Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 44

Morgunblaðið - 02.03.1993, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 o&ann sag&i aS 'eg þyrfti ekkigieraugul1'' Þetta er búið á milli okkar Hergeir, nú vinn ég að því að finna sjálfan mig! HOGNI HREKKVISI ,HVEieNlG ER LÓÐAN i PAG ? /, HVERNlG ER LÚÐAN >’ OAG ? BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Er eitthvað líkt með vinmibrögðum 1 KGB og Wiesenthal-stofnunarmnar? Frá Vilborgu Pétursdóttur: Það var nokkuð fróðlegt að lesa það sem haft var eftir sovéskum KGB-manni í Morgunblaðinu 3. des. sl. Þar gat að líta frásögn af starfs- háttum KGB áður fyrr, eða „í þá gömlu góðu daga“ eins og það var orðað. Iðja þeirra var í því fólgin að falsa skjöl, gefa villandi upplýs- ingar, blekkja fjölmiðla innan lands og utan og nota nánast hvaða að- ferðir sem til voru við að knésetja andstæðinginn. Svona nokkuð dugði ekki gagnvart Eðvaldi Hinrikssyni um árið, þegar þeir ryendu að fá hann framseldan. Góðir menn og glöggir sáu í gegnum lygavefínn svo að KGB fékk ekkert að gert. Á Englandi er eistneskur sagn- fræðingur Einar Sanden að nafni, að vinna að bók um ástandið í Eist- landi á árum seinni heimsstyijaldar. Samvinna hefur verið með honum og Eðvaldi við gerð bókarinnar. Vandað hefur verið til heimilda og þeirra að miklu leyti veirð aflað í Eistlandi. Tilurð þessarar bókar mun hafa spurst út og ætla má að eitthvað sem þar kemur fram eigi ekki upp á pallborðið hjá Wiesen- thal-stofnuninni, en fyrir henni fer maður að nafni Efraim Zuroff. Nú lítur út fyrir að sú stofnun taki við þar sem KGB með áðurnefndar að- ferðir varð frá að hverfa. Einskis er nú látið ófreistað til að hindra útkomu þessarar bókar. Einar hefur fengið ýmsar hótanir símleiðis, m.a. um að spinna eitthvað upp um hann svipað og gerst hefur með Eðvald. Þá virðist það engu máli skipta að Einar var aðeins barn að aldri á styijaldarárunum síðari. Einnig hafa tortryggilegir menn boðist til að prenta bókina. Það þýðir að henni yrði stungið undir stól og kæmi aldr- ei fýrir almennings sjónir. Spuming- in er hvot það komi Wiesenthal- stofnuninni eitthvað illa að þessir tímar séu rifjaðir upp. Það þætti ekki kurteisi hér heima að taka á móti forsætisráðherra erlends ríkis eins og tekið var á móti forsætisráðherra íslands við heimboð til ísrael, er honum var afhent þetta dæmalausa bréf varð- andi Eðvald Hinriksson. Svo sem kunnugt er réði dómsmálaráðherra mjög hæfa menn til að svara bréfi Wiesenthal-stofnunarinnar. En Zur- off nokkrum, Wiesenthal-manni, varð ekki svara fátt. Það sem kom frá æðstu tjórn íslands taldi hann einfaldlega hlægilegt. Og nú hefur þessi maður víða farið því ekki virð- ist hann skorta peningana og þeir koma sér vel er leita skal „nýrra vitna“. Þótt erfíðlega hafí gengið að finna þau og ekki hafi hann tal- að við neitt þeirra. Ýmsir fást til að verða þátttakendur í málinu bæði hérlendis og erlendis, hvað sem að baki býr. Ekki virðist skipta neinu máli þó að eistnesk stjómvöld kannist ekki við að þær ásakanir sem bornar eru á Eðvald séu á rök- um reistar. Manni býður í grun að gyðingar hafí ekki unnið málstað sínum gagn víðsvegar með slíkum vinnubrögð- um. Það em a.m.k. margir hér sem segjast vera búnir að missa allt álit á Israelum og fínnst þeir ættu að líta sér nær. Gyðingar vom heldur ekki þeir einu sem þjáðust og týndu lífi í heimsstyijöldinni síðari. Sendiherra Rússlands fann sig af einhveijum ástæðum knúinn til að fjalla um málið. En skyldi vera búið að sækja til saka yfírmenn Sovétríkjanna, sem staðsettir vom í herteknu löndunum, vegna ,,meintra stríðsglæpa" þeirra þar? Eg minnist þess ekki að hafa heyrt það. Eða fremja sigurvegarar aldrei stríðsglæpi? Á stórþjóðum að líðast að leggja undir sig sjálfstæð ríki og fremja þar hina hroðalegustu glæpi, án eftirmála? I flestum löndum sem ráðist var inn í í síðari heimsstyijöld mynduð- ust andspyrnuhreyfíngar. í slíkri sveit var Eðvald og lagði hann tíðum Iíf sitt að veði í baráttu fyrir frelsi þjóðar sinnar. Litið var á slíka menn sem hetjur t.d. í Noregi en þar losn- aði landið líka við kúgarana í stríðs- lok, en löndin hinum megin Eystra- salts voru áfram undir jámhælnum. Þar vom föðurlandsvinirnir eftir- lýstir og drepnir ef til þeirra náðist. Ekki þarf Zuroff að kvarta undan íslenskum fjölmiðlum, svo gjörsam- lega hafa þeir leikið með í þessu máli, en minna hugsað um að leita staðreynda. Og enn bættist honum skrautfjöður í hattinn, er hann fékk inni í æðstu menntastofnun þjóðar- innar við komuna hingað. Zuroff, sem vinnur fýrir virta stofnun, að því er ýmsir telja, fór þó strax í upphafi málsins (eftir afhendingu bréfsins) með staðlausa stafí svo sem kunnugt er. Og gögnin sem hann lagði fram byggð á bók eftir Ervin Martinson, sem ýmsar helstu fræðistofnanir í Eistlandi þ. á m. Menningarsamtök gyðinga þar, telja óheiðarlegan áróðursmann Sovét- manna, sem hagræddi staðreyndum að hætti KGB. Eðvald hefur heldur aldrei leynt veru sinni hér og alltaf verið kallað- ur Mikson meðal vina og kunningja. Hann hefur gefíð út bók, skrifað greinar í blöð og rekið eigið fyrir- tæki. Þjóðerni hans hefur líka oft- / lega borið á góma í viðræðum við syni hans, sem hafa leikið fótbolta með þekktum liðum víða um heim. i Svo skeíjalaust hefur þetta mál Eðvalds verið blásið upp með aðstoð fjölmiðla að fólki er ofboðið. Það i lýsir því kannski að við mig sagði maður um daginn, „Er þetta með hann Hitler ekki bara þjóðsaga, var þetta ekki bara Eðvald sem sá um allt saman“. Þessar ofsóknir eru því furðulegri þar sem hr. Wiesenthal hafði áður aðspurður lýst því yfír í viðtali við Egil Helgason hjá Helgar- póstinum fyrir nokkrum árum síðan, að hingað til lands hefði ekki verið rakin slóð stríðsgæpamanna. Við tölum stundum um það að við búum hér á klakanum langt út í hafí „en gleymið því aldrei" segir Eðvald „að fjarlægðin frá öðrum löndum bjargaði ykkur frá miklum hörmungum". Þar talar maður sem kynnst hefur af eigin raun hryllingi i ekki einnar heldur tveggja heims- styijalda. Ósjálfrátt spyr maður sjálfan sig hvemig myndi maður ( bregðast við slíkum aðstæðum eins og þeim sem smáþjóðimar við Eystrasalt upplifðu á þessum tímum ( og mættu sumir fréttamenn velta því fyrir sér. Eðvald á fjölda vina og kunn- ingja. Hann var vel látinn í störfum, enda vann hann m.a. í áratugi við að bæta heilsu þeirra sem til hans leituðu. Þeir era því ótal margir sem hafa haft samband við Eðvald og fjölskyldu hans vegna þessa máls og veitt þannig ómetanlegan styrk. Fjölmörg símtöl, blómasendingar, skrifaðar greinar Eðvaldi til stuðn- ings, boð frá íþróttafélögum og hlýj- ar kveðjur. Állt þetta verður ekki fullþakkað. Við trúum því að þó él gangi yfir þá birti upp á ný. Guð gefí frið á jörðu. VILBORG PÉTURSDÓTTIR, Lækjarkinn 16, Hafnarfírði. t Yíkveiji skrifar A Abenzínstöðvum, í blómaverzl- unum og sjálfsagt víða annars staðar er seldur eldiviður, sem senni- lega er innlend framleiðsla. Sá galli er þó á, að svo mikill raki er í eldivið- arkubbunum, að erfitt er og stund- um nær ómögulegt að kveikja í þeim. Fyrir nokkrum árum áskotnuðust Víkveija nokkrir slíkir kubbar, sem fluttir höfðu verið inn til landsins og voru svo þurrir, að þeir fuðruðu upp á skömmum tíma. Rakir eldivið- arkubbar eru til einskis gagns. Raunar eru þeir hálfsvikin vara. Er ekki hægt að ráða bót á þessu? xxx Blaðamenn Morgunblaðsins verða þess varir þessa dagana, að stjórnmálamenn og embættis- menn eru viðkvæmir fyrir spurning- um um kostnað við veizluhöld á veg- um hins opinbera. Þetta er óþarfa viðkvæmni. Þótt leitað sé eftir upp- lýsingum um kostnað við veizluhöld og opinberar móttökur er ástæðu- laust að líta á slíkar fyrirspurnir, sem einhvers konar herferð Morgun- blaðsins á hendur opinberam aðilum. Hitt er ljóst, að við lifum á alvar- legum krepputímum. Á slíkum tím- um er eðlilegt, að opinberir aðilar dragi saman seglin, ekki síður en einkafyrirtæki og einstaklingar. Veizluhöld, sem ekki þykja gagnrýn- isverð í góðæri eru það í kreppu. Er nokkuð að því, að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og felli niður veizlur og móttökur að verulegu leyti á meðan kreppan stendur? XXX Fyrir skömmu var endursögð hér í blaðinu frásögn Financial Times af niðurskurði á fríðindum og risnu opinberra aðila í nokkrum löndum beggja vegna Atlantshafs. Athygli vakti, að þar var skorið nið- ur bæði smátt og stórt. Úr því, að ríkar stórþjóðir telja sig geta dregið úr kostnaði með þessum hætti hljót- um við að geta það líka. Raunar á þetta ekki bara við um ríkið. Kostn- aður af þessu tagi er áreiðanlega töluverður hjá sveitarfélögum. Hafa þau tekið til hendi? Eitt af því, sem Víkveiji telur / sjálfsagt að gera í þessu sambandi er að fella einfaldlega niður allar vínveitingar í opinberum veizlum og t móttökum. Vinsamlegast komið ekki með þau gagnrök, að það sé „ódýr- ara“ að veita áfengi en óáfenga » drykki. Það er reikningsaðferð, sem ' menn komast ekki lengur upp með!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.