Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
25
Tónleikar í Hallgrímskirkju
Konsertar fyrir blokk-
flautu og strengjasveit
Camilla Söderberg, blokk-
flautuleikari, og Bach-sveitin
í Skálholti leika á tónleikum í
Hallgrímskirkju, þriðjudaginn
9. mars. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.30 og á efnis-
skránni eru barrokverk; tveir
konsertar fyrir blokkflautu og
strengjasveit eftir Vivaldi og
tveir eftir Teleman.
Flytjendur eru, auk Camillu, Ann
Walström, sem leikur á 1. fiðlu.
Hún kemur sérstaklega til að leiða
hópinn á þessum tónleikum, en hún
hefur áður komið fram með Bach-
sveitinni á tónleikum í Skálholti.
Aðrir meðlimir Bach-sveitarinnar
eru: Lilja Hjaltadóttir, fíðluleikari,
Svava Bemharðsdóttir, víóluleik-
ari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir,
sellóleikari, Páll Hannesson, sem
leikur á víólóne, Helga Ingólfsdótt-
ir, semballeikari og Snorri Öm
Snorrason, sem leikur á lútu og
theorba.
Einleikarinn, Camilla_ Söderberg
hefur verið búsett á Islandi um
árabil. Hún hefur komið fram á
fjölda tónleika, auk þess sem hún
kennir við Tónlistarskólann í
Reykjavík. „Við leikum á uppruna-
leg hljóðfæri frá baroktímanum,"
segir Camilla, þegar hún er spurð
nánar út í tónleikana í Hallgríms-
kirkju. „Þetta eru ekki eftirlíking-
ar, þannig að hljómurinn ætti að
vera eins og þegar verkin voru
skrifuð fyrir þau. Hingað hafa ver-
ið keypt hljóðfæri fyrir Bach-sveit-
ina á undanförnum árum. Þjóðhá-
tíðarsjóður hefur í fjögur ár veitt
styrk, gagngert til hljóðfæra-
kaupa. Arið 1988 var keypt fiðla
frá 18. öld, 1989 barokvíóla, 1991
barokselló og nú víólóne, eða bas-
safiðla, þannig að hljóðfærin em
til í landinu og á þau verður leik-
jð, nema Ann Walström. Hún leik-
ur á sitt hljóðfæri. Það hafa verið
keypt fleiri hljóðfæri, sem ekki
verða notuð á þessum tónleikum.
Hinsvegar var keyptur semball
árið 1990 til nota í Skálholti. Hann
er í eigu sóknarprestsins þar, Guð-
mundar Óla Ólasonar, sem var svo
elskulegur að lána okkur það hljóð-
færi til þessara tónleika."
Hvað geturðu sagt mér um efn-
isskránna?
„Þetta er efni sem við erum að
hljóðrita og ætlum að gefa það út
fyrir næstu jól. Þetta era uppá-
haldsverk mín og ég hef valið; allt
mjög virtúós konsertar fyrir blokk-
flautu. Annar af þessum tveimur
Vivaldi konsertum er leikinn á
sópranínó blokkflautu. Hún er
minni en þessi gamla, góða sópr-
anblokkflauta sem krakkar læra á
hér í skólum og hefur hærri tón-
♦ ♦ ♦
hæð. Öll hin verkin era leikin á
alt-blokkflautu. Alt-blokkflauta
frá baroktímanum er ólík þeirri
sem lært er á í dag. Tónninn er
mun dýpri. Þetta var mjög vinsælt
hljóðfæri á baroktímanum. Vin-
sældir þess hófust reyndar á end-
urreisnartímanum. Þá var þver-
flautan ekki eins mikið notuð og
varð það ekki aftur fyrr en í lok
baroktímans að þverflautan endur-
heimti mikilvægi sitt. Á klassíska
og rómantíska tímanum var svo
blokkflautan algerlega gleymd. En
vegna vinsælda hennar á barok-
tímanum er til ógrynni af verkum
frá þeim tíma. Það var svo ekki
aftur fyrr en á þessari öld að menn
fóru að muna aftur eftir blokk-
flautunni og það er til töluvert af
nútímaverkum fyrir hana. Á þess-
um tónleikum höldum við okkur
þó við barokverkin."
ssv
Leiks^ning á
Sólon Islandus
LE YNILEIKHÚ SIÐ sýnir
„Þrusk“, tvær einræður og' þátt
úr Galdra-Lofti á Sólon íslandus
á sunnudag klukkan 20:30.
Leikarar sýningarinnar eru þau
Vilhjálmur Hjálmarsson og Jóhanna
Jónas, sem bæði eru útsskrifaðir
leikarar erlendis frá. Leikstjórinn
Ásdís Þórhallsdóttir setti sýninguna
saman og er hún sætluð til kynning-
ar á þessum tveimur leikurum.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Ótrúlegar viðtökur við
Mexíkóferðum Heimsferða
sæti seldust í síðustu viku
Beint leiguflug Heimsferða til Mexíkó hefur fengið frábærar viðtökur og
við bókuðum 468 sæti í síðustu viku. Cancun í Mexíkó sameinar frá-
bæran aðbúnað,fegurstu strendur Karíbahafsins og heillandi sögu Mayanna
með ótrúleg menningarverðmæti frá 1500 fyrir Kristsburð.
Verð frá kr. 59.900.-
Verð pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Clipper Club í 2 vikur 8. júlí.
Verð frá kr. 69.900.
Verð pr. mann m.v. 2 í herbergi, Clipper Club, 22. júlí.
Brottför
24. maí uppselt
10. júní laus sæti
24. júní
Myndband um Cancun S.júlí
Fáðu nýja kynningarspólu 22. júlí
um Cancun lánaða á 5- ágúst
skrifstofu Heimsferða. I9. ágúst
París
Verð frá kr.
19.900L-
Beint flug í júlí og ágúst. 30 saeti í hverju flugi.
Aðeins 90 sæti á þessu ótrúlega verði.
i TURAUIA
air europa
Benidorm
34.600,-
Verð frá kr.
Beint leiguflug í júlí og ágúst í samvinnu við
TURAVIA. Ný.glæsileg íbúðarhótel.
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600