Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 23

Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 23 Sprengjutilræðið undir World Trade Centre á Manhattan Gæti tengst ferð Bills Clintons til New Jersey SPRENGJUTILRÆÐI UNDIR WORLD TRADE CENTRE Öflug sprengja sprakk undir World Trade Centre í New York á föstudag. Fimm fórust, tveggja er saknað og rúmlega 1.000 voru fluttir á sjúkrahús, flestir vegna reykeitrunar. New York. Reuter, The Daily .Telegraph. SPRENGJUTILRÆÐIÐ undir World Trade Centre á Manhattan á föstudag kann að tengjast mis- heppnaðri tilraun til að myrða Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna, sem heimsótti nágrannarík- ið New Jersey í gær. Sprengjusér- fræðingar bandarísku alríkislög- reglunnar FBI hafa staðfest að sprengju hafi verið komið fyrir í bílageymslu undir skýjakljúfnum. Þeir töldu ólíklegt að einhver einn maður, til að mynda óánægður starfsmaður í byggingunni, hefði staðið fyrir sprengjutilræðinu. „Við göngum ekki út frá því sem vísu að hér sé um hermdarverka- starfsemi einhverrar sérstakrar hreyfíngar að ræða, en þetta er möguleiki og við ætlum að rannsaka hann ýtarlega," sagði James Fox, yfírmaður FBI í New York. „Auk þess vitum við um eiturlyfjasmyglara sem eru reiðir út í bandarísku stjórn- ina,“ bætti hann við og vísaði til kólombíska eiturlyfjasmyglhringsins Medellin. James Fox sagði að líklega hefði sendibíl eða fólksbifreið með allt að 680 kg af dýnamíti verið ekið inn í bílageymsluna. Ekkert benti til þess að plastsprengja, sem hermdarverka- samtök beita oft, hafi verið notuð í tilræðinu. 55 lýstu tilræðinu á hendur sér Raymond Kelly, lögreglustjóri New York-borgar, sagði að alls hefðu 55 manns hringt í lögregluna til að lýsa verknaðinum á hendur sér. Enn þykir þó líklegast að serbneskir þjóð- ernissinnar hafí staðið fyrir sprengj- utilræðinu. Óþekktur maður með útlendan hreim hringdi í lögregluna 77 mínútum eftir sprengjutilræðið og sagði að hreyfíng sem nefndist Serbneska frelsisfylkingin hefði verið að verki. Lögregluyfírvöld sögðu að maðurinn hefði verið fyrstur til að hringja í lögregluna og hann hefði lýst því rétt hvar sprengjunni var komið fyrir. Radovan Karadzic, leiðtogi Serba O Kl.17.18 á föstudag Sprenging í bílageymslu neðanjarðar. Rafmagns- laust verður, símasamband rofnar og eldvamarkerfi óvirkt. 0 Steinsteypt gólf og veggir hrynja niður á lestastöð. 0 Svartur reykjarmökkur breiðist út um neyðarút- ganga og lyftustokka. O Þyrlur bjarga 28 manns úr turnunum 0 200 böm, 5 ára, voru á skoðunarferð þegar sprengjan sprakk. 70 lokaðir inni í lyftum í fimm tíma. 0 Tíu illa á sig komnir fundust meðvitundarlausir í lyftu nokkrum klukkustundum eftir sprengjutilræðið. Fullvíst talið að allt að 680 kg af dýnamíti hafi verið komið fyrir í bifreið í bílageymslunni. World Trade Centre Húsaþyrping með sjö byggingar. í Bosníu, vísaði slíkum vangaveltum á bug á sunnudag. „Það þarf heimsk- ingja til að draga þá ályktun,“ sagði hann. Stjóm Bills Clintons veitti Karadzic vegabréfsáritun til að taka þátt í friðarviðræðum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Gífurlegur öryggisviðbúnaður er við bygginguna vegna viðræðn- anna. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt Karadzic sem stríðsglæpamann og veitti honum aðeins leyfi til að halda sig í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna og næsta nágrenni þeirra. Karadzic lagði stund á bókmennta- nám við Columbia-háskóla á sínum yngri árum. Verðir forsetans áttu bíla í byggingunni Um 100 bílar í eigu leyniþjón- ustunnar, sem vemdar Bandaríkja- forseta, voru geymdir í bílageymsl- unni og hermt er að margir þeirra hafi eyðilagst í sprengingunni. Bill Clinton heimsótti í gær Rutgers- háskóla í New Jersey, sem er um 65 km frá Manhattan. Fyrirhugað hafði verið að bílum leyniþjónustunn- ar yrði ekið til flugvallarins í New Jersey til að taka á móti forsetanum. Þeirri kenningu hefur verið varpað fram að sprengju hafí verið komið fyrir í einni af bifreiðum leyniþjón- ustunnar og hún átt að springa þeg- ar bílalest forsetans æki frá flugvell- inum. Lokað í viku Stærstur hluti World Trade Centre verður lokaður í að minnsta kosti viku vegna sprengingarinnar og set- ur það fjármálalífið á Manhattan úr skorðum. World Trade Centre er langstærsti vinnustaðurinn í fjár- málahverfinu og sprengjutilræðið hefur valdið ringulreið innan margra stórra fyrirtækja. Japanskt verð- bréfafyrirtæki tapar til að mynda 13,5 milljónum dala, jafnvirði 880 milljóna króna, hvern dag sem bygg- ingin er lokuð. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi B71800 Subaru 1800i GL station '87, blásans., sjálfsk., ek. 110 þ. Rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 690 þ. stgr. 1 rHME20L Subaru Legacy 1800 station '90. silfurgr- ár, sjálfsk., ek. aöeins 45 þ. Toppeintak. V. 1.280 þ. stgr. .. •/ 1 ir Range Rover 4 dyra '85, hvitur, 5 g., ek aðeins 86 þ. V. 1.150 þ. Sk. ódýrari. Daihatsu Feroza SX 4x4 '91, 5 g., ek; 11 þ. Veltigrind o.fl. V. 1.180 þ. MMC Lancer GLXi 4x4 hlaðbakur '91, vínrauður, 5 g., ek. 18 þ., ramf. í öllu, þjóv.kerfi, fjarst.læsingar o.fl. V. 1.130 þ. Bein sala. Sk. ódýrari. Peugout 309 GL Profile '91,5 dyra, rauð- ur, 5 g. Gott ástand. V. 595 þús. stgr. Toyota Corolla XL 1.6 Liftback '91, 5 dyra, 5 g., ek. aðeins 20 þ. V. 960 þ. Sk. ód. Lada Sport '84, ek. 95 þ. V. 95 þ. Opel Kadett 1300 LS 5 dyra ’85, gott útlit, nýl. uppt. vól. V. 260 þ. Peugout 405 Ml 1600 '88, 5 g., ek. að- eins 40 þ. 1900 vél. Ýmsir aukahl. V. 980 þ. Toyota 4 runner V-6 '91, sjálfsk., ek. 22 þ. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Toyota Hilux P-up 2WD ’85, 5 g., ek; 83 þ. V. 450 þ. Honda Civic GTi-16 V ’88, 5 g., ek. 95 þ. Sóllúga o.fl. V. 690 þ. stgr. Ford Bronco 8 cyl. (302) ’74, sjálfsk. mikið endurnýjaður. Gott ástand. V. 480 þ. Góð lán. Ford Econoline Club Wagon XLT 7.3 die- sel 4x4 ’90, 12 manna. Sjálfsk., ekr 72 þ., 6 tonna spil, loftlæsingar, rafm. i rúðum o.fl. V. 3.2 millj., sk. á ód. MMC Lancer GLX '91, rauður, 5 g., ek. 40 þ. V. 840 þ. Sk. ód. Toyota Corolla XL 3 dyra ’91, rauður, 5 g., ek. 25 þ. V. 820 þ. Subaru Justy J-10 4x4 ’85, hvítur, ný yfir- farinn. V. 230 þ. stgr. Lancia Y-10 '87, 3ja dyra, ek. aðeins 47 þ. V. 160 þ. stgr. Tilbob í ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 3. mars Á morgun fer fram tilboö í ríkisvíxla. Um er að ræða 5. fl. 1993 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaða með gjalddaga 4. júní 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboðsverði er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Athygli er vakin á því ab 5. mars nk. er gjalddagi á tveimur flokkum ríkisvíxla, þ.e. 3. og 5. fl. 1992 sem gefnir voru út 4. og 30. desember 1992. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til aö hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 3. mars. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91-62 60 40. GOTT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.