Morgunblaðið - 09.03.1993, Page 12

Morgunblaðið - 09.03.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Verðlaun í samkeppninni eru ferð fyrir heilan bekk ásamt kennurum til Færeyja. Verðlaun afhent í skóla- samkeppni um Færeyjar NORRÆNA húsið í Reykjavík og Norðurlandahúsið í Færeyjum efndu fyrir nokkru til sérstakrar kynningar í skólum á íslandi. Öll ellefu ára börn í skólum landsins fengu sendan sérprentaðan bækl- ing um Færeyjar, og einnig var ráðist í samkeppni um nemenda- vinnu með Færeyjar. Gefið var frjálst í hvaða mynd skólar skiluðu sýnishornum af vinnu nemenda, en beðið um að formið hentaði sýn- ingu sem sett hefur verið upp í Norræna húsinu í tengslum við dag- skrá Færeyskra daga í marsmánuði. Fyrstu verðlaun hlaut 6.A í Myllubakkaskóla í Keflavík. Margir skólar fengu lánað efni og nutu ráðgjafar í tengslum við nemendavinnu þessa, en alls sendu 14 bekkjardeildir frá 11 skólum, alls staðar af landinu, inn gögn. Barst dómnefndinni, sem skipuð var Jan Klovstad, forstöðumanni Norð- urlandahússins í Færeyjum, Kirstin Didriksen, lektor í dönsku við Há- skóla íslands, og Sigurlinu Svein- bjamardóttur, skólamálafulltrúa Norræna hússins, myndverk, vegg- spjöld, bæklingar, ritgerðir, ljóð, frásagnir, hljómbönd og myndbönd. í fréttatilkynningu frá nefndinni segir að ákaflega erfítt hafí verið að velja einn vinningshafa, og því hafí verið ákveðið að allir bekkir sem tóku þátt í samkeppninni fái senda viðurkenningu í formi gjafar. Verk vinningshafa eru sýnd í bókasafni Norræna hússins, en önn- ur verk verða sett upp um miðjan mars og þá verður skólum boðið sérstaklega ac" koma í heimsókn í húsið. Einnig er vonast til að hluti af sýningunni geti orðið farandsýn- ing og farið um landið, og sumt jafnvel gagnast sem kennsluefni um Færeyjar í skólum. 6.A í Myllubakkaskóla var afhent verðlaun sín, sem var m.a. ferð fyr- ir allan bekkinn ásamt tveimur kennarum til Færeyja í boði Flug- leiða og Norðurlandahússins í Fær- eyjum, laugardaginn 6. mars síðast- liðinn, þegar dagskrá færeyskra menningarhátíðar var sett í Nor- ræna húsinu. VORIÐ KALLAR ______Leiklist_______ Hávar Sigurjónsson Fúría, Leikhópur Kvennaskól- ans í Reykjavík, sýnir: Vorið kallar eftir Frank Wedekind. Leikstjóri Viðar Eggertsson. Leikmynd og búningar leikhóp- urinn. Lýsing Kári Gíslason. Sýnt í Gamla Verslunarskólan- um við Grundarstíg. Leikritið Vorið kallar er eitt af helstu tímamótaverkum í sögu þý- skrar leikritunar. Það er skrifað árið 1891 en fékkst þó ekki fært á svið óstytt og óbjagað fyrr en töluvert eftir lok seinni heimsstyij- aldar. Það þótti siðspillandi, dóna- legt, byltingarkennt. Nasistarnir froðufelldu ef minnst var á það. Allt bendir þetta til þess að um gott leikrit sé að ræða. Verkið var þó frumsýnt í Berlín árið 1906, þar sem Max Reinhardt leikstýrði og Wedekind lék hlutverk grímuklædda mannsins. Þrátt fyrir að verkið hefði mátt þola harkalega ritskoðun var uppfærsla Reinhardts leikin nær 700 sinnum næstu 20 árin með fjöldamörgum breyting- um á leikendahópnum að sjálf- sögðu. Vorið kallar er verk ungs manns um ungt fólk. Ungt fólk sem er að vakna til lífsins og finnur kyn- hvötina gera vart við sig, en einnig - og það skiptir ekki síður máli - er það að vakna til vitundar um umhverfíð, byija að skynja sjálft sig í samfélagi við annað fólk. Þessi hlið á „Vorinu“ er hinn ljúfsári, angurværi tónn sem dýpkar stöð- ugt er líður á verkið og verður í lokin að harmþrungnum slætti. Vakning unga fólksins er svo kæfð og kramin í moldinni af fullorðna fólkinu - skólakerfínu og fjölskyld- unni fyrst og fremst - þar sem járnaga er beitt til að beygja ungl- ingana til hlýðni við hina einu réttu hugsun og stefnu, þ.e. að verða að fullorðinni manneskju sem sker sig ekki úr hópnum. Innsti kjami þessa verks fjallar um ótta þjóðfélagsins við tilfinningalegt frelsi einstakl- ingsins, ótta sem brýst út í grimmd- arlegri bælingu á tilfinningum unglinganna og um leið sýnir We- dekind okkur afleiðingarnar; full- orðna fólkið sem er nánast tilfínn- ingalega lamað. Þrátt fyrir að íslenskt þjóðfélag ársins 1993 sé um margt ólíkt Þýskalandi keisaratimans fyrir 100 árum, er þó margt í þessu leikriti sem snertir enn samviskuna og vekur upp spumingar um hvort við séum orðin svo miklu þroskaðri í mannlegum samskiptum þrátt fyrir öll rafmagnstækin. Ekki síst verður áleitin ádeila Wedekinds á refsi- löngun þjóðfélagsins yfír óhörðnuð- um unglingum. Þetta er sígilt leik- rit sem á fullt erindi við okkur öll í dag. Leikhópurinn Fúría flytur þetta verk af dugnaði, þó segja verði að á köflum sé unnið meira af vilja en mætti. Sérstaklega var skýrleika í framsögn ábótavant og skar sig þar enginn frá öðrum nema þær Þórhildur Ýr Valsdóttir í hlutverki Wendlu og Brynja Þorgeirsdóttir í hlutverki Elsu og skólastýmnnar. Þá gerði Víðir Oli Guðmundsson vel í hlutverki Moritz en framsögn- in vann stundum óþarflega á móti honum. Ýmislegt í þessu leikriti er einn- ig þess eðlis að ef skortir á skilning leikendanna verður úr hálfgerður óskapnaður. Með því opnast líka dymar að asökunum um siðleysi verksins. Ýmsar breytingar og styttingar sem leikstjórinn hefur gert til að sníða verkið að þörfum leikhópsins em heldur ekki til þess fallnar að gera áhorfendum léttara fyrir með skilning á upprunalegu samhengi. Má þó segja að í sumum tilfellum bijóti nauðsyn lög og í heildina er það ánægjuefni að leik- hópurinn hafi valið að taka þetta áleitna verk til sýninga. ♦ ♦ ♦------ Norræna húsið Færeyskir dag- ar 6.-14. mars Þriðjudagur 9. mars: Kl. 12.30. Kvikmyndin „1700 meter frá framtíðina“ eftir Ullu Boje Rasmussen. Kl. 17.00. Fyrirlesturinn „For- oysk myndalist" eftir Bárð Jákups- son. Kl. 20.30. Tónleikar með Emst Sondum Dalsgarð flautuleikara og Johannes Andreassen píanóleikara. Verk eftir Beethoven, Debussy, Kr. Blak, S. Rasmussen, P. Taffanel, Ib Norholm og Fr. Kuhlau. Barokktónlist í r FLUGLEIÐIR 4» Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 18. mars 1993 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10 gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðal- fund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif- stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 11. mars kl. 14.00. Dagana 12. til 17. mars verða gögn afgreidd frá kl. 09.00 til 17.00 á fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. Hallgrímskirkju í KVÖLD, þriðjudaginn 9. mars, verða haldnir tónleikar í Hall- grímskirkju kl. 20.30 þar sem leiknir verða fjórir virtúósa-kon- sertar fyrir blokkflautu og strengjasveit eftir Telemann og Vivaldi. Flytjendur eru CamiIIa Söderberg blokkflautuleikari ásamt Bach-sveitinni í Skálholti. Á seinustu árum hefur verið að mótast sérhæfð hljómsveit í flutn- ing barokk-tónlistar í Skálholti. Keppt er að því að búa hana upp- runalegum hljóðfærum og hefur Þjóðhátíðarsjóður síðastliðin fjögur ár veitt styrk til hljóðfærakaupa. Á tónleikunum í kvöld verður leikið á fíðlu, lágfíðlu, knéfíðlu (selló) og bassafíðlu í eigu sumartónleikanna en einnig á sembal, sem er í eigu sóknarprestsins í Skálholti. Camilla Söderberg leikur á hljóðfæri sem smíðuð eru af blokkflautusmiðnum Adrian Brown. Sænski fíðluleikar- inn Ann Wallström er er konsert- meistari Bach-sveitarinnar, en aðrir í sveitinni eru Lilja Hjaltadóttir, Svava Bernharðsdóttir, Ólöf Sess- elja Óskarsdóttir, Páll Hannesson, Helga Ingólfsdóttir og Snorri Öm Snorrason. ------♦ ♦ ♦------ Herranótt sýnir Drekann LEIKFÉLAG Menntaskólans í Reylqavík, Herranótt, setur upp leikritið Drekann eftir Jewgeni Schwartz. Leikstjóri er Hallmars Sigurðsson og leikmynda- og búningahönnuður er María Vals- dóttir. Leikritið er pólitísk háðsádeila og var skrifað 1942. Frumsýning var 1. mars og sýningar standa til 14. mars. Sýniningar verða í Tjam- arbæ (gegnt Ráðhúsinu) og hefjast kl. 20. (Fréttatilkynning) HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Bútasaumur Kennari: Bára Guðmundsdóttir. 16. mars til 20. apríl. Þriðjudaga kl. 19.30-22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. i j ■ — i . *« • —r * i —. • ■_ i _

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.