Morgunblaðið - 16.04.1993, Page 23

Morgunblaðið - 16.04.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 23 Reuter Maraþonkúrekinn MEXÍKÓSKI Maraþonhlauparinn Salvador Garcia beinir leikfangabyssu sinni að ljósmyndurum í London. Garcia er liðþjálfi í hernum, var gerður að liðs- foringja eftir sigur í New York_ 1991 en lækkaður í tign á ný eftir að hafa mistekist að ljúka hlaupinu á Ólympíuleikunum í fyrra. Hann hyggst taka þátt í hlaupi í London á sunnudag, klæddur kúrekafötum, og hefur þjálfað sig með aðstoð vígalegra Doberman-hunda er gegna heitunum Napóleon, Hitler og Gaddafi. Hann fékk þó ekki að taka þá með sér til Bretiands. Iðnríkin rausnarlegri en búist hafði verið við Rússar fá 43,4 millj- arða dollara í stvrk Tókvó. Moskvu. Reuter. Tókýó, Moskvu. Reuter. SJÖ helstu iðnríki heims ætla að styðja Rússland með 43,4 milljörðum dollara eða sem svarar til 2.734 milljarða ísl. kr. Er vonast til, að þetta framlag, sem er 50% hærra en búist hafði verið við, verði til að auka stuðning rússneskra kjósenda við Borís Jeltsín forseta í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 25. þessa mánaðar. Sergei Stankevítsj, ráðgjafi Jeltsíns, sagði í gær, að þessi stuðningur væri gífurlega mikilvægur fyrir Rússa. Fjármála- og utanríkisráðherrar iðnríkjanna sjö, Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands, lýstu auk þess yfir á fundinum í Tókýó, að um yrði að ræða áframhaldandi stuðning við Rússland og lýðræðisþróunina þar. Sögðu þeir, að óhjákvæmilegar umbætur í efnahagsiífínu myndu koma hart niður á rússneskum ai- menningi og buðust til að létta und- ir með þeim þjóðfélagshópum, sem verst yrðu úti. Fjárstuðningnum við Rússa má í grófum dráttum skipta í 15 miiljarða dollara eftirgjöf af skuldum, 13,1 milljarðs dollara framlag frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, sjö milljarða doll- ara framlag, sem átti að greiðast í fyrra en var frestað vegna óvissunn- ar í rússneskum stjórnmálum, og 4,5 milljarða dollara frá Alþjóðabankan- um. Brýnast að hægja á prentvélunum í yfirlýsingu iðnríkjanna eða G7- hópsins segir, að framlagið verði innt fljótt og vei af hendi en það sé hins vegar Rússa sjálfra að tryggja um- bætur í landinu, einkum með því hafa hemil á stjórnlausri seðiaprent- un seðlabankans. Hann lýtur aftur- haldssömu þinginu en ekki Jeltsín og prentar peninga eftir pöntun frá ríkisfyrirtækjum með þeim afleiðing- um, að verðbólgan er stjórnlaus. Talsmenn rússneskra stjórnvalda hafa fagnað stuðningnum en fáir búast við, að hann muni ráða miklu um afstöðu kjósenda í þjóðarat- kvæðagreiðslunni á sunnudag annan er kemur. Moskvubúar, sem teknir voru tali, sögðu margir, að það væri niðurlægjandi að þurfa að leita ásjár hjá vestrænum ríkjum. „Mér finnst skammarlegt að þurfa að gera þetta en það er svo hörmu- lega fyrir okkur komið,“ sagði einn þeirra. Jacques Delors í sænska þinginu Afskekkt svæði njóta góðs af aðild að EB Stokkliólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. VANDRÆÐI Evrópubandalagsins hafa verið ýkt. Aðild að bandalag- inu væri Svíum verulega í hag ekki síst hvað varðar byggðamál. EB-aðild væri mikill kostur fyrir afskekktar byggðir í Svíþjóð, þar sem þær myndu njóta góðs af stuðningi frá bandalaginu. Þetta var í stórum dráttum sá boðskapur sem Jacques Delors, forseti fram- kvæmdasljórnar EB, flutti sænska þinginu í ræðu í gær. „Það er fullkomlega ljóst að ekki skilja vel að sjálfstæði ríkja væri er hægt að leysa umhverfisrnálin á vettvangi einstakra ríkja. Ég þarf bara að minna á eyðilegginguna í Eystrasalti eða á Kólaskaga í því sambandi," sagði Delors. Hann sagði einnig að írafárið á gjaldeyrismörk- uðum í Evrópu síðastliðið haust hefði verið vegna þess að einstaka ríki væru ófær um að reka eigin vaxta- eða gengisstefnu. Delors sagðist mikið tilfinningamál. Aðild að EB væri ekki um að gefa sjálfstæðið upp á bátinn heldur að „deila“ því. Hann lagði ríka áherslu á byggða- stefnu bandalagsins í máli sínu og minnti á að við lok þessa áratugar myndu um 35% útgjalda EB, eða um 2.700 milljarðar, rennatil styrkt- ar vanþróaðra svæða innan banda- lagsins. % % 1 JGhflSITUR UHOIRSTÍRlf Líttu við og sjáðu hvað bíllinn er nettur en rúmgóður, kraftmikill en sparneytinn. Tigulegur í útliti en með látlaust yfirbragð, tæknilega vel útbúinn og á ótrúlega lágu verði. Verð frá hr. 1 139 000 Bíll ársins í Kanada BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ÁRMÚLA 13. SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.