Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 16

Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Lúmskur óvinur í felum Skíðabogar frá Bílavörubúðin FJÖÐRIM SKEIFAN 2, SÍMI 812944 eftir VíkingH. Amórsson Illkynja sjúkdómar eða krabba- mein eru því marki brenndir að frumur í viðkomandi vefjum eða líffærum, s.s. merg, eitlum, heila- og taugakerfí, beinvef eða nýrum, taka upp á því, af einhveijum or- sökum, að íjölga sér óeðlilega, hrúgast upp, fyrst staðbundið og oft þannig að hnútar myndast eða æxli. Frumurnar hafa síðar til- hneigingu til að ryðja sér braut út úr viðkomandi líffæri, teygja arma sína víðs vegar um líkamann og skemma þar út frá sér. Þetta eru svokölluð meinvörp. Það er langt í frá að allar hnúta- eða æxlismyndanir í líkamanum séu þessa eðlis. Meirihluti þeirra er góðkynja, sitja á sínum stað og gera ekki af sér óskunda nema þá vegna þrýstings á aðliggjandi líffæri ef fyrirferðin er mikil, en frumurnar sem æxlið mynda bijót- ast ekki út úr hnýði sínu eins og þegar um krabbameinsvöxt er að ræða. Venjulegast eiga krabbameinin upptök sín innvortis í einu ákveðnu líffæri eða líkamsvef en geta þeg- ar lengra líður brotist út úr um- hverfí sínu, eins og áður segir, og borist með blóðinu til annarra líf- færa. Þetta er lúmskur óvinur sem hreiðrar um sig í felum og kemur ekki upp um sig fyrr en bera fer á sjúkdómseinkennum vegna trufl- aðrar lífstarfsemi eða fyrirferðar- aukningar gætir á yfirborði líkam- ans. Þegar svo er komið er eins víst að meinsemdin sé langt geng- in. Krabbamein eru ekki algeng í bömum en þau geta komið fyrir á hvaða aldri sem er, jafnvel verið meðfædd. Sumar tegundir eru fá- gætari hjá bömum en fullorðnum, aðrar algengari. Eiginleiki krabba- meinsframa og hegðun er mis- munandi. Hvoratveggja fer eftir aldri sjúklings og tegund krabba- meinsins. Lækningin er fólgin í lyfjameðferð, geislun eða skurðað- gerðum. Stundum era tveir eða allir þessir meðferðarþættir sam- tvinnaðir. Þó krabbamein séu ekki algeng á bamsaldri er þetta samt sjúk- dómur sem læknirinn verður að vera á varðbergi fyrir. Vakni hinn minnsti granur skal leitast við að sanna eða afsanna tilvist hans með tiltækum rannsóknum. Miklar breytingar hafa orðið á síðustu áratugum hvað varðar far- aldsfræði sjúkdóma hjá börnum og dauðsfallatíðni. Fyrir utan bætt viðurværi og híbýlakost veldur þar mestu um ný lyf, bóluefni og bætt svæfínga- og skurðtækni. Dregið hefur úr tíðni margra sjúkdóma eða þeir algjörlega horfíð, eins og t.d. barnaveiki, lömunarveiki og berklar. Áður fyrr ollu skæðir smitsjúk- dómar tíðum dauðsfjöllum hjá bömum, en nú er svo komið að krabbamein er algengasta dánar- orsökin næst slysum. Veraleg umskipti hafa orðið á síðustu 20 áram eða svo hvað varðar lífslíkur bama sem fá krabbamein. Sérstaklega á þetta við um hvítblæði (levkemia) sem á upptök sín í mergnum og er al- gengasta tegund krabbameina á þessu aldursskeiði. Krabbameinstilfelli sem áður virtust alveg vonlaus era nú vel viðráðanleg og jafnvel má vænta bata til langframa. Það er alltaf sárt að vita þegar fólk veikist af ólæknandi sjúk- dómi, ekki síst þegar böm og ung- menni eiga hlut að máli, sem öllum fínnst sjálfsagt að eigi lífíð fyrir sér. Margt er mannanna meinið. Örvinglun og angist fyllir huga og hjörtu allra þeirra sem horfa upp á barn veslast upp vegna ban- væns sjúkdóms. Og bölið er mikið sem fylgir langvinnum heilsu- bresti, vanskapnaði, andlegum vanþroska, fötlun af völdum slyss eða sjúkdóms o.s.frv. hvort heldur fyrir aðstandendur eða sjúklinginn sjálfan. Meðferðin sem krabbameins- veik böm verða að gangast undir er löng og ströng. Á ýmsu getur gengið um árangur. Það er mikil- vægt að meðferðin fari fram á sama stað og sé stunduð af sér- hæfðu starfsliði sem sjúklingurinn kynnist smám saman sem og for- eldrar. Það fara miklir íjármunir og tími í umönnun bama með slíka sjúkdóma. Við sem frísk eram verðum á alla lund að veita fólki sem heyr slíka baráttu félagslegan stuðning. Aðstæður mættu vera betri á Bamaspítala Hringsins til að veita krabbameinsveikum böm- um og aðstandendum þeirra þjón- ustu og aðhlynningu sem og öðr- um er eiga við langvinn veikindi að stríða. Reynt er samt að leggja sig fram eins og frekast er unnt. Fyrir nokkram áram eignaðist Bamaspítalinn litla íbúð í næsta nágrenni þar sem foreldri gefst tækifæri til að búa ásamt bami Víkingur H. Amórsson „Meðferðin sem krabbameinsveik börn verða að gangast undir er löng og ströng.“ sínu milli þess sem það kemur inn á bamadeildina til meðferðar. Helst er það fólk utan af landi sem þarf á slíkri aðstöðu að halda. Það er von allra sem nærri þes- um málum koma að reist verði sérhönnuð bamaspítalabygging á Landspítalalóð, þar sem m.a. verði sköpuð skilyrði fyrir aðstandendur mikið veikra sjúklinga að dvelja næturlangt nálægt bami sínu. Höfundur eryflrlæknir á Barnaspítala Hringsins. / BEINT Eldhúsinnréttingar! Gnótt af hagnýtum lausnum sem koma þér á óvart (einkum á þessu verði). Handunnar og vel hannaðar innréttingar - með 5 ára ábyrgð að auki! Baðherbergi! Fallegar og rúmgóðar innréttingar gerðar til að nýta rými baðherbergis til fulls. Vönduð vara úr gegnheilum viði eða plastlögðum spón. 5 ára ábyrgð! Opið kl. 10-18, virka daga. Verið veíkQmin 7 eldhus- miðstöðin Húsi Ormsson brœðra, Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sími 68 4910. Myndsendir 684914. Rennihurðir og fellihurðir með spegli eða án - ný leið til að sníða innréttinguna að þörfum þínum, á hreint ótrúlega lágu verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.