Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLA ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 23 Mikill áhugi í lestrarkeppninni miklu í Villingaholtsskóla Allir eru með, jafnvel þau ólæsu byijuð að lesa HAFSTEINN Karlsson er skólastjóri í Villingaholtsskóla og einnig formaður Samtaka fámennra skóla, en Villingaholts- skóli, sem telur 37 nemendur, er einn af fámennari grunnskól- um landsins. Morgunblaðið hafði samband við Hafstein í gærmorgun til að leita fregna hvernig þátttaka í lestrarkeppn- inni miklu væri í skólanum. „Allir taka þátt í keppninni, jafn- vel þau ólæsu voru byijuð að lesa í morgun,“ sagði Hafsteinn. „Áhuginn er geysimikill. Það var farið að ræða um keppnina strax fyr- ir helgi og mörg krakkanna komu klyfjuð af bókum að heiman í morg- un. Hafsteinn segir að fijáls lestrar- tími sé daglega í skólanum. „Þá eiga allir að lesa í 10-15 mínútur. Meðan á keppninni stendur munum við lengja þennan lestrartíma eitthvað, til að gera krökkunum auðveldara fyrir.“ Kennsla í öllum deildum Villingaholtsskóli fékk styrk úr þróunarsjóði til að gera móðurmáls- kennsluna heildstæðari. „Lestur er kenndur í öllum bekkjardeildum, en segja má að lestrarkennslan færist smám saman frá móðurmálskennslu yfir í lesgreinar. En það þýðir ekki að henda einhveijum námsbókum í samfélagsfræði í nemendur og segja — þið eigið að lesa þetta! Það verður að kenna krökkunum hvernig best er að öðlast skilning á. fræðibókum," segir Hafsteinn. — Krakkarnir komu með bækur með sér í skólann; er ekki skólabóka- safn? „Jú, við erum hér með um 600 bækur og í hverri skólastofu eru um 100 bókatitlar, svo segja má að krakkarnir séu umkringd af bókum. Við getum líka leitað til Lestrarfé- lags Villingaholtshrepps og Héraðs- bókasafnið á Selfossi vinnur mikið með skólanum." Sex ára krakkar í sögugerð „Eitt af því sem við höfum tileink- að okkur í lestrarkennslu er að láta krakkana alltaf skrifa samhliða lestr- arnáminu. Sex ára nemendur hjá okkur byija strax á sögugerð. Ritaða orðið er svo mikilvægt." „Segja má að hér sé nær eingöngu einstaklingskennsla, ekki hóp- kennsla, sem er mjög jákvætt. Yfir- leitt eru ekki fleiri en tólf nemendur saman í bekk og þá 2-3 árgangar saman. Það er auðveldara að kenna svo fámennum hópi og samkennsla kemur vel út, eldri nemendur og lengra komnir styðja hina. I fámenn- um skólum skapast einnig betri tengsl milli nemenda og kennara, einnig milli kennara og foreldra. Hér ríkir góður heimilisandi," segir Haf- steinn um kosti fámennra skóla. Nemendur úr Reykjavík í Villingaholtsskóla, eins og í flest- um sveitaskólum, eru alltaf nemend- ur sem af einhveijum ástæðum hefur verið vísað úr skóla í Reykjavík. „Nemendur sem vísað er úr stórum skólum lenda yfirleitt í sveitaskólum, en það er algjör undantekning ef ■"-nemendum er vísað úr sveitaskólum. Til að ná góðum tökum á lestri og lestrarskilningi þurfa allir góðan frið bæði í umhverfi og sál. Samfé- iagið á einnig að búa betur að barna- fjölskyldum, gefa foreldrum kost á að vera meira heima.“ Elti stúlku og beið við vinnustað hennar UNG STÚLKA leitaði til lögreglunnar á föstudag eftir að maður hafði elt hana á leið til vinnu og staðið lengi fyrir utan vinnustað hennar. Lögreglan handtók manninn, sem reyndist vopnaður hnífi og með leik- fangabyssu. Maðurinn á við geðræn vandamál að stríða. Stúlkan tók eftir manninum þar byssu. Hann gaf þá skýringu á eftir- sem hann gekk á eftir henni og fylgd- ist með henni. Hann tók sama stræt- isvagn og hún, fór úr vagninum á sama stað og stóð svo dijúga stund fyrir utan vinnustað hennar. Stúlkan kallaði á lögreglu, sem hafði afskipti af manninum. Hann reyndist vera með hníf í slíðri við beltisstað og innan klæða bar hann leikfanga- förinni að honum hefði litist vel á stúlkuna, sem hann hafði aldrei séð áður. Maðurinn á við geðræn vandamál að stríða og hefur lögreglan þurft að hafa afskipti af honum áður. Hann var vistaður á geðdeild Land- spítalans. Kjartan Halldórsson frá Bæjum látínn Kjartan Halldórsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd lést sunnudag- inn 7. mars, 75 ára að aldri. Kjartan fæddist 17. júní 1917 á Bæjum á Snæijallaströnd, sonur hjónanna Halldórs Halldórssonar bónda þar og konu hans Þorbjargar Brynjólfsdóttur klæðskera. Hann lauk búfræðinámi við bændaskólann á Hvanneyri 1936, og stundaði nám við íþróttaskólann í Haukadal 1939. Kjartan lauk prófi frá Iðnskóla ísa- flarðar 1956 og sveinsprófi í húsa- smíði þar sama ár. Hann var búsett- ur á Bæjum til 1947 og vann þá jöfnum höndum að jarðabótum í Djúpi og á Homströndum. Hann var tvö ár við skipa- og bryggjusmíði hjá Bárði Tómassyni skipasmið á ísafirði, og byggði hann bryggjurnar á Bæjum og Arngerðareyri. Þá var hann vegaverkstjóri í Snæfjalla- hreppi í nokkur ár, og verkstjóri hjá ísafjarðarkaupstað 1947-52. Hann stóð fyrir húsbyggingum í Hnífsdal og á Isafirði 1952-60, og annaðist rekstur Sjálfstæðishússins á Isafírði 1953-58. Hann fluttist til Reykjavík- ur 1958 og stofnaði þar smurbrauðs- stofuna Brauðborg, sem hann rak í 17 ár, og árið 1961 keypti hann veit- Önnum kafnir nemendur frjálsum lestrartíma í Villinga- NEMENDUR uppteknir við lestur í holtsskóla. Framkvæmdastjóri lestrarkeppninnar miklu Verðum víða varir við mikinn áhuga LESTRARKEPPNIN mikla hófst í gærmorgun með því að rásmerki var gefið á Rás 2. Það voru nemendur í Tjarnarskóla, sem merkið gáfu. Enn er ekki vitað hve margir þátttakendur eru í keppninni, en lausleg könnun í gær benti til þess að víða væri mikill áhugi að sögn Stefáns Jóns Hafsteins framkvæmdastjóra keppninnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Þess má geta, sagði Stefán Jón ennfremur, að bókasöfn hafa brugð- ist vel við, því að vænta má, að útlán aukist mikið, t.d. ætlar bæjarbóka- safnið á Akranesi að nota tækifærið og bjóða börnum fríkort á meðan keppnin stendur. Nokkuð bar á því í gær, að börn í Reykjavík, þar sem skólar hafa ákveðið að vera ekki með, spyrðust fyrir um það hvernig þau gætu tekið þátt í keppninni. Skipuleggjendur segja að bekkjardeildimar þurfi að- hringja. eins að útgvega sér fullorðna ábyrgð- armenn, sem safni saman eyðiblöð- um og sendi niðurstöðu í pósthólf keppninnar. Daglega verður þáttur á Rás 2, þar sem sagt verður frá gangi keppn- innar og þar verður þjónustusími fyrir þá sem hafa fyrirspurnir fram að færa varðandi keppnina. Sagt verður frá keppninni milli klukkan 5 og 6 á daginn á Rás 2 og þar til- kynnt í hvaða númer unnt er að LIFSNAUÐSYNLEG STEINEFNI í RÉTTUM HLUTFÖLLUM FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI. Fæst m.a. í Hagkaup og Kringtusport. VZterkur og k./ hagkvæmur auglýsingamiöill! Kjartan Halldórsson ingastaðinn ísborg við Austurstræti, sem hann rak í 11 ár. Hann stofnaði ásamt konu sinni veitingastaðinn Ingólfsbrunn við Aðalstræti og ráku þau hann þar til fyrir fáum árum. Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Kristín Þorsteinsdóttir frá Áreyrum i Reyðarfirði. PiiM MNNAt Tíminn er eitt þaS verSmætasta í þessum heimi, og því miður virðumst við alltaf hafa of lítið af honum. Skynsamleg leið til að leysa þennan vanda okkar nútímafólks er að fó sér Ericsson Hot Line farsíma. Með því að nota Ericsson Hot Line farsímann getur [dú verið frjóls ferða þinna og sinnt erindum þínum hvar og hvenær sem þér hentar. Ericsson Hot Line er sú lína sem þú treystir ó hvort sem um er að ræða talað mól eða myndræna framsetningu. Einn af mörgum kostum Ericsson Hot Line far- símans er að handfrjóls búnaður er innifalinn í verði símans. Að auki eru margs konar valkostir varðandi aukabúnað svo sem símsvari, sjólfvirk lækkun í útvarpi, auka hótalari, útiflauta og svo mætti lengi telja. Einnig má tengja tölvu og telefax við Ericsson Hot Line farsímann og sérstaka athygli viljum við vekja á Mobifax myndsendinum, handhægum myndsendi sem þú tengir við farsímann án aukabúnaðar. NYHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi a undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.