Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Vetrarmót og aðalfundur hjá Fáki Heildarskuldir yfir 20 milljónir _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Heldur hefur skuldastaða Hesta- mannafélagsins Fáks lagast á síð- asta reikningsári sem er frá 1. nóvember til 31. október þótt vart sé hægt að segja að hún sé góð. Heildarskuldir félagsins eru nú rétt rúmar 22 milljónir króna sem skiptast þannig að skammtíma- skuldir eru tæplega 21 miljjón króna en langtímaskuldir eru um ein og hálf milljón króna. Heildar- skuldir voru um 29 miiyónir. Þetta kom fram í reikningum félagsins sem lagðir voru fram á aðalfund- inum sem haldinn var í síðustu viku. Munar mestu um sölu á jörðinni Ragnheiðarstöðum og hesthúsum við Bústaðaveg til Reykjavikurborgar. Söluverð Ragnheiðarstaða var 11.5 milljónir og hesthússins 14 milljónir króna. Athygli vakti að aðeins hefur tekist að innheimta tæpan þriðjung félagsgjalda og eru útistandi rúmar tvær milljónir. Þá voru heimtur vegna firmakeppninnar einnig slæm- ar en hún skilaði aðeins tæpum 400 þúsund króna sem er tæpur helming- ur af því sem inn kom árið áður. Þá vekur athygli að þrátt fyrir endur- skipulagningu á rekstri félagsins er það rekið með tapi upp á sjöundu milljón króna. í því sambandi er rétt að geta þess að gerð var mikil and- litslyfting á félagssvæðinu á síðasta ári vegna afmælismótsins og Íslands- mótinu sem haldin voru á árinu. Er fákssvæðið orðið mjög glæsilegt eftir þessar þörfu nýframkvæmdir og við- hald. Reikningamir voru samþykktir samhljóða Stjórnarkosningar voru nokkuð spennandi þegar kom að kjöri með- stjómarmanns en Geir Þorsteinsson sem gegnt hafði stöðu gjaldkera gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Viðar Halldórsson sem var endurkjörinn formaður með lófaklappi stakk upp á Guðbjörgu Egilsdóttir sem verið hefur gjaldkeri íþróttadeildar Fáks en fyrrverandi formaður Birgir Rafn Gunnarsson stakk upp á Valgerði Gísladóttur sem setið hafði í vara- stjórn. Valgerður hafði betur með 55 atkvæðum gegn 52. Af þessum sökum tilkynnti Kristján Auðunsson varaformaður að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs en skorað var á hann að endurskoða afstöðu sína en Kristján sat við sinn keip. Var þá stungið upp á Guðbjörgu Egilsdóttur utan úr sal en hún gaf ekki kost á sér. Kom þá fram uppá- stunga frá formanni um Jóhönnu Arngrínmsdóttur sem setið hafði í varastjóm og var hún kjörin með lófaklappi. Illa gekk að fínna tvo kandídata í stöðu varamanna en stungið var upp miklum fjölda manna en enginn gaf kost á sér fyrr en þeir Sveinn Fjeldsted og Bragi Ás- geirsson létu til leiðast og vom þeir kjömir með lófaklappi. Um helgina héldu Fáksmenn sitt fyrsta vetrarmót þar sem keppt var í tölti. Börn og unglingar voru í sama flokki og ungmenni og fullorðnir saman. Einnig var keppt í 150 metra skeiði. Þátttaka var all þokkaleg og tímar í skeiðinu bærilegir. En úrslit urðu sem hér segir: Tölt barna og unglinga 1. Saga Steinþórsdóttir á Heru frá Hraðastöðum. 2. Rannveig Kristjánsdóttir á Erli frá WHAEÞAUGL YSINGAR Fiskvinnslufólk Starfsfólk, vant snyrtingu, óskast til starfa hjá frystihúsi KEA í Hrísey. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri í síma 96-61710. Umboðsaðilar á landsbyggðinni Við leitum að aðilum, sem hafa áhuga á því að selja og kynna í sinni heimabyggð góðar vörur, sem ekki eiga sér hliðstæðu á mark- aðnum. Sérstakt tækifæri til þess að skapa sér um- talsverðar aukatekjur. Upplýsingar veittar í síma 91-676869 frá mánudegi til föstudags. Alþjóða verslunarfélagið hf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík. Aðalfundur Þróunarfélagsins Þróunarfélag íslands hf. heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 9. mars nk. kl. 12.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Skála á 2. hæð. Dagskrá samkvæmt félagssamþykktum. Stjórn félagsins. Fræðslufundur í Kársnessókn Lífskjör eldri kvenna á Norðurlöndum 2. fræðslufundur Kársnessóknar á þess- um vetri verður í Borgum, Kastalagerði 7, miðvikudagskvöldið 3. mars kl. 20.30. Sigríður Jónsdóttir, félagsfræðingur, segirfrá samnorrænni rannsókn á lífskjörum gamalla kvenna á Norðurlöndum. Allir velkomnir. Fræðslunefnd Kársnessóknar. SJÁLFSTflEÐISFLOKKURINN I- í I. A (i S S T A R F Laugardagsfundur með Þorsteini Pálssyni Næsti laugardagsfundur með ráðherra verður næstkomandi laugardag, 6. mars, milli kl. 10-12 í kjallara Valhallar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra, verður gestur fundarins. Að lokinni framsögu ráðherrans verða fyrirspurnir og umræður. Athugið að fundurinn hefst stundvíslega kl. 10 og verður slitið á hádegi. Vörður, Hvöt, Óðinn og Heimdallur. í hvað fara tekjur Reykjavíkurborgar? Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur opinn félagsfund um borgarmál í Valhöll, Háaleitisbraut 1, nk. miðvikudag kl. 17.00. Frummælandi: Július Hafstein, borgarfulltrúi. Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Hvatar. 2ja herb. íbúð til leigu Mjög góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli ásamt bílskýli til leigu. Laus strax. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. mars merkt: „Fjölbýli - 8264“. Skrifstofu-, verslunar- og lagerhúsnæði Til leigu 288 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði á 1. hæð í nágrenni við tvo stórmarkaði. Verslunarhúsnæðið er með stórum gluggum og parketlagt. Lagerhúsnæðið er með stór- um og góðum innkeyrsludyrum. Lóð er fullfrágengin með góðum bílastæðum. Ef áhugi er fyrir frekari upplýsingum vinsam- legast hafið samband við Ómar Friðþjófsson í síma 671717. Enskunám Er ekki rétt að bæta við enskukunnáttuna? Skólinn, English 2000, School of English, í Bournemouth, býður þig velkominn til náms. Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson, sími 98-75888, heimasími 98-75889. Jóga fyrir eldri borgara. Kennt á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 10. Kennari: Hulda Sigurðardóttir. Upplýsingar gefur Hulda í síma 675610 eftir kl. 19. Jógastöðin Heimsljós. Bæn og trúarlff ADKFUK Holtavegi Hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, hefur biblíulestur, síðari hluti. Allar konur velkomnar. Spíritistafélag íslands Skyggnilýsingafundur með breska miölinum Dennis Burn’s verður 4. mars á Smiðju- vegi 13a, kl. 21.00 (Kiwanishúsið). Húsið verður opnað kl. 20.00. Aðgangur ókeypis meðan hús- rúm leyfir. Kaffi selt á staðnum. Stjórnin. □ HLfN 5993030219IVA/2 Frl. □ HAMAR 5991030219 I Frl. I.O.O.F. Rb. 4 = 142328-Lh. □ EDDA 5993030219 I 1 Frl. Spíritistafélag íslands Miðlarnir Dennis Burn’s og Anna Carla munu starfa hjá félaginu með einkatíma. Dennis verður með nýjung: 15-20 manna skyggnilýsingafundi. Allirfá lest- ur. Tímapantanir í síma 40734 frá kl. 10.00-22.00 aila daga. Reykjavíkurmeistaramót í 3x 10 km skíðaboðgöngu fer fram í Bláfjöllum nk. laugardag, 6. mars, kl. 14. Bækistöð er í gamla Breiðabliksskálanum. Skráning í slma 12371 fyrir kl. 18 föstudaginn 5. mars. Ef veður er óhagstætt, kemur tilkynning i Ríkisútvarpinu kl. 10 keppnisdaginn. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. O EDDA 5993030919 II □ FJÖLNIR 5993030219 III □ Sindri 599303027 - I UTIVIST Hallveigarstíg 1 »sinii 614330, Helgarferðir 5.-7. mars: 1. Tindfjöll á fullu tungli. Farið í göngur um Tindfjallajökul og á Ými (1462). Gist verður ( neðsta skála. Fararstjóri: Egill Einarssson. Örfá sæti laus. 2. Básar við Þórsmörk. Þórsmörkin og Goöalandiö í vetrarskrúða. Gönguferðir við flestra hæfi. Upplagt að taka gönguskíðin með. Gist í vel út- búnum skálum Útivistar. Fararstjóri: Björn Finnsson. Nánari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar, opið frá kl. 12-17. Útivist. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253? Miðvikudagur 3. mars kl. 20.30: Myndakvöld Ferðafélagsins í Sóknarsalnum Skipholti 50a. Fjölbreytt myndefni. Fyrir hlé munu þau Árni Tryggvason og Ebba Salvör Diðriksdóttir sýna myndir úr ferðum víða að, m.a. frá jöklaferðum, bakpokaferð- um t.d. „Laugar - Þórsmörk", vetrarútilegum, isklifri og hestaferð. Eftir hlé sýnir Bolli Kjartansson frá Ferðafélags- ferðum til Suður-Grænlands (Eystribyggðar), aðallega ferð- inni síðastliðið sumar. Spenn- andi myndasýning sem óhætt er að mæla með. Góðar kaffiveit- ingar í hléi. Verð 500,- kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Allir vel- komnir, félagar sem aðrir. Tilval- ið að ganga í Ferðafélagið. Helgarferð á Snæfellsnes og Snæfellsjökul um næstu helgi 5.-7. mars. Fjölmennið á vetrarfagnaðinn á Flúðum 20.-21. mars. Upplýs- ingar og farmiðar á skrifstofunni. Ferðafélag Islands, félag allra landsmanna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.