Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
Morgunblaðið/RAX
Dimission hjá MR
SJÖTTU bekkingar Menntaskólans í Reykjavík dimitt-
eruðu í gær, þ.e.a.s. kvöddu skólann sem kennslustofn-
un og fara nú í upplestrarfrí. Remenantarnir, þ.e.a.s.
þeir nemendur skólans sem eftir verða, kveðja jafnan
dimitantana með viðhöfn, en þeir klæðast gjarnan
skemmtilegum búningum í tilefni dagsins. Þessi bekk-
ur á myndinni er í mörgæsagervi. Annar var í ballerínu-
gervi og hinn þriðji í gervi lífvarða Breta- eða Dana-
drottningar, með háa svarta húfu, í rauðum jakka og
svörtum buxum með rauðum borðum. Litskrúðugir
búningarnir lífga upp á umhverfi þessa gamla og virðu-
lega skóla.
Stefnir í tíllögnr
um 175 þúsund
tonna þorskafla
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segir að búast megi
við að Hafrannsóknastofnun haldi
við tillögu sína frá í fyrra um að
veidd verði 175.000 tonn á fisk-
L veiðiárinu 1993-1994. Endanleg
ráðgjöf stofnunarinnai' mun liggja
fyrir í lok maí.
„Bæði seiðamælingarnar í fyrra-
haust og togararallið benda til að
engin breyting verði á fyrri ráðgjöf.
Hún er því það, sem menn mega
búast við,“ sagði Þorsteinn í samtali
við Morgunblaðið. „Það er ekki búið
að fullvinna matið, en þau gögn sem
menn hafa í höndunum benda til
þess að aðstæður séu að mestu
óbreyttar."
Sömu sjónarmið við ákvörðun
Aðspurður hvort hann myndi fara
að tillögum Hafrannsóknastofnunar,
legði hún til samdrátt þorskafla_ í
þessum mæli, sagði Þorsteinn: „Ég
mun byggja mínar tillögur á sömu
sjónarmiðum og í fyrra; að við verð-
um að byggja stofninn upp.“ Síðast-
liðið sumar lagði Hafrannsókna-
stofnun til 190.000 tonna þorsk-
kvóta, en ráðherra tók ákvörðun um
215.000 tonn.
Hillir undir aiþjóðasamning um öryggi um borð í fiskiskipum
Bætir stöðu felenzkra útgerða
í samkeppni við útlendinga
ÚTLIT er fyrir að innan fárra ára gangi í gildi nýr
alþjóðasamningur um öryggiskröfur í fiskiskipum, sem
undirritaður var á ráðstefnu Alþjóðasiglingamálastofn-
unarinnar (IMO) í Torremolinos á Spáni í byrjun mánað-
arins. Að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur, skrifstofusijóra
í samgönguráðuneytinu, sem var einn af varaforsetum
ráðstefnunnar, mun gildistaka samningsins hafa í för
með sér að samkeppnisstaða íslenzkra útgerða batni.
Útgerðarfélög í helztu samkeppnislöndum okkar, t.d.
Portúgal og Rússlandi, muni þurfa að leggja nokkurt
fé til endurbóta í öryggismálum, en íslenzk skip upp-
fylli kröfurnar nú þegar.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Æft fyrir
norðlenska
hestadaga
ÆFT var í gær fyrir norðlenska
hestadaga sem hefjast í kvöld
í Reiðhöllinni í Víðidal. Meðal
þeirra sem koma fram er Ford-
fyrirsæta ársins, Birna Willards
frá Dalvík, sem hér lætur vel
að gæðingnum Ögra frá Keldu-
dal sem mun ríða á þeim þrem-
ur sýningum sem boðið verður
upp á. Auk þess kemur fram
fjöldi gæðinga og kynbóta-
hrossa. Einnig verður boðið upp
á leiksýningu og söng.
Ráðstefnan í Torremplinos var
haldin að frumkvæði íslendinga,
sem fjármögnuðu hana ásamt
nokkrum öðrum aðildarþjóðum
IMO. Á ráðstefnunni var samþykkt
ný bókun við svokallaða Torremol-
inos-alþjóðasamþykkt frá 1977 um
öryggismál í fiskiskipum. Sú sam-
þykkt hefur aldrei verið fullgilt, þar
sem ýmsar stærstu fiskveiðiþjóðim-
ar töldu ákvæði hennar of ströng.
Gildistaka tryggð
í bókuninni, sem nú var sam-
þykkt, voru sum ákvæði eldri sam-
þykktarinnar látin gilda fyrir skip
45 metra og lengri í stað skipa 24
metra og lengri. Hún felur engu
að síður í sér verulega hertar lág-
markskröfur. Samkomulagið tekur
gildi einu ári eftir að 15 ríki, sem
samtals eiga 14.000 fískiskip, hafa
fullgilt hana. Að sögu Ragnhildar
Hjaltadóttur er gildistaka nú
tryggð, þar sem Asíuþjóðirnar inn-
an IMO, sem uppfylla þessi skil-
yrði, komu sér saman um það fyrir
í dag
Háskólinn á Akureyri
Skólinn verður weð kynningu &
starfsemi sinni milli kl. 13 og 17
á laugardaginn 18
Þolfimi________________________
Magnúsi Scheving hefur verið boð-
ið að gerast atvinnumaður íþolfimi
21
Vextir_________________________
Breytiiegir vextir torvelda barátt-
una gegn verðbólgu 24
Leiðari
Evrópubankinn og bruðiið 24
ráðstefnuna að fullgilda samkomu-
lagið.
„Það er því talið öruggt að innan
fárra ára muni samþykktin taka
gildi,“ sagði Ragnhildur. „Þetta
mun beinlínis hafa áhrif á hag og
afkomu útgerða og þar með á mark-
aðsverð á fiski.“
Rætt um svæðisbundið
samkomulag í Evrópu
Ragnhildur segir að Evrópu-
bandalagið hafí nú boðið EFTA-
ríkjunum til viðræðna um gerð
svæðisbundins samkomulags á
grundvelli Torremolinos-samþykkt-
arinnar, sem kveði á um öryggis-
kröfur fyrir minni skip. Hún segir
Spánverja og Portúgala ekki hafa
andmælt slíkum viðræðum.
Ragnhildur segir að vonazt sé til
að á næstu ráðstefnum IMO um
fiskiskip náist fram samræming á
menntunarkröfum áhafna fiski-
skipa, sem muni enn bæta stöðu
íslenzkra útgerða gagnvart erlend-
um.
Fasteignir
► Viðhald fasteigna - Varnir
gegn innbrotum - Voriðboðið
velkomið - U.P. húsið í Mos-
fellsbæ
Átök á stjórnarfundi í Félagsstofnun stúdenta
Framkvæmdastjóran-
um sagt upp störfum
Starfsfólk ogjbyggingamefnd lýsa stuðningi við framkvæmdastjóm
SAMÞYKKT var á fundi sljórnar Félagsstofnunar stúdenta
í gær með þremur atkvæðum Röskvumanna gegn tveimur
atkvæðum fulltrúa Háskólaráðs og menntamálaráðuneytis
að segja framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Arnari Þóris-
syni, upp störfum, en tillaga Röskvumanna þess efnis kom
fyrst fram fyrir um hálfum mánuði. Starfsmenn FS hafa
lýst yfir stuðningi við framkvæmdastjórann í bréfi til
stjórnarmanna. Jafnframt hefur byggingarnefnd FS bókað
að starfsskilyrðum hennar sé teflt í tvísýnu með uppsögn
framkvæmdastjórans.
! Streita!
-y CTmí.md.j
P FMelAli lldja a Ttmlul 3
mf
Ömmulegirr
Uppsögnin var samþykkt með
þremur atkvæðum meirihluta
Röskvu gegn atkvæðum Viktors
Borgars Kjartanssonar, fulltrúa
menntamálaráðuneytisins, og Þor-
steins Sigfússonar prófessors, full-
trúa Háskólaráðs. Þeir tveir síðar-
nefndu létu bóka að þeir áskildu sér
rétt til að skjóta ákvörðuninni til
menntamálaráðherra, samkvæmt 5.
grein réglugerðar um FS. I bókun-
inni segir jafnframt að rekstur FS
hafí gengið mjög vel undir stjóm
Amars: „Fyrir þeirri ákvörðun að
víkja framkvæmdastjóra hafa ekki
verið færð fram nein haldbær rök.
Með henni eru fagleg vinnubrögð
undanfarinna ára látin víkja fyrir
pólitískum stundarhagsmunum."
Daglegtlíf
► Sprækur hlaupari - Reynslu-
akstur Nissan Micra - Snaps í
Bosníu - Hvert í sumarleyfi? -
Leyndarmálið í Indlandshafi - Jöf-
ur veitir ábyrgð á notuðiun bílum
„Hugmyndafræðilegur
ágreiningur"
í greinargerð fulltrúa Röskvu seg-
ir að nokkurrar óánægju hafi gætt
með störf framkvæmdastjóra meðal
stjórnarmanna Röskvu „og stúdenta
almennt, t.d. garðsbúa". Þá segja
Röskvumenn að „hugmyndafræði-
legur ágreiningur" sé milli þeirra og
framkvæmdastjórans. „Félagsstofn-
un hefur á síðustu árum fengið á sig
ímynd stórgróðafyrirtækis í augum
stúdenta," segir í greinargerðinni.
„Fyrir núverandi ímynd fyrirtækisins
er meirihluti stjómar ekki tilbúinn
að standa."
„Vinnubrögð þessa fólks eru stór-
undarleg og markmið þess virðast
miðast við eitthvað annað en gott
gengi fyrirtækisins, sem er það sem
skiptir stúdenta mestu máli,“ sagði
Arnar Þórisson í samtali við Morgun-
blaðið. „Þrátt fyrir að ég hafí farið
fram á faglegan rökstuðning fyrir
uppsögn minni hefur meirihluti
Röskvu ekki getað borið fram neinar
röksemdir í þá átt.“
Óðinn hf.
endurvakinn
Eyrarbakka.
Hluthafafundur I Útgerðarfé-
laginu Oðni á Eyrarbakka var
haldinn í gærkvöldi, og þar var
ákveðið að blása lífi í félagið.
Mættir á fundinn voru 40 handhaf-
ar hlutabréfa í félaginu, og voru
þeir Eiríkur Guðmundsson, Jón Val-
geir Olafsson og Gísli Guðlaugsson
valdir til að undirbúa aðalfund þess,
en þeir voru allir á stofnfundi félags-
ins fyrir 50 árum. Óskar.