Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 24

Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 N-Kóreumenn æfir út af heræfingu í Suður-Kóreu Tókýó. Reuter. KIM Jong-il, yfirmaður hers Norður-Kóreu, hefur lýst yfir „hálfgildings stríðsástandi" í öllu landinu í dag vegna árlegr- ar heræfingar Bandarikja- manna og Suður-Kóreumanna sunnan við landamæri kóresku ríkjanna. „Alvarlegt ástand hefur verið skapað í landi okkar þar sem stríð gæti blossað upp hvenær sem er vegna sameiginlegrar árásaræf- ingar heija bandarísku heims- valdasinnanna og suður-kóresku leppklíkunnar," sagði í yfirlýsingu Kims Jong-ils, sem er sonur Kims Il-sungs, forseta Norður-Kóreu, og hefur verið tilnefndur arftaki hans. Bandarísk og suður-kóresk stjómvöld segja að heræfíngin sé aðeins liður í vömum Suður- Kóreu. Fréttaskýrendur segja að kommúnistastjómin í Norður- Kóreu hafi alltaf bragðist ókvæða við þessum árlegu heræfíngum en spennan sé þó sérlega mikil nú vegna kröfu Alþjóðakjamorku- málastofnunarinnar um að fá að senda eftirlitsmenn til að kanna meinta kjamorkuframleiðslu Norður-Kóreumanna. Sljómin í Norður-Kóreu vísar því á bug að hún hafí hafíð framleiðslu kjam- orkuvopna og neitar að taka við eftirlitsmönnunum. ■/' • *xr„. ; A ' '.■*••. Jt ' ■ ■^cr' . ,'i , ;•■. 4 ' í , ' ' ■*’/ -V' * ' \ -'Sr . l •■ Reuter Heræfingin undirbúin SUÐUR-KÓRESKIR hermenn á æfingu á suðausturströnd Kóreu í gær. Sameiginleg heræfing Suður-Kóreumanna og Bandaríkja- manna hefst við landamærin að Norður-Kóreu i dag. „Hvalastríð- ið“ við Noreg hefst í apríl Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKI hefur enn verið ákveðið hve marga hvali verður leyft að veiða í sumar í atvinnuskyni en hvalfangarar í Norður-Nor- egi mega þó byrja vísindaveiðarnar í næsta mánuði. Þá mun hefjast það, sem sumir kalla „alþjóðlegt hvalastríð“, með Norðmenn í aðalhlutverkinu. Tore Haug hjá Fiskveiða- og físk- eldisstofnuninni í Tromsö segir í viðtali við Aftenposten, að vísinda- veiðamar hefjist líklega um miðjan apríl og muni ná yfír þijú fjögurra vikna tímabil frá apríl fram í sept- ember. Kvótinn 300-800 dýr „Okkur hafa borist hótanir frá mörgum hvalverndarsamtökum og höfum gert okkar ráðstafanir af þeim sökum,“ segir Haug og telur best, að blöðin segi sem minnst um þessi mál. Heldur hann því fram, að sum þeirra hafí gengið erinda hvalverndarsinna í fyrra. Haug leggur áherslu á, að vís- indakvótinn verði dreginn frá heild- arkvótanum en hann verður trúlega ákveðinn í maí að loknum ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hafa vís- indamenn áður lagt til, að hrefnu- kvótinn verði á bilinu 300 til 800 dýr af alls 86.700 í stofninum. 136 hrefnur rannsakaðar Steinar Bastesen, formaður fé- lags hvalveiðimanna, mun taka þátt í vísindaveiðunum á skipi sínu „Havliner“ en alis verða 136 hrefn- ur skotnar í þessu skyni. Verður fyrst og fremst hugað að fæðuvali hrefnunnar og að hve miklu leyti hún er í samkeppni við manninn um fískinn í sjónum. Verða rann- sóknimar kostaðar að nokkra leyti með því að selja hrefnukjötið í versl- unum. í fyrra vora skotnar 95 hrefnur í rannsóknarskyni en þá reyndi grænfriðungaskipið „Solo“ að hindra veiðarnar. Lét áhöfnin á „Nybræna“ frá Lófót grænfriðunga elta sig fram og aftur í þokunni við Vardö þannig að þeir höfðu engin áhrif á sjálfar veiðamar. Grænfrið- ungar þóttust hins vegar hafa farið mikla „sigurför". -------» ♦ --------- Finnland Die Welt um sigur repúblikana og græningja í Hessen Neyðarkall sem gæti haft áhrif á landsvísu Bonn. Reuter. HÆGRIFLOKKUR repúblikana og græningjar unnu mjög á I sveitarstjórnarkosningxim í þýska sambandsríkinu Hess- en á sunnudag. Stóru flokkarnir töpuðu, jafnaðarmenn þó mestu eða 8,4% af fylgi sínu miðað við síðustu kosningar og virðast repúblikanar hafa tekið mest frá þeim. Tap jafn- aðarmanna var mun meira en kannanir höfðu sýnt og ávinn- ingur sigurvegaranna einnig mun meiri. Viðbrögð margra jafnaðarmanna vora þau að hvetja til þess að flokk- urinn markaði sér ákveðnari stefnu gagnvart ríkisstjóminni. „Við meg- um ekki sætta okkur við neinn niður- skurð á velferðinni, atvinnuleysis- eða vaxtabótum," sagði Hans Eich- el, jafnaðarmaður og forsætisráð- herra í Hessen. Bjöm Engholm, leið- togi flokks jafnaðarmanna, tók i sama streng. Helmut Kohl, kanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata, taldi á hinn bóginn að kjósendur hefðu verið að mótmæla endalausu reiptogi á þingi sem ekki gæti náð samkomulagi um mikilvægustu mál landsmanna. Þess vegna ættu jafn- aðarmenn fremur að draga úr kröf- um sínum. Óvæntúrslit Þessi óvæntu úrslit era skýrð með því að allt að helmingur kjósenda hafí í könnunum ekki viljað láta uppi hug sinn. Kjörsókn var aðeins rúm- lega 71 af hundraði, hin lélegasta frá 1948. Repúblikanar fengu 8,3% atkvæða, græningjar 11% en jafnað- armenn 36,4%. Kristilegir demó- kratar misstu 2,3% fylgi, fengu nú 32 af hundraði. Hinn stjómarflokk- urinn, Fijálsir demókratar, fékk 5,1%. Búist hafði verið við mun meira tapi kristilegra en dagblaðið Die Welt sagði þá ekki geta andað létt- ar, ríkisstjóm þeirra hefði ekki leyst á viðunandi hátt þann vanda sem sameiningin við austurhéruðin hefði valdið. Kosningaúrslitin væra ekki aðeins íhugunarefni. „Þetta eru hættumerki, neyðarkall sem getur haft áhrif á landsvísu," sagði blaðið í forystugrein. Repúblikanar lögðu áherslu á tvö málefni; skort á ódýra húsnæði og hömlur á innflutning fólks frá öðrum löndum. Talið er að úrslitin sýni að margir kjósi að tjá sig ekki fyrr en í kjörklefanum en láti þar í ljós and- úð á innflytjendum. Franz Schönhu- ber, leiðtogi flokksins, er frá Bæjara- landi, fyrrverandi liðsforingi í SS- sveitum Adolfs Hitlers, og mjög and- vígur frekari samrana ríkja Evrópu- bandalagsins. Hann hefur fengið mikið persónulegt fylgi í skoðana- könnunum. Nær helmingur kjósenda segist hins vegar hvorki vilja Kohl eða Engholm í stól kanslara. Álitið er líklegt að þeir Gerhard Schröder, forsætisráðherra jafnaðarmanna í Neðra-Saxlandi, og Wolfgang Schaiible, talsmaður kristilegra á þingi, reyni senn að taka völdin, hvor í sínum flokki. Barschel-málið Engholm er nú í miklum vanda þar sem nýjar upplýsingar eru taldar benda til þess að jafnaðarmenn hafí ekki haft jafn hreinan skjöld og talið var í sambandi við hneyksli sem upp kom fyrir nokkrum áram og endaði með því að Uwe Barschel, leiðtogi Kristilegra í Slésvík-Holtsetalandi, heimaríki Engholms, fannst látinn á hóteli í Sviss 11. október 1987. Talið er að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Það var aðstoðarmaður Barschels Pfeiffer að nafni sem kom hneykslinu af stað með því að segja fjölmiðlum frá vafasömum aðferðum yfírmanns síns í kosningabaráttunni sumarið 1987. Nú hefur Jansen, þáverandi flokksformaður jafnaðarmanna í Kiel, viðurkennt að hafa greitt Pfeif- fer 50.000 mörk á árunum 1988 og 1989. Mörgum fínnst skýringin sem hann gefur ótrúleg en hún er sú að Pfeiffer hafí gengið erfíðlega að fá vinnu eftir hneykslismálið og því hafí hann þurft á stuðningi góðra manna að halda. Fram hefur komið undanfarna daga að Engholm hefur ekki sagt sannleikann opinberlega um vitneskju sína um tengsl jafnað- armanna við Pfeiffer. MiiHikandi stuðning- ur við EB Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. STUÐNINGUR I Finnlandi við aðild landsins að Evrópubandalag- inu, EB, minnkar stöðugt. Sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var um helgina vilja nú aðeins 40% aðild en 38% eru á móti. Könnun- in var gerð eftir að aðildarviðræð- ur bandalagsins við Finna, Svia og Austurríkismenn hófust í byij- un febrúar. Vinsældir EB hafa minnkað ört frá því að Finnar sóttu um aðild að bandalaginu. í maí sl. vora 61% fylgj- andi aðild en 27% á móti. Óákveðnir era nú 21% en vora þá 12%. Stjómvöld vona að hægt verði að ljúka viðræðunum nógu fljótt til þess að Finnland geti orðið EB-ríki frá áramótum 1995-1996. Fyrir þann tíma verður þjóðin þvi að greiða at- kvæði um aðildarsamning en í ljósi áðumefndra kannana þykir nú tví- sýnt um úrslitin. Það eru einkum liðs- menn Hægriflokksins sem styðja EB; 70% þeirra segjast vilja aðild. For- maður flokksins, Pertti Salolainen, ráðherra utanríkisviðskipta, er um leið eins konar Evrópumálaráðherra í samsteypustjóm borgaraflokk- annna. Andstæðingamir era mjög öflugir í Miðflokki Eskos Ahos forsætisráð- herra, nær helmingur flokksmanna er andvigur aðild. Aðeins kjósendur Vinstribandalagsins, flokks fyrrver- andi kommúnista, eru ákveðnari en 68% þeirra eru á móti. Otraust vopnahlé í Afganistan Kabúl. Reuter. NOKKRUM klukkustundum eftir að leiðtogar stríðandi fylkinga í Afganistan undirrituðu friðar- samkomulag í Pakistan á sunnudag féllu þrír óbreyttir borgarar í eldflauga- og fallbyssuárás í höfuðborginni Kabúl. 25 særðust að auki. íbúar Kabúl virtust ekki uppnæmir fyrir nýja samkomu- laginu en sögðust þrátt fyrir slæma byrjun vona að deiluaðilar héldu orð sín. I samkomulaginu er kveðið á um að starfandi forseti, Burhanuddin Rabbani, sitji áfram í hálft annað ár en við emb- ætti forsætisráðherra tekur ofstækisfullur bók- stafstrúarmaður, Gulbuddin Hekmatyar, sem bar- ist hefur við stjórnvöld undanfarna mánuði. -Þúsundir manna hafa fallið í átökum stjórnarliða og liðsmanna Hekmatyars sem er leiðtogi heittrúar- flokksins Hezb-i-Islami. Þriðjungur borgarbúa í Kab- úl, um hálf milljón manna, er flúinn. í baráttunni við innrásarlið Sovétmanna og leppa þeirra sneru skæralið- ar yfirleitt bökum saman en innbyrðis átök hófust þegar eftir að kommúnistastjómin í Kabúl féll. Matvæli hömstruð „Eg vona að þeir óttist Guð, að þeir fyrirgefi gaml- ar syndir og standi við það sem þeir hafa heitið og taki þannig tillit til saklausrar þjóðarinnar," sagði kaupmaður í Kabúl um friðarsamninginn. Gjaldmiðill landsins snarhækkaði í verði er fréttist um samkomu- lagið og örtröð varð á útimörkuðum Kabúl er fólks flykktist þangað til að kaupa nauðsynjar á borð við mat og eldsneyti meðan vopnahlé væri við lýði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.