Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 17 Nokkrir kraftmiklir Finnará frábæru verði! Enn og aftur hefur Brimborg hf. tekist að fá heim bíla á verði sem enginn getur keppt við. í þetta sinn hafa tekist frábærir samningar við söluaðila Daihatsu í Finnlandi. Daihatsu Charade hefur sannað sig á íslandi enda verið mest seldi smábíll hér á landi í 15 ár. Ef þig vantar sparneytinn smábíl þá er Daihatsu Charade vissulega rétti kosturinn. Ef þig vantar líka lipran smábíl sem fáanlegur er með vökvastýri (TX/SG) og sjálfskiptingu (CX/SG) þá verður að segjast eins og er að þar verður Daihatsu Charade aftur að teljast hinn vænlegasti kostur. Ef rekstraröryggi skiptir þig miklu máli og að bíllinn sé ódýr í rekstri þá hafa fáir bílar staðið sig jafn vel á því sviði og Charade, þess má líka geta að hann er með 3 ára ábyrgð og er í lægsta tryggingaflokki. Daihatsu Charade er auk þessa besti endursölubíllinn á markaðnum í dag og má sjá það meðal annars í því að Brimborg hf. er eina bílaumboðið á íslandi sem ALDREI hefur þurft að setja notaða bíla á útsölu! U.884 KP.ámánuð|1. Uppítaka á notuðum bílum er ekkert vandamál hjá Brimborg! Þrátt fyrir að Brimborg hf. hafi verið eina bílaumboðið sem jók bílasölu á árinu 1992 þá skapaðist ekki vandamál með notaða bíla. Komdu því óhikað með bílinn þinn! Allt glænýir bílar af árgerð '93 og betur búnir en nokkru sinnií Þeir bílar sem eru í þessu tilboði eru allir búnir kraftmestu vél sem finnst í smábílum á markaðnum í dag. Hún er 1300cc, 16 ventla, 90 hestöfl með beinni innspýtingu. Þar að auki eru bílarnir með plusssætum, tveimur hátölurum og loftneti, halogen aðalljósum, stafrænni klukku, bensín- og skottloki opnanlegu innanfrá, öryggisbeltum í aftursæti, fellanlegu aftursæti, hliðarlistum á hurðum, speglum báðum megin, vösum í hliðarhurðum o.fl. Charade Ts 3 dyra, 5 gíra árgerð 1993 kostar frá 798.000 ki stgr. kominn á götuna. Daihatsu Charade er fáanlegur 5 gíra með vökvastýri eða sjálfskiptur með vökvastýri. FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.