Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 47
8ÖGI SÍIAM .T H'JOýfTIJMgKiaJIU 1 (íIGA.iaT/!’JDHOM
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
84
47
Morgunblaðið/Júlíus
Á förum til Svíþjódar
Rögnvald Erlingsson er tilbúinn í slaginn: „Þetta hefur verið ánægjulegur tími,
en ekkert jafnast á við að fá tækifæri á HM — það er toppurinn."
Stefán. „Allt annar menningar-
heimur,“ sagði Rögnvald. Þar
lentu þeir einnig í fyrsta og eina
skiptið í því að missa nærri af leik.
„Venjan var að sækja okkur á
hótelið í leiki, en einn daginn
gleymdist að ná í okkur,“ sagði
Rögnvald. „Við biðum og biðum,
en þegar við sáum að við vorum
að brenna inni á tíma tókum við
leigubíl og vorum mættir stundar-
fjórðungi fyrir leik. Seinna mátti
það ekki vera!“
Rögnvald sagði að yfirleitt hefði
verið mjög gaman að dæma á
Norðurlöndununi og sérstaklega í
Danmörku, „því þar er fólkið við-
kunnanlegast." Hann nefndi líka
Parísarmótið á dögunum og Lottó-
keppnina í Noregi í janúar. „Þetta
voru skemmtileg verkefni."
Aðspurðir um einstakan leik
nefndu báði viðureign Kolding og
Skövde í Evrópukeppninni í haust
sem leið. „Það er magnaðasti Evr-
ópuleikur, sem ég hef dæmt, leik-
ur eins og þeir eiga að vera,“ sagði
Rögnvald. „Dramatíkin var í há-
marki,“ sagði Stefán. „Þetta var
seinni leikur liðanna í fyrstu um-
ferð og Danir undir, aukakast og
leiktíminn úti. Þeir skoruðu úr frí-
kastinu og komust áfram.“
Þeir sögðust aldrei saman hafa
orðið fyrir aðsúgi leikmanna eða
áhorfenda erlendis vegna dóm-
gæslu og sagðist Stefán fínna
mikinn mun á því að dæma heima
eða erlendis. „Það er allt friðsam-
legra úti.“ Eftir á að hyggja sagð-
ist Rögnvald reyndar muna eftir
einu atviki. „Það var á Júgóslavíu-
mótinu 1987, þegar við Gunnar
Kjartansson dæmdum leik heima-
manna og Sovétríkjanna, sem lauk
með jafntefli. Þá varð allt vitlaust
og við fórum útaf vellinum í lög-
reglufylgd. Það var sérstök upplif-
un.“
Vilja ekki til Eskilstuna
Strákamir fara til Kaupmanna-
hafnar á mánudagsmorgun. Þar
hitta þeir hina dómarana og fara
með þeim til Málmeyjar í Svíþjóð,
þar sem farið verður yfír atriði,
sem tengjast keppninni. Þijú pör
dæma í hverjum riðli og verður
fyrstu verkefnunum skipt í Málm-
ey, en á þriðjudagsmorgun halda
pörin hvert á sinn stað. Rögnvald
og Stefáni hefur verið sagt að
þeir dæmi í A-riðli, sem verður í
Umeá, og fari allt að óskum fá
þeir leiki í milliriðlinum í Halm-
stad.
„Það er viss léttir að hafa náð
takmarkinu," sagði Rögnvald.
„Fyrir það fyrsta er þetta ákveðin
viðurkenning á störfum okkar og
í öðru lagi erum við loksins með.“
Þeir sögðu álagið heldur ekkert
meira en fyrir önnur verkefni.
„Við hlökkum til að takast á við
þetta verkefni og ég er sannfærð-
ur um að við stöndum okkur,“
sagði Stefán. „Það er alltaf visst
álag samfara því að dæma og
núna er það ekkert öðruvísi en
áður. Við reynum bara að gera
okkar besta."
Rögnvald sagði að miklu skipti
að standa sig vel í riðlakeppninni.
„Þetta er eins og hjá landsliðunum
— riðlakeppnin skiptir miklu máli,“
sagði Rögnvald. „Markmiðið hjá
okkur er að gera vel í riðlinum
og komast þannig í milliriðil. Von-
andi fáum við tvo leiki í riðlinum
og aðra tvo í milliriðli, en við hugs-
um ekki um leik í keppni um átta
fyrstu sætin, þó vissulega yrði
gaman að fá einn þeirra. En eins
og landsliðin viljum við forðast að
lenda í Eskilstuna. Þangað fara
þeir, sem komast ekki í milliriðlana
og þar verður leikið um 13. til 16.
sæti.“
Hvað felst á bak við stjörnurnar?
» Öll ný módel sem Mercedes-Benz
þróar, uppfylla hámarks kröfur undir
kjörorðinu: Öryggi og ending.
Mercedes-Benz
Stjarnan sem vísar veginn.
» Eigum fyrirliggjandi eina „stjörnu“:
Mercedes-Benz 200 E, 16 ventía með
eftirfarandi aukabúnaði:
Ljós í hurðurn, snúningsmæli, ljósi og spegli í
sólskyggnum, drillæsingu, AB.S.4iemlakerii,
jafnvægisbúnaði, lilífðarpönnu, samlæsingu,
sjálfekiptingu, loft púða í stýri, armpúða í aftursæti,
armpúða milli ftamsæta, höfuðpúðum í aftur sætum,
rafilrifnum rúðum að ftaman, rafdriftiu loftneti og 4
hátölurum, útvarpi með geislaspilara, álfelgum.
» Nánari upplýsingár gefa
sölumenn Ræsis hf.
SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S. 6195 50
21687
Dæmi um verð:
E buxur og B vesti.
Efni 3,0 m. 925,- - 2.775,-
50% polyester.
50% viscose.
Snið 430,-
Rennilás 1 stk. 80,-
Tvinni 2 stk. 148,-
Vliseline 0,80 m 384,-
Tölur ca 90,-
Samtals kr. 3.907,-
21686
Dæmi um verð:
Snið A
Efni 1,85 m 1.430,- - 2.645,-
100% viscose
Snið 430,-
Rennilás 95,-
Vliseline 0,35 cm 102,-
Tvinni, 2 stk.___________148,-
Samtals kr. 3.420,-