Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 HÚN HORFIR á mig rauðu auga og gefur frá sér lágt hvæs eins og til að gefa til kynna að ég sé hér ókunnug en hún drottningin og miðdepillinn í þessu herbergi. Klukk- an er hálf níu og það er ys og þys á ganginum fyrir fram- an dyrnar. Ég sé að öðru hvoru bregður fyrir fólki í hvít- um fötum, þeir eru þó mun fleiri sem eru í venjulegum fötum, það eru sjúklingarnir á A2, Geðdeild Borgarspítal- ans. Þeir hvítklæddu eni starfsmenn. Hvítur jakki hangir á stólnum á móti mér. Ég stend upp og færi mig í jakk- ann. „Nú er klæðaburðurinn á mér í stíl við báða hópana hér,“ segi ég við Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur hjúkrunar- framkvæmdastjóra, sem rétt í þessu kemur inn í kaffistof- una til mín. „Það eru skarpari skil í klæðaburði fólks en í sálarlífinu, mörkin milli þess normala og hins óeðlilega eru mjög fljótandi,“ svarar hún og sest við borðið. Hún er að bíða eftir að sú rauðeygða hætti að hvæsa. Eins og aðrir á þessari deild gæta englarnir þess vel að óviðkomandi heyri ekki annað en það spitalans sinnir óeigingjörnu starfi á erfióum timum eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur HVÆSIÐ hljóðnar þegar kaffi- kannan hefur lokið við að að hella uppá sjálfa sig. Guðný Anna stend- ur upp, lætur svartan vökvann úr iðrum könnunnar streyma ofan í bollann sinn og segir um leið: „Þrátt fyrir þessi fljótandi skil eru miklir fordómar fyrir hendi gagnvart geð- deildum, það er meira að segja spurning hvort þeir fordómar séu ekki líka fyrir hendi innan heilbrigð- isstéttanna." Annar af deildarstjór- um geðdeildarinnar, Soffía Snorra- dóttir, kemur inn með bláa möppu sem í eru upplýsingar um sjúkling- ana sem nú dvelja á deildinni. Á hæla hennar kemur Guðbjörg Gunnarsdóttir deildarstjóri og fleira starfsfólk. Allir fá sér kaffi. Með bollana í höndum skýtur starfsfólkið á óformlegum fundi og tekur að ræða um heilsufar sjúkl- inganna. Engin nöfn eru nefnd, bara númer. Það stenst á endum að þegar búið er úr bollunum leys- ist fundurinn uppjafn skyndilega og hann hófst. „Ég þarf að gefa meðulin, viltu koma með,“ spyr Soffía mig, og ég elti hana inn í lítið aflæst herbergi. Þar stendur hjólaborð þéttskipað litlum, bláum lyfjaskálum. Soffía tekur að útdeila lyfjunum. Leikurinn berst inn í matstofu, þar sem flestir sjúkling- arnir sitja við morgunverð. Flest af þessu fólki lítur ekki veikindalega út. „Hvað, ert þú farin að vinna hér,“ segir stúlka sem ég kannast við. „Nei, ég er bara að skrifa um deildina," svara ég. „Það er gott, það minnkar kannski fordómana, ekki veitir af,“ svarar stúlkan og gengur fram. Fólkið skolar lyfjun: um niður með mjólkinni sinni. í bakgrunninum heyrist í útvarpsþul sem segir fréttir. Raflækningar „Við höfum deildina oft læsta. Hér frammi situr starfsmaður og skráir alla dagsjúklinga sem koma og einnig þá sjúklinga sem fara í bæinn, svo er merkt við þegar þeir koma aftur,“ segir Soffía og ýtir lyfjaborðinu aftur inn í litla her- bergið. „Nú er verið að undirbúa þá sem eiga að fara í raflækningar í dag, _viltu fylgjast með því,“ spyr hún. Ég kinka kolli, með hálfum huga þó, slíkar lækningar hafa Morgunblaðið/Kristinn í ganginum á geðdeiidinni er margt spjallað. Helga Júlíusdóttir. Ég heff sjaldan verid lúin öll þessi ór og alltaff hlakkað til aó konta i vinnuna. Þaó heffur aldrei flökraó aó mér aó skipta um vinnustaó Iengi verið sveipaðar dulúð. Á gangi framan við stórt handavinnuher- bergi liggur sjúklingur á hjólabekk með hönd undir hnakka. Hann bíð- ur þess að fá raflost sem á að hjálpa honum í glímu við þunglyndi. Ég sé ekki andlit hans, en það gera vafalaust tveir hvítir englar sem sitja á hillu fyrir ofan höfuð hans. Annar virðist vera að hvísla ein- hveiju að hinum. Eins og aðrir á þessari deild gæta þeir þess vel að óviðkomandi heyri ekki annað en sem honum ber. „Eru þetta vernd- arenglamir ykkar,“ segi ég við Soffíu. „Ætli starfsfólkið sé nú ekki heldur verndarenglar hér, seg- ir sjúklingurinn án þess að snúa höfðinu í átt til okkar. Hurð er opnuð og sofandi sjúkl- ingi er ekið framhjá okkur inn á vökustofu. „Jæja, nú er komið að því, þú mátt fylgjast með þegar næsti sjúklingur fer í raflækningu,“ hvíslar Soffía að mér. Ég elti hana inn í lítið herbergi og sest þar út í horn. Manninum á hjólaborðinu sem beið með okkur á ganginum er nú ekið inn. Ég sé bara i fætur hans þar sem þeir standa út undan gulu bómullarteppinu. Tveir læknar og tveir hjúkrunar- fræðingar annast raflækninguna. Mér heyrist sjúklingurinn mjög ró- legur og virðist hann treysta hjúkr- unarfólkinu vel. „Jæja, þetta er nú í síðasta skiptið,“ segir læknirinn við hann. „Já, svarar sjúklingurinn. Ég sé að önnur hjúkrunarkonan strýkur honum um vangann. „Þakka þér fyrir strokið," segir sjúklingurinn. Allir hlægja. „Nú þarf ég að stinga þig,“ segir svæf- ingarlæknirinn. „Eg kannast við það, þetta er ekkert mál,“ svarar sjúklingurinn. Svæfingarlyfið tekur að verka og sjúklingurinn sofnar. Rafmagni er hleypt á og ég sé fæturna á bekknum taka nokkra kippi. Síðan er sjúklingnum velt á hliðina og aðgerðin er búin. Ég andvarpa feginsamlega, þetta var hreint ekki eins slæmt og ég hafði ímyndað mér. Konurnar í vökustofunni (upp- vöknuninni eins og það heitir á spít- alamáli) segja mér að sjúklingar sem fari í raflækningu vakni mjög fljótt af svæfingunni. „Þeir eldri liggja venjulega fyrir svolítinn tíma til að jafna sig eftir svæfinguna en þeir yngri fara sumir beint í morg- mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.