Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Úr Karlsdrætti við Hvítárvatn. Lengst til hægri á myndinni er Filippus Gunnlaugsson frá Ósi í Stein- grímsfirði. Greinarhöfundur situr næst honum aðeins ofar í brekkunni. Ungi maðurinn, glaðbeitti, sem veifar húfu, er Jóhannes Steinsson, síðar bóndi á Stóru-Heiði í Mýrdal og standandi til vinstri er Helgi frá Brennu. Þessi mynd er frá ferð að Hvalvatni árið 1931 og fylgir hér með til að sýna ferðabúnað sem var algengur á þessum árum. Á myndinni eru talið frá vinstri: Skúli Thorarensen, sem síðar varð mikill athafnamaður í útgerð og landbún- aði, Þórhallur Tryggvason, höfundur þessarar greinar, Árni Benediktsson, síðar forstjóri Mjólkursamsölunnar, Alfreð Búason, síðar verksljóri iðnaðar- deildar ÁTVR, Skúli Magnússon bílstjóri og Sveinn Bergsson, starfsmaður ÁVR. Myndina tók Helgi Þórarinsson, síðar forstjóri SÍF. Ferðin að Hvítárvatni árið 1934 eftirÞórhall Tryggvason í nóvember sl. var þess minnst að Ferðafélag íslands varð 65 ára. Þau tímamót urðu mér ástæða til að rifja upp skemmtiferð félagsins að Hvítárvatni, sem farin var um verslunarmannahelgi árið 1934 og var fyrsta hópferð félagsins í sælu- húsið í Hvítámesi. Þátttakendur voru 70 manns undir fararstjóm Skúla Skúlasonar, ritstjóra. Þetta var furðustór hópur og fannst víst ýmsum að ferðafélagið hefði þama teflt á tæpt vað. Allt fór þó vel. Myndin sem fylgir þessum orðum mínum er úr ferðinni að Hvítár- vatni, nánar tiltekið úr Karlsdrætti. B5HGS. E) Sú r v ( » afhlífðaráklæðum (cover) á bílsæti. Verð frá Ca?ojym^ Þama liggjum við í fjalldrapaprýddri brekku og njótum sólar. Þetta var fyrsta alvöruferð mín inn á hálendið og varð svo sannarlega til þess að hvetja mig til frekari ferða. Ég get rifjað upp svona það sem er minnis- stæðast úr ferðinni. Farið úr Reykjavík síðdegis á laugardegi, eftir vinnu því þá var ekkert laugardagsfrí. Margir bílar og misjafnir. Ég lenti í einum af þeim sem kallaðir vom „kassabílar". Slæmur farkostur þótt einhveijum fyndist honum ekki alls vamað, sam- anber hendingu úr revíuvísu: „það leynist stundum lagleg stúlka í hótum kassabíl.“ Ég sprakk á Bláfellshálsi, þurfti að komast úr kassanum í skyndi. Bílveikin var ekkert skárri en sjó- veikin. Um miðnætti var komið að Hvítá. Engin var þar brúin, hún kom árið eftir. Var feijað yfir ána og var það ærið verkefni að koma öllum hópn- um yfir. Ég tel mig muna það rétt að þama hafí verið nokkrir Tungna- Sendum í póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusta ÍSETNING Á STAÐNUM menn og beðið eftir okkur til að aðstoða mannskapinn. Fóm, held ég, einhveijir yfír á hestum hjálparliðs- ins. Einn maður fór öðruvísi að. Ég tók eftir því að nokkrir menn fóru- niður með ánni stuttan spöl og fóm þar að bjástra eitthvað. Sá ég þar vindsæng verða til úr litlum poka. í fyrsta sinn sem ég sá slíkt fyrir- bæri. Snaggarlegur maður lagðist á sængina á grúfu með nokkurs konar borðtennisspaða í hvorri hendi og aðstoðarmenn hans ýttu honum útí ána. Áin var nú ekkert ógnvænleg að sjá, reyndar, en dijúgur straumur. Maðurinn eins og sveif yfír ána, barst niður eftir henni eitthvað en náði landi hinum megin á ör- skammri stund. Sá sem þama var að verki var einn af stjómarmönnum FÍ, Tryggvi Magnússon, verslunar- stjóri í Edinborgarverslun, kunnur fímleikamaður. r Nýjar, glæsilegar ^ innkaupakörfur í háglans. Allir regnbogans litir LÍÍSPAKK hf. V. umbúðir og afgreiðslukerfi Langholtsvegi 109, símar 687799 - 680722. „í nóvember sl. var þess minnst að Ferðafélag íslands varð 65 ára. Þau tímamót urðu mér ástæða til að rifja upp skemmtiferð félagsins að Hvítárvatni, sem far- in var um verslunar- mannahelgi árið 1934 og var fyrsta hópferð félagsins í sæluhúsið í Hvítárnesi.“ Ég sé núna þegar ég lít í árbók FÍ 1971, bls. 154, að á klett þama hjá vaðinu er greipt eirplata til minn- ingar um Tryggva. Mun vera þama eitthvert samhengi á milli? Erfið var gangan frá Hvítárvaði til sæluhússins í Hvítámesi fyrir þreyttan, illa útbúinn peyja. Varð ég að halda á einhveiju dóti. Þetta er að minnsta kosti tíu kílómetra vegur, greiðfær að vísu. Ég horfði með öfund á sporlétta göngumenn eins og þjóta framúr mér. Loks sást í fyrirheitna staðinn — þetta gullfal- lega sæluhús birtist í gegnum hálf- gegnsætt húmið. En þegar til kom reyndist það sýnd veiði en ekki gef- in. Húsið var orðið alveg troðfullt af sofandi fólki enda klukkan orðin víst fjögur eða fímm að nóttu. Tjöld vom risin allt í kring en ekkert hafði ég tjaldið. Var einn míns liðs og þekktin engan. Lagðist ég með tepp- ið mitt á milli þúfna og sofnaði strax. Veðrið var gott. Sunnudagurinn allur var sann- kallaður dýrðardagur. Veðrið ljóm- andi gott og „allt á móti manni hlær“. Flestir ferðafélaganna gengu í Karlsdrátt. Var það létt ganga, Á slóóum Ferðafélags íslands ekkert að bera. Allmargar kvíslar þurfti að vaða. Fúlakvísl heitir ein en var lítil. Fróðá minnir mig hafí verið þyngst. Karlsdráttur er lítill vogur norður úr Hvítárvatni, skammt austan við nyrðri skriðjökul- inn sem í vatnið fellur. Þarna var gaman að vera. Blómaskrúðið gey- simikið og nálægðin við jökulinn gerir þetta allt svo áhrifamikið. Ég held að jökulsporðurinn hafí verið miklu hærri og brattari þarna fyrir 60 árum en núna. Öðru hvoru brotn- uðu stæðrarstykki úr jöklinum ofan í vatnið og heyrðist druna í fellum. Komið var aftur að sæluhúsinu á sunnudagskvöldið og um nóttina svaf ég vært í góðu tjaldi hjá ein- hveiju vinsamlegu fólki sem skaut yfir mig skjólshúsi. Ferðin í bæinn á mánudaginn gekk ljómandi vel. Komið við í Pjaxa og efri leiðin farin um Laugardal og Þingvelli. Nokkrum dögum seinna kom einhver inn á vinnustaðinn minn í Búnaðarbankanum í Amarhvoli og gaf mér þessa mynd sem er nú eigin- lega tilefni þessarar upprifjunar. Höfundur er fyrrverandi bankasijóri. PULLMASTER - rökréttur kostur MASTER + VÖKVAVINDUR PULLMASTER eru afkastamiklar vökvavindur meö jöfnum vinduhraöa í báöar áttir. Knúnar vökvadrifnum gírmótor. Sjálfvirkar diskabremsur og öryggisbremsa. Innbyggö vökvakæling gegn ofhitun við mikiö álag. Allir snúningsfletir aflokaöir og vinna í olíubaði. Kúlu- og keflalegur á öllum snúningsflötum tryggja langa og áfallalausa notkun meö lágmarks bilanatíðni. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.