Morgunblaðið - 16.04.1993, Qupperneq 28
28:
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
Davíð Oddsson forsætisráðherra svarar fyrirspurn Finns Ingólfssonar
Bætur vegna aflabrestsins
tengdar kjarasamningum
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra svaraði í gær fyrirspurn
frá Finni Ingólfssyni (F-Rv) um hvenær útgerðarmenn
mættu búast við að fá bætur vegna þorskaflabrests á yfir-
standandi fiskveiðiári. Forsætisráðherra sagði þessi mál
vera orðin þátt í viðræðum um kjarasamninga og ef þeir
næðust vænti hann þess að niðurstaðan myndi vera í sam-
ræmi við bæði sín sjónarmið og fyrirspyrjanda.
Finnur Ingólfsson sagði að þeg-
ar aflahámörk hefðu verið ákveðin
síðasta sumar hefði verið ljóst að
Stuttar
þingfréttir
Samningsveð og
þinglýsingar
Allsheijarnefnd hefur nú til
umfjöllunar frumvarp til laga
um samningsveð. Það kom
fram í framsöguræðu Þor-
steins Pálssonar dómsmála-
ráðherra að mat flestra sem
til þekkja sé að gildandi veðlög
fullnægi ekki nútímakröfum.
Er þá einkanlega átt við að
gildandi íslenskar réttarreglur
á sviði veðréttar svari hvorki
þörfum atvinnuveganna til
aukinna veðsetningarheimilda
og þar með eftirspurn þeirra
eftir lánsfé, né heldur veiti
reglurnar lánastofnunum og
öðrum lánveitendum nægjan-
legt öryggi við lánveitingar.
Samhliða fyrrgreindu frum-
varpi var frumvarp um breyt-
ingu á þinglýsingarlögum
nr. 39 10. maí 1978, sbr. lög
nr. 63 24. maí 1988 lagt fram.
Frumvarpið mælir fyrir um
stofnun sérstakrar lausafjár-
skrár, sem nái til landsins alls
og halda skal við embætti
sýslumannsins í Reykjavík.
Regnfatnaöur
í miklu úrvali
'K
ÚTILÍFf
GLÆSIBÆ. SÍMI812922
einstök skip og byggðarlög hefðu
orðið mjög hart úti. Allir hefðu
verið sammála um nauðsyn þess
að bæta þetta áfall en menn hefði
grdin á um leiðir. Sjávarútvegsráð-
herra, fjöldi þingmanna og einnig
hagsmunasamtök í sjávarútvegi
voru um það sammála að eðlileg-
ast væri að nota aflaheimildir
Hagræðingarsjóðs. En Davíð
Oddsson forsætisráðherra vildi
aðra leið; þá að greiða sérstakar
bætur eða styrk úr ríkissjóði að
upphæð 450 milljónir króna. Þetta
virtist hafa orðið niðurstaðan. For-
sætisráðherra hefði lýst því yfir
11. ágúst að frá þessu máli yrði
gengið innan fárra daga. Það hefði
Sjálfstæðisflokkur réð?
í gær 15. apríl birtist í Morgun-
blaðinu grein eftir Jóhann Ársæls-
son, fulltrúa Alþýðubandalagsins
í sjávarútvegsnefnd, undir yfír-
skriftinni: „Tvíhöfði skilar áliti,
kvótaeigendur hrósa sigri.“ í þess-
ari grein er því haldið fram að
„hrossakaup stjórnarflokkanna
frá í haust“ séu nú staðfest þegar
svonefnd tvíhöfðanefnd hafí skilað
áliti. „Höfuðniðurstaða stjórnar-
flokkanna er að festa núgildandi
kvótakerfí í sessi með því ígildi
eignarhalds á auðlindinni sem því
fylgir,“ sagði greinarhöfundur.
Einnig: „Veikburða viðnám Al-
þýðuflokksins sem fólst í því að
reyna að koma á sölu veiðiheimilda
hafði þann árangur að gert er ráð
fyrir að farið verði að innheimta
veiðleyfagjöld í árslok 1996. Það
breytir engu um algeran sigur
veiðiréttareigenda í sjálfu grund-
vallaratriði málsins, þ.e.a.s. ígildi
eignarréttar kvótaeigenda í því að
nýta auðlindina verður áfram í
gildi ... Hugmyndir Alþýðuflokks-
ins stóðust ekki umræðuna milli
stjómarflokkanna, þeir urðu að
viðurkenna að þær gengju ekki
upp. Forsvarsmenn kvótaeigenda,
sem virðast fara með þessi mál í
Sjálfstæðisflokknum, fóru með
sigur af hólmi.“
Einnig má lesa: „I hugmyndum
um „þróunarsjóð“ er gengið útfrá
því að aflamarkskerfl verði áfram
í gildi þannig að verði þau áform
að veruleika hefur núgildandi
kvótakerfi verið fest í sessi.“ Um
afstöðu Framsóknarflokksins er
sagt eftirfarandi: „Fyrrverandi
ekki gengið eftir. Fyrir nokkrum
vikum hefði forsætisráðherra sagt
að þessi vandamál yrðu leyst í
tengslum við Þróunarsjóð sjávar-
útvegsins. Finnur vildi taka því
eins og hveiju öðru gríni; þeir
peningar yrðu þá teknir frá sjáv-
arútveginum. Finni var spurn:
„Hvenær mega útgerðarmenn bú-
ast við að fá bætur vegna þorsk-
aflabrests á yfírstandandi físk-
veiðiári, sem forsætisráðherra lof-
aði í ágú.st síðastliðnum að þeir
fengju þá innan tíðar?"
Frá biðstöðu til kjarasamninga
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sagði þessi mál hafa iðulega
verið rædd á Alþingi og víðar.
Upphaflegar tillögur um framlög
úr Atvinnuleysistryggingasjóði,
ríkissjóði og Fiskveiðasjóði hefðu
mætt mikilli andstöðu hagsmuna-
aðila, einstakra þingmanna. Einn-
ig hefði Fiskveiðasjóður ekki viljað
ganga til þessa verks. Forsætis-
ráðherra sagði að hann teldi þessa
sjávarútvegráðherra, Halldór Ás-
grímsson, hefur talað þannig um
þessar hugmyndir og meðferð
málsins, að leiða má að því líkur
að Framsóknarflokkurinn muni
vera tiltölulega ánægður með þró-
un þessa máls og væri jafnvel til-
búinn að liðka fyrir því að það fái
í heild framgang á þessu þingi.“
Styðja ekki allt
Fyrsta mál á dagskrá 156. þing-
fundar í gær var fyrirspum Finns
Ingólfssonar (F-Rv) um hvenær
útgerðarmenn mættu vænta bóta
vegna þorskaflabrests og lofað
hefði verið í ágúst á síðasta ári.
Stefna ríkistjómarinnar og tillögur
tvíhöfðanefnarinnar komu þar
nokkuð til umræðu. Össur Skarp-
héðinsson (A-Rv), formaður þing-
flokks Alþýðuflokks, sagði ríkis-
stjórnina hafa lagt fram tillögur
sem hefðu hlotið „nokkuð góðar
undirtekir" hjá Framsóknar-
flokknum. Þessar undirtektir
hefðu reyndar leitt til þess að Jó-
hann Ársælsson hefði lýst því yfir
í Morgunblaðsgrein þennai. dag
að framsóknarmenn styddu þessar
tillögur. Össur sagði að Þróunar-
sjóðurinn og sú nýbreytni sem í
honum fælist væri auðvitað ekki
annað en viðleitni ríkisstjórnarinn-
ar til að gera útgerðinni kleift að
laga sig að breyttu ástandi físk-
stofnanna. Össur vildi fá fram
afstöðu framsóknarmanna.
Páll Pétursson (F-Nv), formað-
ur þingflokks Framsóknarflokks-
ins, vildi ekki una því að Jóhann
Ársælsson svaraði fyrir hvað
Framsóknarflokkurinn styddi eða
styddi ekki. Páll sagðist geta sagt
afstöðu Fiskveiðasjóðs ekki hafa
verið nægjanlega rökstudda. Þess-
ir þættir hefðu orðið til að málið
hefði farið í biðstöðu.
Forsætisráðherra ítrekaði þá
skoðun að það væri réttlætismál
að bæta þeim útgerðum og byggð-
arlögum sem verst urðu úti þorsk-
veiðibrestinn. Hann væri enn þess-
arar skoðunar þótt raddir hefðu
hefðu heyrst, þ. á m. innan ríkis-
stjórnarinnar, um að forsendur
hefðu breyst með aðgerðunum í
nóvember.
Forsætisráðherra sagði þessi
mál hafa nú verið rædd í tengslum
við gerð kjarasamninga og væru
orðin þáttur í þeim. Hann taldi að
ef gengið yrði til kjarasamninga á
næstu 2-3 dögum myndu þær
niðurstöður mjög svo uppfylla þau
sjónarmið sem Finnur Ingólfsson
hefði, og jafnframt þau sjónamið
sem hann hefði. En forsætisráð-
herra tók fram að þessi lausn
væri tengd því að kjarasamningar
næðust.
frá því að Framsóknarflokkurinn
styddi ekki alla sjávarútvegsstefnu
núverandi ríkisstjómar. Fram-
sóknarflokkurinn væri andvígur
því veiðileyfagjaldi sem nú væri
verið að innleiða. Framsóknar-
flokkurinn væri ekki heldur á því
að níðast á smábátaútgerðinni.
Alþýðuflokkur réði?
Formaður þingflokks framsókn-
armanna sagði fyrirspurn Finns
Ingólfssonar fyllilega tímabæra.
Þetta mál væri orðið að allgjörri
„lönguvitleysu“ sem sýndi van-
mátt ríkisstjómarinnar til að með-
höndla vandann í sjávarútveginum
og sjávarútvegsstefnuna. „Al-
þýðuflokkurinn hefur verið að
hnoðast við það í allan vetur að
beygja Sjálfstæðisflokkinn í mál-
inu og hefur nú tekist það að tölu-
verðum hluta. Og það tel ég illt.“
Gjald ekki útilokað
Halldór Ásgrímsson, varafor-
Davíð Oddsson
Finnur Ingólfsson fagnaði því
að forsætisráðherra væri þeirrar
skoðunar að bæta þyrfti útgerð-
inni aflabrestinn þrátt fyrir efna-
hagsaðgerðirnar í nóvember, enda
væri staða útgerðarinnar í dag
verri en fyrir þær aðgerðir. Nú
ætti að leysa þetta allt saman í
tengslum við kjarasamninga.
Þama væri nú komið að nákvæm-
lega sömu niðurstöðunni; að nota
aflaheimildir Hagræðingarsjóðsins
eins og stjórnarandstaðan og sjáv-
arútvegsráðherra hefðu viljað upp-
haflega.
maður Framsóknarflokksins,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að framsóknarmenn væru sam-
mála svonefndri tvíhöfðanefnd í
því áliti að byggja í aðalatriðum
á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem
verið hefði. En skiljanlega væri
ýmislegt í þessum tillögum sem
þeir gætu ekki skrifað fyrirvara-
laust uppá, enda hefði stjórnarliðið
ekki haft neitt samráð við stjórnar-
andstöðuna um mótun tillagnanna
og margt væri enn óljóst um út-
færslu þeirra.
Halldór ítrekaði þá afstöðu
framsóknarmanna að þeir væm á
móti auðlindaskatti á sjávarutveg-
inn; þ.e. gjaldtöku sem væri ætlað
að renna til sameiginlegra verk-
efna samfélagsins, t.d. hafrann-
sókna. Hins vegar væru þeir ekki
á móti gjaldi sem væri ætlað til
vissra sameiginlegra þarfa sjávar-
útvegsins, s.s. til úreldingar fiski-
skipa.
Deilt um afstöðu Framsókn
ar til hugmynda Tvíhöfða
JOHANN Arsælsson (Ab-Vl), fulltrúi Alþýðubandalagsins í sjávar-
útvegsnefnd, telur Framsókn líklega til að styðja hugmyndir og
tillögur svonefndrar tvíhöfðanefndar. Páll Pétursson, formaður
þingflokks Framsóknarmanna, taldi það standa sér nær að segja
til um það hvað Framsókn styddi eða styddi ekki. Framsóknar-
flokkurinn styddi ekki alla sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar.
I samtali við Morgunblaðið ítrekaði Halldór Ásgrímsson (F-Al),
varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrum sjávarútvegsráð-
herra, að hann væri sammála tvíhöfðanefndinni í því að farsælast
væri að byggja á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefði.