Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 09.03.1993, Síða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Endurreisn Alþingis Alþingi íslendinga er eitt elzta þjóðþing veraldar. Þingræðið var höfuðeinkenni íslenzka þjóðveldisins og þing- ræðið er aðal lýðveldisins enn í dag. í gær, 8. marz, voru hundrað og fimmtíu ár liðin frá tilskipun Kristjáns kon- ungs VIII. um endurreisn Al- þingis 1843, en þá hafði þing- hald legið niðri í 43 ár. Fyrstu þingkosningamar fóru síðan fram árið 1844. Þessir atburð- ir voru merkir áfangar í þjóð- frelsisbaráttu Islendinga. Þessara tímamóta er nú minnst á Alþingi með ýmsu móti. Sögufélagið gefur út mikið rit eftir dr. Aðalstein Kristjánsson sem nefnist End- urreisn Alþingis og Þjóðfund- urinn. Allsherjarþing með óskorað löggjafar- og dómsvald um land allt var háð á Þingvöllum við Öxará frá árinu 930 til ársins 1271. Frá þeim tíma og til ársins 1662 deildi Alþingi síðan löggjafarvaldi með kon- ungi. Frá 1662 til 1800 var Alþingi nánast dómstóll, þótt löggjafarvaldi þess lyki ekki að fullu fýrr en um 1700. Al- þingi var síðan lagt niður með konungsúrskurði vorið 1800. Barátta þjóðarinnar fyrir endurreisn Alþingis hófst frá og með þessum konungsúr- skurði. Baldvin Einarsson leiddi baráttuna í riti sínu, Ármanni á Alþingi. Fjölnis- menn og og íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn gegndu og mikilvægu hlutverki í þjóð- frelsisbaráttunni, sem háð var jöfnum höndum heima og heiman. Páll Melsteð sýslu- maður, Þórður Sveinbjörnsson dómstjóri og Bjarni Thorarens- en amtmaður stóðu að undir- skriftum á bænaskrár til kon- ungs um endurreisn Alþingis. Merkur áfangasigur vannst loks, sem fyrr segir, með kon- ungsúrskurði 8. marz 1843. Alþingi starfaði sem ráðgjaf- arþing 1845-1874 og voru verzlunarmál, skólamál, fjár- hagsmál, stjórnskipunarmál og stjómarskrá meðal helztu viðfangsefna þess. Jón Sig- urðsson forseti var frá önd- verðu forystumaður í stjórnar- skrármálum og lengi forseti Alþingis. Þingið fær síðan lög- gjafarvald í íslenzkum sérmál- um árið 1874, ásamt konungi, og íjárveitingavald með stofn- un sérstaks landssjóðs. Fyrstu fjárlögin voru síðan samþykkt árið 1875. Lýðræðislega kjörið löggjaf- arþing er homsteinn fullveldis okkar og þjóðskipulags. Þjóð- skipulag lýðræðis og þingræð- is hefur sína annmarka, eins og önnur mannanna verk, en það er engu að síður fullkomn- asta form mannlegs samfélags sem við kunnum skil á. Það hefur þann höfuðkost að geta þróast frá annmörkum sínum til hins betra með friðsamleg- um hætti fyrir meirihlutaáhrif í fijálsum og leynilegum kosn- ingum. Við nýtum hundrað og fimmtíu ára afmæli endur- reisnar Alþingis bezt með því að styrkja borgaralegt lýðræði og þingræði í landi okkar. Færeyskir dagar Engin þjóð stendur nær okk- ur Islendingum að at- vinnuháttum, frændsemi, menningu og vináttu en Fær- eyingar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að um þessar mundir stendur yfir í Norræna húsinu í Reykjavík umfangs- mikil kynning á Færeyjum og færeysku samfélagi. Þar hefur meðal annars verið sett upp færeysk myndlistarsýning undir heitinu Fimm Færeying- ar. í tilefni þessarar færeysku landkynningar sækja okkur heim góðir gestir, m.a. log- maður og biskup Færeyja, listamenn og stjórnmálamenn. Skammt er og síðan íslending- ar sóttu Færeyjar heim til að kynna land okkar og þjóð þar og styrkja menningar- og við- skiptaleg tengsl þjóðanna. Þessar tvær fámennu ey- og sjávarútvegsþjóðir eiga sem fyrr segir margt sameiginlegt. Veruleikinn í atvinnu- og efna- hagsmálum hefur ort inn í líf þeirra bæði sigurljóð og rauna- bögur. Þær hafa bæði fyrr og síðar þurft að þreyja þorra og góu tímabundinna erfiðleika, en alltaf náð að komast úr hafróti erfíðieikanna á lygnari sjó. Svo mun enn verða. Það er við hæfi á þessum færeysku dögum í höfuðborg Islands að minna á orð Háva- mála: til góðs vinar liggja gagnvegir. Megi þau orð sann- ast í gagnkvæmum heimsókn- um frændþjóðanna, Færey- inga og íslendinga. Tíu sjómönnum bjargað um helgina eftir að Farsæll strandaði við Grindavík og Dalaröst á Húsaflögum við Stykkishólm Áhöfn Farsæls bjargaðist af eigin rammleik Áhöfnin Morgunblaðið/Fn'mann Ólafsson ÁHÖFNIN á Farsæli komin heilu á höldnu heim til útgerðarmannsins sem á reyndar þrjá syni á bátnum. Talið f.v. Lúther Þorgeirsson, Grétar Þorgeirsson skipstjóri, Hafsteinn Þorgeirsson, Þorgeir Þórarinsson, útgerðarmaður og eigandi Farsæls, og Katarinus Jónsson. Á myndina vantar fimmta manninn úr áhöfn- inni, Svein Eyfjörð Jakobsson. Á myndinni til hliðar er Farsæll GK 162 fyrir slysið. Á þurru landi FARSÆLL GK 162 í fjörunni vestan við Hópsnes eftir að hafa rekið þangað. Morgunblaðið/Þorkell Grindavík. FARSÆLL GK 162 missti vélarafl í innsiglingunni tU Grindavíkur sl. laugardag. Fimm manna áhöfn bátsins, þar af þrír synir útgerðarmanns Farsæls, komst af eigin rammleik í land á gúmmíbjörgunarbát en skipið rak upp í fjöruna vestan við Hópsnes. „Það bar ekki á neinu fyrr en ég var kominn inn í sundið og síðan kom fylla á hann og brot undir hann, dekkið fylltist af sjó en hann hreinsaði sig strax. Nú, síðan um hálfri mínútu seinna steindrapst á vélinni. Vélstjórinn hljóp afturí og reyndi að setja hana í gang og ég úr stýrishúsinu, allt hvað af tók. Það gekk ekki og vélin fór aldrei í gang. Báturinn hélt hins vegar stefnunni alveg þangað til hann strandaði," sagði Grétar Þorgeirs- son, skipstjóri á Farsæli í samtali við Morgunblaðið. vildi koma áleiðis þökkum frá áhöfninni fyrir skjót viðbrögð björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, en liðsmenn hennar voru komnir með tæki sín og tól í fjöruna þegar þeir komu á land. Gálginn virkaði ekki Ljósmynd/Snorri Snorrason „Strákarnir fóru upp til að setja ankerið út og ég fór að reyna að skjóta [gúmmíbjörgunarbát] út úr skotgálganum úr brúnni en hann haggaðist ekki. Þegar báturinn tók niðri kom vélstjórinn upp úr vélinni og reyndi að skjóta bátnum út að aftanverðu en það gekk ekki heldur og hann varð að losa bátinn og henda honum útfyrir. Við drógum síðan bátinn að og komumst þurrum fótum í hann og í land,“ sagði Grét- ar. Allir í flotgalla Grétar sagði að þetta hefði gerst mjög skjótt, varla hefðu liðið nema um fimm mínútur frá því að drapst á vélinni þangað til Farsæll var fast- ur í fjörunni. Það hafi verið stutt úr snúningnum upp í fjöru. Grétar sagði að sínir menn hefðu verið vel búnir og allir komnir í flotgalla þeg- ar þeir fóru í björgunarbátinn. Þá hefði veður ekki verið slæmt og aðfall dregið úr hættunni. Hann Farsæll GK 162 er 35 tonna stál- bátur, smíðaður í Svíþjóð árið 1977 og keyptur þaðan til Grindavíkur. Báturinn er enn á strandstað, austan í innsiglingunni, en ráðgert er að björgunarskipið Goðinn dragi hann á flot í kvöld á flóði en þá er mjög stórstreymt. Búið er að laga fjöruborðið í kringum bátinn og honum er haldið föstum með taumum í land. Botninn á honum var eitthvað farinn að skemmast, og hugsanlegt að gat hafi komið á olíutank. Björgunarsveitin Þorbjörn sem tók þátt í björgunarstarfinu fékk að eiga aflann úr bátnum, sem var sjö tonn, allt þorskur. Þannig áskotnaðist björgunarsveitinni hálf milljón króna sem rennur til starf- seminnar. pA Gálgi ekki prófaður í íslenskum skipum PÁLL Guðmundsson forstöðumaður skipaskoðunar- og skráningarstofnunar Siglingamálastofnunar, segir að enginn gálgi um borð í íslensku skipi hafi verið prófaður af Iðn- tæknistofnun í samræmi við reglugerðir í þá veru. Hann segir að gálgar hafi ekki verið settir í íslensk skip í tvö til þijú ár. Páll sagði að í sambandi við sjó- Þyrlan tiltaks TILKYNNING barst Slysa- varnafélagi íslands kl. 14.26 að Farsæll GK 162 væri um að það bil að stranda við innsiglinguna í Grindavík. I skýrslu Slysavarnafélagsins segir að strax hafi verið haft samband við Landhelg- isgæsluna og beðið um þyrlu Vamariðsins, þar sem TF- Sif, þyrla Gæslunnar, hafi verið biluð. Gunnar Berg- steinsson, forstjóri Gæslunn- ar, kannast ekki við að svo hafi verið og voru kvaddir út flugmenn til að sinna þessu kalli. Skömmu áður en þyrlan fór í loftið tilkynnti Björgunarsveitin Þorbjöm í Grindavík að allir mennimir, fimm að tölu, hefðu komist í land á gúmmíbjörgunar- bát heilir á húfi. Bogi Agnarsson flugstjóri hjá Gæslunni er í sex mánaða leyfi frá störfum og í hans stað er kominn annar flugstjóri, Tómas Helgason, sem áður var flug- stjóri á Fokker-vél Gæslunnar. Gunnar Bergsteinsson sagði að Tómas sem hefði átt vaktina sl. laugardag hefði verið veikur, sá er hafði skilað af sér vakt hefði verið kominn í vaktafrí og þriðji flugstjórinn í vetrarfrí. Hann hefði hins vegar verið heima hjá sér, þannig að Gæslan hefði haft upp á tvo flugstjóra að hlaupa ef á hefði þurft að halda. setningarbúnað almennt í skipum mætti segja það að það hafí verið vandræði með að fínna þann búnað ~ sem hægt er að treysta á. „Það vom gerðar nýjar kröfur til slíks búnaðar, að hann skyldi fara í gegnum prófun hjá Iðntæknistofn- un' fyrir nokkram árum, og það hefur enginn búnaður farið í gegn- um þá prófun. Bæði er það að í prófuninni era gerðar miklar kröfur til búnaðarins og það kostar tals- vert mikið að fara í gegnum hana. Það hefur enginn framleiðandi vilj- að kosta það til að setja sinn búnað í gegnum þá prófun. Því er enginn búnaður til í dag sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar era til hans í reglugerð,“ sagði Páll. Eina þjóðin sem gerir slíkar kröfur Páll sagði að slíkur búnaður væri ekki settur í skip í dag og hefði ekki verið settur um borð í skip í a.m.k. tvö til þijú ár. Fjöldi skipa hefði engan gálga. Gálginn um borð í Farsæli væri gamall. „Við yrðum því fegnastir ef einhvei kæmi með þann búnað sem við gætum treyst á. Við eram eina þjóð- in sem setur þær kröfur að um borð í skipum sé búnaður sem fær- ir björgunarbát út fyrir skipshlið. Ég get ekki tjáð mig um hvað hef- ur gerst í Farsæli, það er verið að skoða það núna,“ sagði Páll. Aðspurður um hvort skip fengju haffærisskírteini þótt enginn væri gálginn sagði Páll að ef fara ætti eftir því væru öll skip stopp. „Þau uppfylla ekki þennan þátt, því það er enginn búnaður til sem uppfyllir þessar reglur," sagði Páll. Hann sagði að Siglingamálastofnun yrði því að veita skipum haffærisskír- teini. Skipstjórinn á Dalaröst SH sem fórst við Húsaflögur Slapp út áður en bát- urinn lag’ðist á hliðina LITLU munaði að Bergsveinn Gestsson, skipstjóri og annar eig- anda Dalarastar SH 107, lokaðist inni í stýrishúsi báts síns, þegar báturinn steytti á skeri og lagðist á hliðina skammt frá Stykkishólmi á fimmta tímanum sl. sunnudag. Bergsveinn komst upp á þak stýr- ishússins en fór nokkrum sinnum i sjóinn áður en hann komst um borð í gúmmíbjörgunarbát. Fimm manns sem voru um borð í bátn- um, þar af tveir bræður, komust í björgunarbát og var bjargað þaðan í Sigurvon SH. Að sögn lög- reglunnar í Stykkishólmi er síðan farin úr skipinu og það talið ónýtt. „Við vorum búnir að taka tog þama og vorum að gera við plóginn. Á meðan rak bátinn á skerið, Húsaflög- ur. Þetta er þama í beygjunni vestur um þegar ég lendi á skerinu með þess- um afleiðingum. Straumurinn var það mikill að báturinn snerist undir eins og sennilega lenti ég vestarlega á skerinu,“ sagði Bergsveinn í samtali við Morgunblaðið. Dalaröstin var á hörpudiskveiðum. Grynnist snöggt Bergsveinn kvaðst telja að ekki hafi liðið nema um tíu mínútur frá því báturinn strandaði á skerinu þar til Sigurvonin var komin til bjargar. „Það sem gerist er að straumurinn hrífur bátinn og skellir honum á sker- ið og þar sat báturinn fastur. Ég var á lítilli ferð. Ég leit á dýptarmælinn og sá að það var 12-13 faðma dýpi, en það er togdýpið sem við erum yfir- leitt á. Hins vegar grynnist svo snöggt upp að skerinu, að sunnanverðu a.m.k.,“ sagði Bergsveinn. Fjórir menn voru á bátnum auk Bergsveins, Lárus Hallfreðsson, Áskell Áskelsson og bræðumir Bjarni Þór og Sveinn Aðalsteinn Bjarnasyn- ir, og voru þeir allir uppi á dekki. Bergsveinn sagði að þetta hefði allt tekið stuttan tíma. Hann kvaðst hafa litið niður í vélarrúmið eftir að bátur- inn festist á skerinu og sá hann strax að einhver sjór var kominn í hann. „Ég hélt að það væri bara vegna þess að báturinn hallaðist undan straumn- um. Það var bátur á leið til hafnar, Sigurvonin, svo ég kallaði í hann og bað hann að fylgjast með okkur. Ég hélt að þetta væri ennþá allt í lagi. Þegar ég lauk samtalinu ætlaði ég að setja dælur í gang en þegar ég kom niður í vélarrúm var vélin farin að ausa sjó upp á sig og það jókst mjög ört. Vélin þagnaði samt ekki Morgunblaðið/Snorri Snorrason Dalaröstin DALARÖST SH 107 á siglingu á Breiðafirði. Bátínn rak á sker við Stykkishólm þegar hann var þar á veiðum. fyrr en við vorum allir komnir af bátn- um,“ sagði Bergsveinn. Þegar Bergsveinn hafði verið skamma stund í vélarrúminu var kall- að í hann og honum sagt að koma upp því báturinn væri að fara á hlið- ina. „Ég slapp þokkalega út úr húsinu áður en báturinn lagðist það mikið að ég kæmist ekki út. Það er ekki nema ein hurð stjómborðsmegin á húsinu og báturinn lagðist einmitt á þá hlið. Það leið ekki löng stund áður en sú útgönguleið lokaðist, en ég veit ekki hvort ég hefði komist út glugga á brúnni. Ég teygði mig upp í skyggn- ið og dró mig þannig út,“ sagði Berg- sveinn. Þegar Bergsveinn var kominn upp á stýrishúsið sá hann að Sigurvonin var komin að strandstaðnum og búið var að binda taug úr gúmmíbjörgunar- bát yfir í bátinn. Björgunarbátur blés ekki upp Hann hékk dágóða stund á dyra- karminum áður en hann komst upp á húsið. Þegar hann komst þangað vom aðrir skipverjar komnir í björgunar- bát. „Það var þama annar björgunar- bátur en hann er nú ekki farinn að blása sig út ennþá. Hann var orðinn laus á statífínu og ég kastaði honum í sjóinn, en hann hreyfðist ekki. Þessi andskoti kom úr skoðun eftir áramót, þetta eru því góð handbrögð eða hitt þó heldur," sagði Bergsveinn. Skipsfélagar Bergsveins komust um borð í gúmmíbjörgunarbát sem var fram á bátnum. Bergsveinn kvaðst hafa farið nokkrum sinnum á kaf og hefði hann verið orðinn nokkuð kaldur og þungur í sjónum er hann fikraði sig fram með bátnum í átt til félaga sinna. Enginn þeirra var í flotgalla; voru þeir í sjóstökkum. 90 leitarmenn á sjö snjóbílum o g um 40 vélsleðum • ' Umfangsmikil leit vegna misskilnings VÍÐTÆK leit var gerð að félögum úr Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur sem voru á skíðagöngu á Landmannaafrétt um helgina. Mennirnir urðu fyrir töfum vegna óhappa sem urðu í göngunni en voru aldrei í hættu. Vegna misskiln- ings varð leitin mun umfangsmeiri en efni stóðu til og voru 90 manns á sjö snjóbílum og 40 vélsleðum lagðir af stað til leitar er skíðamennirnir komu fram. Þrír hópar skíðamanna úr Flug- björgunarsveit Reykjavíkur, hópur nýliða og tveir hópar fullgildra Flugbjörgunarsveitarmanna, fóra frá Sigöldu áleiðis að Landmanna- helli á laugardag en gengu tvær leiðir, að sögn Vals Haraldssonar formanns Svæðisstjómar í Rangár- vallasýslu. Nýliðahópurinn tafðist vegna þess að einn skíðamannanna meiddist á öxl og nam töfin um sjö klukkutímum. Björgunarsveitin á Hellu var kölluð til og flutti hún manninn áleiðis til Reykjavíkur. Hinir hópamir komu í skálann við Landmannahelli síðdegis og var þá farið að undrast um nýliðana. Leifur Öm Svavarsson, flokks- stjóri hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, lagði af stað aftur til Sigöldu um kl. 11 um kvöldið við annan mann og ætluðu þeir að svip- ast um eftir ungliðunum á leiðinni. Hann hitti ekki félaga sína á leið- inni og þegar hann kom til Sigöldu óskaði hann eftir aðstoð tveggja til þriggja vélsleða í birtingu. Fyrir mistök fékk björgunarsveitin ekki skilaboðin fyrr en kl. 10 á sunnu- dagsmorgun. Gerðu sér snjóhús Skömmu eftir að Leifur fór af stað komu tveir nýliðar til skálans við Landmannahelli og voru þar um nóttina. Þrír nýliðanna höfðu stopp- að og gert sér snjóhús þar sem þeir sváfu um nóttina. Þrír Flugbjörgunarsveitarmenn frá Hellu héldu rakleiðis til Land- mannahellis en gripu þar í tómt því þá var hópurinn lagður af stað til Sigöldu. Mönnunum hafði láðst að skrifa nöfn sín í gestabókina og drógu björgunarsveitarmenn því þá ályktun að fjórir nýliðar hefðu aldr- ei komið þar. Var því hafin leit að mönnunum en skilyrði til leitar voru mjög erfíð. Björgunarsveitarmenn reyndu ítrekað að kalla skíðamenn- ina upp í talstöðvum án árangurs enda kom í ljós að talstöðvar skíða- mannanna höfðu orðið rafmagns- lausar um nóttina. Skíðamennirnir héldu sínu striki um daginn og komu að Sigöldu um kl. 18.30. Gekk ferð þeirra seint því nýliðarn- ir vora orðnir þrekaðir og einn þeirra veikur en þó ferðafær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.