Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 nmmm „Hvoá attu >/)&, ab Þau séu e&zerb Lik þér?Asni geiuréu verib!þetta eru&gi" í guðanna bænum Hanna. Fyrst þér er svona illa við nágrann- ana, getur þú ekki látið eins og þér séu ekki til? Ó, nú get ég heyrt í útvarps- fréttunum hversu mikiis virði hún er! Jltarguiilribifrife BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Osannindi Ólafs Ragnars Frá Björgólfi Stefánssyni: í FYRSTU viku aðventu birtist á skjánum formaðurinn Ólafur Ragn- ar Grímsson. Ekki var að sjá annað , en hann kynni vel við sig að vanda í fjölmiðlaljósinu. Þótti fleirum en mér viðstöddum, hann venju fremur stórtækur í ósannindavaðli sínum. Get ég því ekki látið hjá líða að hafa uppi nokkurt andóf, þar sem ég hefí ekki fram að þessari stundu séð fullyrðingum hans hnekkt af mér færari mönnum, en við því hefí ég þó búist nú um hríð. Það atriði í hans málflutningi, sem hér er vakin athygli á, var með þeim hætti, að manni ofbýður sú lítils- virðing, sem hann sýndi hinum al- menna borgara og sjónvarpsáhorf- anda, þegar hann hélt því fram, að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði klúðrað álmálinu, sem allir vita að er alrangt, sem mest má verða. Alþjóð veit, að Jón Sigurðs- son hefur gert allt fram á þennan dag, sem í hans valdi hefur staðið til þess að koma þessu máli í höfn, en það árar ekki beint vel á álmörk- uðum heimsins um þessar mundir vægast sagt. Þarf ekki lengra að fara en til Straumsvíkur, til að sjá hvernig dæmin standa þar þessa stundina. Öllum er þetta ljóst, líka drengskaparmanninum Ólafí Ragn- ari, sem gat ekki stillt sig og kaus að koma höggi á pólitískan and- stæðing og takið eftir fyrrverandi samráðherra, sem ekki var við- staddur til að bera hönd fýrir höfuð sér. Nú kemur upp í hugann mynd- in af manninum, sem í ræðustóli Alþingis tjáði_ sig með orðunum skítlegt eðli. Á hinn bóginn gerist ég ekki vamarmaður Jóns Sigurðs- sonar. Þess er ekki þörf. Hann hef- ur alla burði til að verjast árásum Ólafs Ragnars. Jón Sigurðsson er og hefur verið góður fulltrúi íslend- inga í þessu álmáli og þar koma fleiri við sögu en bara hann, þegar upp Verður staðið. Það fer ekki á milli mála. En hér hefur orðið frest- un á fullnaðarsamningum í bili og um orsakimar leikur enginn vafi, eins og allir vita sem vilja. Má furðulegt teljast, að með köldu blóði skuli borið á þennan vel hæfa for- ustumann álmálsins, að hann hafi klúðrað því máli. Það fer enginn fram á, að Ólafur Ragnar Grímsson fínni orðum sínum stað, af þeirri einföldu ástæðu, að það getur hann ekkj. Á gamlársdag komu formenn stjómmáláflokkanna eða fulltrúar þeirra saman í Perlunni til borð- halds og umræðna. Því miður missti ég af þessari samverustund þeirra að mestu, nema lokunum. Ég hjó eftir, að Davíð Oddsson átti í erfið- leikum með að tjá sig, vegna þess að Ólafur Ragnar tók sífellt fram í fyrir Davíð forsætisráðherra og gat auðsjáanlega ekki beðið eftir, að hann lyki máli sínu. Ég heyrði að Davíð þurfti að tvítaka í sitt hvort skiptið: „Maðurinn vill ekki hlusta." Fulltrúi Kvennalistans, sem ég held að hafí verið Ingibjörg Sól- rún, lét heldur ekki sitt eftir liggja í frammítökum. Hér er um að ræða skort á mannasiðum og ætti þetta fólk að vita betur, því að orðaskil á útvarpi og sjónvarpi heyrast ekki, a.m.k. hjá mörgu eldra fólki, tali fleiri en einn í einu. Ég er t.d. kom- inn yfír sjötugt og fínn orðið vel fyrir þessu. Þótt þeir menn séu til meðal okkar íslendinga, sem vilja vama öðrum máls í ræðu og riti og undir ýmsum kringumstæðum, má þar á árum áður benda á komm- únista, meðreiðarsveina Ólafs Ragnars Grímssonar. Munu menn það lengi í minnum hafa, þegar Hjörleifur nokkur Guttormsson kom frá námi í Austur-Þýskalandi og lét þess getið, að allar umræður í okk- ar þjóðfélagi, ættu ekki að fara fram nema á grundvelli sósíalism- ans. Hvílíkur boðskapur og viðbjóð- ur. Vel man ég Ólaf Ragnar formann í ræðustóli Alþingis fyrir ekki löngu síðan. Hann hafði notað ræðutíma sinn rúmlega, sem ekki væri í frá- sögu færandi, ef Salome Þorkels- dóttir, forseti Alþingis, hefði ekki hringt bjöllum til merkis um, að ræðutími Ólafs væri úti. Þá sneri hann sér við í pontu að Salome, sem menn muna og sýndi Alþingi og forseta þá óvirðingu, að hafa uppi þau orð, að hann talaði eins og sér sýndist. Einstaklega gáfulegt að halda, að það myndi ganga eftir. Ég vona að Salome hafi ekki kikn- að í hnjáliðum, sem neinu nam, þegar stertimennið Ólafur Ragnar Grímsson setti í brýrnar. Þá hélt Ólafur Ragnar fram þeirri fírru í áheyrn landslýðs í þátttöku sinni í áðurnefndu áramótaborð- haldi, að fýrrverandi ríkisstjórn hefði komið á þjóðarsáttinni svo- kölluðu. Þakka bæri henni þann árangur, sem þá náðist. Annað hefðist núverandi stjórn að, voru orð Ólafs. það er rétt að staldra hér aðeins við. Það voru hræddir menn og ráðalausir, sem þá stóðu í stafni og þeirra fley rak stjórn- laust fyrir veðri og vindum á þeim dimmu dögum. En þegar neyðin var stærst kom sending af himnum of- an, en þá birtist bjargvætturinn frá Flateyri, sem menn muna og vissu- lega er alls góðs maklegur fyrir sinn stóra þátt í að koma vitinu fyrir verkalýðsrekendur og þar með að koma í veg fyrir að fjárhagur ríkisins yrði ekki ennþá einu sinni rústaður með verkfallavitfírringu og heimskulegum aðförum að ís- lensku þjóðfélagi. Menn munu nú á útmánuðum minnast dómsins, sem háskólamenn voru að vinna gegn ríkinu, vegna afglapa Steingríms Hermannssonar og svo níðstangarinnar á Stjórnar- ráðstúni með þorskhausnum í enda. Þá kemur upp í hugann, er Stein- grímur fór einförum í Heiðmerkur- göngu út af sama máli að eigin sögn. Með þjóðarsáttinni vérða ánægjuleg þáttaskil í íslenskri verkalýðspólitík, sem menn skyldu draga lærdóm af. Þá var vitsmunum beitt, en ekki afli. Þjóðarsáttin var fýrst og fremst aðilum vinnumark- aðarins að þakka og það stóra blóm verður með engu móti sett í hnappa- gat Ólafs Ragnars Grímssonar, þótt reynt væri í nefndum áramótamið- degisverði. Félagarnir Ólafur Ragn- ar og Steingrímur gátu ekkert og gerðu ekkert annað en að sættast á orðinn hlut. En hroki Ólafs Ragn- ars Grímssonar er engum takmörk- unum háður. BJÖRGÓLFUR STEFÁNSSON, Háholti 13, Keflavík. HOGNI HREKKVÍSI B6 SAT V/ST I STÓLNUM HASÍS. Víkveiji skrifar * Arum saman hafa Morgunblað- inu borizt bréf til birtingar, sem skrifuð eru á sömu ritvélina, fjalla um áþekkt efni en með mis- munandi nöfnum undir sem aldrei eru handskrifuð, heldur vélrituð. Framan af árum var nafnið Guð- mundur Guðmundsson undir þess- um bréfum en seinni árin hin og þessi nöfn. Að undanfömu hafa borizt nokkur slík bréf. Nöfnin, sem sett eru undir þessi bréf eru: Sigríð- ur Sigurðardóttir, Þóruf. 16, Hulda Jónsdóttir, Dúfnahólum 4, Guðrún Sigurðardóttir, Fannborg 1, Kópa- vogi, Sigríður Jónsdóttir, Hring- braut 119, Margrét Sigurðardóttir, Æsufelli 4. Athugun hefur leitt í ljós, að fólk með þessum nöfnum er ekki til í tilgreindum húsum. Ekkert þessara bréfa hefur verið birt og þau verða ekki birt. Höf- undi þeirra og sendanda skal hér með bent á, að tilgangslaust er fyr- ir hann, að senda þessi bréf með þessum hætti. Hins vegar er efni þeirra á þann veg, að komi höfund- ur þeirra fram undir réttu nafni er í fæstum tilvikum nokkuð athuga- vert við að birta þau efnisins vegna. xxx Risna á vegum hins opinbera hefur nokkuð verið til um- ræðu að undanfömu. Víkveiji hefur m.a. bent á, að þessi risnukostnaður verður ekki sízt til á þann veg, að ýmsir hópar og hagsmunasamtök panta móttöku eða málsverð hjá viðkomandi ráðherra. Vísbending um slíka pöntun barst inn á rit- stjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í síðustu viku. Þar var um að ræða dagskrá ársþings iðnrekenda, sem haldið verður á morgun. Lokaatriði dagskrárinnar er: Móttaka iðnaðar- ráðherra, Borgartúni 6. Svona verður risnukostnaður hins opinbera til að verulegu leyti. Forráðamenn Félags ísl. iðnrekenda hafa væntanlega samband við iðn- aðarráðuneytið og minna á að venja sé, að iðnaðarráðherra efni til slíkr- ar móttöku fyrir fulltrúa á ársþingi iðnrekenda. En er nú ekki full ástæða til að breyta út af venjunni bæði í þessu tilviki og öð'rum áþekk- um? Það er kreppa í landinu. Við- komandi ráðherrar geta auðveld- lega hafnað slíkum óskum með ábendingu um, að nú sé nauðsyn- legt að spara í opinbera kerfinu. Ekki skal dregið í efa, að forráða- menn iðnfyrirtækja hafa þegar skorið slíkan ónauðsynlegan kostn- að niður í sínum rekstri en hvers vegna þá að fara fram á hann við ríkið? XXX * Iþessum efnum dugar hvorki fyrir iðnrekendur né ráðherrann að vísa til þess, að kostnaður við slíka móttöku sé svo lítill. Staðreyndin er sú, að risnukostnaður hins opin- bera nemur mörg hundruð milljón- um króna og að hann verður að verulegu leyti til með þessum hætti. Hafí ráðherrar ekki hugrekki til að hafna slíkum beiðnum ættu þeir, sem leggja þær fram að hugsa sig um tvisvar áður en þeir gera það í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.