Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT OAOUMMgg (ÍIQA> MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 Lestrarátak nemenda í Vesturbæjarskóla í vetur að frumkvæði kennaranna Langur „lestr- arormur“ með 600 bókatitlum í VESTURBÆJARSKÓLA, þar sem bókasafnið rís líkt og turn yfir opnu starfssvæði á efri hæð, hljóta nemendur að fá jákvæða ímynd af stöðu bókarinnar frá upphafi. Lestr- arátak hefur staðið yfir í vetur og kennarar útfæra það sjálfir eftir aldurshópum. í kennslustofum 8-10 ára deild- anna má sjá litríka „lestrarorma" liðast eftir veggjum. „Í vetur er óvenjumikill áhugi og skilningur hjá kennurum á því að örva krakkana til lesturs góðra bóka,“ segir Kristín G. Andrésdótt- ir skólastjóri. Kristín segir að þessi mikla lestrarvakning komi sem mótvægi gegn sívaxandi áhrifum sjónvarps og myndbanda. í skólan- um séu dæmi um vansvefta börn sem eyði of miklum tíma við sjón- varpið. „Hlutverk skólans er að vekja athygli foreldra á að beina áhuga barnanna inn á aðrar braut- ir.“ Hvaða bók hreppir efsta sætið? Ragnheiður Hermannsdóttir kennir 12 ára bekk, sem kýs vinsæl- ustu bókina mánaðarlega. „Krakk- amir koma sjálf með bækur, sem þau vilja leggja fram í keppnina. Bókarkápan er ljósrituð og allir merkja inn á, hvort þau hafa lesið bókina og hvernig þeim líkar hún. Síðan eru sett upp súlurit um hveija bók og kosin bók mánaðarins." Ragnheiður segir að flokkadrættir geti komið upp við bókakjörið, eink- um þegar 2-3 bækur keppa um efsta sætið og fjörlegar bókmennta- umræður geta spunnist upp. Ljóðabókaútgáfa hjá 12 ára nemendum Bekkur Ragnheiðar hefur gefið út fjórar Ijóðabækur í skólanum. Fyrir jólin kom út bókin „Ljóð við kertaljós" sem var lesið úr á jóla- skemmtun, Fremst í bókinni fylgdu nákvæmar leiðbeiningar um, hvem- ig skyldi lesa ljóðin við skin frá kertaljósi. „Þau taka þetta alvar- lega og mörg ljóðin em býsna góð,“ segir Ragnheiður. Bókaormar og eigin bókagerð Fjórar bekkjardeildir 8-9 ára krakka em með bókaorma og keppa sín á milli og eru þegar yfír þúsund bækur lesnar. í bekk Ragnheiðar Axelsdóttur, H6, telur litríkur bóka- ormur 220 bækur, sem 24 krakkar hafa lesið frá því í desember. „Kveikjan var jólabókaflóðið,“ segir Ragnheiður. „Spumingar komu upp eins og — af hveiju jólabókaflóð # ^ x Morgunblaðið/Þorkell við sogngerð ÞESSAR þrjár stúlkur voru önnum kafnar við að semja skemmtilegar sögur. og — af hveiju emm við kölluð bókaþjóð? Þau urðu mjög áhugasöm og bættu mörgum liðum í bókaorm- inn eftir jólafrí." Krakkamir em líka með eigin bókagerð. „Hvert þeirra fær renn- ing, teiknar inn myndir, semur við- eigandi textá og þannig eignast bekkurinn margar myndasögur." Ragnheiður segist einnig standa fyrir kynningu á sögugerð, til að bömin geri sér grein fyrir hvernig bók er byggð upp. í heimakrók hjá H6 Krakkamir segja að Auður sé mesti bókaormurinn í bekknum, búin að lesa 30 bækur. „Hún les meira að segja í matartímanum," segja þau. Spurt er um skemmtilegustu bækumar og ólík sjónarmið koma strax upp. „Fríða og dýrið“ segir ein stelp- an, „Fyrstu athuganir Berts“ segir einn strákurinn. Hera, sem er dálít- ið skáld í sér, að sögn kennarans, segist vera að lesa „Þúsund og eina nótt“ „það versta við hana er að það er alltaf verið að hálshöggva fólk“. — Hvemig sögur er skemmtileg- ast að búa til? „Margir em að búa til stríðssög- ur,“ segja þau. Teitur er að búa til sögu um Drakúlakastala, en dýra- sögur virðast vinsælastar. O.Sv. Greinargerðum aðila í kvótamálinu hefur verið skilað til Héraðsdóms Ríkisskattaiiefnd gagurýnd MÁLSAÐILAR í kvótamáli því sem fjár- málaráðherra ákvað að færi í gegnum dómskerfið til að fá úrskurð um skatta- meðferð keypts langtímakvóta hafa skil- að greinargerðum sínum til Héraðs- dóms. í greinargerð Gunnlaugs Claess- ens ríkislögmanns er m.a. að finna gagn- rýni á úrskurð ríkisskattanefndar í mál- inu (nú yfirskattanefnd) sem ríkislög- maður telur byggðan á óskiljanlegri rök- semdafærslu og röngum lagasjónarmið- um. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur tekið að sér rekstur máls- ins fyrir dómi fyrir hönd útgerðaraðilans en lögmaður LÍÚ í málinu er Helgi V. Jónsson hrl. og endurskoðandi. í greinar- gerð hans segir m.a. að ef telja beri keyptan langtímakvóta til eignarskatts- stofns andstætt úthlutuðum kvóta, það er ef eignarskattsfijáls úthlutaður kvóti verður að skattskyldri eign við sölu hans, sé slíkt brot á jafnræðisreglu stjórnsýslu- réttar. Málsatvik eru í stuttu máli þau að árið 1989 keypti útgerð á ísafirði kvóta fyrir 83,7 milljónir króna. Af þessari upp- hæð voru tæpar 60 milljónir fyrir Iangtímak- vóta en í skattaframtalinu árið eftir var sá kvóti gjaldfærður á kaupárinu eins og skammtímakvótinn sem keyptur var. Skatt- stjóri gerði athugasemdir við þennan lið skattframtalsins og breytti honum þannig að útgerðinni var gert skylt að eignfæra kvótann og fyma á sama hátt og ef um skipakaup hefði verið að ræða, enda telur ríkisskattstjóri að keyptan kvóta eigi að meðhöndla eins og annan fylgibúnað skipa. Var útgerðinni þannig gert að greiða 15 milljóna króna tekjuskatt og 800.000 kr. eignarskatt vegna kvótakaupanna. Útgerðin vildi ekki una þessu og vísaði málinu til ríkisskattanefndar. Úrskurður ríkisskatta- nefndar lá fyrir í maí í fyrra en þar var tekið undir sjónarmið útgerðarinnar um að gjaldfæra ætti kvótann á kaupárinu þar sem AF INNLENDUM VETTVANGI FRIÐRIK INDRIÐASON það stæðist ekki lög að eignfæra hann í bókhaldi. Slíkt væri brot á lögum sem kveða á um að fískimiðin í kringum landið séu sameign þjóðarinnar. í framhaldi af úrskurði ríkisskattanefnd- ar ákvað Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkissjóðs, að höfða mál gegn útgerðinni og láta það mál fara alla leið í gegnum dómskerfið til að fá skorið úr um hvemig meðhöndla ætti keyptan langtímakvóta skattalega. Það er hins vegar enginn ágreiningur um að keyptan skamm- tímakvóta eigi að gjaldfæra allan á kaupár- inu. Kröfur ríkissjóðs í þessu máli eru að úr- skurður ríkisskattanefndar verði felldur úr gildi og að stefnda verði gert að greiða tekjuskatt og eignarskatt í samræmi við álagningu skattstjóra. Til vara er þess kraf- ist að dómurinn ákveði hver hin umdeilda afskrift af viðkomandi aflahlutdeild skuli vera. Kröfur útgerðarinnar eru að öllum kröf- um ríkisssjóðs verði hafnað. Til vara er þess krafist að heimilt verði að afskrifa hina umdeildu aflahlutdeild á þrem árum. Eignarréttur og stjórnarskrá í greinargerð ríkislögmanns er fjallað um málið út frá eignarrétti og ákvæðum stjórn- arskrár. Þar segir m.a.: „Umræða hefur verið um hvernig reglum um veiðiheimildir sé háttað gagnvart ákvæðum 67. gr. og 69. gr. stjómarskrárinnar. Slík umræða snertir ekki þetta mál. í hinni ótímabundnu afla- hlutdeild felst réttur til atvinnurekstrar (fískveiða) í framtíðinni. Hann hefur við- skiptagildi og fyrir hann hefur stefndi greitt ákveðna fjárhæð. Þessi réttindi falla vafa- laust undir eignarhugtak 73. gr. laga 75/1981, „hvers konar önnur verðmæt eign- arréttindi". Hér skiptir engu máli hvort rétt- indin séu stjómarskrárvarin. Ekki verður talið að atvinnuréttindi þessi séu háð slíkri óvissu að þau beri ekki að færa til eignar af þeim sökum enda ekki líklegt að fyrst um sinn verði aflétt aflatakmörkunum á íslandsmiðum og nálægum hafsvæðum ...“ Helgi V. Jónsson, lögmaður LÍÚ í mál- inu, vitnar í greinargerð sinni til 1. gr. laga nr. 3/1988 þar sem segir að fiskistofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðar- innar. Af þeim sökum geti enginn einstakl- ingur eða lögaðili verið skattlagður til eign- arskatts af þeim verðmætum sem felast í fískimiðum landsins. Síðan segir Helgi: „Engin breyting varð hér á þegar tilteknar fiskveiðar urðu takmarkaðar við þá sem fengu til þess leyfí. Hvorki veiðirétturinn, úthlutuð aflahlutdeild né verðmæti það sem fólst í veiðileyfinu sem stjómvöld hafa út- hlutað hafa verið eignarskattsskyld hvorki fyrr né síðar ... Réttindi þessi hafa því ekki verið talin falla undir „hvers konar önnur verðmæt eignarréttindi" sem upp eru talin sem skattskyldar eignir skv. 73. gr. laga nr. 75/1981 með síðari breytingum. Ef telja ber keypta aflahlutdeild til eign- arskattsstofns samkvæmt 73. gr. gagnstætt úthlutaðri aflahlutdeild, þ.e.a.s. ef eignar- skattsfijáls aflahlutdeild verður að eignar- skattsskyldri eign hjá kaupanda við sölu þess aðila sem fékk úthlutun á aflahlutdeild- inni og þurfti ekki að standa skil á eignar- skatti af henni, yrði það brot á jafnræðis- reglu stjórnsýsluréttar." Gagnrýni á ríkisskattanefnd í greinargerð sinni fjallar ríkislögmaður nokkuð um úrskurð ríkisskattanefndar í málinu og gagnrýnir nefndina harðlega. Hann segir m.a. um niðurstöðuna: „... byggir hún á að „með hliðsjón af almennum lagarökum og lagaviðhorfum" ásamt með hliðsjón af „eðli“ veiðiheimildanna skuli svo fara. Hér er svo almennt talað og vísað til einhverra ótilgreindra atriða að ógerlegt er að sjá hvaða röksemdafærsla er á ferðinni. í annan stað er talið „að engum sérstökum ákvæðum er til að dreifa um meðferð veiði- heimildanna í skattskilum svo og ekki er hægt að henda reiður á neinu afmörkuðu tímabili til gjaldfærslu...“ Hér virðist nefndinni sjást yfír hvernig reglurnar um fyrningar í lögum nr. 75/1981 eru samdar. Settar eru fram almennar reglur um ein- staka fymingarflokka. Þegar við ber eins og í þessu tilviki á nefndin að leita niður- stöðu eftir venjulegum lögskýringarleiðum út frá hinum almennu reglum í stað þess að segja að tilviksins sé ekki sérstaklega getið í lögum. Þannig er öðrum þræði byggt á óskiljanlegri rökfærslu en að hinu leytinu á röngum lagasjónarmiðum." Helgi V. Jónsson nefnir einnig ríkis- skattanefnd í greinargerð sinni og segir m.a.: „Eins og málum er háttað varðandi meðferð þessara atvinnuréttinda telur stefndi að kaup aflahlutdeildar falli undir frádráttarbæran rekstrarkostnað ... eins og úrskurður ríkisskattanefndar hljóðar um enda ekki annað tekið fram í lögunum. Sú regla viðhaldi jafnrétti milli gjaldenda og sé eðlileg þegar til þess er horft að sölu- verð slíkrar aflahlutdeildar sé að fullu talið til tekna á sama ári og kaupin eru gerð ... Telur stefndi að forsendur úrskurðarins standi fullkomlega."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.