Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 02.03.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Verkföll leysa engan vanda 42. ÞING NORÐURLANDARAÐS I OSLÓ Sameiginlegt átak; FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna kynntu á blaðamannafun leysi. Frá vinstri: foul Nyrup Rasmussen, Danmörku, Esko Aho, Fir Oddsson, Islandi. Yfirlýsing forsætisráðherra Norði Barátta gegu mikilvægast ( Ósló. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlanda lögðu aðaláherzlu á baráttu geg-n vaxandi atvinnuleysi á Norðurlöndum á fundi sínum í Ósló í gær. I yfirlýsingu fundarins, sem ráðherrarnir kynntu á blaðamanna- fundi, segir að „mikilvægasta samfélagslega verkefnið á gervöllum Norðurlöndum" sé baráttan gegn atvinnuleysinu. Afjölmennum fundi í Sjúkraliðafélagi íslands hafnaði mikill meirihluti fé- lagsmanna því í skoðanakönn- un að efnt yrði til atkvæða- greiðslu um verkfallsboðun. Þessi niðurstaða sýnir að laun- þegar eru meira en tvístígandi gagnvart því að beita verk- fallsvopni við núverandi að- stæður. Langvinn efnahagslægð í umheiminum og minnkandi sjávarafli hafa lagzt á eitt um að rýra hagvöxt, landsfram- leiðslu og þjóðartekjur. Þjóð- arbúið og einkum sjávarútveg- urinn eiga auk þess við mikil vandamál að stríða vegna of- fjárfestingar og þungrar skuldabyrði. Sex þúsund og þrjú hundruð íslendingar á vinnualdri voru án atvinnu í janúarmánuði. Atvinnukönn- un i upphafi árs bendir og til þess að fyrirtæki í atvinnu- rekstri telji þörf á enn frekari fækkun starfsmanna, eða um 900 manns á landinu öllu, þar af um 600 á höfuðborgar- svæðinu. Atvinnuöryggi opinberra starfsmanna hefur verið ann- að og meira en launþega í atvinnulífinu. Það réttlætir hins vegar ekki nema síður sé beitingu verkfallsvopnsins af þeirra hálfu við ríkjandi að- stæður. Almennum skatt- greiðendum, sem að stærstum hluta eru launþegar, hefur verið gert að létta skattbyrði af atvinnulífinu, fyrst og fremst í þeim tilgangi að sporna gegn vaxandi atvinnu- leysi. Þeir sætta sig einfald- lega ekki við aukinn ríkissjóðs- halla. Þeir krefjast þess þvert á móti að undið verði ofan af hallanum og skuldunum; að yfirbyggingin verði sniðin að burðarþoli undirstöðunnar. Það er einfaldlega ekki hægt til frambúðar að halda uppi tiltölulega háu atvinnustigi, eins og gert var, með halla- rekstri ríkissjóðs og skulda- söfnun erlendis. Ríkisstarfs- menn verða að axla sinn hlut í þjóðarátaki um að vinna sam- félagið út úr kreppunni. Ljóst er af blaðaskrifum að fjöldi opinberra starfsmanna telur verkfallsaðgerðir við nú- verandi kringumstæðum ekki þjóna hagsmunum þeirra, hvorki í bráð né lengd. Þannig minnir Bjarni Frímann Karls- son, starfsmaður Reykjavíkur- borgar, í grein hér í blaðinu, á ijögurra vikna verkfall BSRB í október 1984. Þá hafi árangurinn orðið minni en herkostnaðurinn. Hann stað- hæfir að það þurfi 8,33% launahækkun til þess eins að ná inn tekjutapi í 4ra vikna verkfalli á samningstímanum, það er einu ári. „Hver og einn verður að svara sjálfum sér í einlægni þeirri spurningu", segir hann, „hvort líklegt sé að samið yrði um 6-8% hækk- un launa“ eins og staða mála í samfélaginu er. Haukur Helgason, skóla- stjóri, sem átti sæti í samn- inganefnd kennara í tvo ára- tugi, varar og eindregið við verkfallsaðgerðum í grein hér í blaðinu. Hann segir: „Mjög margir kennarar efast um að það sem næðist svaraði á nokkurn hátt þeim kostnaði og þeim byrðum sem slíkt verkfall mundi leggja á heim- ili þeirra. Auk þess sem sam- tökin yrðu lömuð í langan tíma á eftir.“ Sigurður P. Guðnason, kennari, segir af sama tilefni: „Ef við kennarar förum í verk- fall þá skaðast þriðji aðili mest, eða nemendur... Launa- greiðandi skaðast ekki beint nema litið sé til mjög langs tíma...“ Aflasamdráttur og ytri að- stæður hafa rýrt landsfram- leiðslu og þjóðartekjur fimm ár í röð. Þessi samdráttur hef- ur leikið alla grátt, ekki sízt láglaunafólk, bæði á almenn- um og opinberum vinnumark- aði. Vaxandi atvinnuleysi bæt- ir síðan gráu ofan á svart. Ekkert er eðlilegra en að sam- tök launafólks hugi að því, hvern veg skuli við brugðizt. A hinn bóginn má öllum vera ljóst að leiðin út úr vandanum liggur ekki um vaxandi ríkis- sjóðshalla, erlendar lántökur eða hatrömm átök á vinnu- markaði. Forsenda aukinnar efnahagsstarfsemi og hag- vaxtar er að tryggja batnandi rekstrarskilyrði atvinnufyrir- tækjanna. Það verður ekki gert án áframhaldandi stöðug- leika í verðlagsþróun. Það verða samningsaðilar um kaup og kjör að hafa efst í huga, hvort heldur er innan ríkisbú- skaparins eða á almennum vinnumarkaði. Ákvörð- un nm nor- ræna sjón- varpsstöð innanárs Ósló. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni ^ Morfrunblaðsins. ÁKVORÐUN um norræna sjón- varpsrás, sem myndi ná til allra Norðurlandanna um gervihnött, verður tekin innan árs, að því er fram kom í stefnuræðu Carls Bildts, forsætisráðherra Sví- þjóðar, á Norðurlandaráðsþing- inu í Ósló í gær. Margar tilraun- ir hafa verið gerðar til að koma slikri sjónvarpsrás á laggirnar, en þær hafa ævinlega farið út um þúfur. Nú ganga þær hins vegar í endurnýjun lífdaga um leið og rætt er um að Norð- urlöndin einbeiti sér að sam- starfi á sviði menningarmála í auknum mæli. Sjónvarpssendingar norrænna sjónvarpsstöðva, annarra en þeirra íslenzku, nást víða á milli Norður- landa. Bildt sagði slíkt bæði bæta tungumálakunnáttu og gagn- kvæman skilning Norðurlandabúa og veita þeim innsýn í menningu og hugarheim nágrannalanda sinna. Tekið fyrir í júlí „Sá grundvöllur, sem nú er fyr- ir hendi, er ekki nógu traustur til að hægt sé að gefa nein loforð,“ sagði Bildt. „En með þýðingu ljós- vakamiðla í upplýsingamiðlun í huga og með framlag til gagn- kvæms skilnings á Norðurlöndum í huga, verður að taka ákvörðun um málið á því starfsári, sem hefst hér í Ósló. Ég ætla mér að vinna að því að grundvöllur fyrir ákvörð- un um möguleika á sjónvarpssam- starfi um gervihnött verði undirbú- inn, þannig að hægt sé að taka málið fyrir á forsætisráðherrafundi Norðurlanda í byijun júlí á þessu ári.“ Bildt lét í Ijós þá skoðun að samræming og samráð í aðildar- viðræðum landanna þriggja væri mikilvægasta verkefni samstarfs forsætisráðherra Norðurlandanna næsta árið. Hann sagðist einnig ganga út frá að Norðurlandaráð liti á þetta sem eitt af mest aðkal- landi verkefnum sínum. Bildt sagði að Norðurlöndin þijú ættu margra sameiginlegra hagsmuna að gæta í aðildarvið- ræðunum. Þau myndu reyna að fá fram norræna vídd í byggða- stefnu Evrópubandalagsins til að tryggja sér aðgang að styrkjum. Landbúnaður Norðurlandanna væri rekinn við svo erfiðar kring- umstæður að sérstaklega þyrfti að hyggja að honum ogjafnframt ættu þau sameiginlegt að þar Ráðherrarnir leggja sérstaka áherzlu á undirbúning sameiginlegs ráðherrafundar Evrópubandalags- ins og EFTA í Lúxemborg 19. apríl, „með það að markmiði að Norður- byggju Samar, sem rækju hrein- dýrabúskap. Bildt minntist einnig á umhverfismál, áfengismál, jafn- rétti karla og kvenna og neytenda- vernd sem mál, þar sem Norð- urlöndin teldu sig þurfa að verja hagsmuni sína í viðræðunum við EB. Norrænt samstarf varið með sérstakri grein Sænski forsætisráðherrann sagði að EES-samningurinn inni- héldi sérstaka grein um norrænt samstarf, þar sem segði að samn- ingurinn hindraði það á engan hátt, svo lengi sem það tefði ekki fyrir aðlögun að honum. Hann sagði að Svíar myndu leggja áherzlu á að fá sams konar grein inn í samningana um aðild að EB, löndin geti lagt fram tiliögur, sem styrki þá vinnu, sem leggja á í að auka hagvöxt á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu". Ráðherrarnir telja að þrátt fyrir svipaða og þá grein Rómarsátt- málans sem kveður á um svæðis- bundið samstarf BENELUX-land- anna. Bildt sagði að reglur norræns samstarfs gengju á ýmsum svið- um lengra en reglur EES. „Með norrænu greininni í EES-samn- ingnum og greininni, sem við vilj- um fá í aðildarsamninga í EB, munum við skapa möguleika á áframhaldandi norrænu samstarfi innan víðari norræns ramma,“ sagði Bildt. Algert afnám landa- mæraeftirlits Bildt sagði að kominn væri tími til að Norðurlöndin ykju enn fijáls- ræði í samskiptum sínum og fjar- lægðu ýmsar ónauðsynlegar hindranir, sem hvorki væru í anda norrænna samstarfssamninga né EES-samningsins. „EB er nú að nálgast markmið sitt að leggja algerlega af landamæraeftirlit milli aðildarríkjanna. Það er engin ástæða fyrir okkur að bíða að óþörfu," sagði hann. Carl Bildt um umsókn þriggja Norðurlanda um aðild að EB Sérstaka grein um norrænt samstarf í aðildarsamning Ósló. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, varð tíðrætt um Evrópu- bandalagið og umsókn Noregs, Svíþjóðar og Finnlands um aðild að bandalaginu, er hann flutti stefnuræðu sína við upphaf 42. Norðurlandaráðsþingsins í Ósló í gær. Svíar hafa nú tekið við formennsku af Norðmönnum í samstarfi norrænu ríkisstjórnanna og munu stýra Norðurlandasamstarfinu næsta árið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.