Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 1
96 SIÐUR B/C
4
• K- -
I
STOFNAÐ 1913
55. tbl. 81. árg.
SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Breska stjórnin hefur sókn gegn andstæðingum Maastricht
Segja „skotgrafahernað“
geta klofið Ihaldsflokkimi
Vinnuvernd
ábótavant
ÍTARLEG könnun á vegum hagstofu
vinnumarkaðarins í Bandaríkjunum hef-
ur ieitt í ljós að algengasta orsök þess
að menn deyi á vinnustað sínum í New
York sé að þeir séu myrtir. Alls létu 177
opinberir starfsmenn í New York lífið
árið 1991 og voru 69% þeirra myrtir.
Langflestir voru skotnir til bana. Ein-
ungis 18% létust er þeir duttu eða rák-
ust á eitthvað, 7% létust í umferðarslys-
um og 2% í brunum eða sprengingum.
Bijóstagjöf
heimiluð á
almannafæri
STJÓRNVÖLD á Flórída hafa samþykkt
lög sem leyfa brjóstagjöf á almanna-
færi. Þó að fleiri ferðamenn komi árlega
til Flórída en nokkurs annars ríkis
Bandaríkjanna eru þar í gildi mjög
ströng lög varðandi nekt. Konur mega
til dæmis ekki bera bijóst sín á ströndum
og vandlega er fylgst með að því banni
sé framfylgt. Frumvarpið um bijóstagjöf
var lagt fram af þingmanni af kúbversk-
um uppruna með þeim rökum að í kúb-
verskri og evrópskri menningu væri
brjóstagjöf fyllilega eðlileg.
Næturakstur ung-
linga hættulegur
UMFERÐARRÁÐ Bandaríkjanna hefur
lagt til að 16 og 17 ára gömlum ökumönn-
um verði bannað að aka frá miðnætti til
klukkan fimm um morguninn. Sam-
kvæmt nýrri skýrslu eru ökumenn á aldr-
inum 15-20 ára helmingi líklegri en
aðrir til að lenda í banaslysum. Reynslu-
leysi þeirra segir sérstaklega til sín í
myrkri. Þó að táningar séu ekki mikið
á ferðinni að nóttu til má rekja helming
allra banaslysa að næturlagi til þeirra.
Banna óþýdd
auglýsingaskilti
BORGARSTJÓRI Moskvu hefur ákveðið
að banna allar auglýsingar á veggspjöld-
um, sem ekki hafa verið þýddar yfir á
rússnesku. Rússar hafa sýnt mikið dá-
læti á erlendum auglýsingum, aðallega
enskum, og ekki óalgengt að vara sem
er auglýst á ensku sejjist betur en sama
vara auglýst á rússnesku í búðinni við
hliðina, þó svo að sú „enska“ hafi verið
dýrari. Svipaðar reglur voru samþykktar
í Pétursborg í fyrra.
London. The Daily Telegraph.
FORYSTA breska íhaldsflokksins hóf á
föstudag sókn gegn þeim þingmönnum
flokksins sem verið hafa andsnúnir John
Major forsætisráðherra í Evrópumálum.
Ráðherrar hvöttu til samstöðu og vöruðu
við því að ef „skotgrafahernaði" gegn
Maastricht-sáttmála Evrópubandalagsins
yrði haldið áfram, gæti það klofið íhalds-
flokkinn, gert vonir um efnahagsbata að
engu og valdið upplausn innan EB.
Norman Fowler, formaður íhaldsflokksins,
sagði á fundi miðstjórnar flokksins á föstudag
að flokkseining væri ekki hlutur sem menn
gætu valið og hafnað að vild. „Við getum
ekki sýnt flokkshollustu einungis suma daga
vikunnar. Við getum ekki valið þann kost að
styðja við bakið á forystumönnum okkar þeg-
ar þeir eru að framfylgja sumum atriðum úr
stefnuskrá flokksins en vera svo á móti þeim
þegar kemur að öðrum atriðum."
Douglas Hurd utanríkisráðherra sagði að
allir væru orðnír þreyttir á þessari umræðu
og hvatti til þess að málið yrði endanlega
afgreitt fyrir næsta sumar. Þangað ti! þetta
mál yrði leitt til lykta væri flokkurinn klofinn
og Bretum tækist ekki að fylgja málum eftir
af fullum krafti á alþjóðavettvangi. „Það er
í þágu þjóðarhagsmuna að staðfesta [Maas-
tricht-jsamkomulagið. Við skulum því drífa í
þessu,“ sagði Hurd. Hann bætti við að það
gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för
með sér fyrir Breta ef þeir höfnuðu samkomu-
laginu t.d. hvað varðaði erlendar fjárfesting-
ar. Vitnaði hann til nýrrar skýrslu sem gerð
var fyrir bresk fjármálafyrirtæki þar sem fram
kemur að tap Breta gæti numið 5.000 milljörð-
um króna á fimm ára tímabili.
Hafa þessi afdráttarlausu ummæli utanrík-
isráðherrans verið túlkuð sem svo að ríkis-
stjómin hyggist nú leggjast til atlögu gegn
andstæðingum sínum í málinu og sé reiðubú-
in að taka nokkra áhættu.
Kenneth Clarke innanríkisráðherra vék
einnig að þessum málum og gagnrýndi and-
stæðinga Evrópustefnu stjómarinnar fyrir að
vera í litlum tengslum við raunveruleikann.
Hélt hann því fram að orðaskipti sín í þinginu
við ýmsa þingmenn íhaldsflokksins væm í
anda Monty Python-sjónvarpsþáttanna, sem
eru þekktir fyrir flest annað en raunsæi.
Lagskona Rasmussens
Vill launað frí
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt-
ur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞINGKONAN Lone Dybkjær, lagskona
Pouls Nyrups Rasmussens forsætisráð-
herra, hefur farið fram á að þjóðþingið
viðurkenni að ferðalög hennar með forsæt-
isráðherranum séu opinber störf, svo hún
fái frí frá þingstörfum í landinu.
Meðal þingmanna virðist ekki vera meiri-
hluti fyrir að fallast á afstöðu hennar. Því
hefur verið lagt að henni að draga málaleitan
sína til baka til að forða stjóminni frá óþægi-
legu umtali. Ekki tíðkast að greiða sérstaklega
fyrir ráðherramaka á ferðalögum.
SYNDUOUR
MESSÍASÁ
HEIMSENDA
18
Pálmor
Gunnarsson
komst lifs af
úr flugslys-
inu í Ljósu-
fjöllum fyrir
7 árum
ALÞING
HIÐ NÝJA
Aí
hverju ég
ÞRJAR
GRÆNAR
BLAÐ