Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 13
M0RGUNBLAÐIÐ1<XíSTOBAGUR-rerAPRit-W93 - 13 „Loksins, loksins“ eftir Sigurbjörn Sveinsson Á þennan skemmtilega hátt fagnaði Kristján Albertsson nýrri öld íslenskra bókmennta, sem hófst með Halldóri Laxness. Oft hefur verið klappað á íslandi af minna tilefni. Nú er sérstök ástæða til að fagna því, að nýlega fengust tveir and- stæðingar tilvísana í hópi lækna til að ræða tilvísunarkerfi á öðrum nótum en „siðleysi“ þess og einhliða rétti sjúklinga til að ávísa sér lækn- ishjálp úr tryggingakerfinu. En þann vef hefur læknaforystan reynt að spinna síðustu mánuði. Afkoma lækna og sjúklinga Sá fyrri viðurkenndi í Morgun- blaðinu, að með tilvísunarkerfinu kynni hann að verða fyrir fjárhags- legum skakkaföllum, hann ætti fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Hér var talað tæpitungulaust enda ekki von á öðru úr þeim munni. Sá síðari sagði einnig á síðum Morgunblaðsins, að „eigi megi svipta einstaklinginn tryggingarétti sínum að öllu leyti eða hluta fari hann í stöku tilvikum beint til sér- fræðings". Með öðrum orðum: Stjórnvöld geti með engu móti beitt tilvísunum til stýringar í heilbrigðis- kerfinu án þess að bijóta í bága við þessa skoðun. Andstæðingum tilvísunarkerfis hefur verið legið á hálsi fyrir að ræða einungis tilvísunarskyldu, sem ekki er til umræðu, og rétt sjúk- linga, án þess að horfast í augu við hina kjaralegu þýðingu, sem skipu- lagið að þessu leyti hefur fyrir lækna. Ekki er hægt að túlka orð þess- ara lækna öðruvísi, en að þeim líði vel í kerfinu eins og það er, og á því megi ekki gera neinar breyting- ar. í þessu sambandi er rétt að benda á tvennt. í fyrsta lagi gengur allt trygg- ingakerfi okkar út á einhvers konar mismunun. Við höfum öll mismun- andi rétt eftir aldri, sjúkdómum og félagslegri stöðu og afkomu. stjórn- völd hafa stöðug áhrif á val okkar á meðferðarúrræðum með ákvörð- unum sínum um þátttöku almanna- trygginga í greiðslu. Því yrði það engin nýlunda eða í blóra við hefð eða rétt stjómvalda að nota tilvísan- ir sem greiðsluheimild í trygginga- kerfinu. í öðru lagi er rétt að víkja að afkomuvanda lækna. Lítið þjóðfélag eins og okkar, sem vill halda úti heilbrigðisþjónustu af sama toga og ríkar stórþjóðir, verður að sætta sig við óhagkvæmari og dýrari sér- hæfingu lækna og að afkoma þeirra sé tryggð þrátt fyrir takmörkuð viðfangsefni á stundum. Vandi þjóðfélagsins er sá, að afkoma lækna í föstum stöðum á sjúkrahús- um er rýr og og þeim því flestum nauðsynlegt að bæta hana utan veggja stofnananna. Greiðasta leið- in til þess, er að bjóða almenningi þjónustu sína í frítímanum og vinna sem verktakar fyrir almannatrygg- ingarnar. Ef vinna á stofu kæmi ekki til, yrði afkoma þessara lækna allt önnur en hún er nú. Það er því pólitísk ákvörðun, hvort þjóðfélagið vill deila hæfilegum kjörum til þess- ara sérfræðilækna með þessari vinnu við sjúklingamóttöku utan sjúkrahúsanna eða með öðrum hætti. Tilvísunarmálið verður ekki séð í réttu ljósi nema þessi hlið þess sé skoðuð ásamt öðrum. Hin siðræna hlið Andstæðingar tilvísunarkerfis hafa mikið látið með meintan sið- ferðisbrest þeirra, sem ræða vilja möguleikana á að nota það sem greiðsluheimild til sérfræðilæknis- hjálpar utan sjúkrahúsa. Vísað hef- ur verið til samþykkta Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar og sam- þykkta Alþjóðasamtaka lækna. Sér- staklega hefur verið bent á 1. grein hinnar svonefndu Lissabon-yfirlýs- ingar, þar sem segir að sjúklingur- inn eigi þann rétt að vera frjáls að því að velja sér lækni. Undirrituðum bauð í hug að hér kynni að vera fijálslega farið með túlkun þessarar greinar í hita leiks- ins. Ljóst var af síðari greinum Sigurbjörn Sveinsson „Þjóðin er áreiðanlega orðin hundleið á þessu tilvísunarkarpi í lækn- um, ef hún á annað borð hefur nokkuð fylgst með því. Enda á hún annað og betra skilið.“ samþykktarinnar, að önnur sjónar- mið en notkun tilvísunarkerfis við almannatryggingar kynnu að hafa verið þyngri á metunum við gerð hennar. Því var nauðsynlegt að fá upplýsingar um forsendur sam- þykktarinnar og umræður þær er að baki henni lágu. Aðalritari Alþjóðasamtaka lækna hefur nú svarað fyrirspurn minni um þetta efni á þann veg, að ekki sé að finna neinar ástæður fyrir samþyktinni er varða notkun tilvís- ana í heilbrigðisþjónustu („reasons related to the use of referrals in health systems"). Og þar með fór í vaskinn eitt höfuðatriðið í málatilbúnaði Lækna- félags Reykjavíkur. Að lokum Þjóðin er áreiðanlega orðin hund- leið á þessu tilvísunarkarpi í lækn- um, ef hún á annað borð hefur nokkuð fylgst með því. Enda á hún annað og betra skilið. Nú á hún að snúa sér að góð- viðri og gróandi náttúru, þeim Schubert og Beethoven og láta feg- urðina ríkja ofar hverri kröfu. Er það betra til heilsubótar en krytur og hnýfilyrði. Það er mín skoðun og henni vil ég að síðustu koma á framfæri: — að stjómvöldum er ekki heimilt að meina fólki að finna þann lækni, sem það óskar, sé það gert á grund- velli samkomulags á milli þessara tveggja aðilja, — að stjómvöldum er fullkomlega heimilt að nota tilvísanir sem greiðsluheimild fyrir sérfræðiþjón- ustu utan sjúkrahúsa, sem greidd er af almannatryggingum, — og að sú ráðstöfun brýtur á eng- an hátt í bága við almennt sið- ferði, siðreglur eða alþjóðasamn- inga. Höfundur er læknir. Sumarleyfi í Kerlingarfjöllum eftir Jónas Hallgrímsson Nú er tími skipulagningar sumar- leyfa. Enn er vetur á fjöllum og í skíðalöndum okkar. Skíðavertíðin hefur verið rysjótt í ár þótt páskar hafi bætt hana mikið. Flestum sem skíði stunda þykir vafalaust of lítið hafa gefið á skíðin og vilja gjaman meira. Hægt er að bæta úr því með því að nota hluta af sumarleyfinu til skíðaiðkana. Skíðaskólinn í Kerlingaríjöllum hefur nú auglýst sumarnámskeiðin vinsælu en skólinn er á þrítugasta og þriðja starfsári, síungur og eflist ár frá ári. Námskeiðin hefjast 23. júní og verða samtals 17 og lýkur því síðasta 25. ágúst. Fyrir unglinga eru haldin 4 námskeið en almenn námskeið sem vinsælust em fyrir fjölskyldur og fullorðna em 13. Áuk námskeiðanna eru farnar 7 helgar- ferðir sem em 3 dagar en námskeið- in sjálf eru ýmist 3 eða 4 dagar. Ferðaskrifstofa íslands annast bók- anir og gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Síðastliðið sumar skrifaði ég stutta grein í Morgunblaðið um skíðanámið sjálft og benti á að í Kerlingarfjöllum er á boðstólum eitthvað við allra hæfi, jafnt þeirra sem aidrei hafa stigið á skíði fyrr og þeirra sem blátt áfram hafa alist upp með skíðin á fótunum. Nú ætla Tíu tilboð bámst í verkið og átti Þórhallur Einarsson næst lægsta boð eða rúmlega 32,9 millj., sem er 82,63% af kostnaðaráætl- un. Sveinbjörn Sigurðsson hf., bauð 32,9 millj. eða 82,74% af kostnaðaráætlun, Bygging. og verktakaf. S.Þ. hf., bauð 34,1 millj. eða 85,62% af kostnaðaráætlun, ísvirki hf. bauð 35 millj. eða 87,86% af kostnaðaráætlun og Sel Jónas Hallgrímsson ég að lýsa dæmigerðum degi í „fjöll- unum“. Eftir morgunþvott og aðra snyrt- ingu er sest að morgunverði sem sæma mundi hveiju betra hóteli. Fyrir þá sem ætla að nota daginn til líkamsþjálfunar er morgunverð- urinn mikilvægasta máltíð dagsins og því er vel fyrir öllu séð þar á borðum. Svokallað heilsufæði er í öndvegi og hægt er að sneiða alveg hjá öllu sem tilheyrir dýraríkinu þótt nóg sé af að taka þaðan lika. Langferðabílar flytja fólkið síðan sf. bauð 36,4 millj. eða 91,38% af kostnaðaráætlun. Sigurður K. Eggertsson hf., bauð 36,9 millj. eða 92,76% af kostnaðaráætlun, G. Valgeirsson hf., bauð 37,8 millj. eða 95,09% af kostnaðaráætlun, Byggingafél. Virki hf., bauð 35,5 millj. eða 99,11% af kostnaðaráætlun og Fagverktakar hf. buðu 64,9 millj. eða 162,98% af kostnaðaráætlun. „Fyrir þá sem vinnu- streitan er alveg að buga veit ég ekkert betra en að hverfa í gjörólíkt umhverfi eins og til snæviþaktra fjalla þar sem nánast ekkert er til að minna á dag- legt amstur og allir eru komnir með það eitt í huga að stunda líkams- rækt í hollu fjallalofti í góðum félagsskap. Reynið þetta í sumar, því sjón er sögu ríkari.“ upp að skíðasvæðinu og þar hefst vinnudagurinn nálægt klukkan hálf- ellefu. í upphafi námskeiðs er nem- endum skipt í hópa eftir kunnáttu. Hóparnir eru yfirleitt fámennir þannig að kennarinn getur veitt hveijum nemanda þær leiðbeiningar sem hann þarf. Slík kennsla er að- alsmerki skólans og hafín langt yfir marga erlenda skíðaskóla þar sem kennsludagurinn er að mestu fólg- inn í því að nemendur elta kenn- arann um allar trissur og aðeins sá, sem næstur honum er í röðinni nýt- ur sýnikennslunnar. Kennararnir í Kerlingarfjöllum eru tillitssamir og liprir og skilja þarfir hvers og eins. Skíðabrekkurnar eru sléttar og jafn- ar og hallinn í þeim er hinn ákjósan- legasti til kennslu og ekki síst fyrir byijendur. Eftir 2 til 3 klukkustund- ir er nemendum fært nesti, brauð, kex, ávaxtasafi, kaffi og heitt kakó og er sú hvíld og næring yfírleitt kærkomin. Þar er á boðstólum hin einstæða blanda af kaffi og kakói sem bæði hressir og hlýjar. Síðan hefst kennsla að nýju og lýkur deg- inum á skíðasvæðinu oftast á milli klukkan 4 og 5 síðdegis. í bæki- stöðvum skólans bíða síðan allra heit böð og heitir pottar og þar er hægt að láta mestu þreytuna líða úr sér áður en stuttur hvíldartími gefst í koju. Heit og kjarngóð mál- tíð er framreidd í aðalskálanum um klukkan 7. Síðan gefst tími til hvíld- ar eða leikja úti á meðan borð eru tekin upp og undirbúningur fer fram í eldhúsinu fyrir hið hefðbundna kvöldkaffi og kex. Kvöldvökumar hafa á sér sérstakt snið sem enginn vill breyta og falla alveg að ævintýr- um dagsins. Fjöldasöngur er mikill og sérstaklega hafa svokallaðir Kerlingarfjallasöngvar þá náttúru að allir syngja með óháð lagvísi. Forsöngvarar skólans sjá um að enginn fari of langt út af laginu. Textamir eru margir frumortir fyrir skíðaskólann og þá er að finna í söngbókinni Valdimaríu sem hefur fengist í flestum bókabúðum og all- ir ættu í raun að eiga. Auk söngsins eru yfirleitt einhver heimatilbúin skemmtiatriði sem börnin fara best með þótt fullorðnir taki einnig þátt í þeim. Þegar við á lýkur sumum kvöldvökum með dansleik. Dálítið þreyttir en jafnframt sælir skríða nemendur síðan í bólið og hlakka til að endurtaka allt næsta dag. Mikið er um að fjölskyldur, sam- stafsmenn, stéttarfélagar og skóla- systkini mæli sér mót á þessum skíðanámskeiðum. Auk skíðaiðkana gefst nægur tími til gönguferða um einstakt fjallaland og hverasvæði og til leikja og samræðna, úti eða inni. Fyrir þá sem vinnustreitan er alveg að buga veit ég ekkert betra en að hverfa í gjörólíkt umhverfi eins og til snæviþaktra fjalla þar sem nánast ekkert er til að minna á daglegt amstur og allir eru komn- ir með það eitt í huga að stunda líkamsrækt í hollu fjallalofti í góðum félagsskap. Reynið þetta í sumar, því sjón er sögu ríkari. Höfundur er kennari við læknadeild Háskóla Islands. „ „ BJÖRGUN UR RUSTUM - a ^SInámsstefna, námskeib Verkfræðingafélag íslands gengst ásamt björg- unaraðilum á íslandi fyrir heilsdags námsstefnu um björgunarstörf vegna náttúruhamfara. VFÍ heldur síðan framhaldsnámskeið um sama efni. Námsstefna: Laugardag 17. apríl í Háskólabíó. Allir velkomnir. Skráning hefst kl. 8.00. Setning kl. 8.30. Námskeið: Þriðjudag 20. apríl í Verkfræðingahúsi kl. 8.00. Opið verkfræðingum og tæknifræðingum. Aðalfyrirlesari: Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur. Þátttökugjald: Kr. 7.000,- á hvort námskeið, kr. 12.000 fyrir bæði. Hádegismatur og kaffi innifalið. Skráning hjá VFÍ í símum 688511 og 688505. Fax 689703. Verkfræðingafélag íslands 28 milljónir króna í lokaáfanga Hlíðarskóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 28 milljón króna tilboði lægstbjóðanda V. ívars Ström í lokaáfanga Hlíðarskóla. Tilboðið er 70,35% af kostnaðaráætlun og var samþykkt að hækka banka- tryggingu í 15% af tilboðsupphæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.