Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 15
unmatinn á eftir,“ segja þær. Ég geng fram í borðstofuna á ný. Hún er nú mannlaus og komin diskómúsik í útvarpið. Sjúklingur situr í stofu inn af borðstofunni og pijónar. Allt ber rólegan svip. Ég geng inn ganginn sem er aðalvett- vangur mannlegra samskipta á deildinni. Sjúklingar sitja þar á nokkrum stólum. I einni stofunni sé ég starfsmann vera að búa um rúm. Hann er einn að verki svo ég býð honum hjálparhönd. Hann dregst á að þiggja aðstoð mína. „Við erum venjulega tvö í umbúnað- inum, en mótaðili minn er að baða sjúkling, þess vegna er ég einn,“ segir hann og leggur plaststykki undir og yfir þverlakið. „Þetta er nauðsynlegt hjá sumum," bætir hann við. Út um gluggann er hvítt yfir að líta, það hefur snjóað í nótt og sjórinn er blýgrár. Bílamir silast eftir Reykjanesbrautinni, svo litlir að lygilegt er að sumir þeirra rúmi fólk með stór vandamál. „Núna kikna sjálfsagt óvenju margir und- an vandamálum hins daglega lífs,“ segi ég og sný mér frá gluggan- um.„Munurinn á milli hins „heil- brigða" og geðsjúka er ekki eins mikill og margir telja,“ svarar starfsmaðurinn og hverfur með óhreinan þvott út um dymar. Frammi á ganginum bíða nokkr- ir sjúklingar eftir að fá lyf í æð. „Þetta lyf er til í töfluformi en við hér álítum að það sé hraðvirkara í fljótandi formi,“ segir Soffía. Hún slær með þumalfingri á háls dverg- vaxinna meðalaglasa, afhausar þau þannig og dregur vökvann úr þeim upp í stórar sprautur. Einn af öðram koma sjúklingarnir til að fá lyfíð. Soffía á til hlýleg orð handa öllum. „Ertu betri í dag, hvemig var nótt- in,“ spyr hún umhyggjusöm eins og góð móðir. Nokkra seinna göngum við Soffía fram á ganginn áleiðis að kaffístofunni. „Ég ætla í sjoppuna," segir kona og stoppar okkur. „Hvað ætlar þú að kaupa,“ spyr Soffía. „Diet coke,“ svarar konan óhikað. „Jæja, en þú manst, ekkert súkkulaði," segir Soffía. „Sumir hér kunna sér ekki alltaf magamál," segir hún þegar hún.sér undrunarsvipinn á mér. Á kaffístofu starfsfólksins era í gangi fjöragar umræður um kjara- mál og pólitík. „Það er algert ábyrgðarleysi að fara í verkföll núna,“ segir hvítklædd kona við hlið mér. „Verkföll era eina vopn láglaunamannsins," svarar önnur snögg upp á lagið. „Nú er ástandið bara svo slæmt,“ segir sú fyrri. „Það hefur alltaf verið logið botn- laust að almenningi, því ekki að reyna að ná í toppana," svarar hin snúðugt. Þessi orð minna mig á turn Borgarspítalans og fund sem ég á senn að sitja þar. „Líklega er orðið tímabært að láta lyftuna flytja sig upp á 12. hæð,“ tauta ég og legg af stað upp á við í leit að skrif- stofu Guðnýjar Önnu Amþórsdóttur sem er einn af fímm hjúkrunar- framkvæmdastjórum Borgarspítal- ans. Innsæi skiptir miklu máli „Það sem aðgreinir starf á geð- deild frá t.d. starfí á handlækninga- deild er að á síðarnefndu deildinni er hjúkranarfræðingur venjulega að vinna eitthvert ákveðið verk, skipta á sári, setja upp nál, setja upp þvaglegg o.s.frv. og fer til sjúklings vopnaður tækjum til að sinna þessu. Þar hafa verk sem þessi forgang og samskipti við sjúkling koma í framhaldi af þeim. Á geðdeild er fyrst og fremst verið að tala við sjúklinginn, ná sam- bandi við hann og meðhöndla hann á þann hátt. Til þess að geta það þarf hjúkranarfræðingurinn að nota sína persónu miklu meira en nauð- synlegt er t.d. í hinu dæminu." Þannig hefst samtal mitt við Guðnýju Önnu. „Það er hlutverk þeirra sem meðhöndla geðsjúkling að fá hann til að horfa inn á við og takast á við sitt eigið sálarlíf. Allar þær víddir sem við skynjum í sálarlífí geðsjúklinga éra til í minna mæli hjá okkur öllum. Tök- um sem dæmi sjúklega tortryggni, sem verður til þess að einhver þarf að leggjast inn á geðdeild og þarf MftRGVNPLADIÐ. F.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Soffía Snorradóttir. jafnvel sér vakt yfír sig. Smá vott af svona tortryggni þekkjum við öll. Allir verða stundum svolítið örir og ætla sér meira en þeir geta með góðu móti ráðið við og allir þekkja það að vera daprir. Tilfínn- ingatraflanir sem fylgja t.d. geð- klofa eru vel þekkt hjá öllu fólki í einhveijum mæli. Geti fólk hins vegar ekki Iengur átt eðlileg sam- skipti við fjölskyldu sína og stundað sína vinnu þá er komin ástæða til að grípa inn í og jafnvel leggja við- komandi inn á geðdeild. Innsæi skiptir gífurlegu máli við meðhöndlun geðsjúks fólks, einnig það að kunna að „lesa á milli línanna“, horfa á bak við orð sjúkl- ingsins, lesa í frásagnir hans af því sem hann hefur upplifað. Oft er t.d. hægt að nálgast geðklofasjúkl- inga, sem tjá sig kannski á nærri óskiljanlegan hátt, með því að túlka fyrir þá, segja sem svo: „Ertu með þessu að segja mér að þú sért hræddur við ... Slíkar spurningar, byggðar á innsæi, kalla á neitun eða samþykki. Þegar sjúklingur hefur verið lagður mörgum sinnum inn veit starfsfólkið fremur hveijar hans þarfír eru. Vegna þessa skipt- ir miklu máli að það sé festa í starfsmannahaldi geðdeilda. Geðveikt fólk er oft haldið mikl- um og djúpstæðum ótta. Það hefur mörg og óljós einkenni og það ótt- ast að það sé ekki hægt að hjálpa því. Fólk sem hefur verið mikið veikt en náð sér hefur lýst fyrir mér þeirri hræðilegu þjáningu sem felst í að fínnast hið innra sjálf vera að leysast upp. Til þess að lækna eða halda niðri einkennum geðveiki era notuð ýmis konar lyf og einnig samtöl. Það gagnar þó lítið að tala við sjúkling sem kemur inn í sturluðu ástandi. Fyrst verður að gefa honum lyf og veita honum öryggi. Þótt ekkert sé algilt í geð- þjúkrun má þó aldrei gleyma þeirri |)ýðingu sem hin mannlegu sam- skipti hafa í meðhöndlun geðsýki. Það má heldur ekki gleymast að geðsjúkdómar eru lífshættulegir. Okkur sem störfum við geðdeild- ina sýnist að talsvert fleirá fólk komi nú tii dvalar hér vegna þess að það kiknar undan þeim byrðum sem lífsbaráttan leggur því á herð- ar. Það stenst ekki álag atvinnu- leysis og erfíðleika sem fylgja í kjöl- far þess, svo sem þunglyndi og íjöl- skylduharmleiki. Þó hef ég á tilfinn- ingunni að þetta sé bara forsmekk- urinn að því sem koma skal. Ég óttast að mun fleiri eigi eftir að koma hingað ef heldur fram sem horfír." Geðsjúkdómar Samkvæmt upplýsingum Guðnýjar Önnu myndu jafnvel hinar allra ákjósanlegustu kringumstæð- jm ur í samfélaginu ekki leiða til þess að geðsjúkdómar hyrfu. „Auk hinna umhverfislegu þátta er ýmislegt sem bendir til þess að sjúkdómar eins og geðklofí og geðhvörf (oflæt isþunglyndi) erfist en menn vita ekki hvernig. Við spyijum alltaf um fjölskyldusögu þegar sjúklingur leggst inn, og við sjáum stundum ákveðnar tilhneigingar til arfgeng- is,“ segir hún. En getur fólk hindrað með líferni sínu að geðsjúkdómar bijótist fram? „Já, vissulega skiptir miklu máli hvemig fólk lifír. Fólk með geð- klofatilhneigingar ætti t.d. að gæta mikillar reglufestu í lífemi sínu. Það hefur verið þróað upp ákveðið lífs- mynstur fyrir þessa sjúklinga. Það felst í mikilli reglu og endurtekn- ingu. Fólk vinnur þá fastan vinnu- tíma, fer einu sinni á dag til hjúkr- unarfræðings til að fá lyf, er í hóp- meðferð einu sinni í viku og þess svo vandlega gætt að sjúklingurinn sé eins laus við streitu og unnt er. Komi eitthvað fyrir, t.d. flensa eða kvef, hvað þá ef áföll ber að, þá er undir eins bragðist við svo sjúkl- ingurinn fari ekki út af sporinu. Úti hefur þessu mynstri verið fram- fýlgt með góðum árangri. Hér á landi er of lítið fjármagn og of fátt fólk til þess að þetta sé hægt. Geðverndarstarf er til staðar á íslandi en það er ekki í nógu föst- um skorðum hjá okkur, ég vildi sjá meira af því á heilsugæslustöðvum. Deild Á2 á Borgarspítalanum er bráðadeild, þangað koma m.a. sjúk- lingar inn af slysadeild, t.d. eftir sjálfsmorðstilraunir. Sumir þeirra hafa misst alla lífslöngun og vilja deyja. Slíkum sjúklingum er mjög erfítt að hjúkra. Erfiðast er þó ef sjúklingur fyrirfer sér inni á geð- deild. Þess eru því miður dæmi. Slíkt er gífurlegt áfall fyrir alla á 15 deildinni. Til að fyrirbyggja að það gerist er höfð vakt á fólki eða gát, sem kallað er. Á geðdeildum er unnið þjóðhags- lega þýðingarmikið starf. Deild A2 er stærsta geðdeild á landinu, með rúm fyrir 31 sjúkling, en starfar tvískipt undir stjórn tveggja hjúkr- unardeildarstjóra. Á geðdeildinni er glímt við hina margvíslegustu geð- sjúkdóma, svo sem geðklofa, of- læti, þunglyndi, lystarstol, þrá- hyggju og ýmiskonar taugaveiklun. Eftir útskrift koma sumir sjúklingar á göngudeild Borgarspítalans eða á dagdeild, endurhæfíngardeild, lang- legudeild eða jafnvel sambýli. Innan þessa sviðs rikir því talsverð fjöl- breytni. Hjúkran geðsjúkra reynir á þol- rifin í fólki en sá sem hlynnir geð- sjúku fólki fær líka oft á tíðum mikið í aðra hönd. Hann öðlast dýpri mannskilning og lærir að þekkja sjálfan sig mun betur en áður. Mér fínnst að ég hafi lært mikið af mínum sjúklingum. Við geðhjúkran er skilningur og innsæi nauðsynlegir eiginleikar samhliða góðri faglegri þekkingu. Sumir ótt- ast þá áreynslu sem geðhjúkran stundum er. Við höfum bragðist við með því að koma á handleiðslu til þess að koma í veg fyrir að starfs- fólkið verði yfírhlaðið vandamálum, eða „kulni“ eins og það er kallað. Of fáir hjúkrunarfræðingar Geðdeild Borgarspítalans hefur því miður ekki heimild til að ráða eins marga hjúkranarfræðinga og ég tel nauðsynlegt. Þar við bætist að okkur hefur ekki gengið nógu vel að undanfömu að fá hjúkranar- fræðinga til starfa þrátt fyrir það að þama sé um áhugaverðan vinnu- SJÁ NÆSTU SÍÐU BETRISTÖD - BETRIÞJÓNUSTA! Stórbreyting varð á aðstöðu Ræktarinnar um s.l. áramót. MEIRIHÁTTAR TÆKJASALUR - ÞJÁLFUN ÖLL KVÖLD Tækjasalurinn er orðinn 30% stærri. Mörg ný og fullkomin tæki. Ef þú villt æfa á afslöppuðum stað með toppþjálfara við hendina og fjölbreytt æfingartæki er Ræktin rétti staðurinn fyrir þig. Láttu sjá þig og við tökum vel á móti þér - því fyrr því betra. NÝTT FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ Nýtt 8 vikna námskeið hefst mánudaginn 8. mars. Fyrir byrjendur og þá sem vilja taka vel á. Fitumælingar og viktun. Matarlistar og ráðleggingar. Fyrirlestrar um megrun og mataræði. Þeir sem missa 8 kíló eða fleiri fá frítt mánaðarkort hjá Ræktinni. Nú er bara að drífa sig og koma þessum lötu fitufrumum á óvart! Takmarkaður fjöldi kemst að. Skráið ykkur strax! TÍMATAFLAN ( RÆKTINNI: Mánudagur Þríðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 10:30-11:30 MRL MRL 11 .-OO-12.-00 fitubr. Frh I2.-00-I3.-00 Karlar Byrjcndatinvir Karlar Framhald Karlar Framhald Karlar Byrjendatímar 12.-00-13:00 MRL + Pallar HOO-ISÍO Pallar + magi Pallar + magi 13:00-14:00 PaHar 15:30-16:30 Fitubrenmla 1 Fitubrennsla 1 16:30-1730 MRL + Pallar Pallar + magi MRL + Pallar Pallar + magi Fitubrennsla 1 1730-18:30 brek MRL + Pallar Þrek MRL + Pallar MRL + Pallar 1830-1930 MRL Þrekhringur MRL Þrekhríngur fitubrennsla 2 1930-2030 Fitubrennsla 2 MRL + Pallar Fitubrennsla 2 MRL + Pallar 20:30-2130 Fitubr. Frh. Pallar + aefmg fitubr. FHi. Pallar + *fing Fullkominn tækjasalur. Ljósabekkir. Nuddpottar. Nuddstofa. Trimform. Vatnsgufa. Fjölbreyttir þolfimitimar á dýnulögðu æfingagólfi. Þrautreyndir kennarar. Fjölskyldutilboð. □ ÚNDUR STÖÐ FROSTASKJÓLI 6 SÍMI12815 & 12355

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.