Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
Greiðslumiðlun
Hagnaður Visa íslands
um 124 milljónir
KORTAVIÐSKIPTI með Visa-greiðslukort námu alls um 40,4 milljörð-
um króna á sl. ári og jukust um 4,7 milljarða frá árinu áður eða 13,1%.
Hagnaður af reglulegri starfsemi nam alls um 124,2 milljónum saman-
borið við 64,9 milljónir árið áður. Eigið fé í árslok var um 530,2 milljónir.
Aðalfundur Visa íslands var hald-
inn föstudaginn 19. febrúar sl. Jó-
hann Ágústsson, stjórnarformaður
flutti skýrslu stjómar og kom fram
að árið 1992 hafi verið fyrirtækinu
hagstætt. Um þessar mundir eru lið-
in 10 ár frá stofnun fyrirtækisins.
Visakort eru nú á yfír 80% heimila
í landinu og 60% allra landsmanna
á aldrinum 18-67 ára eru korthafar
Visa. Korthafar í árslok voru alls
95.204 talsins og hafði þeim fjölgað
um 4.500 umfram það sem þeim
hafði fækkað vegna uppsagna og
kortsviftinga. Gullkort eru tæplega
12 þúsund talsins og fjölgaði um
tæplega 3 þúsund. Farkort eru um
11 þúsund og ijölgaði um 1.500.
Af heildarviðskiptum með kort
námu viðskipti innanlands 34,6 millj-
örðum en erlendis 5,8 milljörðum. í
innlendum viðskiptum jukust boð-
greiðslur mest eða um 28,5% og
námu alls 3,8 milljörðum. Rað-
greiðslur námu 2,7 milljörðum og
jukust um 14%. Erlendir ferðamenn
notuðu Visakort sín hérlendis1 fyrir
1,1 milljarð sem er hækkun um
tæplega 100 milljónir.
Færslufjöldi. jókst jafnt og þétt
um tæplega 100 þúsund færslur á
mánuði og námu greiðslur alls 11,4
milljónum. Rafræn viðskipti hafa
aukist mjög og fara nú um 70% allra
færslna fram á þann veg. Af þess-
ari ástæðu hefur kortafals stórm-
innkað og nam einungis um 1 millj-
ón króna en til samanburðar má
nefna að tékkafals nam álls um 30
milljónum. Þá töpuðu 2.500 manns
korti sínu á árinu en tilkynnt var
um 466 stolin kort.
Stjóm Visa var endurkjörin á að-
alfundinum en hana skipa þeir Jó-
hann Ágústsson, aðstoðarbanka-
stjóri Landsbankans, formaður, Sól-
on R. Sigurðsson, bankastjóri Bún-
aðarbanka íslands, varaformaður,
Sigurður Hafstein, framkvæmda-
stjóri hjá Sambandi íslenskra spari-
sjóða, ritari^ og Björn Björnsson,
bankastjóri íslandsbanka hf. með-
stjórnandi. Hinir þrír fyrsttöldu hafa
verið í stjórn fyrirtækisins frá upp-
hafi en framkvæmdastjóri frá sama
tíma hefur verið Einar S. Einarsson.
Ferðaþjónusta
BORGARSTJORAR ■— Þrír borgarstjórar voru á ísland-
skynningunni í Hollandi. Á myndinni eru f.v. Val Dulst, borgarstjóri
Haarlemmermeer Schiphol, Markús Örn Antonsson, borgarstjóri
Reykjavíkur og Ed van Thijn, borgarstjóri Amsterdam.
Flugleiðir með íslands-
kynningu íHollandi
Búist við að hollenskum ferðamönnum fjölgi í kjölfar umræðu um
lagningu sæstrengs milli landanna
HOLLENDINGAR hafa sýnt vax-
andi áhuga á íslandi í kjölfar
umfjöllunar hollenskra fjölmiðla
um möguleika á því að leggja
raforkusæstreng milli landanna.
Fyrirtæki
Iðnlánasjóður jók útlán til fjár-
festinga um þriðjung í fyrra
HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs á sl. ári var alls um 56,7 milljónir króna
eftir skatta, afskriftir og framlag til afskriftarreiknings útlána sam-
anborið við 124 milljóna hagnað árið 1991. Hins vegar þarf að taka
tillit til þess að árið 1992 er fyrsta árið sem sjóðurinn er skattskyldur
og nam skattur og ábyrgðargjald til ríkisins 62,2 milljónum. Ennfrem-
ur þurfti að færa niður eignarhlut í öðrum félögum um 30 milljónir
vegna lækkunar á gengi hlutabréfanna og er það fært sem gjöld í
rekstrarreikningi. Þá var framlag í afskriftarreikning aukið á sl. ári
og nam alls um 438,8 milljónum. Stendur afskriftarreikningurinn þá
í 623,7 milljónum sem er um 4,8% af heildarútlánum. Beinar afskriftir
námu 372,7 milljónum.
Rekstrartekjur Iðnlánasjóðs voru
alls 2.322 milljónir á árinu 1992 og
fjármagnsgjöld 1.632 milljónir. Fjár-
festingarlánadeild er langstærsta
deild sjóðsins með útistandandi útlán
samtals að fjárhæð 12.734 milljónir
í árslok 1992. Útlán á sl. ári námu
2.359 milljónum en 1.801 milljón
árið áður sem er um 31% aukning.
Lánsbeiðnir voru samtals 4.297 millj-
ónir á áriny sem er um 43% aukning
milli ára.
Samþykkt lán og styrkir frá vöru-
þróunar- og markaðsdeild námu alls
verkfræðingar:
Samvinna - sameining?
Umræðufundur 3. mars 1993 kl. 20.00.
Aukin samvinna og jafnvel sameining Verkfræð-
ingafélagsins og Tæknifræðingaféiagsins hefur
verið til umræðu undanfariö og gefst nú félags-
mönnum færi á að skiptast á skoðunum á fundi
sem haldinn verður kl. 20.00 miðvikudaginn
3. mars í bídsal Hótels Loftleíða.
Framsögumenn verða:
Eírikur Þorbjörnsson,
formaður Tæknifræðingafélagsins og
Guðmundur G. Þórarinsson,
varaformaður Verkfræðíngafélagsins.
Vffill Oddsson,
formaður Verkfræðingafélagsins, opnar fundinn.
Fundarstjóri verður Þorsteinn Þorsteinsson.
Eftir framsöguerindi verður orðið gefið laust og
eru féiagsmenn eindregið hvattir til að mæta og
láta skoðanir sínar á þessu mikilvæga máli í Ijós.
9
151 milljón en útlán í árslok námu
alls 239 milljónum. Var eftirspurn
eftir lánum svipuð og árið áður. Iðnl-
ánasjóður tekur þátt í ýmsum sam-
starfsverkefnum aðallega með Veit-
ingu styrkja og taka alls 62 fyrir-
tæki þátt í þeim. Innborgað iðnlána-
sjóðsgjald til Vöruþróunar- og mark-
aðsdeildar nam 118 milljónum. Hins
vegar voru framlög og niðurfelld
útlán og hlutabréf 102 milljónir og
rekstrarkostnaður 16 milljónir eða
sama fjárhæð og iðnlánasjóðsgjaldið.
Endanlegar afskriftir deildarinnar
námu 29,5 milljónum.
Lántökur Iðnlánasjóðs námu alls
1.723 milljónum árið 1992 en þar
af voru 1.450 milljónir hjá erlendum
bönkum og 275 milljónir innanlands.
Alls nema tekin lán sjóðsins 11.322
milljónum. Niðurstöðutala efnahags-
reiknings er 14.750 milljónir í árslok
og eigið fé 3.175 milljónir eða 21,5%
af niðurstöðutölu efnahagsreiknings.
Af því tilefni stóð Flugleiðaskrif-
stofan í Amsterdam nýverið fyrir
nokkura daga vöru- og ferða-
kynningu á Holiday Inn Crown
Plaza hótelinu í Amsterdam. Með-
an á kynningunni stóð hélt borg-
arstjórinn í Reykjavík, Markús
Orn Antonsson, tvö erindi um
ferðamál, samskipti landanna og
íslenska viðskiptahagsmuni.
Nokkur ísiensk og hollensk fyrir-
tæki tóku þátt ýsýningunni en með-
al þeirra voru SÍF, Islenskar sjávar-
afurðir hf., íslensk matvæli hf.,
Menja hf., Gosan hf., Sól hf., Viking
Brugg og belgíska fyrirtækið Salm-
on Superior Express í Ostende. Þá
voru einnig kynningarbásar fyrir
ýmis smærri fyrirtæki sem bjóða
ullarvörur, fiskafurðir og aðrar ís-
lenskar útflutningsvörur.
Emil Guðmundsson, sölustjóri
Flugleiða í Hollandi, segir kynning-
una hafa tekist mjög vel og hún
hafi vakið talsverðan áhuga ferða-
frömuða og fjölmiðla. Vaxandi áhugi
sé á íslandi og öliu íslensku í Hol-
landi í kjölfar umræðunnar um raf-
orkuútflutninginn. Kveðst hann bú-
ast við að hollenskum ferðamönnum
fjölgi hér þegar á þessu ári.
Meðal íslendinga sem þátt tóku í
landkynningunni yoru Helgi Ágústs-
son, sendiherra íslands í Hollandi,
Unnur Arngrímsdóttir, sem sá um
sýningu á íslenskum fatnaði og
matreiðslumeistararnir Hilmar B.
Jónsson, Sigurður Hall og Ólafur
Jónsson. Þrír ungir íslendingar sem
I M P E X
Sterkt • auðvelt • fljótlegt
Hillukerfi
sem allir geta sett saman
mm
í 1 ■Di
1 55
1
PBIffll —.—-
0DEXION SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22
eru við nám í Hollandi tóku þátt í
kynningardagskránni, þ.e. Daníel
Þorsteinsson, píanóleikari, Ingunn
Ósk Sturludóttir, sem er að læra
óperusöng og Helga Laufey Finn-
bogadóttir, píanóleikari.
Mí
HOIMIMUIMARDAG-
URINN — Veggspjald
Hönnunardagsins var hannað
af Kristínu Þorkelsdóttur, teikn-
ara FÍT.
Iðnaður
Metþátt-
taka íHönn-
unardegi
FORM ísland, félag áhugamanna
um hönnun, mun ásamt húsgagna-
og innréttingaframleiðendum
gangast fyrir Hönnunardegi 4.
mars nk., en slíkur dagur var
haldinn í fyrsta skipti hér á landi
árið 1988.
Hönnunardagurinn byggist á sam-
vinnu framleiðenda og seljenda með
íslenskar hönnunarvörur þar sem
fyrirtækin opna sýningarsali sína og
kynna nýja hönnun og framleiðslu.
Tilgangurinn er fyrst og fremst að
ná saman fagmönnun í hönnum og
öðrum sem annast val og innkaup á
búnaði þar sem gæði hönnunar
skipta miklu máli. Þá er markmiðið
að vekja athygli á því sem vel er gert.
í fréttatilkynningunni segir að
metþátttaka í Hönnunardeginum
sýni vilja framleiðenda til átaks á
markaðnum í samkeppni við inn-
flutning erlendrar hönnunar.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra,
afhendir viðurkenningu í móttöku
sem hefst kl. 18.00 á Kjarvalsstöðum
fyrir áhugaverðustu nýjungina á ár-
inu. Verðlaunin eru 250 þúsund
krónur sem iögð eru til af Iðnlána-
sjóð og Iðnþróunarsjóð.