Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 12
/ 12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Náttúrutilvísanir ________Myndlist_______________ Bragi Ásgeirsson í vestri sal Kjarvalsstaða og gangi er á ferð samnorræn sýning, sem norrænu bændasamtökin standa að, og verkunum var ætlað að vera í tengslum við móður jörð. Kjarvalsstaðir eru síðasti áfangi sýningarinnar, en hún hefur gist öll Norðurlöndin nema Færeyjar og Álandseyjar. Þrátt fyrir að jafn gróin og íhalds- söm samtök standi á bak við sýning- una og ætla má að norrænu bænda- samtökin séu, er hún öðru fremur listfræðileg framkvæmd með skír- skotun til samtímalistar. Þannig séð er hún í litlu frábrugðin þeim sýning- um, sem menn eru vanir að fá frá Norrænu menningarmiðstöðinni í Svíaríki. Mega menn taka það sem gagnrýni eða hrós, allt eftir því hvemig á málin er litið. Enginn er hér að auglýsa eftir íhaldssemi eða útnesjamennsku í myndlist, og það er í sjáífu sér áhuga- vert að fylgjast með því sem fram- sæknir myndlistarmenn á * Norður- löndum eru að fást við í beinum tengslum við náttúruna. En í þessu tilviki eru þeir of fáir og innbyrðis með of keimlíkar mynd- ir þannig að skoðandinn fær litla innsýn í hvað raunverulega er gert á þessu sviði í löndunum, frekar ör- litla stikkprufu. Það er líkast sem þeim er sáu um valið komi slíkt harla lítið við, og svo vantar líka Færey- inga, sem eru í mjög beinum og sterkum tengslum við náttúruna í myndverkum sínu, jafnvel í þeim til- fellum að þau eru alveg óhlutlæg eins og t.d. er tilfellið með Ingálf av Reyni. Þar fyrir utan eru þetta einn- Kain Tapper, Finnlandi „Blökk form“ 1991. ig vel kunn nöfn hjá þeim sem eru eitthvað inni í norrænni myndlist, en það vantar ýmsa þá sem vakið hafa mikla athygli á undanfömum árum, t.d. frá Danmörku. Samnorrænar sýningar eiga að mínu mati síður að hafa svip af ein- hverri markaðssetningu ákveðinna listamanna og útbreiðslu þröngrar tegundar af listheimspeki. Frekar er skylda að miðla að því sem með réttu hefur vakið athygli. En það er eins og frekar sé verið að auglýsa hveija norrænar listamiðstöðvar hafa tekið upp á arma sér, og em í náðinni hjá þeim sem þar era í forsvari, burtséð frá því hvaða athygli viðkomandi hafa annars vakið. Það er mikill misskilningur að for- svarsmenn opinberra listamiðstöðva eigi að fara í fót listhúsaeigenda heimsborganna, sem era að troða sínum mönnum á markaðinn. Sú stefna hefur beðið algjört skipbrot sbr. aðsókn á sýningar sem norrænir sérfræðingar hafa staðið að. Við blasa galtómir salir er inn á þær er komið, á sama tíma og marg- ar aðrar stærri sýningar draga að sér múg og margmenni og era þó sumar mun framúrstefnulegri. En um leið og fólk fínnur á sér, að ver- ið er að hugsa fyrir það frekar en að miðla verðmætri list, snýr það umsvifalaust baki við framkvæmd- unum. Ef ekki tekst að vekja áhuga fólks, þá era menn í vondum málum, og vísa skal til þess, að þeir sýninga- stjórar era nafnkenndastir í listheim- inum, sem tekist hefur að laða flest fólk að söfnunum og stórsýningum. En þá era menn líka ráðnir fyrir augljósa hæfni við samsetningu sýn- inga, en ekki fyrir einhveijar prófgr- áður sem þeir eru með handa á mill- um, eða heiti starfsvettvangs þeirra. Þetta vora þær hugleiðingar sem sóttu mjög á eftir þijár yfirferðir á sýninguna að Kjarvalsstöðum, sem ber yfirskriftina „Hvað náttúran gef- ur“. í fyrstu heimsókn á sunnudegi vora örfáar hræður, en í seinni tvö skiptin vora salimir galtómir. Samt hafa húsakynnin gengið f gagnum andlitslyftingu undanfarið og er margt til mikilla bóta t.d. kaffi- stofan, þó ekki sé hún jafn stássleg og mikil um sig og hin fyrri í upp- hafi. Prýðilegt leshom er komið í austurganginn með úrvali listtima- rita auk þess að dagblöðin liggja þar frammi, jafnvel norræn dagblöð og það er stórfínt. En enn vantar dálítið á til að húsa- kynnin séu nægilega hlýleg og auki staðnum aðdráttarafl, t.d. er aðkom- an frámunalega hrá og kuldaleg. Almennt upplýsingastreymi hefur þannig aukist til muna, en þá er einn- ig komið að því að þessum þætti er mjög ábótavant varðandi umrædda sýningu. Venjan er um farandsýning- ar sem þessa, að blaðaúrklippur frá stöðunum sem þær hafa gist liggi frammi gestum til glöggvunar og fróðleiks. Svo var einmitt í sambandi við eina Borealis sýningu á staðnum fyr- ir nokkram áram, og var vel þegið, enda sá ég marga vera að blaða í þeim. En þá kom reyndar í ljós að sýningin hafði víðast hlotið afleita dóma og dræmar undirtektir, og kannski er það ástæðan til þess að jafn sjálfsagðri þjónustu var hætt. En á maður virkilega að trúa því? og ef svo er, þá eru menn illa settir. Að fenginni reynslu tekur maður flestu með fyrirvara, sem opinber- lega er haldið að manni um slíkar ÍS-MIJS Ténlist Jón Ásgeirsson Is-Mús nefnist tónlistarframtak Ríkisútvarpsins og nú í ár vora tvennir tónleikar og fyrirlestrar haldnir dagana 27. og 28. febrúar. Ís-Mús hátíðin hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju með orgelleik Harðar Áskelssonar og kórsöng Hamrahlíðarkórsins undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur og flutt var af Sinfóníuhljómsveit Islands tónverkið Ruminahui eftir Alvaro Manzano frá Ekvador undir stjóm höfundar. Auk tónleikahalds voru fluttir fyrirlestrar um íslenska tón- listarsögu af dr. Önnu Magnúsdótt- ur og Hilmar Þórðarson tónskáld Qallaði um tónlist í Bandaríkjunum á 20. öld. Hátíðinni lauk með tónleikum í Listasafni íslands sl. sunnudag. Á Bókhalds- nám Markmið námsins er að þátttakendnr verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. ú€*k eá&i fottu* á áénótöúu <yuuc*t*td*uA4eiM. Á námskeiðinu verðin* eftirfarandi kennt: ★ Almenn bókhaldsverkefni ★ Launabókhald ★ Lög og reglugerðir ★ Virðisaukaskattur ★ Raunhæf verkefni, fylgi- skjöl og afstemmingar ★ Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald Viðskiptabókhald Launabókhald Námskeiðið er 72 klst. Innifalin er 15.000,- kr. ávísun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Innritun er þegar hafin. Bjóðum upp á bæði dag- og kvöld- námskeið. John Olsen, Danmörk „Assemblage“ 1991 framkvæmdir og undirtektir þeirra. Sjálf sýningin „Hvað náttúran gefur“, reynist svo mun betri en í fljótu bragði má ætla, því að hún tekur skoðandann ekki með stormi, eins og stundum er orðað, þvert á móti naut ég hennar best við þriðju yfirferð óg þótti mér sem ég hefði ekki séð hana í réttu Ijósi fyrr. En það breytir í engu þeirri skoðun minni, að sýning er ber slíka yfír- skrift þurfi að vera mun skilvirkari og forvitnilegri fyrir hinn almenna skoðanda, því að væntanlega er hún einnig fyrir almenning. Fráleitt er að hugsa slíka sýningu einungis fyrir innvígða og sem rós í hnappagat útvalinna á leið þeirra til meiri frama. Sýningunni er ekki sérlega vel fyrir komið, enda rýmið hvergi nógu sveiganlegt og því hafa sum verk- anna ekki nauðsynlega nánd strax við fyrstu skoðun. Þau virka einmitt eitthvað svo fjarlæg og óaðgengileg sum hver. Þannig naut ég fyrst til fulls mynda hins ágæta finnska lista- manns Kains Tappers (f. 1930) í þriðju heimsókn. Áð vísu skynjaði ég sterk áhrif frá Spánveijanum Antoni Tapies, en um leið eitthvað af Finnlandi eins og ég þekki það. Og er ég var að rýna í hinn stóra frístandandi tréskúlptúr, náði ég loks sterku sambandi við málverk landa hans Jukkas Makelas (1949) og varð sáttari við málverk Norðmannsins Kjells Nupens (1955), sem virðist seintekinn. Þá er einnig mun meira spunnið í verk Lars Strunkes, (1931) sem er fæddur í Lettlandi, en í fljótu bragði virðist, og á lýsing og stað- setning nokkra sök á því. Dijúga athygli vekur Assemblage (myndverk úr samsafni ýmiss konar hluta), verk Danans Johns Olsens (1938) í stórum plastkassa innst í ganginum. Hér hefur listamaðurinn safnað saman alls konar smáhlutum úr náttúranni og raðað upp á frekar fijálslegan og fyrir sumt óskipulegan efnisskránni vora tónverk eftir Al- ban Berg, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson og Mariu De Alvear frá Spáni en hún, dr. Wolfgang Becker frá Þýskalandi, Guy Hout frá Frakklandi og fyrr- nefndur Alvaro Manzano vora gest- ir hátíðarinnar. Flytjendur á sunnu- dagstónleikunum vora Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Martial Nardeau, Maria De Alvear og strengjasveit íslensku hljómsveitarinnar undir stjóm Guð- mundar Emilssonar. Fyrsta verkið var fjórir þættir fyrir klarinett og píanó eftir Alban Berg, sem vora sérlega fallega fluttir af Sigurði og Önnu Guðnýju. Þá flutti Martial Nardeau einleiks- flautuverkið Kalais eftir Þorkel Sigurbjömsson. Nardeau er hreinn galdramaður á flautuna sína og var leikur hans stórkostlegur. Píanó- tónverkið Mengi eftir Atla Heimi Sveinsson markar ákveðin skil í íslenskri tónlistarsögu og var þetta ágæta verk snilldarvel flutt af Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Lokaverk tónleikanna var fyrir strengjasveit og altsöngkonu eftir hátt. Hin fléttuðu skúlptúrverk An- netta Holdesen (1934) eru hluti nú- lista, sem maður sér víða, og þótt áhugaverð séu drógu þau ekki að sér athygli mína nema að litlu leyti. Hin- ar bemsku myndir Hans Wigerts (1932) skera sig úr á sýningunni og ijúfa hana að nokkra og því hefði hann þurft sérstakt afmarkað rými. Milli mynda hans og hinna ríkir óþægileg togstreita og myndir hans vinna ekki á því. Tilvísanir Bards Breiviks (1948) era mjög hugmyndafræðilegs eðlis og minna á þá hlið núlista að gera föndur að gildri list, en hér hefði upsetningin mátt vera hnitmiðaðri og búa yfír meiri nánd. íslendingamir falla vel inn í þenn- an hóp og beri maður litljósmynd af skúlptúrverki Jóhanns Eyfells (1923) í sýningarskrá, saman við sama verk á hinum gráum hellum að baki Kjarv- alsstaða, og að auki í gráu febrúar- veðri, sér maður ástæðuna fyrir því hve það nýtur sín illa. Hin fímm stóra málverk Gunnars Amar (1946) eru svo keimlík í lit og útfræslu að þau draga máttinn hvert úr öðra og tel ég að hann hefði komið sterkar frá sínum hlut með þrem hrifmestu. Litaspilið er áhuga- vert en formræn útfærsla mjög á reiki. Formálar þeirra sem völdu verkin era mjög fræðilegir, en höfundirnir fara full mikið inn á svið fortíðarinn- ar og þess sem ekki sér stað að neinu leyti á sýningunni og fólk á Norður- löndum þekkir yfirleitt ekki hætishót til. Þeir hefðu gjaman mátt halda sig meira við sjálf verkin sem til sýnis era. Þá gefa aðfaraorð og form- áli tilefni til að meira hefði verið lagt í sýninguna og við lestur þeirra verð- ur útkoman enn snubbóttari. Sýningarskráin er annars ágæt en þó dálítið ruglingsleg, mætti vera skilmerkilegri og að auki vantar til- fínnanlega myndir af þeim sem völdu fulltrúa landanna, en þeir era auðvit- að mikilsverður hluti sýningarinnar! Mariu De Alvear og nefnist það Luces. Höfundurinn söng verkið en stjómandi var Guðmundur Emils- son. Hlutur strengjasveitarinnar var ekki merkilegur vefnaður, aðal- lega til að styðja við textaflutning- inn, sem var nær eingöngu útfærð- ur í talsöng. Á nokkram stöðum náði flytjandinn að magna „talseið- inn“ en oft var hann á mörkum fáránleikans, en það þarf líklega sálfræðing til að útskýra merking- una og markmiðið með niðurlagi textans, sem var „I have the bigg- est penis in the world“, sem söng- konan hrópaði yfír salinn, en karl- mennimir í hljómsveitinni stóðu upp og svöraðu „Me too“. Það má vera að höfundinn hafi vantað eitt- hvað til að enda moðsuðuna á, eða ætlað sér að hneyksla, sem mis- heppnaðist, og þeir, sem fínnst þetta uppátæki ekkert sniðugt, séu aðeins leiðir yfír því að geta ekki tekið undir með körlunum í hljóm- sveitinni. Hvað sem þessu gamni líður, var verkið í heild ekki áhuga- vert, þó flutningur söngkonunnar væri stundum skemmtilega óham- inn og oft sérkennilega útfærður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.