Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Kviknaði í vegna neista frá logsuðu í Hólavöllum í Ólafsvík Slökkviliði tókst að afstýra stórbruna ELDUR kviknaði í húsinu Hólavöllum í Ólafsvík I gær. Mönnum sem þar voru við vinnu og Slökkviliði Ólafsvíkur tókst að slökkva eldinn áður en stórbruni varð. Hólavellir eru gamalt hús þar sem meðal annars er ísframleiðsla fyrir bátaflotann og var verið að vinna að endurbótum þegar neisti frá logsuðutækjum fór í einangr- un. Reykur gaus upp og þó iðnað- armennimir teldu sig hafa náð að slökkva eldinn kölluðu þeir á slökkviliðið til öryggis. Jón Þór Lúðvíksson slökkviliðs- stjóri sagðist hafa fengið „sak- laust útkall" en þegar reykkafari fór upp á háaloft hússins hafi komið í ljós að eldtungur voru að læsa sig í þakið. Hann sagði að eldurinn hefði náð sér svona vel af stað í korkeinangrun og taldi að litlu hefði mátt muna að orðið hefði stórbruni úr þessu. Slökkvi- liðið náði að slökkva eldinn en þurfti að rífa veggi til að komast að glóðunum. Taldi Jón Þór að það hefði tekist á þremur klukku- tímum en þó var vakt í húsinu fram á kvöld. Jón Þór taldi að þar sem unnið var að endumýjun hússins og fyr- ir dyrum stóð að rífa innvolsið hafi íjárhagslegt tjón ekki verið nyög mikið. Morgunblaðið/Alfons Unnið að slökkvistarfi SLÖKKVILIÐSMÖNNUM í Ólafsvík tókst að slökkva eld í húsinu Hólavöllum áður en eldtungurnar náðu að teygja sig í þakið. Sáttasemjari boðar samningafund í Eyjum í Herjólfsdeilu í dag Bæjarstjóm skorar á stýri- menn að aflýsa verkfalli Samningamálin Rætt við ráðherr- ana í dag ÁKVEÐIÐ hefur verið að aðilar vinnumarkaðarins eigi fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í! dag og geri grein fyrir stöðu; samningamála og þeim tillögum í atvinnumálum sem unnið hefur verið að undanfarna daga en átta starfshópar hafa fjallað um ein- stök svið atvinnulífsins. Áður en fundað verður með ríkisstjórninni j verður fundur hjá ríkissáttasemj- j ara þar sem lokahönd verður lögð á tillögurnar. Samningsaðilar funduðu í gær hjá sáttasemjara og eftir hádegið fund- aði samninganefnd Alþýðusam- bandsins sérstaklega og fór yfir at- vinnumálatillögumar. Meðal þess sem rætt er um er tillaga um að lækka hámarkslán í húsbréfakerfinu úr sex milljónum í fimm milljónir þegar um nýtt húsnæði er að ræða og úr fimm í ijórar til notaðs hús- næðis. Þetta er talið minnka fjárþörf húsbréfakerfisins úr tólf milljörðum í ellefu á árinu. Þá er einnig rætt um að takmarka stærð nýrra íbúða í félagslega kerfínu. GUÐLAUGUR Þorvaldsson ríkissáttasemjari hefur boðað full- trúa allra sem aðild eiga að kjarasamningum áhafnar Herj- ólfs til fundar í Vestmannaeyjum klukkan 3 I dag. Stjórn Herjólfs hefur lýst því yfir að um leið og fulltrúar undir- manna mæti til fundar til viðræðna um gerð nýs kjarasamn- ings verði uppsagnir þeirra dregnar til baka. Hólmgeir Jóns- son, framkvæmdastjóri Sjómannafélags íslands, sem fer með samningsumboð undirmanna á Herjólfi, segir að mætt verði af þeirra hálfu á fundinn í dag. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi í gær áskorun til Stýrimannafélags Islands um að það aflýsi verkfalli stýrimanna á Heijólfi svo að skip- ið geti tafarlaust hafið siglingar að nýju. Jónas Ragnarsson, talsmaður stýrimannanna, segir áskorunina furðulega og seg- ir að meira þurfi til að binda á fimm vikna verkfall en áskor- un bæjarstjórnar enda hafi stýrimenn vart verið virtir viðlits. í ályktun bæjarstjómar Vest- mannaeyja segir að skorað sé á Stý- rimannafélag íslands, sem fari með samningaumboð stýrimanna á Her- jólfi, að aflýsa þegar verkfalli svo að áætlunarferðir geti hafist án taf- ar. „Jafnframt skorar bæjarstjóm á stjóm Herjólfs hf. og öll stéttarfélög starfsmanna um borð að hefja samn- ingaviðræður um gerð heildarkjara- samnings fyrir alla starfsmenn skipsins þar sem allir samningar em lausir. Það era bæjarstjóm Vest- mannaeyja mikl vonbrigði að fulltrú- ar eins stéttarfélags hafa ekki kom- ið til viðræðna með fulltrúum ann- arra stéttarfélaga um gerð heild- arkjarasamnings. Bæjarstjórn skor- ar á stjóm Sjómananfélagsins Jöt- uns að ganga strax til viðræðna. Fyrir liggur að stjórn Heijólfs hefur lýst því yfír að um Ieið og fulltrúar Jötuns koma til viðræðna verði upp- sagnir undirmanna dregnar til baka,“ segir í ályktuninni. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambands íslands, sagði að fyrir hönd undirmanna yrði mætt til fundarins með ríkissátta- semjara í dag enda virtist sem stjóm Heijólfs hefði fallið frá fyrri skilyrð- um um það hveijir mættu fyrir hönd undirmanna. Stýrimenn í verkfalli - ekki undirmenn Jónas Ragnarsson, talsmaður stýrimanna, sagðist vonast til að farið yrði að ræða kröfur stýrimanna og vonaðist til að viðsemjendur stýri- manna færa að átta sig á því að það væru stýrimenn sem væra í verk- falli og ættu í kjaradeilu en ekki sjómannafélagið Jötunn. Hins vegar breytti áskoran bæjarstjómar ein og sér engu um framhald verkfallsins, sem í dag hefur staðið í fímm vikur. fttargiimftlitfrifo í dag Hlúð að fórnarlömbum nauðgunar____________________ Neyðarmóttaka opnuð á Borgar- spítala 22 Hvalastríðið hefst í apríl Vísindaveiðar Norðmanna byrja í næsta mánuði 24 Endurreist Alþingi 150 úrq Alþingi og Sögufélag hafa gefið úr rit dr. Aðalgeirs Kristjánssonar 33 Leiðari______________________ Endurreisn Alþingis — Færeyskir dagar 26 Iþróttir ► Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik hefst með leik íslend- inga og Svía í dag. HK og VQdng- ur bikarmeistarar í blaki. Ben Johnson hættur keppni. Vestmannaeyjar Vinnslustöðin breytir hrá- efnisverðinu VINNSLUSTÖÐIN í Vest- mannaeyjum hefur breytt hráefnisverði því sem hún hefur borgað fyrir þorsk. í stað 65,44 kr. fyrir kg af þorski sem var 5 kg og yfh* er nú greitt nú 59,58 kr. Verð á smáþorskinum, þ.e. 1,5 kg, hækkar hinsvegar úr 45 kr. á kg í 50 kr. Á fundi sem Sighvatur Bjamason framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar átti með sjómönnum í gær- kvöldi kom fram að verið væri að laga verðið að markaðsaðstæðum. Sighvatur Bjarnason segir að verð á saltfiski á mörkuðum hafi lækkað það mikið vegna aukinnar sam- keppni að ekki sé hægt að borga jafnhátt verð fyrir stórþorskinn og áður. Á sama hátt hefur vérð á fryst- um fiski batnað og því hægt að hækka verðjð þar. Vinnslustöðin greiðir eftir sem áður óbreytt verð fyrir ýsu og karfa. 20 manna hópur á Bolungarvík ræðir við skiptastjóra EG Vilja safna hlutafé í bæn- um til að kaupa togarana Morgunblaðið/Ámi Sæberg Loðna teppir umferð ÞÓTT góð loðnuveiði þyki mikil blessun á loðnan þó ekkert erindi í umferðina. Á laugardag varð það óhapp, að farmur af loðnu rann af vörabílspalli á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Bragðist var við skjótt og stórvirk vinnuvél fengin til að ryðja brautina á með- an lögreglan beindi umferðinni frá loðnutorfunni á þessum óvænta stað. UM 20 manna hópur eigenda þjónustufyrirtækja á Bolungar- vík, sjómanna, yfirmanna á togurum þrotabús Einars Guð- finnssonar hf. og einstaklinga úr verkalýðshreyfingunni í bænum hafa kynnt hugmyndir um kaup á togurunum Heið- rúnu og Dagrúnu fyrir skiptastjórum þrotabúsins. Stefán Pálsson, annar tveggja skiptastjóra, staðfesti að hópur manna hefði lýst áhuga á að standa að hlutafjársöfnun í bænum og láta reyna á það strax hvort hægt sé að fá skipin keypt á viðráðanlegu verði í stað þess að byrja á að leigja þau í ein- hvern tíma eins og bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur haft í undirbúningi. Sagði hann að þessir aðilar hefðu m.a. lagt fram hugmyndir um heildarverð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ganga hugmyndir hópsins út á að hlutafélagið sem stofnað yrði yfirtæki togarana fyrir þá greiðslu skulda sem slík útgerð gæti staðið undir sem skv. útreikn- ingum þeirra nemur um um 400 til 450 millj. kr. Það eigi að nægja til að hægt sé að standa við afborgan- ir, vexti og arðgreiðslur af slíkri útgerð. Viðræður við bæjarsijóra Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sagði að hann vissi um hugmyndir þessa hóps og hefði hann boðað fulltrúa þeirra til viðræðna í dag. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hef- ur boðað til undirbúningsstofnfund- ar félags í kvöld til að hefja samningaumleitanir við þrotabúið um leigu togaranna og til að und- irbúa kaup á vinnsluhúsi og skipum þrotabúsins. Að sögn Stefáns hefur umræddur hópur lýst áhuga á að safna tölu- verðu hlutafé og vildu þeir strax drifa í að að fá skipin keypt en að vinnsluhúsin yrðu hins vegar leigð fyrst um sinn. Sagði hann að þessar hugmyndir væra þó enn í mótun, fara þyrfti yfir lánastöðuna og hvaða lánardrottnar myndu hugsanlega falla út úr veðröðinni ef hugmyndir hópsins ættu að ganga upp. Ef sam- þykki þeirra lægi ekki fyrir myndi málið stranda. Sagði Stefán að fund- ur yrði haldinn með veðhöfum þrota- búsins fljótlega. Sjá „Flestir vinnufærir" á bls. 50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.