Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 11
MORGUhJBLAÐIÐ. l>R»)JUÐAGUJÍ/9. MAR? 1991! ou UTAN VIÐ TÍMANN _________Leiklist_______________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið: Stund gaupunn- ar. Höfundur: Per Olov Enquist. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd/búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Stund gaupunnar, ögurstundin utan hins sýnilega heims; tíminn sem fellur ekki inn í það kerfí sem allt líf okkar snýst um, er stundin sem tilheyrir þeim sem passa ekki inn í ramma laga, reglna eða sið- fræði samfélagsins. Hún er 25. stund sólarhringsins. Og þar lifir „Drengurinn" í Stund gaupunnar — í stund villidýrsins. Hann er vistaður á hæli fyrir geðsjúka afbrotamenn; hefur myrt gömul hjón að tilefnislausu, að því er virðist. Það eina sem þau höfðu unnið sér til saka var að búa í húsi afa hans, húsi sem Drengur- inn ólst upp í, og þegar hann kom til að finna aftur kærleika hússins, vildu þau ekki leyfa honum að vera. Á hælinu er Drengurinn í hönd- um ungrar konu, sem er í verkefn- ishópi frá háskólanum, sem hefur skipt sjúklingunum á staðnum upp í rannsóknarhóp og samanburðar- hóp til að komast að því hvers vegna þeir hafa framið glæpi sína; hvaða hvatir liggja þar að baki og hvaða mannlegar tilfinningar vant- ar í þetta fólk. Hún er verkefnis- hópstjóri og er að leita að vísinda- legum niðurstöðum, tekur sér for- sendur utan úr blánum, að því er virðist, og með því að skipta sjúkl- ingunum niður í hópa og reyna að finna atferlismunstur, ætlar hún sér að finna niðurstöðu sem hún virðist hálfpartinn hafa ákveðið fyrirfram. Hún hefur í rauninni ekki gefið sér þær forsendur að hún er með ólíka einstaklinga í höndunum; einstaklinga sem hafa ólíka reynslu og hver sitt persónu- lega tilfmningalíf. Hún reynir að þvinga allt inn í „hóphugsun", og þegar hlutirnir ganga ekki eins og hún ætlaði sér að láta þá ganga, færast sjúklingarnir milli hópa og til verður nýr hópur, áhættuhópur, jafnvel þótt þar sé einn einstakl- ingur. Hún getur bara hugsað í hópum. Þegar hún svo siglir í strand vegna þess að hún finnur ekki það sem hún er að leita að hjá Drengn- um kallar hún til eldri konu, kven- prest sem á að komast að því hvers vegna hann myrti gömlu hjónin. Það er það eina sem hún vill vita; það eina sem hún þarf á að halda til að rannsóknarhópurinn geti ver- ið lukkulegur. Hún hefur verið að stríða við þetta verkefni í langan tíma; upp- lýsingarnar ætlar hún að fá með góðu, eða illu og því miður verður hið illa ofan á hjá henni. Hún hlust- ar ekki á eitt einasta orð sem Drengurinn er að segja; hún kref- ur, ásakar, álasar, dæmir — og heyrir ekki svörin sem hún leitar, vegna þess að hún er ekki að hlusta. Heilabúið í henni er svo upptekið af hóphugsun og flokkun- um og sjálfhverfri þrá eftir að verða stórt nafn í vísindalegum sönnunum, að hjartað er gaddað; utan við kerfí þeirrar mennsku sem hún leitar í Drengnum. Út frá mannlegu sjónarmiði, er hún ekk- ert betri en hann; mennska hennar er jafnmikið utan við tíma og kerfi hins mannlega. Hún er sjálf villi- dýr, en hefur — öfugt við Drenginn — vísindalegt leyfi til þess. Enda er svo komið að hún veit ekki að hve miklu leyti hún og rannsóknar- hópur hennar bera ábyrgð á því hvernig mál hafa þróast. Þau ætl- uðu að finna tilfinningar sem féllu að vísindunum, en þegar hún kem- ur að tilfinningum Drengsins, kann hún ekki leikinn. Kvenpresturinn kemur með hjartað og hlustar á veröld Drengs- ins, notar síðan höfuðið til að vega og meta það sem hann segir. En hún er heldur ekki að leita að ástæðunni fyrir því hvers vegna hann myrti gömlu hjónin. Hún til- heyrir ekki rannsóknarhópnum og er því óhrædd við það sem hún finnur. Öfugt við Ungu konuna óttast hún ekki að það sem hann segir megi að einhverju leyti rekja til ómannúðlegra vísindaaðferða „gáfaðra" háskólaborgara. Og Drengurinn á æði flókna sögu. I húsinu hans afa bjó kær- leikurinn. Þar var lífið, með rósa- beijarunnum og froskum; hvort tveggja jafnmikils virði í huga Drengsins, hvort tveggja jafnfal- legt, hvort tveggja líf sem bar að varðveita af kærleika. Utan seil- ingar — þama utan við húsgarðinn — voru snjóbreiður, hinn kaldi heimur, sem Drengurinn hélt út í, réð ekki við og sneri til baka með hörmulegum afleiðingum. „Stund gaupunnar" er hörkuvel skrifað leikrit. Siðferðilegar og trú- arlegar vangaveltur eru svo vel skrifaðar inn í leikritið að þær snerta hveija taug í manni um leið og þær krefjast hugsunar og það er ekki hægt að gleyma þessu verki þegar gengið er út af sýningunni. Það er hrein snilld að geta sett saman þvílíkan texta, án þess að prédika. Per Olov Enquist fléttar saman táknsæi sem rambar á mörkum draums og veruieika, þar sem draumurinn er hið mennska en veruleikinn hið ómennska; innra líf mannsins er utan allra kerfa og tilheyrir því 25. stund sólar- hringsins. Og maður stendur upp og spyr; hvað er veruleiki. Eins og við þekkjum hann í dag, er veruleikinn það sem hægt er að sanna vísindalega — það sem við sjáum með augunum pg heyrum með eyrunum og við sjáum bara og heyrum það sem fellur inn í 24 stunda kerfið. Það er jú vísinda- lega viðtekið kerfi, um það getum við verið örugg. Ingvar Sigurðsson leikur Dreng- inn og sannar enn einu sinni að hann er afburðaleikari. Ég hef séð allar sýningar sem hann hefur leik- ið í frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum og leyfi mér að fullyrða að hann á fáa sinn líka. Það er sama hvort hann leikur æringjann Pétur Gaut (ungan), drykkfellda ungmennið í Kæru Jelenu, sögumann í Stræti eða geðsjúka afbrotamanninn í Stund gaupunnar; hvergi ber skugga á túlkun hans á þeim persónum sem hann leikur. Næmi Ingvars fyrir öllum smáatriðum sem gera per- sónur heilar, lifandi og trúverðug- ar, er með ólíkindum; hvert svip- brigði, hver hreyfing og raddbeit- ing er unnið af þvílíkri nákvæmni að hann rígheldur athygli áhorf- andans, jafnvel þótt aðrir eigi leik. Þannig er það einnig í þessari sýn- ingu. Ingvar skilar innra lífi Drengsins fullkomlega, með öllum þeim tilfinningasveiflum sem þar krauma; hatrinu á móðurinni, ást- inni á afanum, óttanum við menn- ina — sem heyra en hlusta ekki og skilja eigið tungumál, kærleik- anum til kattarins og froskanna, sem þekkja ekki tungumálið, en heyra allt og skilja. Það er jú bara Ingvar E. Sigurðsson í Stund gaupunnar. hægt að vera í tilfínningasambandi við dýrin — vitsmunalegt samband er útilokað. Og nú er allt sem til- heyrir kærleikanum horfið; húsið, afinn, froskarnir og kötturinn Valli. Ingvar „er í hlutverkinu“ alla sýninguna. Hann dettur aldrei út úr því til að hlusta á kvenpersón- umar fara með textann sinn. Því miður hafa þær Lilja Þóris- dóttir (í hlutverki ungu konunnar) og Guðrún Þ. Stephensen (í hlut- verki kvenprestsins) ekkert í Ingv- ar og því verður heildarmynd sýn- ingarinnar dálítið brotin, hvað leik- inn varðar. Kvenpresturinn verður bara dálítið armæðulegur sögu- maður, en unga konan verður taugaveiklaður rannsóknarhóp- stjóri. Mér fannst hvorug þeirra ná að skapa lifandi persónu. Jafn- vel þótt þær séu fulltrúar fyrir ólíkt gildismat sem á að varpa ljósi á gerðir Drengsins og forsendur eru þær engu að síður persónur í leik- riti um lifandi fólk. Það er ekki nóg að læra bara textann og draga sig síðan svipbrigðalaust í hlé, þegar hans nýtur ekki lengur við; andstæður þeirra heima sem verk- ið fjallar um verða ekki eins sterk- ar; sú togstreita sem er í verkinu milli þessara þriggja einstaklinga verður fremur máttlítil og afleið- ingarnar fyrir kvenprestinn (sem hættir prestskap eftir þessa stund með Drengnum), verða illskiljan- legar. Það kemur fram í textanum að hún hafi loksins skilið undrið, náð Guðs og kærleika, sem Dreng- urinn sannar fyrir henni að liggur utan við mannleg kerfi. Hún getur því ekki áfellst hann fyrir eða reynt að telja hann af því að fyrirfara sér. Hún getur ekki lengur gengist inn á túlkun hinnar mennsku kirkju á guðdómnum og tekið að sér að dæma um lifendur og dauða. Guðrún var svo „passív“ í hlut- verki kvenprestsins að hún virtist ekki eiga í neinni innri baráttu þegar lífsstarf hennar molnaði á þessari ögurstund. Lilja var hins vegar svo yfirdrifin í hlutverki ungu konunnar að það var ótrú- verðugt að manneskja af þessu tagi fengi að eiga samskipti við svo veikan einstakling mánuðum, jafnvel árum saman. Á milli þess sem hún „tók flog“ fannt mér hún detta út úr hlutverkinu í stellingar sem áttu greinilega að túlka ör- væntingarfulla manneskju í upp- gjöf, en voru jafnyfirdrifnar og textaatriðin hennar. Brotalöm leikstjómarinnar finnst mér liggja í þessum tveimur persónum. Áherslan í sýningunni er öll á Drengnum; hann hreyfir sýninguna um sviðið — þær eru mjög staðar. Afleiðingin verður sú að spennu skortir í sýninguna; hún dettur dálítið niður í hvert sinn sem athyglin beinist ekki að Drengn- um. Á köflum kvenprestsins jaðrar við að maður missi áhugann og kaflar ungu konunnar verða þreyt- andi mjög fljótlega. Mér finnst þetta of gott verk til að leyfa svo miklu misvægi og rofi í átökum persónanna að standa. Styrkur leikstjórnarinnar felst hins vegar í mikilli nákvæmnisvinnu við hlut- verk Drengsins. Þar fellur hvergi skuggi á. Leikmynd og búningar eru mjög einföld; hrár og kaldur klefi Drengsins. Hún fellur vel að verk- inu, tekur ekkert frá því og gefur því leikurunum mikið svigrúm til að túlka persónurnar á sterkan, myndrænan hátt. Þegar það gerist ekki, verður leikmyndin eyðileg og þarmeð rýrnar heildarkonseptið enn frekar. Það sama á við um lýsinguna. Útlit sýningarinnar fínnst mér falla vel að verkinu, en gengur ekki alltaf upp í sýning- unni. Þrátt fyrir þetta misræmi er Stund gaupunnar góð sýning. Hlutverk Drengsins er það stórt og verkið það vel skrifað að þegar upp er staðið hefur stundin í leik- húsinu verið mjög ánægjuleg og skilið mikið eftir. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlfusson, Ennisbraut 1. Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf., Aöalgötu 32. Akureyri: Ljósgjafinn, Reynishúsinu, Furuvöllum 1 Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: NorÖurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. Reyðarfjöröur: Rafnet, BúÖareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13 Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfétag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c </> D ga 0*0* g<0 O: 3 D C ð o* Q < 3S: oS Q Q' u 3 7? q£ Q^ D a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.