Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 25

Morgunblaðið - 02.03.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 25 Scanfoto 2fegn atvinnuleysinu di í Stórþingshúsinu í Ósló sameiginlegt norrænt átak gegn atvinnu- inlandi, Carl Bildt, Svíþjóð, Gro Harlem Brundtland, Noregi, og Davíð irlandanna eftir fund þeirra í Ósló l atvinnuleysi a verkefnið að atvinnuleysið sé að miklu leyti innanlandsvandamál, útheimti ástandið nú betri samræmingu á aðgerðum Evrópuríkja, og öflugra samstarf í efnahagsmálum, bæði á evrópskum og alþjóðlegum vett- vangi. EES gegn atvinnuleysi Áhersla er lögð á af hálfu ráð- herranna, að EES-samningurinn verði staðfestur sem fyrst í öllum aðildarríkjum EFTA og EB, þannig að hann geti gengið í gildi 1. júlí næstkomandi. Carl Bildt, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, kallaði EES- samninginn „mikilvægasta nor- ræna samstarfssamninginn í tvo áratugi“ og sagði að samningurinn væri afar þýðingarmikill í barátt- unni gegn atvinnuleysi. Áherzla á innri uppbyggingu Ráðherrarnir vilja stefna áfram að lágri verðbólgu á Norðurlöndun- um og aðhaldi í opinberum útgjöld- um til þess að stuðla að vaxtalækk- un. Þá vilja þeir stuðla að áherzlu- breytingum í opinberum útgjöldum þannig að frekar en að auka ýmiss konar rekstrartilfærslur, verði lögð áherzla á fjárfestingar í innri ’upp- byggingu, til dæmis samgöngum, fjarskiptum og menntakerfi. Leiðtogar Norðurlandanna fimm vilja aukið evrópskt samráð um efnahags- og gjaldeyrismál til að tryggja hagvöxt. Carl Bildt minnti á að Norðurlönd væru afar háð gangi efnahagsmála i öðrum Evr- ópuríkjum, eins og öngþveitið í gjaldeyrismálum á síðasta ári hefði sýnt. Styðja stofnun stríðsglæpadómstóls Forsætisráðherrarnir ræddu einnig um gang mála í Evrópu- bandalaginu, samstarf ríkja við Eystrasalt og Barentshaf og ástandið í Júgóslavíu. Varðandi það síðastnefnda, lýstu ráðherrarnir því yfir að þeir styddu ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, númer 808, um stofnun alþjóðlegs dóm- stóls til að rétta í málum þeirra, sem gerzt hafa sekir um stríðsglæpi. -------♦ ♦ ♦-------- ■ NORSKA Dagbladetoglnform- ation í Danmörku birtu í gær niður- stöður skoðanakönnunar, þar sem almenningur í Noregi og Danmörku var spurður hvor kosturinn væri fýsi- legri; Evrópubandalagið eða Norð- urlandabandalag. í Noregi sögðust jafnmargir fylgjandi hvorum kosti, eða 28%. Óákveðnir voru 25% og 19% neituðu að svara. Danir tóku hins vegar Norðuriandabandalagið fram yfir Evrópubandalagið. Fylgjandi bandalagi við Norðurlöndin voru 39%, en 35% vildu Evrópusamstarf. I POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, skýrði frá því á blaðamannafundi forsætis- ráðherra Norðurlandanna í gær að danska stjórnin, sem nú fer með for- mennsku í Evrópubandalaginu, myndi hraða aðildarviðræðum við Noreg, Finnland og Svíþjóð. ■ RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska fulltrúaþingsins og einn helzti keppinautur Jeltsíns Rúss- landsforseta úr röðum harðlínu- manna, kom til Óslóar f gær í boði forsætisnefndar Norðurlandaráðs og mun ávarpa þingmenn í dag. Koma Khasbúlatovs hefur sætt gagnrýni, en Ilkka Suominen, forseti Norður- landaráðs, varði ákvörðun forsætis- nefndarinnar á blaðamannafundi í gær og sagði Khasbúlatov ekki boðinn sem fulltrúa Rússa, heidur sem for- seta þings Samveldis sjálfstæðra ríkja, sem Norðurlönd vildu hafa góð sam- skipti við. ■ CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, virtist hins vegar lítið hrif- inn af komu Khasbúlatovs. Á blaða- mannafundinum lét hann í það skína á ýmsan hátt, sagði til dæmis að á tímaáætlun sinni „væru aðrar áherzl- ur“ en að hitta rússneska þingforset- ann eða hlýða á ræðu hans. Hann sagði Borís Jeltsín betri fulltrúa lýð- ræðis en Khasbúlatov. Fjórar Laxness-kvik- myndir á hátíð í Rouen FJÓRAR kvikmyndir eftir sögum Halldórs Laxness verða sýndar á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Rouen í Frakklandi 10.-21. mars nk. og verður sérstakur þemadagur til heiðurs nóbelskáldinu með fyrir- lestri um hann. Myndirnar eru Atómstöðin frá 1984, Kristnihald undir Jökli frá 1989, Lilja frá 1977 og Salka Valka frá 1954. Ingaló eftir Asdísi Thoroddsen verður meðal 10 keppnismynda frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Og í sérstökum flokki nýrra norrænna mynda frá árinu 1992 verður ein íslensk mynd, Svo á jörðu sem á himni eft- ir Kristínu Jóhannesdóttur. Um 100 m-yndir frá Norðurlöndum og Eystrasaltlöndum verða sýndar á 12 dögum á þessari fimmtu Norrænu kvikmyndahátíð í Rouen. Á síðasta ári var sérstök áhersla lögð á ísland, en nú á ýmislegt annað, svo sem myndir frá Lapplandi. Sérstakur heiðursgestur er norska leikkonan Liv Ullmann og af því tilefni verða sýndar átta kvikmyndir með henni, einkum þær sem Ingmar Bergman gerði. Einnig verður sænska leikkon- an og kvikmyndhöfundurinn Mai Zetterling þar með sjö af sínum myndum. í fyrra voru á hátíðinni sýndar fyrstu myndir leikkonunnar Ingridar Bergman frá Svíþjóð, og nú haldið áfram með þriggja mynda syrpu frá Ítalíuárunum 1950-53. Þá verður þriggja mynda kynningar- syrpa á norrænum myndum gerðum eftir sögum Guy de Maupassants. Fleiri myndasyrpur verða, svo og sýningar og fyrirlestrar í sambandi við þær. Morgunblaðið/Kristinn Um fornleifafræði DR. MARGRÉT Hermanns Auðardóttir, fornleifafræðingur, sagði frá stöðu forn- leifafræði meðal annarra fræðigreina hér á landi. Byggingarlist samtímans rædd á Þjóðminjaþingi Tímabært að huga að vemdun nýlegra húsa NÝLOKIÐ Þjóðminjaþing tókst vonum framar að sögn Guðmundar Magnússonar þjóðminjavarðar. Á þinginu var fluttur fjöldi fyrirlestra og vakti fyrirlestur Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts um bygg- ingarlist samtímans hvað mesta athygli. Ögmundur velti m.a. upp þeirri spurning hvort tímabært væri að huga að varðveislu nýlegra húsa. Að loknum fyrirlestri Ögmundar lýsti þjóðmiivjavörður því yfir að hann hygðist beita sér fyrir stofnun vinnuhóps á vegum Þjóðminja- safns, Húsafriðunarnefndar og Arkitektafélagsins til þess að semja greinargerð um þessi mál og helstu sjónarmið sem þar væru ríkjandi. I fyrirlestri sínum á þjóðminja- þingi minnti Ögmundur Skarphéð- insson arkitekt á að við upphaf hús- friðunar á íslandi hefði komið upp sú spurning af hveiju ekki hefði ver- ið hafist handa mikið fyrr. Þannig væri ástæða til þess að íhuga hvort við værum ef til vill að eyðileggja hús sem okkur þætti sárt að hafa misst eftir 25 til 30 ár. Að varðveita heilar götur Ögmundur sagði að þegar hugað væri að húsfriðun þyrft að kanna þætti eins og sögulegar, fagurfræði- legar, félagslegar og tæknilegar for- sendur og þegar hann var beðinn um að nefna nýjar byggingar sem trúlega þætti hængur í að eiga í óbreyttri mynd á komandi árum benti hann á byggingar eins og Hita- veitugeymana á Öskuhlíð, Þjóðar- bókhlöðuna, ýmis einbýlishús og at- vinnuhúsnæði. Hann benti líka á að gaman gæti verið að varðveita hluta af einstökum hverfum í óbreyttri mynd, t.d. götu í Hlíðunum eða Ár- bæjarhverfk Aðild að sáttmálum Á þjóðminjaþingi flutti dr. Svein- björn Rafnsson sagnfræðingur erindi um minjavernd á Islandi og alþjóðleg sjónarmið. Hann lagði í máli sínu áherslu á að íslendingar gerðust full- gildir aðilar að alþjóðlegum sáttmál- um um minjavernd t.d. á vegum Evrópuráðs og UNESCO. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri í Glaumbæ ræddi um vanda og upp- byggingu byggðarsafna og Ögmund- ur Helgason arkitekt flutti erindi um byggingarlist samtímans. Dr. Mar- grét Hermanns Auðardóttir forn- leifafræðingurs sagði frá stöðu forn- leifafræði meðal annarra fræðigreina hér á landi. Hún deildi m.a. á hvern- ig staðið hefði verið að fomleifa- vörslu og fomleifarannsóknum hér á landi og taldi hvorugt hafa verið gert með sama faglega hætti og erlendis. Ennfremur voru flutt tvö fróð- leikserindi seinni ráðstefnudaginn. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, talaði um altaristöflu frá Stóra-Ási í Borgarfirði, og Hrefna Róbertsdótt- ir, sagnfræðingur á Árbæjarsafni, um kenningu sína um svokallað Hillebrandshús á Blönduósi sem hún telur elsta timburhús á ísiandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.