Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Færeyjaferð Biskups Islands Gagnrýndur fyrir danska predikun HERRA Ólafur Skúlason biskup hefur verið gagnrýndur í fær- eyskum blöðum fyrir að predika á dönsku en ekki á færeysku eða íslensku við messu í Dómkirkjunni í Þórshöfn í Færeyjum 21. febrúar síðastliðinn. Biskup flutti bænir og blessun á ís- lensku, tilkynningar á færeysku en predikaði á dönsku og segist hann hafa gert það að ósk Hans Jacob Joensen biskups yfir Færeyjum. I grein sem Ami Dahl kennari við Kennaraskólann í Færeyjum og bók- menntamaður skrifaði í nokkur fær- eysk blöð um helgina, segir hann að með predikun sinni hafí biskupinn yfir íslandi fært Færeyinga aftur til þess tíma að vera amt í Danmörku. „Þetta er óhæft og andstætt hinni félagslegu norrænu arflegð, sem ís- lendingar og Færeyingar einir Norðurlandaþjóða hafa varðveitt og gera enn,“ segir í greinunum. Þá segir: „Biskup Islands hefur vafalaust skrifað predikun sína á sínu eigin móðurmáli, vildi hann ekki eða gat ekki predikað á íslensku hefði eins verið hægt að þýða predikun hans á færeysku eða skandinavísku. Nú fer svo biskupinn yfir Færeyjum til íslands til að halda guðþjónustu. Hann getur ekki gert okkur þá skömm, að tala dönsku í íslensku höfuðborginni. Geri hann það, er það tákn um að við Færeyingar erum ekki aðeins efnahagslega, heldur einnig menningar og málsögulega, danskt amt.“ Mikil vonbrigði Ólafur Skúlason biskup sagði að þetta væru sér mikil vonbrigði. „Heimsóknin til Færeyja var einstak- Kasparov vann Anand Kasparov heirftsmeistari vann Indveijann Anand í níundu umferð stórmótsins í Linares í gær. Önnur markverð úrslit voru þau að Karpov lagði Ljubojevic. Kasparov og Karpov eru nú efstir með 6 'h vinn- ing hvor. Anand sem var efstur er dottinn niður í þriðja sætið með 6 vinninga. Salov er ijórði með 5 v. lega vel heppnuð og ánægjuleg," sagði hann. „Ég heyrði eina konu kvarta undan því að öll messan var ekki á íslensku. Það er fyrst núna að ég les í blaðinu ósk um að ég hefði messað á færeysku. Það er gjörsamlega ómögulegt og ekki hægt á svona stuttum tíma. Það var nógu erfitt að koma tilkynningum til skila á því sem átti að vera færeyska, hvað þá heilli predikun." Biskup sagði að aldrei hefði verið minnst á annað en að hann talaði á skandinav- ísku, þar sem Færeyingar skilja ekki lengur íslensku en að hann hefði vilj- að hafa bæn og blessun íslensku. „Færeyski biskupinn og ég erum sammála um að láta þetta ekki varpa skugga á samvinnu kirknanna," sagði hann. Óréttmæt gagnrýni Hans Jacob Joensen biskup yfir Færeyjum, sagði að gagnrýni Ama Dahl væri óréttmæt. „Ég held að mjög fáum Færeyingum fmnst Ólaf- ur Skúlason biskup hafa móðgað Færeyinga með því að predika á skandinavísku,“ sagði hann. „Ég hef rætt við marga og sumum finnst að hann hefði átt að predika á íslensku og það má hver og einn hafa sína skoðun á því en enginn hefur minnst á að Færeyingar hafi verið móðgað- ir.“ Hann sagðist tvisvar áður hafa séð um guðþjónustur fyrir íslenska presta og talaði annar þeirra skand- inavísku en hinn sænsku og engum fannst það tiltökumál. „Þessi krafa er ansi langsótt eða verður Græn- landsbiskup ef til vill að tala græn- lensku þegar hann kemur til Fær- eyja svo að við móðgumst ekki?“ spurði hann. „Ég tók þátt í færeysku hátíðinni í Norræna húsinu í gær og þar fluttu þrír Færeyingar erindi og töluðu skandinavísku til þess að sem flestir skildu hvað fram færi.“ MorgunDiaoio/övemr Neyðarmóttaka opnuð FRÁ opnun neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítalans, Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir, Sharon Capeling-Alakija forsljóri UNIFEM, Guðrún Agnarsdóttir umsjónarlæknir neyðarmót- tökunnar, frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Hallvarður Einvarðsson rikissaksóknari. Tilraunaverkefni á slysadeild Borgarspítalans Neyðarmóttaka opnuð fyr- ir fómarlömb nauðgunar NEYÐARMÓTTAKA fyrir fórnarlömb nauðgunar hefur verið opnuð á slysadeild Borgarspítalans. Þangað geta allir leitað sem orðið hafa fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. I ávarpi Guðrúnar Agnarsdóttur umsjónarlæknis móttökunnar, kom fram að um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða og verður starfið þá endurmetið. Samanlagður fjöldi kærðra nauðgana og annarra brota gegn kynfrelsi kvenna á árunum 1985 til 1990 var frá 20 til 37 á ári. Guðrún sagði að neyðarmóttök- unni hafi verið valinn staður á slysa- deild vegna þess að þar er vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins og þar vinnur fólk með mikla reynslu í því að sinna áverkum af ýmsu tagi. Þetta er ekki sérstök deild heldur nýr þáttur í starfsemi slysadeildar, sem hefur verið sérstaklega undirbú- inn. Ráðgjöf og læknisskoðun Meðal annars voru haldin tveggja daga námskeið, sem voru skipulögð af konum í Stígamótum fyrir starfs- fólk slysadeildar og rannsóknarlög- reglumenn. í móttökunni stendur til boða end- urgjaldslaus ráðgjöf og stuðningur, læknisskoðun og -meðferð auk rétt- arlæknisfræðilegrar skoðunar. Enn- fremur aðhlynning og dvöl á neyð- armóttökunni í allt að sólarhring ef þörf krefur og aðstoð ef ákveðið er að kæra brotið. Þá er boðið upp á læknisskoðun 2 vikum, 12 vikum og 6 mánuðum eftir að brotið var fram- ið til að sinna hugsanlegum afleið- ingum nauðgunarinnar. Mun starfs- fólk slysadeildar greiða fyrir þeim sem til neyðarmóttökunnar leita og vísa þeim áfram til annarra stuðn- ingsaðila. Stuðningur í neyð „Þau sem hafa orðið fýrir nauðg- un eða tilraun til nauðgunar þurfa ekki að bíða en ganga fyrir öllum öðrum sem koma á slysadeild, nema þegar um líf og dauða er að tefla,“ sagði Guðrún. „í starfi neyðarmóttö- kunnar er sú stefna lögð til grund- vallar allri meðferð og aðhlynningu að þau sem þangað leita mæti skiln- ingi, hluttekningu og hlýju. Það við- horf verður haft að leiðarljósi að til- gangur neyðarmóttöku sé að styðja manneskju í neyð og að orð hennar séu ekki dregin í efa. Það er ekki hlutverk starfsfólks neyðarmóttöku að dæma í málinu en fyrst og fremst að veita stuðning og meðferð eftir þörfum og safna sakargögnum.“ Með tilkomu neyðarmóttökunnar hefur aðkomu slysadeildar verið breytt þannig að þeir sem þangað leita bera upp erindið við hjúkrunar- fræðing á bak við plastskerm og án þess að heyrist um alla biðstofu. Sharon Capeling-Alakija framkvæmdasljóri UNIFEM Aðstoð við konur skilar sér aftur til miklu fleiri „ÞEGAR við aðstoðum konur við að byggja upp ræktun og önnur störf, þá erum við um leið að bæta fram- tíð miklu fleiri. Konur láta börnin sín strax njóta góðs af, geta til dæm- is sent þau í skóla og þannig hefur aðstoð okkar í raun margföld áhrif,“ sagði Sharon Capeling-Alakija, framkvæmdastjóri UNIFEM, sem er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna til styrktar konum í þróunarlöndum. UNIFEM er sérdeild innan Þróunarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna og var sjóðurinn stofnaður í upphafí kvennaáratugarins. „Sjóðnum var upphaflega komið á fót að tilstuðlan kvennaráðstefnunnar í Mexíkó árið 1975,“ sagði Sharon. „Árið 1984 var reksturinn kominn í það horf, sem hann er nú í. Við erum með skrifstofur í 11 lönd- um og vonandi bætast tvær við á þessu ári. UNIFEM hefur unnið að 800 verkefnum í eitt hundrað löndum og nú eru 400 verk- efni í gangi.“ Tvíþætt verkefni Sharon sagði að verkefni sjóðsins væru í raun tviþætt. „Við styðjum beint við bak- ið á konum, sem eru að reyna að byggja upp sjálfbæra atvinnu og reynum einnig að finna nýjar leiðir fyrir þær. Dæmi um slíkt verkefni er að fínna í Indlandi. Þar höfum við aðstoðað 500 konur við að koma á fót silkirækt. Þær rækta trén, sem silki- ormamir lifa á og geta að sjálfsögðu selt framleiðslu sína. Um leið höfum við aðstoð- að þær við að rækta grænmeti, sem þær þurfa ekki að selja, heldur geta fætt fjöl- skyldu sína á. Þannig batnar hagur fíöl- skyldunnar og það hefur einnig sýnt sig, að komlr láta íjölskylduna njóta góðs af þeim peningum sem þær eignast, til dæmis með því að kosta börnin í skóla. Karlmönn- um í þessum löndum er hættara við að eyða peningunum í ýmislegt annað, til dæmis sjónvarp, farartæki eða eitthvað slíkt. Aðstoð við konur hefur því keðjuverk- andi áhrif.“ Sharon sagði að Alþjóðabankinn hefði nú hrint af stað miklu verkefni, sem væri ætlað að auka silkirækt á Indlandi. „Við lögðum mikla áherslu á að UNIFEM kæmi inn í það verkefni, til að tryggja að hugsað væri fyrir hag kvenna. Þannig gátum við sannfært bankann um að það yrði mun meiri árangur af verkefninu ef konurnar fengju að taka þátt í því, vegna þeirra keðjuverkandi áhrifa sem ég nefndi áður. Þetta verkefnl getur náð til milljóna kvenna á Indlandi og við höfum þegar þjálfað starfsmenn Alþjóðabankans vegna þessa verkefnis. Við ætlum að fylgja þessu eftir til enda og gæta þess að konur fái sömu tækifæri og karlar." Hugsað til enda Sharon nefndi dæmi um verkefni af þess- um toga, þar sem stór hjálparstofnun ákvað að sjöfalda maísframleiðslu í Mexíkó. „Þar var ekki gætt að því hvaða hlut konurnar áttu í vinnslunni. Karlarnir ruddu landsvæð- ið og konurnar plöntuðu og sáu um upp- skeruna. Það var því í þeirra verkahring að þreskja kornið og mala. Þeim vannst hins vegar alls ekki tími til að þreskja og mala sjö sinnum meira korn en áður. Þarna var ekki hugsað fyrir því að verða þeim úti um vélar, svo þær gætu haft undan og sjöfalda maísuppskeran rotnaði því að mestu. í þessa gryfju viljum við ekki falla og því gætum við að því að fólki sé gert kleift að nýta sér til fullnustu þá möguleika sem aðstoð okkar við það gefur,“ sagði Morgunblaðið/Sverrir Framkvæmdastjórinn Sharon Capeling-Alakija, framkvæmda- stjóri UNIFEM. Skaron Capeling-Alakija, framkvæmda- stjóri UNIFEM. Hér á landi er íslandsdeild UNIFEM starfrækt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- maður Islandsdeildarinnar, sagði að hún tæki nú þátt í verkefnum í Perú og Ekvad- or, þar sem konur væru aðstoðaðar við ræktunarverkefni, allt frá sáningu til mark- aðssetningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.