Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Varnarstöðin í Keflavík AWACS- sveitin leyst upp Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍSKI flugherinn til- kynnti á föstudag að AWACS- ratsjár- og eftirlitsvélar í Japan og á íslandi yrðu kvaddar heim. Þessi yfirlýsing vakti furðu vegna þess að sú AWACS-vél, sem var á íslandi, fór fyrir tæpu ári og var greint frá þvi í Morgunblað- inu í byijun april að hún kæmi ekki aftur. Barbara Claypool, majór í flughernum, sagði í gær að tilgangur yfirlýsingarinnar á föstudag hefði verið að binda formlega enda á dvöl 960. flug- vélasveitar á íslandi, eða gera hana „óvirka“ eins og hún orðaði það. Þýðir það að sveitin hefur verið leyst upp. 158 manns töldust til flugvéla- sveitar þeirrar, sem fylgdi AWACS- vélinni. „Það hefur verið fækkað jafnt og þétt I sveitinni frá því að ljóst varð að þessar vélar voru óþarf- ar vegna loka kalda stríðsins," sagði Claypool í samtali við Morgunblaðið. „Nú eru aðeins örfáir eftir úr sveit- inni og hún hefur verið gerð óvirk.“ Tíu manns eftir Að sögn Claypool verða um tíu manns úr sveitinni þó eftir á ís- landi. Sagði hún að það yrði gert í því skyni að vera við öllu búinn, því að ekki væri loku fyrir það skotið að einhvem tíma yrði aftur þörf á því að hafa AWACS-vél á íslandi. Hermenn úr sveitinni munu fram-. vegis verða staðsettir á Tinkerrflug- herstöðinni ásamt starfssystkinum þeirra í Japan, þar sem verið hafa þtjár AWACS-vélar, en verða fram- vegis tvær. Skammstöfunin AWACS merkir viðvörunar- og stjómkerfi í lofti. Þessar vélar eru hemaðarútgáfa af Boeing 707 farþegaþotunni. Ofan á þeim er ratsjárskjöldur og er hægt að nota þær til að rekja slóð ann- arra flugvéla, hvort sem þær fljúga hátt eða lágt, senda orrustuskipanir og greina á milli flugvéla óvinar og samheija. Vélamar hafa verið í notk- un frá árinu 1977. Morgunblaðið/Þorkell Góuvaka við Sundin NEMENDUR Menntaskólans við Sund halda Góuvöku hátíðlega þessa hátt. í gær var kvikmyndasýning í leikfímisalnum Brambolti. í leikhléi dagana. Þá leggja þeir skólabækumar til hliðar og skemmta sér á ýmsan tróð Ginbandið upp og vakti mikla hrifningu nemendanna. Víðtækt þorskveiðibann verður sett um páskana SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að þorskveiðibannið yfir páskahátíðirnar verði víðtækara í ár en það var í fyrra. Nú verða allar veiðar með þorskfisknetum bannaðar á tímabilinu 6. aprfl til 21. aprfl en í fyrra náði bannið frá 11. til 21. apríl. Sam- hliða þessu hefur verið ákveðið að á sama tímabili verði bannaðar allar veiðar innan ystu togveiðimarka á svæði fyrir Suðurlandi og Vesturlandi frá Stokksnesvita vestur og norður að Bjargtöngum og allar veiðar á Suðvesturlandi á svæði sem nær verulega út fyrir ystu togveiðimörk. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að hér sé um að ræða einhveijar umfangsmestu Kjúklingatilboð í verslunum Hagkaups 23 tonn á hálfum degi HAGKAUP seldi 23 tonn af kjúklingum á tilboðsverði í verslunum sín- um á sunnudag. Samsvarar það um tveggja mánaða kjúklingasölu í verslunum fyrirtækisins. Verð á kjúklingum var lækkað úr 620 kr. í 399 kr. kílóið, eða um 35%, og í gærmorgun var útsöluverðið aftur komið í 620 kr. Jón Ásbergs- son, framkvæmdastjóri Hagkaups, sagði að þegar verslanimar opnuðu á sunnudag hefði verið biðröð við þær allar. Klukkutíma síðar voru birgðimar að verða uppseldar. Kjúkl- ingamir voru seldir í stykkjum og einnig tólf stykki í kössum. Bjami Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri kjúklingaframleiðand- ans Reykjagarðs, sagði að ekki væru miklar birgðir af kjúklingum í land- inu. Hann hefði selt Hagkaup ákveð- inn tonnafjölda vegna þess að hann hefði þurft að losa peninga. t dag Aukin fjárfesting Fjárfesting í veiðum jókst um 96,4% á síðasta ári. 7 Fyrirsætan Björk Kunnur breskur tískuljósmyndari hefur áhuga á að fá söngkonuna Björk Guðmundsdóttur til að sitja fyrir á auglýsingamyndum 38 Ekki hafa verðmæti í bílum Ekki verður ofbrýnt fyrir fólki að skilja ekki eftir laus verðmæti í bílum þegar þeir eru yfirgefnir, segir í dagbók lögreglunnar 46 Leiðari Verkföll leysa engan vanda Iþróttir ► Hacken keypti upp samning Arnórs Guðjohnsen við And- erlecht. Ejjamenn fá leikmann frá West Ham. Sigurður Grét- arsson enn í uppskurð. ákvarðanir sem teknar hafa verið um veiðibann í þeim tilgangi að vemda þorskinn á hrygningartím- anum. „Þessar ákvarðanir eru tekn- ar með hliðsjón af því hve þorsk- stofninn hefur verið lítill undanfarin ár og hve niðurstöður seiðamælinga hafa sýnt litla nýliðun undanfarin tvö ár,“ segir Þorsteinn. „Sökum þessa höfum við verið að stórauka vemdaraðgerðir sem við vonum að skili okkur árangri síðar. í þessu sambandi má nefna mikla aukningu á skyndilokunum svæða þar sem mikið verður vart við smáfisk, eða undirmálsfísk, og má nefna sem dæmi að frá áramótum nú hafa 50 slíkar skyndilokanir orðið en á sama tíma í fyrra voru þær 19 talsins.“ Samráð við hagsmunaaðila í máli Þorsteins Pálssonar kom FlugAdrkjar Flugleiða Agreiningur er um vinnu- fyrirkomulag FLUGVIRKJAR hjá Flugleiðum mættu ekki til starfa í nýja fiug- skýlinu á Keflavíkurflugvelli í gær vegna ágreinings við sljórnendur félagsins um túlkun samkomulags sem félagið gerði við flugvirlga árið 1991 um vinnufyrirkomulag í flugskýlinu. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, felur sam- komulagið í sér að vinnustaður flug- virkja flyst til Keflavíkur. Hálfdán Hermannsson, formaður Félags flugvirkja, vildi ekki tjá sig um málið. fram að fyrrgreindar ákvarðanir hafa verið teknar í samráði við helstu hagsmunaaðila í sjávarút- vegi, bæði útvegs- og sjómanna. En tillögugerðin sjálf var unnin í samráðsnefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar sem sjávarút- vegsráðuneytið skipaði í október 1991 undir forystu Bjöms Dag- bjartssonar. í lokaskýrslu sem nefndin skilaði af sér nýlega kemur m.a. fram að hún leggur til að bannaðar verði allar veiðar í allt að tvær vikur fyr- ir Suðurlandi og Vesturlandi þegar fiskifræðingar telja hrygningu þorsks í hámarki. Þekkt staðbundin hrygningarsvæði verði með sama hætti friðuð í tvær til þijár vikur fyrir öllum veiðum á vorin og reglu- gerðum beitt í ríkara mæli til vemd- unar ungfíski hveiju sinni.' Hafrannsóknastofnun útfærði síðan tillögur nefndarinnar og nið- urstaðan varð framangreindar lok- anir auk þess að hvað varðar stað- bundin hrygningarsvæði var ákveð- ið að banna allar veiðar á Stöðvar- firði og Gunnólfsvík á sama tíma og hið almenna bann gildir, það er dagana 6.-21. apríl. Jafnframt þessu er áréttað að bann við veiðum krókabáta frá 3.-12. apríl stendur óbreytt auk þess að allir smábátar falla undir veiðibannið sem gildir til 21. apríl. Pjögnrra ára íslenskur hjartaþegi Farinn að sitja uppi og mála „HANN hefur verið vakandi af og til eftir aðgerðina. Þá situr hann uppi og er aðeins farinn að leika sér, mála og svoleiðis," sagði Helga Snorradóttir, móðir Snorra Ásbjörnssonar, fjögurra ára hjartaþega á Östra-sjúkrahúsinu í Gautaborg, þegar rætt var við hana í gær. Engin merki um að líkami Snorra hafni hjartanu hafa enn komið fram, en hjartað var grætt í hann aðfaranótt fimmtudags. Foreldrar Snorra, Helga og Ásbjörn Helgi Ámason, og systk- ini hans, 6 ára stúlka og 8 vikna drengur, fylgdu honum til Gauta- borgar fyrir rúmum tveimur vik- um. Það var síðan á fimmtudag sem nýtt hjarta var grætt í Snorra. Helga sagði að honum liði þokkalega. „Hann er að vísu mátt- lítill, eins og hann var fyrir að- gerðina, en þetta kemur með tím- anum,“ sagði hún. Aðspurð um hvort Snorri hefði eitthvað sagt um umstangið í kringum aðgerð- ina sagði hún að hann hefði ekk- ert rætt um þetta, „enda er hann orðinn vanur öllum mögulegum sjúkrahúsum," bætti hún við. Helga sagði að aðbúnaðurinn á spítalanum væri til fyrirmyndar, en ekki er vitað hvað Snorri þarf að dveljast þar lengi. Hróðmar Helgason hjartasér- fræðingur hafði eftir lækni á Ostra-sjúkrahúsinu í gærmorgun að meðferðin hefði gengið vonum framar enn sem komið væri. Hann sagði að Snorri yrði á lyfjum til að koma í veg fyrir bráðahöfnun næstu 2-3 vikurnar en eftir að hann yrði tekinn af þeim kæmi í ljós hvort höfnunareinkenni gerðu vart við sig. Snorri er fjórði og langyngsti íslenski hjartaþeginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.