Morgunblaðið - 09.03.1993, Page 36

Morgunblaðið - 09.03.1993, Page 36
—36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Minning Jón Kristinn Agústs son prentari Fæddur 9. september 1917 Dáinn 1. mars 1993 Fregnin um andlát Jóns Ágústs- sonar kom ekki á óvart. Þegar ég heimsótti hann í síðasta skipti í nóv- ember sl. þá þótti mér ljóst að hveiju stefndi. Baráttan við erfiðan sjúk- dóm hafði greinilega gengið hart að líkamlegu þreki hans, en hugsun hans var þó skýr sem fyrr. í þessari síðustu heimsókn minni til Jóns þá “ réeddum við af sömu ákefð og fyrr um sameiginleg áhugamál okkar beggja, knattspymu og stjórnmál. Jón var eldheitur stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Fram og lét sig sjaldan vanta á völlinn þegar lið hans átti í baráttu á knattspyrnuvell- inum. Á velli stjórnmálanna var Jón staðfastur „krati“ og studdi Alþýðu- flokkinn í gegnum súrt og sætt. Hann var af þeirri kynslóð alýðu- flokksmanna sem kalla mætti „eðal- krata", þ.e. manna sem af sannfær- ingu börðust fyrir bættum kjörum og jafnrétti í þjóðfélaginu, en létu þó aldrei ómerkilegar upphrópanir eða flokkspólitísk sjónarmið villa sér sýn. Það er ekki ætlun mín í þessari síðustu kveðju til Jóns Ágútssonoar að rekja æviferil hans né þau fjöl- mörgu trúnaðarstörf sem honum voru falin, hvort heldur var á vegum verkalýðshreyfingarinnar, Alþýðu- flokksins eða félagssamtaka hesta- manna. Öll þau störf vann hann af sérstökum trúnaði og þeirri vand- virkni sem honum var eðlislæg. Ég minnist Jóns fyrst og fremst sem trausts og trygglynds vinar foreldra minna og allrar minnar fjölskyldu um áratuga skeið. Sá er þessar línur ritar man ekki fyrr eftir sér en að það væri fastur liður í tilverunni að Jón kæmi árlega á sumrin í heim- sókn til foreldra minna austur að Þykkvabæ og dveldist þar nokkra daga af sumarleyfi sínu. Þeirri venju hélt Jón nær undantekningarlaust allt þar til sl. sumar að hejlsa hans leyfði ekki slíkt ferðalag. í þessum heimsóknum sínum að Þykkvabæ naut Jón þess ef hann fékk tæki- færi til þess að renna fyrir silung eða bregða sér á hestbak, en hvort tveggja voru Jóni mjög hugleikin áhugamál. Dagleg störf í sveitinni virtust hins vegar líka veita honum þá líkamlegu og andlegu útrás, er ^j^jann sem kyrrsetumaður sóttist eft- ir. Margar minningar á ég um hann þar sem hann af miklum krafti og óbilandi áhuga vann við heyskap, jafnvel stærstan hluta þess tíma sem hann dvaldist í sveitinni, ef veður og aðstæður höguðu þannig. „Ég reyni að fara austur að Þykkvabæ næsta sumar, úr því ég komst ekki í sumar,“ sagði Jón við mig þegar við kvöddumst í síðasta sinn. Ljóst er að sú ferð verður ekki farin í þessum heimi, en í minningu okkar sem þekktum hann kemur Jón Ágústsson örugglega í margar heim- sóknir. Ég vil að leiðarlokum þakka Jóni fyrir það mikla trygglyndi og þá _ miklu umhyggju sem hann ávallt sýndi mér persónulega svo og allri minni fjölskyldu. Fjölskyldu hans færi ég samúðarkveðjur og bið þeim guðs blessunar. Blessuð sé minning Jóns Ágústssonar. Arnar Bjarnason, Edinborg, Skotlandi. Að mér sækir tregi þegar við kveðjum þann mikla sómamann, Jón Ágústsson prentara, sem í dag er til moldar borinn. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg og rifja upp kynni mín af honum hlaðast upp minningar um kæran vin og traust- an, og er mér fyrst og fremst þakk- Iæti í hug fyrir að hafa notið sam- fylgdar hans og vináttu. Eg man reyndar ekki eftir tilver- unni öðruvísi en að Jón væri ein- hvers staðar í nánd, enda varð hann heimagangur á bemskuheimili mínu löngu áður en ég fæddist. Kynni hans við fjölskyldu mína hófust er hann, um tvítugt, kynntist konuefni sínu, Halldóru Olöfu Guðmundsdótt- ur, henni Dóru eins og hún var oft- ast kölluð. Dóra var æskuvinkona móður minnar og var hún alin upp við Lindargötu í Reykjavík, í næsta húsi við mömmu. Þær urðu miklir mátar, Dóra, mamma og hún Gunna Finnboga sem bjó í sama húsi og mamma. Munu þær hafa brallað margt saman, þessi þrenning, og á myndum frá þessum tíma sést að þær hafa verið „meiriháttar skvísur" á þess tíma mælikvarða. Fyrir einni „skvísunni" féll Jón er þau Dóra felldu hugi saman og varð hann strax góður félagi allra í hópnum. Tengdust þeir Jón og faðir minn, sem kvæntist móður minni skömmu áður, fljótt sterkum vináttuböndum og hélst sú vinátta ætíð fölskvalaus meðan báðir lifðu. Jón og Dóra hófu búskap á æsku- heimili Dóru við Lindargötuna í næsta nágrenni við foreldra mína og við það styrktust enn vináttu- böndin og samgangur varð mikill og daglegur. Vafalaust hefur oft verið glatt á hjalla á heimili þeirra Jóns og Dóru, enda var Dóra lífsglöð kona, létt í skapi og kvik á fæti og kvik í tilsvörum. Jón var sýnu ró- legri, en engu að síður kátur þegar við átti í góðra vina hópi. Jón var þó fyrst og fremst ákaflega Ijúfur maður og hlýr. Hann bjó fjölskyldu sinni notalegt heimili, eftir því sem efni leyfðu á þessum erfiðu kreppu- tímum er þau Dóra hófu búskap. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið er komust á fullorðinsár, þeirra Sigurðar Grétars, Þóris Ág- ústs og Margrétar sem er yngst. Dóra vann alltaf eins og forkur utan heimilis til að sjá fjölskyldunni far- borða með Jóni og á heimilinu bjó lengst af móðir Dóru, Margrét, sem var stoð þeirra hjóna og stytta við heimilishaldið. Þegar böm þeirra Dóru voru að komast á Iegg slitu þau samvistum, en engu að síður héldu þau áfram að vera samtaka um margt, sáu í sameiningu t.d. til þess að böm þeirra byggju við gott altlæti. Og þótt þau kysu að búa hvort í sínu lagi ríkti ávallt gagn- kvæm virðing og vinátta þeirra í millum, allt þar til Dóra lést fyrir tæpum ijórum árum. Jón var, líkt og Dóra, Reykvíking- ur. Hann sleit bamsskónum í Kleppsholtinu, sem þá var reyndar uppi í sveit. Vandist hann þar hest- um og var ætíð gefinn fyrir þá síðan og stundaði á yngri árum hesta- mennsku af kappi. Þar tók hann einnig snemma þátt í daglegum störfum fullorðna fólksins eins og títt var um böm og unglinga þá og þurfti ungur að taka þátt í að sjá fyrir sér og sínum. Ér þau Dóra byijuðu búskap sýndi Jón þá fyrir- hyggju að hefja nám sem tryggði honum svolítil laun meðan á námi stóð og örugga vinnu síðar á lífsleið- inni, enda hefur vafalaust ekki verið vanþörf á fyrir ungan fjölskylduföð- ur í kreppunni. Jón hóf sem sé nám í prentverki árið 1938 hjá mági sín- um, bróður Dóm, Jóni H. Guð- mundssyni, sem rak prentstofu. Prentiðn varð síðan ævistarf Jóns og er ég sannfærð um að hæfileikar hans hafa notið sín afar vel í því starfi, vandvirkni, góð athyglisgáfa og næmur smekkur á íslenska tungu vom meðal margra kosta hans. Hann vann m.a. í Alþýðuprentsmiðj- unni, þar sem Dóra kona hans vann einnig mikinn hluta starfsævi sinnar, og síðar í Prentsmiðjunni Odda, þar sem hann vann í um tvo áratugi. Einnig varð félagslyndi Jóns, áhugi hans á þjóðmálum og samúð með kjömm náungans til þess að hann tók snemma mikinn þátt í félags- störfum og vann ötuilega að hags- munamálum stéttar sinnar, m.a. sem formaður Hins íslenska prentarafé- lags um árabil og var hann árið 1972 gerður heiðursfélagi í hópi fé- laga sinna. Þar hafa aðrir miklu ítar- legri sögu að segja en ég. Ég þekki Jón reyndar alls ekki á opinberum vettvangi; fyrir mér var hann fjöl- skylduvinurinn og eins og títt er um börn áttaði ég mig ekki á því að hann hrærðist í mörgu og að veröld hans var allfjarri minni. Mér er ákaf- lega minnisstætt eitt sinn er ég, litla hnátan, fékk að koma með föður mínum upp í Odda á Grettisgöt- unni. Faðir minn keyrði talsvert sendibíl fyrir þá prentsmiðju á þeim tíma og litla dóttlan fékk einstaka sinnum að skottast með, og í einni slíkri ferð sá ég Jón við eina setjara- vélina. Ég man hvað ég varð hissa að sjá hann Jón okkar þarna, þótt ég svo sem vissi um starf hans. Ég er ekki frá því að ég hafi Iíka verið svolítið upp með mér af því að þekkja þennan merkilega mann. Ég læt einnig öðrum eftir að rekja þá sögu Jóns er tengist öðrum fé- lagsstörfum. Hann starfaði með mörgum félögum, en líklega munu stjórnmálin hafa átt mestan hug hans, fyrir utan beina aðild að hags- munamálum prentara. Hann var ætíð sannur jafnaðarmaður allt frá því að hann sá gildi jafnaðarstefn- unnar á kreppuárunum. Hann gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn og starfaði mikið innan hans. Breytti engu í því efni þótt sigur ynnist á kreppunni og áherslur breyttust með tímanum. Jón trúði því ætíð að flokk- ur hans væri best fallinn til að ná almennri velmegun og jöfnuði í þjóð- félaginu. Það var sannarlega gaman að ræða við hann þjóðmálin, enda var hann vel með á nótunum í þeim efnum, og áttum við til að stríða hvort öðru á því sem „mönnum" hins hafði mistekist. Sérstaklega varð oft heitt í kolunum þegar ég var unglingur og tók kannski stærra upp í mig en efni stóðu til. Jón tók þessu ætíð af gamansemi og sá til þess að gamanið tæki aldrei að kárna. Þótt Jón tæki mikinn þátt i félags- málum átti hann sér samt frístundir og þeim varði hann flestum, í það minnsta að sumarlagi, austur í Laugardal, þar sem prentarar hafa reist sér sumarhúsahverfí í landi Miðdals. Þar átti hann lítinn unaðs- reit, hlýlegan bústað í birkiskógin- um. Þar undi hann löngum stundum ýmist með fjölskyldu eða vinum og víst er að ekki var hann einmana þar, því að alla þekkti hann í hverf- inu, öllum þótti vænt um hann og höfðu gaman af að heilsa upp á hann. Hann var líka góður heim að sækja, hvort sem hann sjálfur var á staðnum eða ekki, hann var nefni- lega býsna örlátur á að ljá vinum sínum afnot af bústaðnum. Því fékk fjölskylda mín sannarlega að kynn- ast. Ég minnnist Jóns í síðasta sinn er ég sá hann þama fyrir austan, snemma sumars árið 1991, er ég kom í heimsókn þangað með föður mínum skömmu áður en pabbi lést. Jón stóð þama í dyrunum á Hákoti og kvaddi okkur á þessum sólbjarta sumardegi áður en sjúkdómurinn sem lagði hann að velli lét verulega á sér bæra. Hann stóð þama og veifaði okkur, glaður í sólinni með brosið sitt hlýja og kankvísu augun. Þannig vil ég muna Jón. Ég vil einnig muna og þakka alla þá tryggð og vináttu er hann hefur sýnt fjölskyldu minni um áratuga skeið. Ég vil muna heimsóknimar hans til okkar á Lindargötuna, þegar hann sat í eldhúsinu með „vinstri handar“ kaffíbollann sinn. Ég vil muna trygglyndi hans þegar hann ætíð kotn til okkar rétt fyrir stórhá- tíðir eins og klukka skömmu eftir hádegi á aðfangadag og gamlárs- dag. Ég vil þakka þær notalegu stundir sem faðir minn og Nonni, eins og pabbi kallaði hann gjaman, áttu yfír knattspyrnuleikjum í sjón- varpinu margt laugardagssíðdegið. Þær stundir voru svo notalegar fyrir þá tvo að óvinnvígðir, eins og ég, náðu engu sambandi við þá. Eg vil síðast en ekki síst þakka Jóni þann einlæga stuðning er hann sýndi mér á erfiðum tímum. Þegar ævi tók að halla eignaðist Jón skjól hjá dóttur sinni, Margréti, og fjölskyldu hennar. Þar átti hann indælt ævikvöld uns illvígur sjúk- dómur tók að heija á hann fyrir tæpu ári. Þótt Jón tæki örlögum sín- um af því æðruleysi sem honum var í blóð Sorðið var samt ljóst að sjúk- dómurinn var erfiður og Jón þurfti að bíta á jaxlinn til að bera sig vel. Aldrei kvartaði hann samt þótt eflaust hafi oft verið rík ástæða til. Þegar nú hvíld er fengin er mér ofar- lega í huga þakklæti til Margrétar og fjölskyldu hennar fyrir hversu vel hún annaðist föður sinn. Henni, bræðram hennar, tengda- og barna- börnum, litla langafabarninu og öll- um öðrum aðstandendum votta ég djúpa samúð mína. Minningin um góðan dreng mun ylja þeim, sem og þeim fjölmörgu öðram er þekktu Jón. Að lokum við ég geta þess að börn Jóns báðu mig fyrir kveðju með einlægu þakklæti til hjúkrun- arkvennanna sem önnuðust Jón af mikilli. natni og komu til hans dag- lega nú síðustu mánuði, þeirra Hrandar Helgadóttur og Þóra Þór- hallsdóttur og læknanna Jóns Hrafn- kelssonar og Friðriks Guðbrandsson- ar, en þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að lina þjáningar hans. Blessuð sé minning Jóns Ágústs- sonar. _ Áslaug J. Marinósdóttir. Elskulegur nábúi, sumarlangt ár hvert, og vinur Jón Ágústsson hefur kvatt þennan heim. Samverustundir undanfarinna ára koma upp í hug- ann, samverustundir sem tengjast vera okkar í sumarbústaðalandi prentarafélagsins. Langt virðist síð- an Jón og pabbi, Geir Herbertsson, deildu með sér reit í orlofslandinu Miðdal í Laugardalhreppi. Hákot kallaði Jón bústað sinn en það tók pabba lengri tíma að finna sínum bústað nafn. Við köllum hann nú At-Geirsstaði. Góður vinskapur tókst fljótt með Jóni og pabba og þótti þeim gott að vita hvor af öðrum því oft vora þeir einir, alltaf að skjóta þessum hárfínu glósum sem leif- traðu af stríðni og ekki síður vænt- umþykju, þetta verður aldrei endur- tekið. Pabbi dó fyrir fímm áram en það breytti engu um vinskapinn við Jón og fjölskyldu hans. Við á At- Geirsstöðum eram farin að hugsa til sumarsins en það verður aldrei eins í dalnum, Jóns verður sárt sakn- að. Við viljum þakka Jóni samfylgd- ina, hlýjuna og glettnina, um leið og við vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Gugga og Hálfdan. í dag fer fram frá Fossvogskirkju útför Jóns Kr. Ágústssonar prent- ara, en hann lést á 76. aldursári. Ævistarf hans var frá ungum aldri tengt prentlistinni og félags- og framfaramálum prentara og bókagerðarmanna. Hann starfaði við iðn sína samfellt í hálfan fjórða ára- tug, lengst af sem vélsetjari í Al- þýðuprentsmiðjunni og Prentsmiðj- unni Odda. Hann var að mati sam- starfsmanna vandaður verkmaður, samviskusamur og áreiðanlegur, en um leið vinsæll af vinnufélögum fyr- ir glaðværð og skopskyn. Árið 1974 þurftu bókagerðar- menn á að halda að fínna áreiðanleg- an mann, sem þeir treystu í hvívetna til að veita h'feyrissjóði þeirra for- stöðu. Jón varð fyrir valinu. Félagar hans treystu honum manna best að fenginni reynslu af fyrri störfum hans í þeirra þágu. Jón brást ekki trausti þeirra í þessu fremur en öðru því sem honum var trúað fyrir. Hann veitti lífeyris- sjóðnum forstöðu í 15 ár og sýndi í verki að hann kunni vel að ávaxta annarra pund, eins og sönnum jafn- aðarmanni sæmir. Félagar hans kunnu líka vel að meta störf Jóns í þeirra þágu. Hann var lengi í trúnaðarmannaráði Hins íslenska prentarafélags (HÍP); í 14 ár átti hann sæti í stjórn félagsins, þ.a. formaður í 5 ár (1966-71). Til Jóns var gjarnan leitað ef vel þurfti að gæta sameiginlegra fjármuna félagsmanna, svo sem eins og í or- lofsheimila- og fasteignanefnd. E.t.v. lýsir það best hug samstarfs- manna til Jóns að bæði Prentnema- félagið og Hið íslenska prentarafélag kusu hann sem heiðursfélaga sinn. Það segir allt sem segja þarf. Jón Kr. Ágústsson var frá ungum aldri sannfærður jafnaðarmaður og virkur félagi í Alþýðuflokknum eins og svo margir starfsfélagar hans hafa verið fyrr og síðar. Þótt hann léti minna að sér kveða hin seinni árin lagði hann einatt gott til mála. Við jafnaðarmenn þökkum góðum félaga samfylgdina í hálfa öld og vottum afkomendum hans, vinum og vandamönnum samúð við ást- vinamissi. F.h. Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. Heiðursmaðurinn Jón Ágústsson er dáinn. Við bókagerðarmenn lútum höfði, við eigum honum margt og mikið að þakka. Vorið 1968 sagði mamma mér að hún hefði talað við Jón og hann hefði komið því í kring að ég gæti byijað í námi í setningu hjá Baldri Eyþórssyni í Odda, en þá vann Jón þar. Ég var dálítið tvístígandi yfir þessari ráðdeild mömmu, en fór þó að hennar vilja og sé ekki eftir því. í byijun apríl hóf ég svo námið í Odda og jafnframt hófust þá kynni og vinátta okkar Jóns. Á þessum tímum var Oddi „alræmt" kratabæli og þar fóru fremstir í flokki þeir Jón og Ellert Ág. Magnússon. Pólitísk umræða var því mikil og fylgdu flest- ir þessum mætu mönnum að málum, enda höfðu báðir verið framarlega í réttindabaráttu bókagerðarmanna um margra ára skeið og Jón var þá formaður HÍP. Við voram þó nokkr- ir sem vildum meina að kratarnir færa sér of hægt og voram stöðugt að efna til rökræðna og rifrilda um hitt og þetta. Þó oft væri hart deilt get ég þó fullyrt að þessar umræður urðu fyrst og fremst til þess að treysta vináttuna og auka enn virð- inguna fyrir þeim stéttvísa verka- lýðssinna Jóni Ágústssyni. Við yngri mennirnir lærðum jafnframt heil- mikið af þessu auk þess sem lagður var grannur að margra ára sam- starfí í samtökum okkar bókagerðar- manna. Jón var virkur í félagsstörf- um bókagerðarmanna frá því að hann hóf nám árið 1938 og svo lengi sem heilsa hans leyfði. Öll þau fjöl- mörgu störf sem Jóni vora falin leysti hann vel af hendi enda naut hann trausts og virðingar félags- manna. Lengst af stjómuðu kratar einir Hinu íslenska prentarafélagi en Jóni fannst ótækt að útiloka stéttvísa félaga frá félagsstörfum bara vegna þess að þeir vora ekki yfirlýstir al- þýðuflokksmenn. Hann leitaði því samstarfs við félagsmenn óháð því hvar í flokki þeir stóðu hefðu þeir vilja og getu til að starfa að hags- munamálum stéttarinnar. Þannig áttu þeir langt og farsælt samstarf Jón og Stefán Ögmundsson, Jón sem formaður og Stefán sem ritari. Þessi víðsýni Jóns reyndist félaginu afar vel og lét hartn það ekki á sig fá þó flokksbærður hans sumir, sem skammsýnir voru, gagnrýndu hann fyrir. Jón var sú manngerð sem lét sannfæringu sína ráða og mat menn eftir verðleikum þeirra. Af þeim fjölmörgu trúnaðarstörf- um sem Jóni voru falin fyrir félagið auk formannsstarfsins var honum ef til vill kærast starfið í orlofsheim- ilisnefnd, en hann átti sæti í nefnd- inni frá upphafi 1955. Hann vann ötullega að uppbyggingunni í Miðdal og skildi til fulls mikilvægi þess að byggja upp góða orlofsaðstöðu fyrir félagsmenn, enda hafði hann tekið virkan þátt í baráttunni fyrir stytt- ingu vinnutímans og lengingu orlofs- réttarins. Jón var alinn upp við kröpp kjör og skildi því mikilvægi frístund- anna. í nýlegu viðtali við Jón sem birtist í Prentaranum segir hann m.a.: „Maður var snemma látinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.