Morgunblaðið - 16.04.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
9
Bílamarkaburinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, simi
671800
Talsverð hreyfing
Vantar góða bíla á
sýningarsvæðið
Opið sunnud. kl. 14 - 18.
[
Vlí X Jfi v NÍÐSr m
I DUNHAGA,
_______________________A S. 622230.
Opið virka daga 9-18,
laugardag 10-14.
Notkun FileMaker Pro-
fpaefnagrunns við
skfalavörslu ojg
skyld verkefni
Félag um skjalastjórn oa Tölvuskóli Tölvu- og
verkfræðiþjónustunnar, Ljóða 22 kennslustunda
nómskeið í notkun FileMaker Pro-gagnagrunns i
skjalavörslu og skyldum verkefnum. Nómskeiðið er
sniðið fyrir skjalaverði, einkaritara oa skrifstofustjóra, sem
bera óbyrgð ó skjalavörslu ó skrifstofum og vilja hafa röð og reglu ó upplýsingum.
Nómskeiðið er jafnt fyrir byrjendur, sem lengra komna. Kennd verður uppsetning ó
skróm sem auðvelda vinnu við skjalavörslu og stjórn upplýsinga, s.s. gerð bréfa-
dagbókar, geymsluskrór, skróryfir Ijósmyndir, teikningar, myndbönd, smóprent o.fl.
Nómskeiðið verður haldið dagana 19., 21., 26., 28. og 30. apríl nk. kl. 13:00 til
16:00 að Grensósvegi 16.
Kennarar verða Halldór Kristjónsson verkfræðingur og Bjarni Þórðarson
sérfræðingur ó Þjóðskjalasafni. Kennt verður ó Apple Macintosh-tölvur.
Vinsamlegast tilkynnið þótttöku hjó Tölvuskóla Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar i
síma 688090. Þótttökugjald er 12.500,- kr.
Ifl
Lóðahreinsun í Reykjavík
vorið 1993
Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til
að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er veldur
óþrifnaði og óprýði.
Til að auðvelda fólki að losna við rusl eru gám-
ar við eftirtalda staði:
Ánanaust móts við Mýrargötu.
Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð.
Gylfaflöt austan Gufunesvegar.
Jafnasel í Breiðholti.
Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagana
8. og 15. maí og verða ruslapokar afhentir í
hverfabækistöðvum gatnamálastjóra.
Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn
Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar
og hirða upp fyllta poka.
Rusl sem flutt er til eyðingar skal vera í umbúð-
um eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutn-
ingakössum.
Umráðamenn óskráðra og umhirðulausra bíl-
garma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæð-
um, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru
minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta, annars má
búast við að þeir verði teknir til geymslu um
takmarkaðan tíma en síðan fluttir til fórgunar.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík,
hreinsunardeild.
feítóÉíHS?
IKísiliðjan ( Mývatnssveit:
Námaleyfið framlengt
til ársins 2010
- “Ég tel aS viS höfum þarna náSfarsœlu jafhvœgi á milli sjónarmiSa náttúruverndar og atvinnullfs. ViS höfum virt
Jafnvægi milli sjónarmiða atvinnulífs og
náttúruverndar
Námaleyfi Kfsiliðjunnar í Mývatnssveit hefur verið framlengt til ársins
2010. „Ég tel að við höfum þarna náð farsælu jafnvægi milli sjónar-
miða náttúruverndar og atvinnulífs," segir Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra. Hluti leyfisgjalds verður nýttur til rannsókna, eftirlits og efling-
ar atvinnulífs á Mývatnssvæðinu.
Rannsóknir á
nýrri vinnslu-
tækni
Jón Sigurðsson, iðnað-
arráðherra, segir m.a. í
Alþýðublaðinu síðastlið-
inn miðvikudag;
„Það var einkar
ánœgjulegt að kyimast
því á þessum kynningar-
fundum með Mývetning-
um hversu vel menn tóku
niðurstöðum um fram-
lengingu leyfis til Kisiliðj-
unnar vegna námavinnslu
í vatninu. Ég tel að við
höfum þama náð farsælu
jafnvægi milli sjónarmiða
náttúruvemdar og at-
vinnulífs. Við höfum virt
meginkröfur náttúm-
vemdarmanna. Til að
mynda með þvi að fara
ekki í vinnslu úti á Syðri-
Flóa. Án undantekningar
vom menn sáttir við
niðurstöðu þessa máls.
Þessi 17 ár sem em þang-
að til samningurinn renn-
ur út em hugsuð sem
einskonar umþóttunar-
tími til að finna ný verk-
efni fyrir Kísiliðjuna og
nýjar leiðir í atvinnulifinu
á svæðinu. Ég hefi ákveð-
ið að beita mér fyrir því
að í samvinnu við hags-
munaaðila verði gerðar
rannsóknir á nýrri
vinnslutækni við kísilg-
úmám í vatninu og einnig
á hugsanlegri nýtingu á
kísilgúr sem lenti undir
hraunið sem rann út í
vatnið á átjándu öld í
Mývatnseldum."
Undirbúnings-
sjóður - efling
atvinnulífs
Alþýðublaðið segir og:
„A fundinum kom með-
al annars fram í máli Jóns
Sigurðssonar að ákveðið
hafi verið að hluti leyfis-
gjaldsins (20%) muni
renna í sjóð til atvinnuefi-
ingar á svæðinu.
Nánar tiltekið í nokk-
urskonar undirbúnings-
sjóð til efiingar atvinnu-
lífs í þeim sveitarfélögum
þar sem hagur íbúaima
stendur og fellur með
starfsemi Kisiliðjunnar.
Einnig er í leyfinu að
finna ákvæði um ráðstöf-
un á leyfisgjaldi verk-
smiðjunnar sem notast
skuli til rannsókna og eft-
irlits.
Þess ber að geta að á
síðari hluta leyfistímans
verður námagjaldið aukið
og rennur aukningin öll
í fyrrgreindan sjóð. Verð-
ur sjóður þessi undir
sljóm fuiltrúa heima-
manna, verksmiðjunnar,
umhverfisráðuneytisins,
samgönguráðuneytisins
og iðnaðarráðuneytisins.
Á fundinum var sagt
frá því að ein helzta
ástæða þess að leyfið til
kisilgúmáms væri fram-
lengt núna til ársins 2010,
væri sú að eyða þurfi
óvissu sem hefur rikt nú
um skeið vegna framtíðar
Kisiliðjunnar. Þama
væm í húfi miklir hags-
munir, félagslegir sem
fjárhagslegir. Bæði em
það hagsmunir íbúa sveit-
arfélaganna á svæðinu en
ekki sízt þjóðfélagsins í
heild.“
Niðurstöður
rannsókna
Siðan segir Alþýðublaðið:
„Jón Signrðsson sagði
frá þvi að við veitingu
nýja leyfisins hefði verið
tekið sérstakt tillit til nið-
urstaðna rannsókna sem
gerðar hafa verið á lífríki
vatnsins af starfshópi
umhverfisráðuneytis um
Mývatnsrannsóknir.
Einnig vom teknar
með í reikninginn niður-
stöður umfangsmikilla
rannsókna sem gerðar
vom árin 1986-1991 á
vegum Sérfræðinga-
nefndar um Mývatns-
rannsóknir og einnig
vom rannsóknir sem far-
ið hafa fram á vegum
Rannsóknarstöðvarinnar
við Mývatn hafðar til hlið-
sjónar.
Allar þessar rannsókn-
ir sýna svo ekki verður
um villst að lita má á
Ytri-Flóa og Syðri-Flóa
sem aðskilin svæði hvað
varðar strauma og set-
flutninga. Einnig kemur
þar fram að langvarandi
námavinnsla i Bolum,
sunnan Teigahoms,
myndi hafi í för með sér
verulegar breytingar á
lifsskilyrðum í Mývatni.
Það mun vera mat ráðu-
neytisins að leyfi fyrir
námavinnslu í Syðri-Flóa
jafngildi leyfi fyrir
vinnslu í nýju stöðuvatni
og ekki sé veijandi að
taka þá áhættu sem þvi
gæti fylgt fyrir lifrikið í
vatninu".
Ályktun kennara við Menntaskólann í Reykjavík
Afangaskýrslu um mót-
un menntastefnu fagnað
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Félagi kennara
við Menntaskólann í Reykja-
vík:
„Fundur í Félagi kennara við
Menntaskólann ,í Reykjavík þriðju-
daginn 16. mars 1993 fagnar því að
nefnd um mótun menntastefnu hefur
sent frá sér áfangaskýrslu, svo að
kennurum og öðrum gefist kostur á
að ræða efni hennar. Fundurinn telur
að ýmislegt í skýrslunni horfi til bóta.
Þar má nefna að skólastarf, bæði í
grunnskóla og framhaldsskóla, skal
nú gert markvissara en verið hefur
og á að skila betri árangri. Þá má
nefna til bóta skiptingu náms eftir
grunnskóla í fornám, gagnfræðanám
og námsbrautir framhaldsskóla eftir
einkunn á grunnskólaprófi. Einnig
að námsbrautir til stúdentsprófs
verði færri en verið hefur um leið
og gætt verður meira samræmis í
námskröfum til prófsins.
Hins vegar bendir fundurinn á að
eigi að færa grunnskólann alveg til
sveitarfélaga, verði að tryggja jafn-
rétti til náms. Tekjur sveitarfélaga
eru ákaflega misjafnar, mörg þeirra
skuldum vafin og illt að treysta að
sameining þeirra í stærri einingar
verði alveg á næstunni. Þó lítur fund-
urinn svo á að kostur geti verið við
að sveitarfélög reki grunnskóla al-
veg, því að þá er skammt á milli
sjórnenda og starfsmanna.
í skýrslunni er talað um að dreifa
valdi frá ráðuneyti til skóla og sveit-
arfélaga, en samt er ekkert getið um
fræðsluskrifstofur og því óljóst hvert
hlutverk þeirra verður. Jafnframt
kemur fram talsverð miðstýring, þar
sem lagt er til að samræmdum próf-
um verði fjölgað verulega og Rann-
sóknarstofnun uppeldis- og mennta-
mála falið að semja þau. Fagleg og
fjárhagsleg ábyrgð þarf að fara sam-
an. Fundurinn telur að huga þurfi
betur að formlegum tengslum milli
grunn- og framhaldsskóla og fram-
haldsskóla og háskóla, td. með sam-
starfsnefndum og sameiginlegri
námskrá fyrir efstu bekki grunn-
skóla og framhaldsskóla.
Fundarmenn eru þeirrar skoðunar
að þörf sé nokkurrar samræmingar
í skólastarfi frá því sem nú er. En
fundurinn varar við samræmingu
stúdentsprófs nema hún sé vel undir-
búin. Hér skortir alveg rannsóknir á
skólastarfi í framhaldsskóla og því
vita menn ekki á hvaða grunni þeir
byggja. Hafa ber samvinnu við Há-
skóla íslands um hinar samræmdu
kröfur. Þá virðist fýsilegt að skólum
séu boðin samræmd próf í ákveðnum
greinum sem þeir geti þegið eftir því
hvaða framhaldsnám nemendur
þeirra ætla að stunda. Þá bendir
fundurinn á þann vanda sem því fylg-
ir að leggja fram samræmd próf sem
nái bæði til bekkjarskóla og áfanga-
skóla.
Með öllum þessum prófum, sem
Rannsóknarstofnun uppeldis- og
menntamála virðist eiga að annast,
er henni mikill vandi búinn. Krefjast
verður að þar starfi reyndir kennarar
en ekki einungis próffræðingar, svo
að reynsla og þekking ráði í þeim
efnum.
Fundurinn telur óæskilegt að
stytta framhaldsskólann í þijú ár og
lengja grunnskólann um eitt, telur
heppilegra að framhaldsskólinn verði
áfram fjögurra ára skóli. En ef eigi
að lengja skólaárið, verði að sjálf-
sögðu að semja að nýju við kennara.
Að síðustu bendir fundurinn á að
í flestum skýrslum um skólamál er
tekið fram að efla beri verknám og
virðast allir vera samþykkir því. En
ekki nægir að sjá það í skýrslum,
heldur þarf verulegt aukið fé til þeirr-
ar starfsemi.
Umbætur í skólastarfi verða best
unnar með markvissri þróun en síður
með kerfísbreytingum. Með tilraun-
um í smærri einingum er hægt að
komast að niðurstöðu sem byggja
má á.“
-------♦----------
Málþing um
aðstöðu fæð-
andikvenna
MÁLÞING verður haldið um að-
stöðu fyrir fæðandi konur á Is-
landi laugardaginn 17. april kl.
10-14 á Hóte! Sögu, þingsalur A.
Kvenréttindafélag íslands, Kven-
félagssamband íslands og fulltrúar
allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga
á Alþingi gangast fyrir málþingi um
aðstöðu fyrir fæðandi konur.
Tilgangur þingsins er að varpa
ljósi á stöðu mála í dag, leiðir til
úrbóta og kynna ýmsa valkosti fyrir
fæðandi konur.
(Fréttatilkynning)