Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 13 Jóni Helgasyni svarað eftir Sturlu Böðvarsson Laugardaginn 30. janúar svara þeir bréfum mínum í Bréfí til biaðs- ins í Morgunblaðinu, ritstjóri Freys og Jón Helgason frá Seglbúðum. Ólíkt hafast þeir að við málflutn- ing sinn. Ritstjórinn staðfestir at- hugasemdir sem ég gerði við rit- stjórnargrein í Frey. Hann getur þess að Jón Helgason hafí ekki haft afskipti af þeim skrifum, eins og ég taldi líklegt, miðað við málflutn- ing hans í þinginu. Fagna ég því að formaður Búnaðarfélags íslands kom ekki nærri því að fræða bænd- ur um aðgerðir stjómvalda. Ég vænti þess hins vegar að ritstjóri Freys leiðrétti það sem áður hafði verið skrifað um niðurskurð. Grein Jóns Helgasonar alþingis- manns frá Seglbúðum er með allt öðrum brag. Hann leggur lítið upp úr málefnalegri umfjöllun. Grein minni velur hann yfirskriftina „Van- þekking S.B.“ og byijar hana með því að segja að grein mfn „virðist" vera vegna ritstjórnargreinar Freys og síðar að ritstjóri Freys svari fyr- ir sig, „ef honum fínnst ástæða til þess“! Þar jaðrar við skipun til rit- stjórans sem að sjáifsögðu svaraði mér og staðfesti athugasemdir mín- ar, svo sem greint er frá. Það vill æði oft brenna við, að forystumenn Framsóknarflokksins telji sig hafa lögskipaðan rétt til þess að fjalla um landbúnaðarmál. Jón Helgason virðist vera einn þeirra. Sá sem talar um vanþekk- ingu hlýtur að telja sig búa yfir mikilli þekkingu sjálfur. Þekking fonnanns Búnaðarfélags Islands virðist hins vegar hafa nýst íslensk- um bændum afar illa, því sjaldan hefur landbúnaðurinn staðið verr en þegar Framsóknarflokkurinn fór úr Stjórnarráðinu eftir síðustu kosn- ingar. Það gerðist þrátt fýrir það, að í gegnum landbúnaðarkerfið hafi runnið allir þeir fjármunir sem Jón Helgason tíundar í grein sinni og hælir sér af og ber saman við það sem fjárlög 1993 gera ráð fyrir. Mikil er ábyrgð þeirra manna sem ginntu bændur til áframhaldandi fjárfestinga á jörðum sínum með fyrirheitum um ríkisframlög. Margir þeirra bænda, sem bitu á það agn, sitja nú ánauðugir og skuldsettir með veðsettar eignir, en lítinn fram- leiðslurétt. Gildir það bæði um sauðfjárrækt og mjólkurbúskap, svo ekki sé nú talað um loðdýraræktina. Það væri fróðlegt fyrir Jón Helga- son að kynna sér afstöðu þeirra bænda sem hafa ekki notið fjár- framlaga samkvæmt jarðræktar- og búfjárræktarlögum, sem hann hælir sér af að hafa náð 465 millj. kr. á ári að meðaltali þegar hann var ráðherra. Bændur hafa orðið að sæta skerð- ingu vegna óraunhæfrar fram- leiðsluaukningar sem byggð var m.a. á þessu fjármagni sem kom úr ríkissjóði og Jón vill eigna sér. Hann telur væntanlega eðlilegt að halda áfram að fjárfesta í landbún- aði til þess að auka framleiðslu á afurðum sem markaðurinn tekur ekki við. Jón Helgason spyr eins og sá sem valdið hefur, hvort ég viti ekki, að í greinargerð með fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að dregið verði úr niðurgreiðslum. Slík spurn- ing er auðvitað ekki svaraverð en sýnir mikið yfirlæti þess sem telur sig einan reka erindi bænda. Þess má hins vegar geta, að formaður Búnaðarfélags íslands, Jón Helga- son, gekk fyrir fjárlaganefnd og lagði fram erindi. Hann gerði engar athugasemdir við niðurfærslu á end- urgreiðslum á virðisaukaskatti á svínakjöti, nautakjöti, hrossa- og alifuglaafurðum. Varðandi þennan lið greinar Jóns Helgasonar er nauðsynlegt að geta þess að mínar athugasemdir snerust um ritstjómargrein í Frey, þar sem fullyrt var að aukinn niðurskurður væri 250 millj. en hið rétta var 50 millj. frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Jón Helgason gerir tilraun til þess að upplýsa mig og lesendur Morgunblaðsins um að Byggða- stofnun sé ríkisstofnun! Þá fyrirhöfn hefði hann átt að spara sér og einn- ig það að láta að því liggja að ég hafí haldið því fram að af fjárlögum eigi að renna 100 millj. kr. framlag til Byggðastofnunar. Það gerði ég ekki en benti á að gert er ráð fyrir sérstakri íjáröflun til Byggðastofnunar til að efla at- vinnu í sveitum. Um það hefði mátt fjalla málefnalega í Frey. Jón Helga- son telur lítið til þessa koma, þar sem greiða eigi það fjármagn aftur! Þessi hugsun er dæmalaus, en í takt við þá hugmyndafræði Fram- sóknar, að til sveita eigi að halda fólki að verki með styrkjum. Svo vel þekki ég bændur að þeir vilja takast á við búskapinn og ný verk- efni sem gefa arð og geta greitt það fjármagn til baka sem lagt er fram. Mjög margir bændur hafa brennt sig á loðdýraræktinni, þar sem styrkir áttu að vera varanleg lausn allra mála. Raunin varð allt önnur. Stjórnmálamenn eiga að hætta þeirri blekkingu sem felst í því að útdeila styrkjum til uppbyggingar atvinnulífsins. Það gildir jafnt um landbúnað sem aðrar greinar. Sturla Böðvarsson „Stjórnmálamenn eiga að hætta þeirri blekk- ingu sem felst í því að útdeila styrkjum til uppbyggingar atvinnu- lífsins. Það gildir jafnt um landbúnað sem aðr- ar greinar.“ Stuðningur hins opinbera til ný- greina atvinnuiífsins á að vera í formi rannsókna og ráðgjafar en forðast ber beina styrki nema í und- antekningartilvikum. Vandinn í sveitum landsins er slíkur að þar verður að leita bestu leiða. Það veit ég að stjórn og for- stjóri Byggðastofnunar hafa vilja til að gera. J.H. lætur að því liggja að reglu- gerð um Byggðastofnun, sem sett var af forsætisráðherra, muni tor- velda málið. Sú reglugerð er sett með stoð í lögum um stofnunina og þeim hefur ekki verið breytt af nú- verandi stjórnvöldum. Hafi stjórn Byggðastofnunar áður haft fijálsar hendur til þess að takast á við að- gerðir til styrktar atvinnulífí í sveit- um hefur það ekki borið árangur. Það ætti J.H. að hugleiða þegar hann setur fram kenningar um vonda reglugerð sem standi í vegi fyrir málinu. J.H. þakkar fjárveitingu vegna uppgjörs á skuld vegna lífeyris- skuldbindinga starfsmanna búnað- arsambanda, en gefur þá skýringu að hann beri ekki ábyrgð á því dæmalausa máli, heldur Jón Bald- vin. Heldur er það nú lítilmannleg vöm fyrrverandi landbúnaðarráð- herra að kenna fjármálaráðherra um. Svar Jóns sýnir að hann hefur ekki litið til þess máls en þyrlar upp moldviðri til þess að skyggja á og draga athygli frá þeim athugasemd- um sem ég setti fram við ritstjórnar- grein Freys. Svar mitt hefur orðið lengra en ég ætlaði mér. En gott tækifæri gafst hér til þess að vekja athygli á tvískinnungi þeirra sem hafa farið með málefni landbúnaðarins í Stjórnarráðinu og víðar. Jón Helga- son lýsir nú ábyrgð á hendur þeim sem hafa tekið að sér það vanda- sama verk að sópa undan teppinu vanda atvinnuveganna og ríkissjóðs sem blasir við. Það mun duga þeim skammt að veifa þekkingunni á málefnum land- búnaðarins. Hana hafa þeir tæplega nýtt sér í þágu bænda með þeim hætti, að til gagns mætti verða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vesturlandskjördæmi. Félagasjóður léttir glöggum gjaldkerum lífið: I Innheimtir félagsgjöldin. II Greiðir reikningana á eindaga. III Heldur utan um bókhaldið. IV Innheimtir dráttarvexti. Þjónustan er án endurgjalds fyrstu þrjá mánuðina. Leitið upplýsinga hjá þjónustu- fulltrúanum í bankanum. OFLUG FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA FYRIR HÚSFÉLÖG OG ÖLL ÖNNUR FÉLÖG Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.