Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 15 Töfrar Guy Barkers Jass Guðjón Guðmundsson Tónleikar Jazzkvartetts Reykja- víkur og enska trompetleikarans Guy Barkers hófust í hraðri bíboppkeyrslu, Dance of the Infíd- els, sem Charlie Haden og félagar gera svo góð skil á Haunted Heart. Þrátt fyrir að tempóið væri öllu hægara í Sóloni íslandusi sl. laug- ardag, var strax ljóst að hér var á ferðinni trompetleikari í háum gæðaflokki. Barker býr yfir mik- illi tækni. Hann beitir hringöndun í lengri sólóköflum, klýfur tóna og þvingar þá með hálfum takka niður, sem svipar ekki svo lítið til Gillespie. En það er sjálfur blástur- inn, „chopsið", sem vakti mestu athygli undirritaðs, örnótumar upp og niður tónstigann í snar- stefjuninni og frábær tímaskynj- un. Sigurður Flosason útsetti allt efni á efnisskránni, en var sjálfur fullhlédrægur í allri framvindunni. Hann lék þó heitan sóló í Ruby my Dear. Á efnisskránni voru Powell, Monk, Parker, Gillespie, Dameron og fleiri höfundar. Þar voru meðal annars tvær sölsur eftir Gillespie. í Con Alma var skipt úr vestanhafs bíboppi í afró- kúbanskan takt og Gunnlaugur Briem og Pétur Grétarsson tóku á sig gervi Tito Puente og félaga. Barker gelti á trompetið í suð- rænni harmóníunni og Eyþór hamraði salsastefíð eins og mam- bókóngur. Einar Valur er afskap- lega efnilegur trommari og hélt hann uppi sjóðandi dampi á sim- bölunum. Tómas var smekklegur að vanda. í heildina tekið var þetta með eftirminnilegri og sérstæðari djasstónleikum í langan tíma. Sig- urður er metnaðarfullur djassleik- ari og útsetjari og það er nýlunda að menn taki fyrir vissar stefnur og geri þeim skil á tónleikum, í stað þess að fletta bara í Real Book.. Ekki svo að Sigurður og Jazzkvartett Reykjavíkur hafí ver- ið því markinu brenndir, því þeir hafa verið iðnir við að flytja frum- samda tónlist. Barker er aufúsu- gestur í landi trompetleikaraleys- isins, og það kæmi ekki á óvart þó hann ætti eftir að hasla sér völl vestanhafs, í Englandi og ís- landi er hann á toppnum. Kripalujóga Byrjaður daginn með kripalujóga. Morguntimar: Þriðjud, og fimmtud. kl. 7.00-8.00, mánud., miðvikud., föstud. og laugard. kl. 7.30-8.30. Kynning á kripalujóga verður priðju- daglnn 3. mars kl. 20.30. Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). Bebop á Sóloni Morgunblaðið/Kristinn Arni Sigurjónsson mælst til; slíkt bann hefði ég talið atlögu að málfrelsi. (3) Auglýsing Ölgerðarinnar er ein hin þjóðlegasta sem sést hefur í sjónvarpinu lengi: hún er hylling til ferskeytlunnar. Þeir sem bjuggu hana til eiga þakkir skildar. Hinum vil ég ekki hrósa sem skammast út í slíka menningarviðleitni en þegja þunnu hljóði um flatneskjulega moðsuðu sem birtist í auglýsingum erlendra gosdrykkjaframleiðenda. 4) Loks tel ég smekkvísi Helga bila þegar hann kallar sjónvarpið „meinvætt í íslensku samfélagi". Þó að sjónvarpið gæti verið miklu betra, er það engin meinvættur. En þann dag þegar sjónvarpsmönn- um verður bannað með lögum að vitna í Hallgrím Pétursson getur það kannski orðið meinvættur. Höfundur er ritstjóri Tímarits Máls og menningar. SVEFNSOFAR INICE Stærö: 175 x 100 x 80 Útdreginn: 130 x 195 Verö: 57.500 kr. GOÐAI DAG - eftir góöa nðtt IREBECCA Stærð: 136 x 90 x 73 Útdreginn: 130x200 Verö: 37.500 kr. PAULINE Stærð: 165 x 80 x 86 Útdreginn: 120 x 195 Verð: 51.500 kr. ISESAM Stærð: 145x85x70 Útdreglnn: 140 x 190 Verö: 56.000 kr. Fallegu svefnsófarnir og svefnstól- arnir frá Lystadún - Snælandi eru góðir daga sem nætur. Þeir eru sannkölluð híbýlaprýði og þægi- legir að sofa á. Hönnunin er glæsi- leg og fjölbreytt, form og lit.ir marg- víslegir. Stærðirnar eru mismunandi svo auðvelt er að fá sófa eða stól sem hentar vel í allar stærðir herbergja. Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi er tilvalinn í gestaher- bergið eða sjónvarpskrókinn og unglingarnir kunna vel að meta gjiNA þægindin að því að hafa bæði rúm og sófa til umráða. Og til að lífga upp á tilveruna enn frekar er til mikið úrval af púðum í fallegum litum. Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi tryggir þér góðan dag eftir góða nótt. JOSEPHINE Stærð: 130 x 80 x 86 Útdreginn: 130x 190 Verö: 32.500 kr. Stærð: 157 x 70 x 70 Útdregtnn: 135 x 190 VerÖ: 34.000 kr. ell •ess I REBECCA-svefnstóll Stærð: 71x90x73 Útdreginn: 65 x 200 Verð: 23.000 kr. LYSTAD U N-SNÆLAN D hf Skútuvogi II • 124 Reykjavík • Sími 814655 / 685588 Sendum í póstkröfu um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.