Morgunblaðið - 16.04.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
Japanir
veiddu 330
hrefnur
MÓÐURSKIP japanskra hval-
veiðimanna, Nisshin Maru, kom
í gær til Osaka frá hafsvæðum
við Suðurskautslandið með af-
urðir 330 hrefna. Segja tals-
menn sambands hvalveiðifé-
laga að veiddur hafí verið sá
kvóti sem Alþjóðahvalveiðiráð-
ið, IWC, hafí úthlutað Japan
til vísindaveiða. Í næsta mánuði
hefst fundur IWC í nágranna-
borginni Kyoto og verður þar
flallað um framtíð hvalveiða.
Fulltrúi sjávarútvegsráðuneyt-
isins japanska sagðist vona að
fundurinn yrði Japönum hag-
stæður. Hann taldi samt að
þeir hefðu tapað stríðinu um
hugi Vesturlandabúa sem iðr-
uðust ofveiði sinnar á hvölum
fyrr á árum og krefðust því
algers banns.
Vilja auka
hagvöxt í EB
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópubandalagsins hefur í
samráði við aðildarríkin sett
saman áætlun um fjárveitingar
til að örva hagvöxt í bandalag-
inu og hyggst veija til þess
42,4 milljörðum Bandaríkja-
dollara. Er búist við að þessar
aðgerðir auki vöxt um 0,6% á
næsta ári. Flestar ráðstafanirn-
ar hafa verið kynntar áður.
Fangar á
lausum kili
BRESKT fyrirtæki sem hefur
gert samning við yfírvöld um
að flytja fanga milli áfanga-
staða, m.a. til yfirheyrslna, við-
urkenndi í gær að hafa látið
fímm manns sleppa úr greipum
sér í síðustu viku. Þar af voru
tveir óvart látnir lausir. Stjóm-
arandstaðan segir yfirvöld eiga
sök á því að þessi þjónusta sé
farin að minna á skopmynd.
Deilt um við-
skiptahömlur
í SKÝRSLU framkvæmda-
stjórnar EB, sem kom út í
gær, eru Bandaríkjamenn sak-
aðir um að halda uppi ýmiss
konar viðskiptahindrunum og
hefði ekki verði gerð þar á
mikil bragarbót síðan í fyrra.
Eftir nokkra daga hefjast í
Washington samningaviðræður
EB og Bandaríkjanna sem hafa
það að markmiði að koma í veg
fyrir viðskiptastríð.
Ofbeldi verði
stöðvað
STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku
hvöttu í gær Afríska þjóðarráð-
ið, ANC, til að stöðva ofbeldis-
aðgerðir liðsmanna sinna og sjá
til þess að hægt yrði að semja
um kosningar þar sem allir
kynþættir hefðu jafnan kosn-
ingarétt. AIls féllu 17 manns í
óeirðum á miðvikudag.
Viðvörunum
mótmælt
YFIRVÖLD í Miami í Flórída
gagnrýna þýsk stjómvöld fyrir
að senda frá sér yfírlýsingu þar
sem þýskir ferðamenn eru var-
aðir við því að vera á ferli á
vissum stöðum í borginni eftir
sólsetur. Nýlega var þýsk kona
myrt í Miami af glæpamönnum
fyrir framan móður sína og tvö
lítil börn. Borgaryfírvöld segj-
ast hafa fulla stjóm á ástandinu
en morðum á ferðamönnum
hefur fjölgað mjög í Flórída
undanfarna mánuði.
Jeltsín Rússlandsforseti þjarmar að varaforsetanum
Rútskoj sakaður um
andúð á einkabúskap
Moskvu. Reuter.
ÁGREININGURINN milli Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, og
Alexanders Rútskojs varaforseta fer enn vaxandi. Talsmaður hins
síðarnefnda skýrði frá því í gær að fækkað hefði verið fyrirvaralaust
í lífvarðaliði hans, einkalæknir hans fluttur úr starfi og brynvarin
embættisbifreið af Mercedes Benz-gerð hefði verið fjarlægð. í stað-
inn fengi varaforsetinn Volgu. Jeltsín gaf í skyn á miðvikudag að
hann myndi ef til vill reyna að bola Rútskoj úr embætti. Forsetinn
sagðist í gær myndu hundsa reglur sem þingið hefur sett um þjóðar-
atkvæðið 25. apríl. Þingið telur að ekki sé um ótvíræðan stuðning
við stefnu forsetans að ræða nema meira en helmingur atkvæðis-
bærra Rússa styðji hana.
Yfirmaður lífvarða Jeltsíns sagði
síðdegis að Benz-bifreið Rútskojs
væri í viðgerð, fækkun lífvarðanna
úr 20 í 3 væri hluti af endurskipu-
lagningu varðgæslunnar og Rútskoj
ætti engan rétt á einkalækni.
Heimildarmenn höfðu eftir Jeltsín
að hann hygðist víkja Rútskoj úr
stöðu yfirmanns landbúnaðarmála
en stuðningsmenn forsetans segja
Rútskoj andvígan einkavæðingu
landbúnaðar. Talsmaður varaforset-
ans, Andrej Fjodorov, vísaði þeim
ásökunum harðlega á bug í gær.
„Rútskoj er mjög hlynntur einkabú-
skap ... en hann telur að við ættum
ekki að skilja bændur eftir á köldum
klaka án lánafyrirgreiðslu, án hæfi-
legrar tækniaðstoðar ... Við ætt-
um ekki að einkavæða og bijóta í
sömu andrá niður allt kerfí sa-
myrkjubúskaparins, það gæti gert
út af við okkur,“ sagði Fjodorov.
Rútskoj útskýrði þessi sjónarmið
sín í langri og harðorðri grein í
Prövdu í gær en blaðið er talið eitt
helsta málgagn afturhaldsmanna í
Rússlandi. Þess má geta að Sajudis-
hreyfíngin í Litháen, er tapaði ný-
lega í þingkosningum fýrir arftaka
kommúnistaflokksins, var einnig
gagnrýnd fyrir að bijóta niður sam-
yrkjukerfið án þess að hafa fýrst
undirbúið einkabúskap.
Jeltsín boðar tilskipun
Jeltsín var skorinorður í gær er
hann minnti á að stjórnlagadómstól
landsins bæri að úrskurða fyrir 20.
apríl hvort kosningareglur þingsins
stæðust. „Eftir 20. apríl mun ég
gefa út tilskipun þess efnis að álykt-
un þingsins sé gróft brot á stjórnar-
skránni og lögum um þjóðarat-
Haavisto er óreyndur í utanríkis-
málum og sumir telja að Váyrynen
sé að koma á framfæri eigin eftir-
manni, aðrir að verið sé að koma
Borís Jeltsín Reut«r
kvæði, telja verði atkvæðin í sam-
ræmi við lög um þjóðaratkvæði,"
sagði forsetinn. Verði tilskipun hans
hlítt merkir það að atkvæðagreiðsl-
an er gild þótt aðeins helmingur
mæti á kjörstað. Forsetanum nægir
þá að fá stuðning rúmlega 25% at-
kvæðisbærra til að geta hrósað sigri.
til móts við EB-andstæðinga sem
eru margir í flokknum er hefur
mikið fýlgi meðal bænda og í strjál-
býli.
Váyrynen hættir
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
PAAVO Vayrynen skýrði í gær frá væntanlegri afsögn sinni úr emb-
ætti utanríkisráðherra Finnlands en hann verður frambjóðandi Mið-
flokksins í komandi forsetakosningum. Flokkurinn mun að líkindum
tilnefna Heikki Haavisto í stað Vayrynens en hann er harður andstæð-
ingur aðildar Finna að Evrópubandalaginu.
Deilur og uppsagnir eru daglegt brauð í Evrópubankanum
Attali fannst það brýn-
ast að ráða matsvein
London. Daily Telegraph.
ÞEGAR fulltrúar hluthafanna 53ja í Endurreisnar- og þróunarbanka
Evrópu, öðru nafni Evrópubankanum, koma saman til aðalfundar í
London eftir um tvær vikur verður liklega spurt um árangurinn af
ferðalögum Jacques Attalis bankasijóra á einkaþotum um víða veröld.
Hins vegar er óþarfi að spyija um kostnað við ferðalög bankastjór-
ans, það sem fyrir liggur að hann var 60 milljónir króna á síðasta ári.
í marmarahöllinni
ÚR ríkmannlegum salarkynnum Endurreisnar- og þróunarbanka
Evrópu í London. Marmari af bestu gerð þekur alla veggi og öll gólf
í húsinu og kostaði klæðningin rúmar 70 milljónir króna.
Þegar fulltrúar
hluthafa, almenn-
ings í mörgum
ríkjum, safnast
saman í risastóru
bankaanddyrinu
þar sem skjanna-
hvítur marmarinn
þekur veggi og
gólf mun það
heldur ekki fara
framhjá þeim í hvað fjármagnið
hefur farið, að minnsta kosti stór
hluti þess.
Þegar bankinn keypti bygging-
una var að vísu marmari á veggjun-
um en það var bara venjulegur
Travertine-marmari sem er algeng-
ur í breskum byggingum. Attali
vildi hins vegar fá glæsilegri stein
og lét því rífa hann niður og sækja
í staðinn sérstakan höggmynda-
marmara til Forte di Marmi í Tosc-
ana-héraði á Ítalíu. Kostnaðurinn
við það eitt var 750.000 pund eða
rúmar 70 milljónir króna.
Skýrt hefur verið frá óvenjuleg-
um ferðamáta bankastjórans.
Blaðamaður Daily Telegraph var
með í ferð til Alma Ata í Kazakhst-
an í fyrra. Skömmu eftir flugtak
einkaþotunnar í London brá Attali
sér spariklæddur inn í baðherbergi
og kom skömmu síðar þaðan út á
fínum náttfötum, tilbúin til að leggj-
ast í koju en átta stunda flug var
framundan. Settist hann þó fyrst
niður í djúpa leðurstóla og franskt
þjónustulið bar fram þríréttaða
máltíð og kampavín á undan.
Eftir lendingu í Alma Ata var
tekið á móti Attali sem þjóðhöfð-
ingja, rauðir dreglar lagðir að land-
ganginum og sérstök bílalest flutti
hann og fylgdarlið inn til borgarinn-
ar. í opinberu mótttökunefndinni
bar nokkuð mikið á manni í svörtum
leðuijakka sem minnti helst á leigu-
bílstjóra en reyndist svo vera sjálfur
seðlabankastjórinn í Kazakhstan.
Stórhuga bankastjóri
Attali þykir stórhuga og lítt jarð-
bundinn. Honum er lýst sem gáfuðu
en einráðu og hrokafullu glæsi-
menni sem lifí í napóleonskum
draumaheimi. Stjórn hans á bank-
anum hefur veríð umdeild frá upp-
hafi og deilur milli hans og æðstu
manna stofnunarinnar eru daglegt
brauð. Af þeim sökum hafa upp-
sagnir verið tíðar í bankanum þó
staða þar þyki með því eftirsóknar-
verðasta í breskum fjármálaheimi.
Rekstur bankans hefur verið
umdeildur og fáir bera honum vel
söguna en enginn hefur þó orðið
til að gagnrýna bankann opinber-
lega. Er ástæðan meðal annars sú,
að þótt menn séu ekki fastir starfs-
menn er hægt að græða vel á því
að vinna fyrir hann, svo sem með
-ýmiss konar ráðgjöf, sem auðvelt
er að verða sér úti um þekki menn
fulltrúa innandyra.
Tilgangurinn með stofnun bank-
ans var að styðja og styrkja þær
þjóðir sem kommúnisminn hafði
skilið eftir í sárri fátækt í austan-
verðri Evrópu. Litlum árangri hefur
bankinn náð í þeim efnum en hins
vegar hafa hundruð starfsmanna
hans, lögmenn og ráðgjafar lifað í
vellystingum praktuglega frá því
hann tók til starfa 1990.
Um síðustu áramót, tveimur og
hálfu ári eftir að bankinn hóf starf-
semi, hafði hann varið 101 milljón
punda, jafnvirði 10 milljarða króna,
til fjárfestinga í austanverðri Evr-
ópu en rúmlega tvisvar sinnum
meiri upphæð til eigin þarfa. Þykir
það heldur skrítin ráðsmennska en
bankinn á hlut í súkkulaðiverk-
smiðju í Tékklandi, í fj'árfestinga-
sjóði og í pólskum banka. Attali
hefur svarað gagnrýni á starfsemi
bankans með því að segja að fjár-
festingar sem nema fimm milljörð-
um punda, nálægt 500 milljörðum
króna, séu til skoðunar hjá bankan-
um.
Byrjaði á því að ráða kokk
Fyrsti maðurinn sem Attali réð
til starfa hjá Evrópubankanum var
kokkurinn. Að því búnu spurðu fjöl-
miðlar hvemig hann hygðist standa
að vali æðri stjórnenda og hann
svaraði að bragði: „Einfalt mál. Ég
verð mér úti um lista yfir Nóbels-
verðlaunahafa í hagfræði og vel af
honum.“
Fyrsta viðfangsefni bankans sem
skýrt var frá opinberlega reyndist
ekki góð auglýsing. Það var, að
bankinn hygðist kaupa hlut í tékkn-
eska flugfélaginu CSA í samvinnu
við franska ríkisflugfélagið Air
France. Forstjóri þess var enginn
annar en tvíburabróðir bankastjór-
ans, Bernard Attali. Það þótti ekki
góð latína og hagsmunatengslin
einum of augljós.