Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.03.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Danska skipið Skanlith varð vélarvana fyrir utan Grindavík Hætta á að skip- ið ræki upp á land Grindavík. DANSKA skipið Skanlith sem er um 1.000 tonn lenti í erfiðleikum vegna vélarbilunar skammt austan Selatanga við Grindavík um há- degisbil í gærdag. Skipið var á leið frá Þorlákshöfn til Grindavíkur til að losa saltfarm. Þegar það átti skammt ófarið til Grindavíkur sló aðalvél þess út og lét skipstjórinn það reka í átt að landi til þess að ná festu fyrir ankeri og huga að biluninni. Ankerið náði festi rúma hálfa mílu frá landi og tókst vélstjóranum um borð að gera við bilunina sem var í undirlyftum vélarinnar og unnt var að sigla skipinu inn til Grindavíkur fyrir eigin vélarafli. Fiskiskipið Júlli Dan GK 197 var á veiðum skammt frá og var til taks danska skipinu. Morgunblaðið hafði tal af skip- stjóranum, Paul Pederson, skömmu eftir komuna til Grindavíkur. „Aðal- vél skipsins sló út þegar við áttum fáeinar mflur ósigldar til Grindavík- ur og ég lét þá skipið reka í átt að landi til þess að geta bgitt anker- um skipsins og stjóma því. Það tókst og um hálftíma seinna var viðgerð lokið og við sigldum því inn til Grindavíkur. Ég tel ekki hafa verið mikla hættu á ferðum þar sem ankerið stöðvaði ferð skipsins," sagði hann við Morgunblaðið. VEÐUR Vorum í hættu Stýrimaðurinn á Skanlith er ís- lenskur og heitir Alexander Haf- þórsson. Hann er nýbyijaður sem stýrimaður og er í sinni fýrstu ferð með skipinu. Hann telur að vélarbil- unin hefði getað orðið til þess að skipið ræki upp í land og ástandið hafí verið óöruggt. „Við vorum vél- arvana og þegar við náum ankeris- festu erum við í 4-6 metra öldu og vindurinn blæs að landi. Við höfðum þó annað ankeri uppi auk þess sem Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Komnir í höfn ALEXANDER Hafþórsson stýrimaður Skanlith var kominn í dekk til að stjóma löndun í Grindavík í gær. Júlli Dan sem var að toga í ná- grenni við okkur var tilbúinn til að koma okkur til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Til þess kom þó ekki því við gátum gert við sjálfír. Það var þó gott til þess að vita að aðstoð var á næstu grösum og við í áhöfn- VEÐURHORFUR I DAG, 2. MARS YFIRUT: Lægð yfir Grænlandshafi hreyfist norðaustur. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Suðvestanátt um allt land, hvassviðri eða stormur norðvestan- lands, en annars heidur hægari vindur. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðlæg eða suðaustlæg átt, sums staðar nokkuð hvöss og aftur hlýnandi í bili. Rigning eða súld vfða um land, einkum þó sunnanlands og vestan. HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Vestlæg eða suðvestlæg átt og hiti um eða rétt yfir frostmark um sunnanvert landið en norðaust- anátt og frost á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands. Ég víða um land, þó llklega bjart veður á Suðausturlandi. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 890600. o & •ö Q Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. / / / * / * ★ * * • i. * 10° Hitastig / / / / / * / / * / * * * * * V V V y Súld \ Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El - Þoka ^ r/tntJ A VtUUM: (Kl. 17.30ígeer) Á öllum aðalvegum landsins er ágæt færð, en sumstaðar er þó hálka á heiðum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Hiti veður Akureyri 9 skýjað Reykjavík 6 rigning og súid Bergen 1 léttskýjað Helsinki +5 heiðskfrt Kaupmarmahöfn 2 skýjað Narssarssuaq +13 léttskýjað Nuuk +19 snjókoma Osló 0 heiðskírt Stokkhólmur 0 skýjað Þórshöfn +6 alskýjað Algarve 10 léttskýjað Amsterdam 3 þokumóða Borcelona 1 rlgning Bertin 4 hálfskýjað Chicago +3 heiðskírt Feneyjar 6 rigning Frankfurt 6 mistur Glasgow 4 snjóél á síð. klst. Hamborg 3 skýjað London 3 skýjað LosAngeles 10 heiðskfrt Lúxemborg 1 skýjað Madrtd 2 skýjað Malaga 9 léttskýjað Mallorca 8 alskýjað Montreal +13 skýjað NewYork +5 skýjað Orfando vantar Parfs vantar Madelra vantar Róm 8 rigning Vfn 4 skýjað Washington +3 léttskýjað Wlnnipeg 0 heiðskfrt inni viljum koma kærum þökkum til áhafnarinnar á Júlla Dan og til björgunarsveitarinnar sem var lögð af stað. Ekki talin þörf á aðstoð Alexander sagði að skipstjórinn hefði ekki talið þörf á að kalla á aðstoð þar sem skipið var stöðvað auk þess sem Júlli Dan var til stað- ar og viðbúnaður var um borð til að þiggja aðstoð. Skipstjórum er einnig uppálagt að þiggja enga aðstoð ef unnt er að gera við sjálf- ir. Hann gat þess í framhaldi að venjulega væri vélstjóri ekki um borð í skipinu en þar sem vél þess hefði verið til vandræða að und- anfömu hefði vélstjóri verið um borð. Svona óhöpp vekja alltaf þær spumingar í Grindavík hvenær á að kalla aðstoð til og björgunar- sveitarmenn í Þorbimi voru ekki ánægðir með gang mála í gærdag þar sem hver mínúta er dýrmæt þegar á aðstoð þarf að halda. Það er hinsvegar alfarið á valdi skip- stjóra hvenær hann telur þörf á að kalla til aðstoð. FÓ Samstarf í sjáv- arútvegsmálum Auglýst eft- ir forstjóra til Namibíu AUGLÝST var eftir forstjóra til starfa í namibiska útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækinu í Morgunblaðinu sl. sunnudag, en eins og greint hefur verið frá í frétt í blaðinu eru fulltrú- ar fyrirtækisins væntanlegir hingað til lands i marsmán- uði. Ráðgert er að hlutafé fyr- irtækisins verði allt að sex miiljarðar ÍSK. í auglýsingunni er lýst eftir forstjóra sem annist rekstur verksmiðjutogara, uppbyggingu fiskveiða og vinnslu, mótun og uppbyggingu markaðsstefnu. Ætlast er til að forstjórinn ráði sér nánustu samstarfsmenn. Hreindýr með net á hornunum Of styggt til að nást EFTIRLITSMANNI frá emb- ætti veiðistjóra tókst ekki í gær að komast nálægt hreindýri sem flækt hefur höfuð sitt og horn í netadræsu. Stóð til að reyna að ná dýrinu og losa það við netið. Hreindýrin eru í Lóni í A-Skafta- fellssýslu. í gær fór eftirlitsmaður á staðinn með deyfíbyssu en að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra komst hann ekki nógu nálægt dýrun- um. Ekki er hægt að koma deyfíbyss- unni við á meira en 40-50 metra færi. Páll sagði að dýrin hefðu verið mjög stygg og greinilegt að þau hefðu orðið fyrir ónæði af manna- völdum. Því yrði beðið með aðra til- raun til að komast að dýrunum í nokkra daga þar til þau róuðust. Fundur í Heijólfsdeilunni boðaður í dag Tilboð um aftur- köllun uppsagna Á FUNDI í Herjólfsdeilunni hjá ríkissáttasemjara í gær gaf stjóm Herjólfs út yfirlýsingu um að uppsagnir undirmanna á Herjólfi yrðu dregnar til baka gegn því að gengið yrði til við- ræðna um heildarkjarasamning starfsmanna á skipinu. Ákveð- ið var að halda annan fund í dag eingöngu með fulltrúum undirmanna, en þeim var sagt upp störfum á þriðjudaginn í síðustu viku. Sjómannasamband íslands mætti á fundinn í gær fyrir hönd sjómannafélagsins Jötuns í Vest- mannaeyjum, en Jötunn hefur neitað að eiga aðild að heildarkja- rasamningi ‘allra starfshópa um borð og hefur boðist til að fram- lengja síðastgildandi kjarasamn- ing. Uppsagnimar náðu til fímm háseta og sjö þema. Verkfall tveggja stýrimanna hefur staðið frá því 3. febrúar eða í tæpan mánuð. Samhliða fundinum í Herjólfs- deilunni verður einnig haldinn samningafundur Sjómannasam- bandsins með Vinnuveitendasam- bandi íslands fýrir hönd Lands- sambands íslenskra útvegsmanna vegna kjarasamninga fískimanna. Þess er vænst að formaður Jötuns í Vestmannaeyjum verði á fundin- um, en hann á sæti í samninga- nefnd Sjómannasambandins. Uppsögnum mótmælt Uppsagnir undirmanna á Heijólfí hafa vakið upp hörð viðbrögð verka- lýðsfélaga. Stjómir Stýrimannafé- lags íslands og Verkalýðsfélags Vestmannaeyja hafa meðal annars mótmælt uppsögnunum og skorað á stjóm Heijólfs að draga þær til baka. Játaði að hafa tekið málverkið KONA viðurkenndi við yfír- heyrslur hjá rannsóknar- lögreglu ríkisins að hafa stolið málverki eftir Karól- ínu Lárusdóttur úr Hall- grímskirkju og fært mynd- ina Reylqalundi að gjöf. Myndin, sem listakonan gaf kirkjunni, hvarf úr kirkjunni á fóstudag. Hún fannst á Reykjalundi á laugardag, en þangað hafði kona komið með hana og sagst vilja gefa stofn- uninni listaverkið. Konan á við andlega erfíð- leika að stríða. Henni var sleppt að loknum yfír- heyrslum, enda málið þá full- upplýst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.