Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
EFNI
2 FRETTIR/INNLEIMT
Morgunblaðið/Alfons
Nálægðin við hafið
NÁLÆGÐIN við hafíð er hluti hins daglega lífs í Ólafsvík. Börnin í 5.
bekk grunnskólans þar breyttu út af stundaskránni einn daginn fyrir
skömmu. Sigríður Stefánsdóttir kennari fór þá með hópinn sinn í göngu-
ferð og meðal annars horfðu þau á ölduna brotna á vamargörðunum.
Bónus íhugar að hefja lyfjasölu
Kunnum að selja
vöru á ódýran hátt
„VIÐ VILJUM fylgjast með auknu frjálsræði í lyfjasölu. Við kunnum
að selja vöru á ódýran hátt, en okkur skortir fagþekkingu á lyfjum
og því auglýsum við nú eftir lyfjafræðingi,“ sagði Jóhannes Jónsson
í Bónus, sem kannar hvort hægt verði að opna lyfjasölu í tengslum
við Bónus-búðimar.
Bónus auglýsti í Morgunblaðinu
í gær eftir að komast í samband
við lyfjafræðing, sem uppfyllir skil-
yrði nýs frumvarps til laga um lyfja-
sölu. „Við höfum aðstöðu við sumar
verslana okkar til að koma upp
lyfjasölu og ég held að í framtíðinni
geti fólk náð í lyfín sín um leið og
það kaupir í matinn,“ sagði Jóhann-
es. „Það hefur verið talað um að
farið hafí verið offari í álagningu á
lyfjum og því tel ég vert að kanna
hvort ekki er hægt að lækka verðið
á lyfjum, líkt og við höfum gert á
matvöru. Þama er örugglega akur,
sem við getum plægt.“
Benedikt Davíðsson forseti ASÍ
Ummæli Ragn-
hildar eru á mis-
skilningi byggð
„ÉG HEF ekki legið á þeirri skoðun minni að sem allra breiðust
samstaða væri liklegust til að skila árangri, svo ég á bágt með að
skilja þessa yfirlýsingu Ragnhildar Guðmundsdóttur," sagði Bene-
dikt Davíðsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið.
í blaðinu í gær er haft eftir Ragn-
hildi, sem er fyrsti varaforseti BSRB,
að ef yfírlýsing Benedikts hefði kom-
ið fyrr, þá hefði niðurstaðan úr at-
kvæðagreiðslu BSRB um verkfalls-
boðun orðið önnur. Þar vísaði Ragn-
hildur til þeirra orða Benedikts fyrr
í vikunni, að ASÍ myndi fara leið
BSRB, þ.e. leita eftir heimild til verk-
fallsboðunar, kæmi ríkið ekki til
móts við kröfur sambandsins.
„Ég held að þessi orð séu varla
svaraverð og tel að þau hljóti að
vera á misskilningi byggð,“ sagði
Benedikt. „Það var engin sérstök
yfirlýsing af minni hálfu á meðan á
atkvæðagreiðslunni stóð. Ég hafði
ávallt lýst því yfír að ég teldi að sem
allra breiðust samstaða væri líkleg-
ust til að skila okkur árangri, ef til
átaka þyrfti að koma. Ég hafði líka
alltaf lagt áherslu á að ASÍ hefði
þá stöðu, að ef samþykkt væri hjá
BSRB og kennurum að boða verk-
fall 22. mars, þá værum við ekki út
úr myndinni, þar sem við þurfum
ekki jafnlangan fyrirvara. Það, sem
haft er eftir Ragnhildi, er því á mis-
skilningi byggt.“
Hvert snjó-
flóðið af öðru
í Óshlíðinni
SNJÓFLÓÐ féllu svo ótt og
títt á Óshlíðarveg, milli
Hnifsdals og Bolungarvíkur,
í gær, að Vegagerðin gafst
upp á að halda veginum auð-
um eftir að hafa mokað hann
tvisvar.
Að sögn lögreglunnar á
ísafirði fór Vegagerðin Óshlíð-
arveginn til Bolungarvíkur um
kl. 7.30 í gærmorgun. Mörg
smærri flóð höfðu fallið á veg-
inn, en greiðlega gekk að ryðja
hann. A leiðinni til baka upp-
götvuðu Vegagerðarmenn hins
vegar að vegurinn var tepptur
á ný og var hann mokaður aft-
ur. Flóð féllu þó jafnóðum á
veginn og var ákveðið að loka
honum.
Vaxandi samstarf er lykillinn að velgengni í hópslysaviðbrögðum
Tólf ára hópslysaáætlun
Borgarspítala endurskoðuð
ÞESSA dagana er verið að endurskoða hóp-
slysaáætlun Borgarspítalans sem orðin er 12
ára gömul, og hefur slysa- og sjúkravakt
spítalans það verkefni með höndum undir
sljórn Svanlaugar Skúladóttur hjúkrunar-
stjóra á slysa- og sjúkravakt og Jóns Baldurs-
sonar sérfræðings í bráðalækningum. Á
föstudag gekkst spítalinn fyrir opinni nám-
stefnu í Háskólabíói um hópslys og hópslysa-
viðbúnað, og að sögn Ernu Einarsdóttur
hj úkrunarframkvæmdastj óra Borgarspítal-
ans verða allan þennan mánuð fluttir fyrir-
lestrar um þetta efni fyrir starfsfólk spítal-
ans, en gert er ráð fyrir að ný hópslysaáætl-
un spítalans liggi fyrir I næsta mánuði.
Á námstefnunni flutti Jón Baldursson fyrir-
lestur um snjóflóð, og Dr. Henry Siegelson, sem
er sérfræðingur í bráðalæknisfræði og kennari
við læknaskóla Emory-háskólans í Atlanta í
Bandaríkjunum, flutti erindi um hópslysaáætlan-
ir sjúkrahúsa, meðhöndlun hættulegra efna og
fargáverka, en einnig gerði hann grein fyrir
hópslysaviðbúnaði eftir jarðskjálftana í Armeníu
1988. Dr. Siegelson er formaður deildar í við-
lagalæknisfræði í Félagi bráðalækna í Bandaríkj-
unum, og hefur hann sérhæft sig í viðbúnaði
og viðbrögðum við jarðskjálftum og flutt fyrir-
lestra um það málefni víða um heim, en hann
tók meðal annars þátt í björgunaraðgerðum eft-
ir jarðskjálftana í Armeníu.
Viljaleysi stjórnvalda
„Helsta vandamálið varðandi viðlagalæknis-
fræði er viljaleysi heilbrigðisyfirvalda og ríkis-
stjóma til að gera framtíðaráætlanir varðandi
hópslys, en það reynist erfítt að fá fé til þessa
máleftiis þegar ekki er um neinar hamfarir að
ræða,“ sagði Dr. Siegelson í samtali við Morgun-
blaðið. „Eg hef séð þær hörmungar sem jarð-
skjálftar geta haft í för með sér á þétthýlum
svæðum, og þvi tel ég afar mikilvægt að stjóm-
völd hvarvetna hafí skilning á þeirri staðreynd,
að til þess að undirbúa það að geta tekist á við
hópslys verður að skipuleggja viðbrögðin langt
fram í tímann. Þegar hamfarimar ríða yfír er
mjög erfítt að koma á laggirnar fullnægjandi
kerfí til að annast nauðsynlega umönnun slas-
aðra á meðan ástandið varir.“
Dr. Siegelson Iagði áherslu á að á sviði bráða-
Hópslysaáætlunin endurskoðuð
HÓPSLYSAÁÆTLUN Borgarspítalans er nú til endurskoðunar, en tólf ár eru liðin síðan
núverandi áætlun var gerð, og siðastliðinn föstudaginn efndi Borgarspítalinn til námstefnu
um hópslys og hópslysaviðbúnað. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jón Baldursson læknir
og Dr. Henry Siegelson, en þeir eru báðir sérfræðingar í bráðalækningum og fluttu erindi
á námstefnunni, og Erna Einarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sem var námstefnustjóri.
læknisfræði væri ekki einungis fengist við að
veita einstökum sjúklingum umönnun, heldur
að koma á fót nauðsynlegu skipulagi sem gerði
umönnun og flutninga mikils fjölda sjúklinga
mögulega. Á hveijum stað yrði síðan að sníða
þetta skipulag og sinna umönnuninni í samræmi
við þarfír samfélagsins.
„Til að meta hvar hættan leynist helst verður
að líta á sjúkrahúsin, samfélagið og reyndar
allt umhverfíð í heild sinni. Á íslandi til dæmis
stafar mesta hættan ekki af hvirfilbyljum eða
fellibyljum, heldur af jarðskjálftum, eldgosum
og fárviðri, auk áhættunnar af hættulegum efn-
um og eiturefnum. Að greina áhættuna fyrirfram
gerir það mögulegt að búast undir það sem
helst er að vænta, og það er því mikilvægt að
skipuleggja fram í tímann til að geta brugðist
við þeim aðstæðum sem upp kunna að koma.
Þegar hópslys verða líta allir fyrst til sjúkrastofn-
ananna til að kanna hvort hægt sé að veita þar
þá umönnun sem nauðsynleg er, og það er því
mikilvægt að kanna þennan þátt ítarlega áður
en möguleg hópslys verða, þannig að hægt verði
að bregðast við því sem raunverulega má búast
við,“ sagði Dr. Siegelson.
Jón Baldursson sagði stöðu þessara mála hér
á landi vera þokkalega. Hér hefði verið til stað-
ar mjög vandlega skipulagt almannavamakerfí
í rúmlega 20 ár, en Almannavamir hefðu tekið
að sér að samstiila krafta allra aðila sem tækju
þátt í aðgerðum vegna hugsanlegra hópslysa,
hvort sem það væru opinberir aðilar og stofanir
eða björgunarsveitir áhugamanna.
„í dag sér maður að það er vaxandi samstarf
á þessu sviði milli aðila, en það tel ég vera lykil-
inn að því að okkur gangi vel. Við höfum mann-
aflann og hjá mörgum er áhugi sem hægt er
að virkja, og við erum ágætlega búin flutninga-
tækjum og útbúnaði. Það er helst að það þyrfti
að auka við þjálfunina á mannaflanum, og til
dæmis þurfum við að sinna þjálfun heilbrigðis-
starfsmanna fyrir viðbrögð við hópslysum í enn-
þá meira mæli en gert hefur verið, og alltaf
má bæta við þjálfun björgunarsveita- og sjúkra-
flutningamanna. Það er hins vegar mjög mikil-
vægt að menn geri sér grein fyrir að sú þjálfun
sem beinist að því að búa menn undir viðbrögð
við hópslysum nýtist þeim einnig í daglegu starfí
og í þessum venjulegu björgunaraðgerðum og
meðferð sem við erum að veita,“ sagði Jón.
A
► 1-52 ' Wi
Togast á um apótekin
►Tímabær breyting á lyfjasölu
eða breyting breytinganna
vegna?/10
Syndugur messías á
heimsenda
►Ofsatrúarmenn hafa vígbúist í
Texas og hefur fjöldi manna fallið
í valinn. Hópurinn lýtur ægivaldi
David Koresh, sem telur sig mess-
ías endurborinn./12
Verndarenglar
►Starfsfólk Geðdeildar Borgar-
spítalans sinnir óeigingjömu starfi
á erfíðum tímum./14
Af hverju ég?
►Pálmar Smári Gunnarsson
komst lífs af úr flugslysinu í Ljósu-
fjöllum. Hann hefur lifað í skugga
slyssins í sjö ár en sér nú fram á
bjartari daga./18
Myrkraverk og djöf la-
dýrkun
►Talið er að djöfladýrkendur í
Noregi hafi staðið að átta íkveikj-
um í kirkjum./22
Ti{ að mynda
►Úrslit úr ljósmyndasamkeppni
Stúdentaráðs, Morgunblaðsins og
Hans Petersen./28
Alþing hið nýja
►Á morgun verður þess minnst
að 150 ár eru frá endurreisn Al-
þingis, meðal annars með útgáfu
bókar Aðalgeirs Kristjánssonar,
„Endurreisn Alþingis og Þjóðfund-
urinn“./32
B
► l-28
Þrjár grænar þúfur
►Ferð til Kanaríeyja varð Indriða
G. Þorsteinssyni tilefni til hugrenn-
inga um lágmenningu og landa-
fundi, Kristófer Kólumbus og Leif
Eiríksson. /1
Samherjar í samvinnu
►Fjölmörg pör eru í sömu starfs-
grein, ýmist í samkeppni eða sam-
vinnu./4
Að þora að vera þjóð-
legur
►Rætt við Jakob Frímann Magn-
ússon, menningarfulltrúa við ís-
lenska sendiráðið í Lundúnum./lO
íþróttir efla andann
►Nemendur framhaldsskólans á
Laugum brugðu sér í bæjarferð í
síðustu viku./14
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavíkurbréf 26
Minningar 24
íþróttir 46
Útvarp/sjónvarp 48
Gárur 61
Mannlífsstr. 6b
ídag 8b
Dægurtónlist 12b
Kvikmyndir 13b
Fólk i fréttum 18b
Myndasögur 20b
Brids 20b
Stjömuspá 20b
Skák 20b
Bíó/dans 21b
Bréftilblaðsins 24b
Velvakandi 24b
Samsafnið 26b
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4