MflRflÞON FJÖLVÍTAMÍN FRAMTÍÐARINNAR FVRIR NÚTÍMAFÓLK. MARAÞON samsetningin er byggb á nýjustu rannsóknum $em sýna fram á verndandi áhrif lífsnauösynlegra andox- unarefna (t.d. beta-karótín, E- og C-vítamín) gegn krabbameini, hjarta- sjúkdómum og ótímabærri hrömun líkamans. Fast m.a. í Hagkaup og Kringlusport. 3M Sjúkravörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.