Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 21

Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 21 — Formaður BSRB á baráttufundi bandalagsins í Bíóborginni Baráttufundur BSRB Morgunblaðið/Þorkell Fundarmenn hlýða á mál Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB í Bíóborginni í gær. Fremst á mynd- inni má meðal annars sjá Sigríði Kristjánsdóttur formann SR og Einar Ólafsson bókavörð. Samningsstaða næst með verkfallsvopninu ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, sagði á baráttufundi banda- lagsins í Bíóborginni í gær, að til þess að skapa sér stöðu til að fylgja eftir kröfum sínum þyrfti BSRB að geta gengið til samningaborðsins með verkfallsvopnið í hönd. Einungis væri um tvo kosti að velja í kom- andi samningum, og væri hinn sá, að taka því sem viðsemjendur byðu. Ögmundur sagði kröfugerðina miðast að því að myndast gæti víð- tæk samstaða um þær með öðrum hópum launafólks, og þar væri fyrst og fremst krafist umbóta í atvinnu- málum. Þá væri miðað við 5% kaup- máttaraukningu, er færa myndi kaupmátt í sama horf og hann hafi verið við upphaf þjóðarsáttar í janúar 1990. Þessu markmiði mætti ná fram hvort heldur sem væri með hækkun launa eða með lækkun tilkostnaðar launafólks; en skerðing barnabóta um hálfan milljarð, niðurfærsla vaxtabóta og skattleysismarka og hækkun vaxta í félagslega húsnæði- skerfinu væru dæmi þess gagnstæða. Barist fyrir lífmu Í sama streng tók Sigríður Krist- insdóttir, formaður starfsmannafé- lags ríkisstofnana. Hún benti á að atvinnuleysi hefði ekki verið jafnmik- ið síðan á kreppuárunum, og þá, eins og nú, hafí verkalýðshreyfingin bar- ist fyrir lífi sínu. Lea Þórarinsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands, sagði það eina af meginkröfum að lækka vexti, og Ragnhildur Guð- mundsdóttir, formaður Félags ís- lenskra símamanna, mótmælti áformum um einkavæðingu ríkis- stofnana, sem hún sagði að þýddu ekkert annað en atvinnuleysi. Þá taldi Arna Jónsdóttir, varaformaður Fóstrufélags íslands, að aðildarfélög- um BSRB bæri að standa saman í komandi samningaviðræðum, og Einar Ólafsson, bókavörður og félagi í starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar, andmælti þeim áróðri sem hafður hefði verið í frammi gegn kröfum verkalýðshreyfinganna. Fyrirtæki við Ingólfstorg senda Borgarráði Reykjavíkur mótmælabréf Bíllinn má ekki víkja INGÓLFSTORG og Steindórsplan liggja á teikniborði hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, þar sem gert er ráð fyrir gagngerum skipulagsbreyt- ingum. Gert er ráð fyrir að Ingólfstorg og Steindórsplan verði sam- fellt göngu- og útivistarsvæði með tijágróðri og bekkjum, bílaumferð víki til hliðar. Forráðamenn 30 verslunar- og þjónustufyrirtækja við Ingólfstorg og í næsta nágrenni óttast þessa breytingu, segja að fram- tíðarrekstri fyrirtækjanna sé stefnt í voða með því að fækka bílastæð- um framan við húsin og hafa nú sent Borgarráði Reykjavíkur mótmæla- bréf. „Islendingar vilja stoppa beint framan við verslunardymar. Þeir koma varia niður í gamla miðbæinn til að setjast á bekki, allra síst að vetrarlagi," segir Hermann Jónsson, úrsmiður í Veltusundi. Barátta um bílastæði „Aðalatriðið hjá okkur er að fá að halda fleiri bílastæðum eða víkj- andi bílastæðum. Þeir hjá Borgar- skipulagi segja, að bílastæðum fækki úr 30 niður í 17. Við viljum halda því fram að þeim fækki úr 50 í 17, ef bæði plönin eru tekin inn í. Eins og veðráttan er í Reykjavík, eiga þessar breytingar alls ekki heima Jón Kr. Agústsson prentari látinn Jón Kristinn Ágústsson, prentari og fyrrverandi formaður Hins ís- lenska prentarafélags, lést í gær 75 ára að aldri. Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson og Þórdís Kristjáns- dóttir. Jón hóf nám í Prentstofu Jóns H. Guðmundssonar árið 1938 og tók sveinspróf í setningu árið 1943. Að loknu námi var Jón vélsetjari í Al- þýðuprentsmiðjunni til ársins 1954. Þá hóf hann starf sem vélsetjari í Prentsmiðjunni Odda og starfaði hann þar fram á áttunda áratuginn þegar hann gerðist starfsmaður Líf- eyrissjóðs bókagerðarmanna. Starf- aði hann hjá lífeyrissjóðnum allt til ársins 1989. Jón vann mikið að hagsmunamál- um prentara og var meðstjórnándi í Hinu íslenska prentarafélagi á árun- um 1956-64 og varaformaður félags- ins 1965-66. Jón var formaður fé- lagsins frá 1966 til 1971 og aftur frá 1974-76. Hann var einn af stofn- endum Prentnemafélagsins í Reykja- vík árið 1941. Þá átti hann m.a. sæti í orlofsheimilanefnd og fasteigna- nefnd HÍP og sat í trúnaðarmanna- ráði félagsins. Jón var gerður heiðursfélagi Prentnemafélagsins árið 1965 og einnig heiðursfélagi í Hinu íslenska prentarafélagi árið 1972. Jón sat í ritnefnd Hestsins okkar, tímarits Landssambands hestamannafélaga, og starfaði einnig mikið innan Al- þýðuflokksins og átti um tíma sæti í stjórn hans. Jón kvæntist Halldóru Ólöfu Guð- héma.“ Hermann segist vera búinn að skrá veðurfar í Reykjavík undan- farin 2 ár, sem sýni að 310 daga ársins sé varla hægt að vera úti, hvað þá sitja á bekk og sóla sig. Hermann segir að reikna megi með ónýtri verslun í sumar vegna framkvæmda, en þjónustufyrirtæki á þessum stað megi ekki við slíku. „Við óttumst um framtíðarrekstur fyrirtækja okkar, ef þessar skipu- lagsbreytingar ná fram að ganga,“ segir Hermann. Módel af fyrirhugaðri skipu- lagsbreytingu má skoða í Geysishús- inu. mundsdóttur árið 1938 en þau skildu. Eignuðust þau íjögur börn: Sigurð Grétar, Þóri Ágúst, sem lést skömmu eftir fæðingu, Þóri Ágúst og Mar- gréti. 0: EINSTAKT INNCÖNGlITILBOÐr NÚTÍMALEGIR MATREIÐSLl KLÍBBLR Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eftirlætisréttir, hittir beint í mark. Þessi nútímalegi klúbbur sendir félögum mánaðarlega pakka með plasthúðuðum uppskriftaspjöldum með áhugaverðum mataruppskriftum og fróðleik um vín. Efnið er svo flokkað í handhæga möppu og myndar hugmyndabanka fyrir heimilið. Dagleg símaráðgjöf, matreiðslunámskeið, uppskrifta- samkeppni, félagakort og margs konar fríðindi. Engar skuldbindingar! NýtUi þér ólrúlega hagstætt inngöngulilboð í klúbbinn! FYRSTI BPPSKRIFTAPAKKIIMV með 50% afslætti: AÐEINS 298 KR. Fullt verð pakkans er 595 kr. SFRII()\M Ð SAFNMAPPA AÐ GJOF! Áætlað verðmæti 980 kr. ÓKEYPIS TASKA! " Ef þú skráir þ innan 10 Áætlað útsöluverð 1.270 Samtals vcrðmæti tiiboðs 2.845 kr. ...fyrir aðcins 298 kr. MÖGULEIKI A ÓKEYPIS HELGARFERÐ IYKIK TVO TIL PARÍSAR! Fyrir alla stofnfélaga Ferða- og gistikostnaður metinn á 94.000 kr. HRINGDF STRAX I DAG! siMirvrv er (91) 6 88 300 EÐA SENDE SVARSEÐILINN JÁ, ÉG VIL GERAST FÉLAGI f MATREIÐSLUKLÖBBIVÖKU-HELGAFELLS NAFN HEIMILI PÓSTSTÖÐ KENNITALA SÍMI SENDU SEÐILINN í LOKUÐU UMSLAGI TIL: NÝIR EFTIRLÆTISRÉTTIR, MATREIDSLUKLÍIBBUR VÖKU-HELGAFELLS, SÍDUMÍILV 6, 108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.