Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 10

Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 10
/ !10 V- - ■ ' MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 eftir Helga Biamason DEILT er um frumvarp hellbrigðisráðherra að nýjum lyfjalögum þessa dagana. Frumvarpið gerir meðal annars ráð fyrir því að öllum lyfjafræðingum verði veitt leyfi til að opna apótek, fullnægi þeir almennum skilyrðum. Ráðuneytismenn segja að bæði séu fjárhagsleg og skipulagsleg rök fyrir breytingunum, ríkið þurfi að spara og ekki sé í takt við tíðarandann að afhenda ákveðnum mönnum þau sérréttindi sem lyfsöluleyfi veita. Apótekarar myndu glata núver- andi aðstöðu sinni við breytingarnar og berjast hart á móti þeim. Telja þeir að breytingarnar hafi engan sparnað í för með sér, held- ur muni tvö- eða þreföldun apóteka auka dreifingarkostnaðinn og Tillögur um breytingar í lyfjadreifingu eru meðal annars byggðar á áliti nefndar heilbrigðisráð- herra frá þvi í apríl í fyrra. Nefndin gerði ekki beinar til- lögur um breytingar en benti á nokkrar leiðir. Grundvöllinn fyrir áliti nefndarinnar og síðar frumvarpinu er að finna í þeirri meginstefnu ríkis- stjórnarinnar að auka frjálsræði í atvinnustarfsemi landsmanna og vilja hennar til að draga úr opinber- um útgjöldum vegna lyfjakostnaðar. Þá er verið að aðlaga reglur hér á landi breytingum í milliríkjaviðskipt- um sem meðal annars eru væntan- legar með tilkomu Evrópska efna- hagssvæðisins. Helstu nýmæli Verði frumvarpið að lögum eykst frelsi manna til að setja á stofn lyfja- búðir. Núverandi handhöfum lyfsölu- leyfa er veittur aðlögunartími út árið 1994. Gert er ráð fyrir því að frá 1. janúar 1995 verði heilbrigðis- og tryggingaráðherra skylt að veita umsækjendum sem uppfylla skilyrði frumvarpsins lyfsöluleyfí. Skilyrðin eru að umsækjandinn sé lyfjafræð- ingur og að hann hafí verslunarleyfi eða geri samning við aðila með versl- unarleyfi. Þetta opnar leið fyrir til dæmis stórmarkaði að ráða lyíja- fræðing og opna apótek í tengslum við verslanir. Aukið verður frelsi í verðlagningu lyfja, „sem ef að líkum lætur mun hafa áhrif til aukinnar samkeppni og lækkunar lyfjaverðs", að því er fram kemur í greinargerð með frum- varpinu. Verðlagning lausasölulyfja, það er lyfja sem ekki þarf lyfseðil til að kaupa, verður gefín frjáls en ráðherra skipar nefnd tii að ákveða hámarksverð á Iyfseðilsskyldum lyij- um og þátttöku almannatrygginga í því. Apótekum verður heimilt að gefa afslátt frá þessu hámarksverði. Þetta mun leiða til þess að lyijaverð verður breytilegt milli apóteka og þar með milli landshluta. Heimilt verður að auglýsa lausa- sölulyf en reglur um auglýsingar annarra lyfja verða hertar. Lyfjabúð- ir fá heimild til að auglýsa verð og þjónustu. Öllum sjúkrahúsum verður heimilt að stofna apótek til að dreifa lyfjum til sjúklinga utan sjúkrahússins, enda verði sá rekstur aðgreindur frá öðr- um rekstri þess. Þá verður sjúkra- húsapótekum heimilt að flytja inn lyf. „Meiri miðstýring“ Apótekarar eru mjög á móti þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpinu og eru fullir efasemda um flest meginatriði breytinganna. „Það er ekki verið að innleiða neitt frelsi til annars en að stofna apótek og þar með stuðla að offjárfestingu. Allt annað verður miðstýrt og mun meira míðstýrt en nú er. Samkvæmt hækka verð lyfjanna. Miklir hagsmunir eru hér í húfi. Heildarveltan á lyfjamarkaðnum er um fimm milljarðar króna á ári og þar af fara 3,7 milljarðar kr. um lyfjabúðir og afgangurinn að mestu um sjúkra- húsin. Útgjöld sjúkratrygginga vegna lyfjakostnaðar voru um 2,7 miHjarðar á síðasta ári og hlutur neytenda um einn miHjarður kr. Málið er einnig viðkvæmt í stjórnarflokkunum, sérstaklega þing- flokki Sjálfstæðisflokksins þar sem málið er til umræðu þessa dag- ana. Þar hefur komið fram gagnrýni á nokkur efnisatriði og segir formaður þing- flokksins að þingflokkurinn geti ekki samþykkt frumvarpið óbreytt. ■Skipulagsleg og fjárhagsleg rök fyrir breytingum, segja ráðuneytismenn I Ekkert sparast - breyt- ingar breytinganna vegna, segja apótekarar Sjáifstæóismenn faiiast ekki á frumvarpió óbreytt LYFJAFRUMVARPIÐ var lagt í núverandi mynd fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í desember. Alþýðuflokksmenn hafa gefið grænt jjós á það og sjálfstæðismenn eru að fjalla um það þessa dag- ana. Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálf- stæðismanna, segir Ijóst að þingflokkurinn muni ekki fallast á frumvarpið óbreytt. Geir sagði að önnur mál hefðu verið á forgangs- lista þegar lyfjafrumvarpið kom fram í desem- ber en nú væri unnið mikið að því í þingflokknum. Sagði hann að frumvarpið væri viðamikið og hefði miklar breytíngar í for með sér. Undanfama daga hafa fulltrúar hagsmunaaðila verið kallaðir til viðtals og verður því haldið áfram í næstu viku. Geir sagði að þingflokkurinn hefði ekki átt aðild að samningu frumvarpsins og væri efni þess alfarið á ábyrgð heil- brigðisráðherra. Sagði hann að þessi aðferð flýtti ekki afgreiðslu málsins því hún kallaði á ítarlegri vinnu í þingflokknum en annars hefði þurft. Geir taldi þó að ekki yrði langt að bíða afgreiðslu þingflokksins á frum- varpinu. Landsbyggðarþingmenn óttast að með nýju fyrir- komulagi lyfsölu minnki þjónusta við fólk í hinum dreifðu byggðum. Þá efast sumir þingmenn um að breytingin hafí spamað í fór með sér. „Ég hef miklar efasemdir um frumvarpið. Ég tel samt að það þurfí að skoða það betur,“ sagði Sturla Böðvarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist vera hræddur um að ef sjúkrahúsum og heiisugæslustöðv- um yrði leyft að opna apótek myndu apótekin víða eiga erfítt uppdráttar. Apótekin veittu góða þjónustu og vildu menn ógjaman missa þau. Þá væri sú al- menna afstaða ríkjandi að frekar ætti að draga úr ríkisrekstri en auka hann. Sturla sagði einnig að þau sjónarmið væru uppi að ekki væri hægt að beita al- mennum viðskiptalögmálum í lyfjadreifingu vegna sérstöðu hennar. Apótekin væru hluti af heiibrigðis- kerfínu og almenna stefnan væri sú að draga úr lyfja- neyslu. „Ég vil þrátt fyrir þetta Ieggja á það áherslu að við náum niðurstöðu sem felur í sér spamað í lyfja- kostnaði, því það er mjög mikilvægt," sagði Sturla. Annar þingmaður, Reykvíkingur, sem rætt var við sagðist vera í gmndvallaratriðum hlynntur þeirri stefnu að reyna að koma við samkeppni í lyfsölunni. Yrði þá að standa þannig að málum að forsendur sköpuðust fyrir raunverulegri samkeppni. Sagðist þingmaðurinn telja að samkeppni ríkisrekinna sjúkra- liúsa við einkafyrirtæki í lyfjadreifíngu væri ekki sann- gjöm. núverandi lögum hafa nokkrar nefndir hlutverki að gegna við fram- kvæmd laganna en samkvæmt fyrir- liggjandi tillögum ákveður ráðherra allt,“ sagði Jón Björnsson, lyfsali á Akranesi og formaður Apótekarafé- lags Islands, þegar álits hans var leitað á frumvarpi heilbrigðisráð- herra. Jón sagði að frumvarpið væri óljóst og illa unnið. Nefndi hann sem dæmi að gert væri ráð fyrir því að settar yrðu á þriðja tug reglugerða en allan efnisramma þeirra vantaði í lögin. „Ráðherra og embættismenn munu stjórna öllu með tilskipunum. Hann ætlartil dæmis að ákveða sjáif- ur verðið eða láta sína menn gera það,“ sagði Jón og vísaði til þess að svokölluð lyfjagreiðslunefnd verður skipuð beint af ráðherra, án tilnefn- ingar. Apótekarar sem blaðamaður ræddi við sögðust verða varir við að menn væru fullir tortryggni vegna baráttu þeirra gegn breytingunum. Menn væm fullir öfundar út í þá apótekara sem hefðu bestu lyfsölu- leyfin. En þeir væru tiltölulega fáir, hægt væri að ná í gróðann með öðr- um hætti en að umbylta kerfinu með tilheyrandi öngþveiti. Til dæmis mætti setja á hátekjuskatt eða leyfís- gjald. I nefndarálitinu „Lækkun lyfja- kostnaðar" frá 1989 var gerð grein fyrir afkomu apótekanna. Þar var þeim skipt í þijá hópa, átta lítil apó- tek sem rétt skrimtu, 22 meðalstór apótek sem höfðu að meðaltali 1,5 milljóna kr. hagnað á árinu 1987 og 13 stór apótek sem höfðu fímm millj- óna króna hagnað. „Við erum vissulega að veija ákveðna aðstöðu en erum sannfærðir um að núverandi fyrirkomulag sé það besta. Það hefur enginn sýnt fram á að þetta sé slæmt kerfi,“ sagði Jón Björnsson. Það kom einmitt mjög fram í ummælum apótekara að þeir telja að breytingamar séu gerðar breytinganna vegna. Kerfið þyrfti ekki að vera svo slæmt þó það væri 200 ára gamalt. Þá vísuðu þeir mjög til nágrannalandanna og fullyrtu að hvergi í Evrópu væri smásala á lyfj- um fijáls. Þeir sögðu að það væri vænlegt til atkvæðaveiða hjá stjórn- málamönnum að beija á „gróðapung- unum“. Samkvæmt framansögðu ættu þeir að vera þrettán menn í stóru apótekunum á höfuðborgar- svæðinu, Keflavík og Akureyri. „Dýrustu innkaup í Evrópu" Jón Sæmundur Siguijónsson, hag- fræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, sagði þegar rætt var við hann og Einar Magnússon, deildarstjóra í ráðuneytinu, að hugmyndimar að baki breytingunum væru bæði fjár- hagslegar og skipulagslegar. Ráð- herra vildi losna undan því að velja menn til að afhenda þessi eftirsóttu sérréttindi. Þeir félagar sögðu að núverandi fyrirkomulag væri hluti af liðinni tíð. Almenn viðhorf væru nú þannig að menn vildu draga sem mest úr opinberum hömlum í at- vinnustarfsemi og afnema þau þar sem því yrði við komið. Jón Sæmundur og Einar sögðu að samkeppni í lyfjadreifíngu myndi lækka lyfjaverð í landinu. í fyrsta lagi sögðust þeir telja að leitað yrði hagstæðustu leiða í innkaupum og í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.