Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSHPn/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Stjórnun Framleiðsluhermar Öflug verkfæri fyrir skipulagningu og áætlanagerð eftir Kristján Björn Garðarsson Mikil aukning hefur átt sér stað hin síðari ár erlendis í notkun hermi- tækni við undirbúning ýmiskonar framleiðslu og þjónustu. Víða hefur hörð samkeppni orðið til þess að þrýsta á enn frekari notkun sjálf- virkni til að bæta framleiðni, auka gæði og minnka kostnað. ‘ Sá galli er þó á gjöf Njarðar að sjálfvirk kerfi eru oft mjög flókin og erfitt getur reynst að greina þau ef ekki eru tiltæk öflug verkfæri til þeirra hluta. En það er einmitt hér sem hermitækni fær notið sín, þ.e.a.s. við könnun á hegðan flókinna kerfa að gefnum ákveðnum forsend- um. Það sem hefur leitt til útbreiðslu hermilíkana er m.a. veruleg lækkun kostnaðar vegna tölvubúnaðar og miklar framfarir í forritunarmálum sem hafa orðið til að stytta þann tíma sem tekur að þróa slík líkön. Þá má geta þess að möguleikar á mynd- rænni framsetningu á hermiathug- unum geta stóraukið skilning þeirra sem ekki hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Notagildi Hermilíkön af verksmiðjum auð- velda m.a. leit að flöskuhálsum í framleiðslurásum svo þeim megi kippa í liðinn áður en ráðist er í Qár- festingar og framkvæmdir. Líkön geta einnig veitt svör við mörgum spumingum sem oft gerast áleitnar við stjómendur í framleiðslu, svo sem: — Hvað gerist af framleiðslutími vöru lengist/styttist? — Hver eru áhrif viðbótar í véla- kosti/mannafla? — Hver em áhrif bilana á afköst í framleiðslu? — Hvað eiga millilagerar að vera stórir? Við skipulagningu á þjónustu svo sem verslunum og bönkum getur lík- an t.d. veitt svar við eftirfarandi spurningu: — Hvað á að hafa marga af- greiðslukassa svo að biðraðir verði ekki óhóflega langar? Ráðgjöf Atliuganir með líkönum Oft er árangursríkt að skoða raun- vemlegt kerfi af tiltekinni stærðargr- áðu til að átta sig á einhverju í hegð- an þess. Samt sem áður er venjulega nauðsynlegt að notast við líkan við athugun á hegðan kerfisins, því til- raunir með hið raunvemlega kerfi mundu valda tmflunum, vera kostn- aðarsamar eða einfaldlega ómögu- legar, t.d. vegna þess að alls ekki væri búið að byggja viðkomandi kerfí. Sem dæmi má taka framleiðslufyr- irtæki sem fyrirhugar að byggja mikla stækkun við eina af verksmiðj- um sínum en vissa er ekki fyrir hendi um hvort hugsanlegur ávinningur í framleiðni muni réttlæta kostnaðinn sem hlýst af framkvæmdinni. Hent- ugt hermilíkan gæti varpað nokkm ljósi á þessa spumingar með því að gera kleift að athuga gang fram- leiðslunnar miðað við núverandi ástand og einnig miðað við fyrirhug- aða stækkun. Ef þau sambönd sem viðkomandi kerfi samanstendur af em einföld er hugsanlegt að nota stærðfræðileg- ar aðferðir til að fá fram nákvæmar upplýsingar. En því miður em flest framleiðslukerfi of flókin til að raun- hæft megi teljast að greina þau stærðfræðilega. Oftast er því væn- legri kostur að beita hermitækni við greininguna og fá þannig fram rök- studda vísbendingu um væntanlega hegðan kerfisins, byggða á líkindum. Töflureiknar og hermilíkön Á níunda áratugnum hefur vöxtur og viðgangur allskonar tölvulíkana aukist mjög í heiminum. Augljósasta dæmið er trúlega hvérnig menn tóku að nýta sér töflureikna við gerð íjár- hagsáætlana, en þama er einmitt um tölvulíkön að ræða. Fáir láta sér detta í hug að taka meiri háttar eða bara miðlungs stórar fjármálalegar ákvarðanir án þess að byggja tölvu- líkan með þar til gerðum töflureikni. Þetta var bylting á sínum tíma í fjár- málaheiminum en núna er þetta að- eins sjálfsagður hluti af menning- unni. Hægar hefur gengið að taka í notkun slík tölvulíkön í heimi fram- leiðslunnar (í sama mæli og fjármál- unum), en fyrir því eru þó gildar ástæður. í fyrsta lagi eru þau kerfi sem lýsa þarf miklu flóknari. Fram- leiðslukerfí eru samsett úr mörgum þáttum og getur samspil þeirra verið afar flókið. Að lýsa þessum oft fló- knu samböndum í tölvulíkani krefst ákveðinna yfírburða í hugbúnaði. Ennfremur má geta þess að eftir því sem þessir hlutir verða margbrotnari þá er eðlilegt að ætla að lengri tíma taki að tileinka sér þessa tækni. Hugbúnaður Meðal útbreiddra forritunarmála fyrir hermilíkön í Bandaríkjunum eru SIMAN, GPSS/PC, SLAM-II og SIMSCRIPT II.5 svo einhver séu nefnd sem fáanleg eru í útgáfum fyrir einkatölvur. Rétt er að taka fram að mikill fjöldi hugbúnaðar- „pakka“ fyrir hermilíkön er á mark- aðnum, og eru þeir mjög misdýrir í innkaupum. Flest meiri háttar hermiforrit eru nú orðið einnig seld með möguleikum á myndraénni framsetningu (animati- on graphics). Þetta þýðir að það sem er að gerast í forritinu birtist á skján- um sem mynd líkt og þekkt er frá ýmsum svokölluðum tölvuleikjum sem í raun eru ekki annað en hermi- forrit. Þetta er einkum gagnlegt við villuleit og til að prófa hvort öll rök fái staðist í forritinu. Sérstaklega er þetta þó gagnlegt til að koma niður- Nýr áfangi í verkefn- inu Frumkvæði/framkvæmd Ámi Sæberg RAÐGJOF — Prentsmiðjan Oddi er meðal þeirra fyrirtækja sem tekið hafa þátt í verkefninu Frumkvæði/framkvæmd. Á myndinni eru f.v. þeir Þórður Valdimarsson og Karl Friðriksson sem sæti eiga í stjórn verkefnisins ásamt Knúti Signarssyni, skrifstofustjóra Odda. IÐNLÁNASJÓÐUR OG Iðn- tæknistofnun hafa ákveðið að hefjast handa með nýjan áfanga í ráðgjafarverkefninu Frum- kvæði/framkvæmd. Frá því það hófst á fyrri hluta ársins 1991 hafa verið unnin 45 ráðgjafar- verkefni í 27 fyrirtækjum. Ráð- gert er að 15-17 fyrirtækjum verði boðin þátttaka í hinum nýja áfanga. Megintilgangur verkefnisins er að veita fyrirtækjum ráðgjöf við stefnumótun, fjárhagslega endur- skipulagningu og fjármálastjórnun, vöruþróun og markaðsaðgerðir, framleiðsluskipulagningu og gæða- stjórnun. Gert er ráð fyrir að fyrir- tækin sjálf meti þörf sína fyrir ráð- gjöf innan marka þeirra sviða sem í boði eru. Verkefnisstjóri vinnur með fyrirtækjunum við að skil- greina verkefnin. Síðan velur fyrir- tækið ráðgjafa í samráði við verk- efnisstjóra. Fyrirtækið og ráðgjaf- inn leysa verkefnið í sameiningu en verkefnisstjóri gegnir eftirlits- hlutverki og er bakhjarl fyrirtækis- ins meðan verkefnið stendur yfír. Hvert þátttökufyrirtæki greiðir helming ráðgjafakostnaðarins og v^rkefnið Frumkvæði/framkvæmd hinn helminginn. Þjónusta verk- efnisstjórans er hins vegar veitt án endurgjalds. Ekki er um að ræða sérstakan umsóknarfrest en tekið verður við umsóknum þar til fjár- magni í verkefninu hefur að fullu verið ráðstafað. Hingað til hafa flest fyrirtæki óskað eftir ráðgjöf á sviði stefnumótunar og gæðastjórn- unar. Þá hefur verið ákveðið að gefa út upplýsingamöppu um starfandi rekstrarráðgjafa hér á landi. Verður þar að finna upplýsingar um ráð- gjafa sem hafa sérhæft sig á þeim sviðum sem verkefnið Frum- kvæði/framkvæmd nær yfir. Stjóm verkefnisins skipa þeir Þórður Valdimarsson og Jónas Jónatansson, fulltrúar frá Iðnlána- sjóði og Ingvar Kristinsson frá Iðn- tæknistofnun. Verkefnisstjóri er Karl Friðrikssson. Einkavæðing stöðum hermiprófunar til skila til fólks sem ekki hefur mikla þekkingu á forritum eða tölfræði. Það er mun árennilegra að nálgast skilning hjá slíku fólki með því að sýna því mynd- ræna framsetningu á því sem gerist fremur en að leggja fram mikið magn af tölfræðilegum niðurstöðum. Sjá mynd. Hin myndræna framsetning kem- ur þó engan veginn í staðinn fyrir tölfræðilegu niðurstöðurnar, heldur er einskonar aukamöguleiki. Ennfremur er rétt að geta þess að við gerð hermilíkana þarf ekki að einskorða neitt við einhveija eina „þægilega" tölfræðilega dreifíngu, heldur eru yfírleitt allar mikilvægar dreifíngar byggðar inn í hugbúnað- inn og mjög auðvelt að kalla þær fram. Framtíðarsýn En hver verður framtíðin í þessum efnum? Til að átta sig á þvf er sennilega fróðlegt að líta um öxl og kanna hvemig hlutimir gengu fyrir sig með töflureikninn á sínum tíma. Þegar töflureiknir var fyrst kynntur seint á áttunda áratugnum átti hann ekki marga áhangendur í fyrstunni. Sagt er að hvorki aðdáendur né sá sem þróaði hinn fyrsta töflureikni sem var markaðsettur hafí órað fyrir þeim straumhvörfum sem verkfærið átti eftir að valda. Fljótlega vom töflu- reiknar notaðir af flestum sem feng- ust við langtíma-áætlanagerð. Það leið ekki að löngu þar til fjármála- menn vom farnir að nýta sér þessa tækni sem gerði kleift að kanna „hvað-ef?“ daglega í stað mánaðar- lega áður. Hugsanlegt er að þróunin í hermi- tækni fyrir framleiðslukerfí verði á svipuðum nótum. Erlendis era aðdá- endur þessarar tækni nú þegar orðn- ir margir og þeim fjölgar sífellt. Til dæmis er það orðinn viðurkenndur framgangsmáti að athuga hönnun framleiðslukerfa með því að byggja hermilíkan áður en teknar em ákvarðanir um fjárfestingar. Rétt er að taka fram, að enda þótt þetta séu vissulega orðin viðurkennd vinnu- brögð fer því fjarri að þetta sé alltat gert. Þetta mun þó vafalítið aukast eftir því sem hugbúnaður verður auðveldari viðfangs án þess að það sé á kostnað getunnar og ekki síður eftir því sem fólk lærir meira um notagildi hermitækni. Sennilegt er að notkun hermilík- ana fyrir framleiðslukerfi muni ekki vera bundin við réttlætingu á flár- festingu í framtíðinni heldur nýtist þessi tækni einnig fyrir daglegan rekstur. Hugsanlega munu fram- leiðslustjórar og jafnvel verkstjórar geta athugað hver áhrif endurskoð- aðrar framleiðniáætlunar munu verða, hvaða áhrif stöðvun tiltekinna véla mun hafa, eða eitthvað annað sem stilla þarf af í daglegum rekstri. Sá tími mun koma að kleift verður að kanna „hvað-ef?“ stöðugt í fram- leiðslunni, rétt eins og gert er varð- andi fjármál með töflureiknum. Niðurlag Tölvulíkön eins og hér hefur verið rætt um eiga eftir að breyta hug- myndum manna um áætlanagerð og skipulagningu. Tölvulíkön verða jafn ómissandi og hver önnur tækni eða aðferð við framleiðslustjórn. Þeir sem em vantrúaðir ættu að taka til at- hugunar hvernig töflureiknirinn „sló í gegn“ í fjármálaheiminum. Hermi- tækni minnkar kostnað, sparar fjár- muni fyrirtækisins og umfram allt er hún skynsamleg. Höfundur er verkfræðingur og iðnráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra á Blönduósi. FRAMLEIÐSLUHERMAR — Myndræn framsetning hermiathugunar. Starfsmenn Húsnæðis- stofnunar hafa keypt hönnunardeildina NOKKRIR starfsmenn hönnunardeildar Húsnæðisstofnunar keyptu í byijun febrúar starfsemi deildarinnar og hafa stofnað um hana hlutafé- lagið Hús og ráðgjöf. Að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar, forstjóra Húsnæðisstofnunar var hönnunardeildin rekin með um 5-10 milljóna halla sl. tvö ár en árin þar á undan var hún með hagnað. Hins vegar hafði deildin töluverð innanhúsverkefni. Sigurður segir að rekstrar- kostnaður stofnunarinnar lækki talsvert við sölu deildarinnar en á móti komi svipuð lækkun á rekstartekjum. Alls unnu 8 starfsmenn í hönnun- ardeild Húsnæðisstofnunar sem var formlega lögð niður þann 1. febrúar sl. „Það var samdóma álit einkavæð- ingamefndarinnar, ráðuneytisins og okkar að besta leiðin til að tryggja það að þau verðmæti sem hér væru fyrir hendi væri í því fólgin að starfs- fólkin tæki við þessari starfsemi og greiddi fyrir hana það sem samkomu- lag yrði um,“ sagði Sigurður. „Það er skemmst frá því að segja að þessi niðurstaða fékkst. Fólkið kom sér saman um að stofna félag sem það hefur nefnt Hús og ráðgjöf hf. Þetta fyrirtæki tekur við þeim verkefnum sem hönnunardeildin var með á sín- um snæmm. Teiknistofan er ennþá hér í húsinu en innan fárra vikna mun hún verða flutt annað.“ Starfs- fólk deildarinnar var með ýmis verk- efni í miðjum klíðum og kemur til með að halda áfram vinnu við þau á nýju stofunni. „Ég held að hönnunardeildin hafí unnið sitt starf með prýði en ég er þeirrar skoðunar að hennar tími hafi verið að baki Það á frekar að styðja við bakið á þeim verkfræðingum og arkitektum sem eru starfandi víðs- vegar í landinu þannig að þeir nái þar fótfestu," sagði Sigurður E. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.