Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSÍUDAGUR 16. APRÍL 1993 - \ 4 Deilt er um stað fyrir listaverk í Björgvin 1 Noregi Styttan af Snorra stendur áfram ein DEILUR hafa verið undanfarið meðal íbúa í Björgvin í Noregi með staðsetningu listaverks þar í borg. Hugmyndir voru uppi um að koma verkinu fyrir á túni skammt frá styttu af Snorra Sturiusyni, en borgarstjórnin ákvað fyrir skömmu að það yrði ekki gert, vegna mikilla mótmæla. Anna Kristín Helgadóttir, for- maður Islendingafélagsins í Björg- vin, sagði að hópur frammámanna í borginni hefði fengið listamanninn Knut Steen til að gera minnisvarða um Ólaf Haraldsson kyrra, son Haraldar harðráða. Ólafur var uppi á árunum 1050-1093 og er talinn upphafsmaður byggðar í Björgvin. „Listamaðurinn vann minnisvarða, sem þessi hópur einstakiinga færði borginni að gjöf,“ sagði Anna Kristín. „Gefendurnir höfðu áhuga á að verkinu yrði valinn staður á túni fyrir framan Maríukirkjuna, en á því sama túni stendur stytta af Snorra Sturlusyni, sem Vest- mannaiaget gaf borginni árið 1947.“ Mikil mótmæli Vestmannalaget er félagsskap- ur, sem hefur það að markmiði að halda við ýmsum hefðum, auk þess að beijast fyrir vemdun nýnorsku. Félagsskapurinn gaf Islendingum styttuna af Snorra, sem var reist í Reykholti árið 1947 og sama stytta var gefin Björgvin og reist þar ári síðar. „Styttan stendur á mjög fallegum stað í merku um- hverfi fallegr^ húsa,“ sagði Anna Kristín. „Minnisvarðinn um Ólaf kyrra á alls ekki heima á þessum sama stað, því hann er nútímalegt listaverk úr stáli. Það urðu miki! blaðaskrif í Björgvin vegna málsins og fjölmargir aðilar mótmæltu, þar á meðal Vestmannalaget, íslend- Styttan af Snorra NÚ ER ljóst að minnismerki um Ólaf Haraldsson kyrra verður ekki staðsett í grennd við stytt- una af Snorra Sturlusyni. ingafélagið, Arne Holm, sem er ræðismaður íslands í Björgvin og Einar Benediktsson, sendiherra. Nú hefur unnist sigur í málinu, því borgarstjóm samþykkti að þiggja listaverkið, en jafnframt að finna annan stað,“ sagði Anna Kristín. VEÐURHORFUR I DAG, 16. APRIL YFIRLIT: Skammt vestur af landinu er smálægð og önnur á líka við norðvestur- strönd landsins, báðar á austnoröausturleið. Við Færeyjar er þriðja lægðin og hreyfist hún norðnorðaustur. STORMVIÐVÖRUN: Gert er ráð fyrir stormi á Norðurdjupi. Fremur hæg sunn- an- og síðar austanátt landinu og að lokum norðanátt, þegar kemur fram á nóttina. Sunnan- og vestanlands verður snjókoma eða slydda, sem fara mun austur yfir landið. Þegar kemur fram á nóttina fer að létta til sunnanlands, en áfram verða él vestan- og norðanlands. Hiti mun lítiö breytast. SPÁ: Norðan- og norðvestanátt v(ða él um norðanvert landið og vestanlands en úrkomulaust sunnan- og suðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA; HORFUR Á LAUGARDAG: Norðan kaldi eða stinningskaldi og él um norðan- vert landið, en þurrt og víða lóttskýjað syðra. Frost 1 ~6 stig. HORFUR A SUNNUDAG: Norðaustan og austan gola eða kaldi. Smáél við norðaustur ströndina, en annars þurrt og víða lóttskýjaö. Fremur kalt I veðri. HORFUR Á MANUDAG: Austan og suðaustan gola eða kaldi og skýjað við suöur- og austurströndina, en viða léttskýjað norðan- og vestanlands. Fremur kalt í veðri. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt / / / r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda •'A & CS Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * * * * * * * * Snjókoma V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka 3tig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Það er góð færð á öllum helstu þjóðvegum landsins, og hálka sem var á vegum sunnan og vestanlands í morgunn er óðum að hverfa. Á Vest- fjörðum er þó þungfært um Kleifaheiði og Hálfdán, og Steingrímsfjarðar- heiði er ófær. Þungatakmarkanir, vegna aurbleytu eru víða á útvegum, og eru þessar takmarkanir sýndar með merkjum við viðkomandi vegi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hítl veður Akureyrl 4 skýjaft Reykjavík 2 skýjaö Bergen 8 skýjað Helsinki 2 léttskýjað Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Narssarssuaq +10 heiðskírt Nuuk vantar Osló 10 léttskýjað Stokkhólmur 9 skýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 19 léttskýjað Amstérdam 13 þokumóða Barcelona 14 hálfskýjað Berlfn 13. hálfskýjað Chicago 6 rigning Feneyjar 13 rigning Frankfurt 16 hálfskýjað Glasgow 11 mistur Hamborg 12 léttskýjað London 11 mistur LosAngeles 14 alskýjað Lúxemborg 11 skúr Madrid 14 skýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 14 skruggur Montreal 1 alskýjað New York 12 alskýjað Orlando vantar Parfs 9 þokumóða Madelra 15 skýjað Róm 16 hálfskýjað Vfn 12 alskýjað Washington 12 alskýjað Winnipeg +5 Iétt8kýjað Bótamáli Stálsmiðj- urniar gegn Dagsbrún vísað frá Félagsdómi j FÉLAGSDÓMUR tók í gær til greina frávísunarkröfu lögmanna ASÍ í skaðabótamáli sem Stálsmiðjan í Reykjavík höfðaði vegna aðgerða sem forsvarsmenn Verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar stóðu fyrir í slipp Stálsmiðjunnar í janúarmánuði. I niðurstöðum dómsins kemur fram að ekki sé um að ræða ágreining sem falli undir ákvæði laga um stétt- arfélög og vinnudeilur. Aður hafði ASÍ hefur fyrir hönd Dagsbrúnar unnið mál fyrir Félagsdómi um það að uppsögn Stálsmiðjunnar á yfir- vinnusamningi þeim sem aðgerðirnar risu af hafi verið ólögmæt. Verkamannafélagið Dagsbrún stóð fyrir Jdví að hindra sjósetningu Júlíusar AR úr dráttarbraut Stál- smiðjunnar laugardaginn 30. jan- úar til að mótmæla einhliða upp- sögn fyrirtækisins á samningi við verkamenn um fasta yfirvinnu. Fyrir vikið var sjósetningunni frestað fram yfir helgi. Stálsmiðjan krafðist 113 þús. króna skaðabóta vegna aðgerð- anna fyrir tjón sem hlotist hefði af þessari meintu ólögmætu vinnu- stöðvun. í niðurstöðum meirihluta Fé- lagsdóms, héraðsdómaranna Auð- ar Þorbergsdóttur, Ingibjargar Benediktdsdóttur og Jóns Þor- steinssonar hrl., segir að líta beri á framgöngu verkamanna og for- manns Dagsbrúnar á staðnum sem sérstaka vettvangsaðgerð er falli ekki undir ákvæði laga um stéttar- félög og vinnudeilur. Úrlausnar- efnið sé því utan valdsviðs Félags- dóms. Með þessu sé hins vegar ekkert um það sagt hvort í aðgerð- inni hafi falist brot gegn öðrum lögum og bótaskylda af hálfu verkalýðsfélagsins af þeim sökum. Minnihluti, Björn Helgason sak- sóknari og Gunnar Guðmundsson hdl., skiluðu sératkvæði og vildu taka frávísunarkröfuna til greina. Afkastamikil brugggerð í Hafnarfírði LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók í fyrradag systkini, mann um fertugt og konu um þrítugt, vegna gruns um umfangsmikla bruggstarf- semi. í bílskúr við hús manns- ins fannst mannhæðarhá bruggtækjasamstæða, 500 lítrar af gambra og 50-60 lítrar af eimuðum landa. Lögreglan stöðvaði manninn akandi á bíl þar sem fundust um 20 lítrar af landa. Við hús- leit á heimili hans fundust bruggtækin sem voru mun vandaðri að allri gerð en lög- regla kveðst eiga að venjast. Þannig örlaði ekki á því að lykt frá framleiðslunni bærist um húsið þrátt fyrir að alit flóði í landa. Fólkið hefur ekki áður verið staðið að bruggun en hef- ur m.a. komið við sögu fíkni- efnamála, og sama á við um allmarga þeirra bruggara sem lögregla hefur undanfarið haft afskipti af. ) > Þrotabú E. Guðfinnssonar á Bolungarvík Rækjuverksmiðjan leigð heimamönnum Bolungarvík. TVEIR aðilar í Bolungarvík hafa tekið rækjuverksmiðju þrotabús EG á leigu og hófu þeir starfsemi þar í gær. Það er nýstofnað fyrirtæki, Þuríður hf., sem stofnað var 10. apríl síðastliðinn, sem rekur starfsem- ina. Hjá verksmiðjunni leggja sem stendur upp 6 bátar sem eru á inn- fjarðarrækju, og einn bátur sem er á djúprækju. Rækjuverksmiðjan á óveiddan 170 tonna kvóta í ísafjarðardjúpi, og vélbáturinn Gunnbjörn, sem er á djúprækju, er með 220 tonna rækjukvóta. í gær þegar vinnsla hófst í rækju- verksmiðjunni voru komin þangað 25 tonn af rækju og afkastaði verk- smiðjan 9 tonnum á þessum fyrsta degi. Samningur hefur verið gerður við Marfang um sölu afurðanna. Stjórnarformaður Þuríðar hf. er Jón Guðbjartsson og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Valdimar L. Gíslason. Leigusamningur fyrirtæks- ins er til 1. ágúst næstkomandi, en að sögn Valdimars kemur sterklega til greina a_ð kaupa verksmiðjuna ef um semst. í verksmiðjunni starfa 15 manns, þar af einn verkstjóri og einn framleiðslustjóri. Að sögn Valdimars er þetta eina yfirbyggingin, þvi hvorki framkvæmdastjóri né stjórn- arformaður eru á launaskrá. „Ef ekki er hægt að vinna rækju þannig að vinnslan beri sig með slíkri stjórnun og góðu starfsfólki er lítil von í fiskvinnslu á íslandi í dag,“ sagði Valdimar. Gunnar. 6 mánaða fangelsi fyrir árás og ónæði 36 ARA maður, sem á við geðræn vandamál að stríða, var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar fyrir húsbrot, líkamsárás, ofsóknir og ónæði. Þrír mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn ruddist í heimildar- leysi inn í íbúð fullorðinna hjóna í Reykjavík þann 19. febrúar. Hann veittist að hjónunum og kom til átaka milli þeirra. Hjónin hlutu nokkra áverka af, voru bólg- in, hrufluð og marin víða um lík- amann. Maðurinn hefur lengi ofsótt hjónin og dóttur mannsins og var m.a. dæmdur nú fyrir að hafa valdið hjónunum ónæði með því að hringja oft heim til þeirra á tímabilinu 26. janúartil 6. febrúar sl., oftast að næturlagi eða mjög snemma morguns. Honum var veitt lögregluáminning þann 22. janúar sl. fyrir síendurteknar of- sóknir og hótanir í garð dóttur mannsins undanfarin tæp 20 ár. Dómarinn, Hjörtur 0. Aðal- steinsson, taldi refsingu hæfilega ákveðna fangelsi í 6 mánuði, en fullnustu helmings refsivistarinn- ar er frestað í þrjú ár, haldi mað- urinn almennt skilorð. Til frá- dráttar refsingu kemur gæslu- varðhaldsvist frá 26. febrúar. Þá er manninum gert að greiða allan sakarkostnað og rúmar 5 þúsund kr. í skaðabætur vegna læknis- kostnaðar hjónanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.