Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Framtíð framhaldsskólans eftir Pálínu Jónsdóttur í framhaldsskólann sækir yfir 85% hvers árgangs. Flestir stefna á stúdentspróf, af því að þeir telja öruggast að halda leiðum opnum til framhaldsnáms. Auk þess þykir stúdentspróf eftirsóknarvert í þjóð- félaginu. Samkvæmt athugun á einum árgangi, f. 1969, höfðu 34,6% hans lokið stúdentsprófi að 6 árum liðnum en aðeins rúm 10% lokið iðnnámi eða einhvetju starfs- námi. Þriðjungur hafði hætt án prófs. Af þessum tölum má ráða að námsframboð framhaldsskólans hentar ekki nema hluta þeirra nemenda sem þangað sælq'a. Sér- stakt áhyggjuefni er hve fáir fara í iðnnám eða annað starfsnám og ljúka því, miklu færri en í ná- grannalöndum okkar þar sem góð verkmenntun er talin undirstaða hagsældar. Eitthvað er að mörgu þarf að breyta í framkvæmdaáætlun mennta- málaráðuneytisins Til nýrrar aldar sem kom út 1991 er sett fram sem meginmarkmið: „Allir nemendur í framhaldsskólum eigi völ á fjöl- breyttu bóklegu og verklegu námi sem höfðar til þeirra og þeir ráða við. Námið sé mislangt og tengist heilstu sviðum atvinnu- og menn- ingarlífs á hveijum tíma. Allir eigi þannig kost á starfsmenntun, ýmist í framhaldsskólum eða há- skóla.“ Þessu markmiði átti að ná m.a. með fjölbreyttara námsfram- boði, aukinni námsráðgjöf og með því að gefa nemendum kost á að útskrifast með framhaldsskóla- prófi eftir t.d. 2ja ára nám. En þessi framtíðarsýn varð aldr- ei að veruleika og framhaldsskól- inn var í biðstöðu meðan nefnd á vegum nýrrar ríkisstjómar vann að mótun menntastefnu. Áfanga- skýrsla þessarar nefndar mennta- málaráðherra er nýkomin út og þar með rammi að skólastarfi á grunn- og framhaldsskólastigi. Eftir er að móta innihald og á því veltur allt. Framhaldsskólinn á enn að vera fyrir alla. Til þess að það séu ekki innantóm orð þarf skólinn mikið að breytast. Hann þarf að stórauka framboð á verklegu og starfstengdu námi. Hann þarf að miðla fræðilegri þekkingu sem nýtist til háskóla. Hann þarf að byggja upp sjálfs- traust nemenda með fjölbreyttum viðfangsefnum sem höfða til áhuga einstaklingsins og hæfa getu hans. Hagur og velferð nemandans verð- ur að sitja í fyrirrúmi annars er borin von að námið beri árangur og nýtist eins og til er ætlast. Breyttar áherslur Á undanfömum árum hefur ver- ið reynt að hafa nám sameiginlegt og eins fyrir alla svo lengi sem kostur er og átti það að tryggja öllum sömu möguleika til mennt- unar. í áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu er réttilega bent á að engin úttekt hafí farið fram á ágæti og árangri þessarar stefnu eða framkvæmd hennar yfírleitt. Samt sem áður skal nú breyta til í von um betri árangur. Einkennandi fyrir þessa nýju menntastefnu em samræmd próf, sem notuð verða til leiðsagn- Pálína Jónsdóttir ar/flokkunar og námsaðgreining, þ.e. að skipuleggja nám og kennslu eftir þörfum nemenda á unglinga- stigi og í framhaldsskóla. í tengsl- um við það er stefnt að eftirliti og gæðamati til þess að fylgjast með því hvaða árangri breyttar áherslur skila. Það er fagnaðarefni að nú skuli gert ráð fyrir að skólastjórnendur og starfsfólk eigi kost á faglegri ráðgjöf og skipulegri aðstoð við að bæta skólastarfíð. Auðvitað verður það dýrt en þar sem nefnd- in leggur mikla áherslu á þennan þátt verður að treysta því að pen- ingar fáist og ekki verði látið nægja að meta þá þætti sem auð- veldast er að mæla. „Vonandi næst sátt um menntastefnu til lengri tíma svo hægt sé að byggja upp skynsamlegt og markvisst skólastarf. Um það þurfa allir, sem bera hag nem- enda fyrir brjósti, að sameinast og gera kröfu til að staðið verði við fögur fyrir- heit og hvergi kastað höndum til fram- kvæmdarinnar.“ Mismunandi námsleiðir í framhaldsskóla Grunnskólanum á að ljúka með samræmdum prófum og á grund- velli þeirra á að beina nemendum inn á mismunandi námsleiðir í framhaldsskóla: fomám, gagn- fræðanám eða það sem nefnt er í áfangaskýrslunni námsbrautir framhaldsskólans. Þær á að skipu- leggja í samræmi við lokamarkmið hverrar brautar og námstími getur verið allt frá einni önn upp í fímm eða sex ár. Samræmd próf í móðurmáli og stærðfræði eru orðin hefð en eðli- legast er að draga um hvaða aðrar námsgreinar koma til prófs og til- Norræna óskastöðin mín NDC - The Nordic Dream Channel eftir Stig Örjan Ohlson í lok áttunda áratugarins var mikið um það rætt á vettvangi nor- ræns samstarfs hvort Norðurlöndin ættu að standa sameiginlega að gervihnattarsjónvarpi. Þetta voru mjög framsækin áform á þeim tíma, jafnt tæknilega sem menningarpóli- tískt séð. Líkt og blaðamenn hafa haldið fram að undanfömu þá var fyrst og fremst einn stóran galla að fínna á hugmyndinni um Nord- sat. Hún var of snemma á ferðinni. Það voru margar ástæður fyrir því að verkefnið fór út um þúfur. Norræn verkefni hafa ávallt haft tilhneigingu til þess að fara út um þúfur þegar veisluræðunum lýkur, raunveruleikinn tekur við og hefjast á handa við að framkvæma. Skand- inavisminn í kringum 1864 og sú staðreynd að Dönum var engin að- stoð veitt skömmu síðar í barátt- unni við Prússa er bara eitt gamalt dæmi. Pólitískar aðstæður á þeim tíma sem Nordsat var til umræðu voru með þeim hætti að við eigum nú þegar mjög erfítt að gera okkur þær í hugarlund. Eitt af vandamálunum var að Finnar óttuðust að hinir sov- ésku grannar kynnu að taka það óstinnt upp að útsendingar myndu einnig nást innan Iandamæra Sov- étríkjanna. Danir hafa ávallt haft áhyggjur af tæknilegum og efna- hagslegum yfírburðum Svía. Lík- lega voru það Norðmenn sem voru jákvæðastir: Nordsat átti líka að aðstoða við að að varpa útsending- um norska sjónvarpsins yfír fyalls- hlíðamar. Lúmskust var kannski hin leyni- lega andstaða þeirra sem í orði sögðust styðja Nordsat-hugmynd- ina, nefnilega norrænu ríkisút- varps- og ríkissjónvarpsstöðvarnar. Allt frá því að fyrstu sjónvarpsút- sendingamar hófust á sjötta ára- tugnum og eftir að útvarpsútsend- ingar fóru að einskorðast nær ein- vörðungu við FM-bylgju höfðu þessi fyrirtæki búið á margan hátt við mjög þægilega einokunaraðstöðu. Að láta þau að mestu leyti bera ábyrgð á úttektinni var að gera sauðkindumar að garðyrkjumönn- um. Þessir garðyrkjumenn fengu dygga aðstoð allskyns menningar- og Qölmiðlavita sem lögðu sig í líma við að vara við þeirri ógæfu sem myndi dynja yfír okkur, fengi fólk sjálft að ráða á hvað það horfði eða hlustaði. Fólk myndi hömlulaust sveifla sér á milli léttmetisins til að forðast allt það sem héti alvara og hámenning. (Raunar frétti ég það hjá einum félagsfræðingnum sem stárfaði með okkur að málinu að kannanir sýndu að það væra aðallega hámenntaðir háskólamenn sem væru vanir að sveifla sér á milli á þann hátt!) Auðvitað var líka ekki síst varað við því að reynt yrði að hafa áhrif á fólk út frá viðskiptasjónarmiðum. Og ef ég man rétt þá tókst samtök- um Ieikara og listamanna að skora sjálfsmark með því að setja upp efnahagslegar hindranir til að koma í veg fyrir að verk þeirra næðu til breiðari hóps á Norðurlöndum. Maður hefði annars ætlað að það væri þeim í hag að ná til fleiri áhorf- enda. En nú er nóg komið að sinni af skýringum og afsökunum á því af hveiju Nordsat varð ekki að veru- leika á sínum tSma. Ég vil hér og nú leggja mitt af mörkum til að endumýja Nordsat-hugmyndina. Hinar piólitísku aðstæður nú ættu ekki að valda neinum erfíðleikum: Finnar hafa sótt um aðild að EB án þess að spyija neinn um leyfi og það sama á við um Svía og nú síðast Norðmenn. Og það sem kannski er mikilvægast: Gervi- hnatta- og kapalstöðvar hafa þegar grafíð undan einokunaraðstöðu nor- rænu sjónvarpsfyrirtækjanna og fjölmiðlafræðingar virðast ekki standa jafn fast á þeirri skoðun að best sé að hafa vit fyrir fólki varð- andi sjónvarpsefni. Ef við lítum á stöðuna á sviði sjónvarpsmála geta mjög margir nú þegar opnað gluggann gagnvart sjónvarpsheiminum upp á eigin spýtur. Þegar litið er út um gluggann getum við séð þýska, enska, bandaríska og. kannski franska, ítalska og rússneska þætti í uppranalegri mynd. Stundum sjáum við jafnvel hollenska þætti og TV Asia sendir út þætti frá Ind- landi og öðrum ríkjum. Það eiga hins vegar mjög fáir kost á að ná norrænum sjónvarpsstöðvum milli- liðalaust. Hvernig stendur eiginlega á því að fjölmiðlaumhverfið er orðið þannig að við getum séð nánast allt nema þætti nánustu nágranna okkar? Þætti sem við gætum haft gagn og gaman af án teljandi tungumálaerfíðleika? Með því að horfa á þessa þætti myndum við þar að auki þjálfa upp skilning á tungumálum grannríkjanna og auka þekkingu okkar á innri mál- efnum þeirra þannig að við fengjum enn meira út úr útsendingum þeirra. Hér er með öðram orðum komið upp kjörið tækifæri fyrir þá nor- rænu hugmyndafræði sem sum okkar þráast við að reyna að halda lifandi. Ég sækist ekki lengur líkt og í lok áttunda áratugarins fyrst og fremst eftir því að dreifa útsend- ingum allra norrænu rásanna til Norðurlandanna í gegnum Nordsat nema þá með sjálfum mér. Það verður eitthvað meira að koma til. Norræna óskastöðin mín er raunar líkari því sem ég hafði efasemdir um þegar ólíkir valkostir vora ræddir á sínum tíma: Sameiginleg norræn sjónvarpsstöð. Vinir mínir (og eins og stendur einnig vinnuveitendur að hluta) hjá Stig Öiqan Ohlsson Norrænu tungumálaskrifstofunni hafa látið gera könnun á tungu- málaáhrifum norrænna sjónvarps- rása. Þetta verkefni var sett á lagg- irnar þegar Scansat og TV 3 vora nýjar af nálinni. Þá virtist enn vera hægt að uppfylla hinar tungumála- Iegu og menningarlegu draumsýnir Nordsat-hugmyndarinnar. Frétta- stofa þar sem töluð yrði danska, norska og sænska var sú nálgun við tungumálahliðina sem er næst sanni, nefnilega að ganga út frá því að um sé að ræða nokkrar meira eða minna skiljanlegar mál- lýskur, sem hugsanlega þarf ein- hveija þjálfun til að skilja að fullu. Textun hins talaða máls getur kom- ið jafnt heyrnarskertum sem þeim sem tala aðrar mállýskur til góða. Það var mitt fyrsta og jafnframt sársaukafyllsta verkefni að skýra frá því að TV 3 hefði brugðist þess- um væntingum. Það er búið að að splundra henni upp í þijár stöðvar, kynna það með stuttum fyrirvara. Gagnrýni á samræmdu prófin hef- ur m.a. verið sú að kennsla í efstu bekkjum grunnskólans stjórnist of mikið af þeim og aðrir þættir skóla- starfs séu vanræktir. List- og verk- greinar, sem allir viðurkenna að séu mikilvægar fyrir alla, verða t.d. oft algjörar aukagreinar. Margir kennarar framhalds- skóla hafa fundið sárt til þess hve mikill hluti nemenda velur sér al- mennt bóknám án þess að ráða við það á fullnægjandi hátt. Brott- fallið er því mikið og margir þurfa að endurtaka áfanga eða heilsvetr- ar nám. Með því að flokka nemend- ur eftir árangri á grannskólaprófi er hægt að bjóða þeim námsleiðir sem henta þeim betur en það sem nú er völ á og gera þannig kennsl- una markvissari og árangursríkari. Inntak þessa náms er eftir að móta. Fomámið þarf t.d. að vera fjölbreytilegt og taka mið af því sem best er gert á því sviði núna. Það viðhorf kemur líka fram hjá nefndarmönnum og er nauðsynlegt að ekki verði frá því hvikað. Illa uppbyggt fomám er verra en ekk- ert. Og hvað verður um þá nemend- ur sem ekki ná tilskildum árangri í fomámi? Huga verður að úrræð- um fyrir þá. Nýmæli í þessari áfangaskýrslu er gagnfræðinám, eins árs nám í kjamagreinum og valgreinum sem geta verið mismunandi eftir skól- um. Þessu námi á að ljúka með framhaldsskólaprófi sem á að opna nemendum ýmsar leiðir. Þama er tækifæri fyrir skólana til að móta margvíslegt nám. Nemendur fá líka umþóttunartíma í eitt ár við þroskandi viðfangsefni. Að því loknu hafa þeir kannski áttað sig betur á áhugamálum sínum og námsgetu. Þessi námsbraut er lítið útfærð en tekið mið af hugmyndum að nýrri námsbraut í Flensborgarskól- í DK, N og S. Ég bauðst í staðinn til að velta vöngum yfír því hvemig best væri að haga málum á „nor- rænu óskastöðinni minni" varðandi tungumálin. Vinnuveitandi minn er víst ennþá að íhuga þessa tillögu sem miðar að því að fylla upp í hið svarta gat menningarlandfræðilegs umhverfis okkar, með gervihnattar- sjónvarpsstöð sem myndi dreifa því besta sem einokunarfyrirtækin (nú’ eru þau víst kölluð „public service- stöðvar") hafa upp á að bjóða í bland við eigin framleiðslu — frétt- ir og ýmislegt annað sem uppfyllir hæstu gæðakröfur. Þessi norræna gæðastöð — gæði hljóta að vera mikilvægari magni því annars á þessi stöð enga mögu- leika í fjölmiðlaheimi dagsins í dag — mætti gjarnan vera svo lítið há- fleyg. Hún verður að geta lokkað til sín hámenntað fólk sem sveiflar sér á milli stöðva. Takist henni það ætti hún að fá það mikla umfjöllun að hún myndi einnig lokka til sín hinn almenna áhorfenda, sem þegar upp er staðið er ekki svo almennur. Stöðin yrði líka andlit Norðurlanda- þjóðanna gagnvart Evrópu og um- heiminum. Textun og tungumál er að hluta til spuming um tækni, en tæknin býður, eða mun brátt bjóða, upp á valfrelsi: Maður ræður því sjálfur á hvaða tungumáli maður vill texta þáttinn ef maður vill þá texta hann á annað borð. Fjármögnunin felur í sér tækni- leg vandamál sem takast verður á við. Hinir fjársterku norrænu vís- inda- og menningasjóðir ættu að geta iagt sitt af mörkum til menn- ingar og vísinda með því að veita fé í stofnkostnað. Mörg norræn menn- ingarverkefni hafa tekist mjög vel, s.s. Menningarsögulega alfræði- orðabókin fyrir miðaldir á Norður- löndum og ritröðin Norræn menn- ing, sem kostuð voru af slíkum sjóð- um. Þessi tillaga er enn ekki fullmót- uð en ég vonast til að geta velt af stað snjóbolta sem brátt verður að snjóflóði almenningsálitsins til stuðnings norrænu óskastöðinni. Höfundur er dóscnt í Norðurlandamálum við Kaupmannahafnarháskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.